Alþýðublaðið - 07.09.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. september 1994
FRÉTTIR
Niðurstöður seiðarannsóknar Hafrannsóknarstofnunar
ekki upplífgandi:
Lélegir árgangar
þorsksogýsu
Seiðavísitala loðnu sú hæsta sem mælst hefursíðan 1975
Seiðavísitala þorsks er
langt undir meðallagi og
á svipuðum nótum og
seiðavísitala lélegu árganganna
1986-1992. Fyrstu vísbending-
ar um stærð þorskárgangsins
1994 eru þær að hann verði
undir meðallagi eða lélegur.
Svipaðar horfur eru varðandi
ýsuárganginn og seiðavísitala
karfa er fyrir neðan meðaltal
síðustu 10 ára. Seiðavísitala
loðnu er sú hæsta síðan 1975.
Þessar upplýsingar koma
fram í frétt frá Hafrannsóknar- ^
stofnun. Þann 31. ágúst lauk "
hinum árlegu rannsóknurp
Qölda og útbreiðslu fiskseiða á
hafsvæðinu umhverfts Island, í
Grænlandshafi og við Austur-
Grænland. Á heildina litið var
ástand sjáVar á Islandsmiðum
gott íagúst og sjávarhiti yfir
meðallagi. Þrátt fyrir þetta eru
þorskseiðin mjög smá. Ekki
varð vart við seiðarek yfir til
Grænlands.
Ýsa í
lágmarki,
loðna í hámarki
Seiðavísitalaýsu er mjög
lág og raunar með því lægsta
sem sésthefur síðan seiðarann-
sóknir' hófust. Fyrstu vísbend-
ingar um stærð ýsuárgangsins
1994 benda því til þess að hann
verði undir meðallagi eða lítill.
Seiðavísitala loðnu 1994 er
sú hæsta sem mælst hefur síð-
an 1975 og á árunum þar á
undan. Loðnuklakið 1994 hef-
ur því tekist ákaflega vel.
Loðnuseiðin em þó í smærra
lagi.
Karfaseiði fundust að venju
á mest öllu rannsóknarsvæðinu
í Grænlandshafi og við Austur
Grænland. Þótt fjöldi karfa-
seiða hafi verið meiri en 1993,
sem var með afbrigðum lélegt
seiðaár fyrir karfa, var seiða-
vísitalan fyrir neðan meðaltal
seinustu lOára.
Léleg
nýliðun
viðvarandi
Grálúðuseiði fundust á all-
mörgum stöðum fleiri en oft
áður í Grænlandshafi.
Hins vegar fundust mjög fá
blálönguseiði og vom þau smá.
Mun minna var um hrognkelsi
en í fyrra, en mikið um sand-
síli. Olafur Karvel Pálsson,
fiskifræðingur hjá Hafrann-
sóknarstofnun, sagði í samtali
við blaðið, að við hefðum verið
að sjá slaka árganga síðastliðin
10 ár.
Hrygningarstofn þorsks er
nálægt sögulegu lágmarki, en
hann hefur verið á milli 200 og
300 tonn síðan 1982. Ólafur
segir að Haffannsóknarstofnun
hafi löngum mælt með minni
veiði en raunin hafi síðan orð-
ið. Fæð seiða sé vísbending og
ef hún kemur fram þarf enn
frekari niðurskurð á kvóta en
orðinn er.
Ólafur segir að það sé ljóst
að á meðan nýliðun sé léleg þá
verði stofninn í lægð og á með-
an bilið á milli þess sem veitt
er og þess sem vísindamenn
mæla með að sé veitt verði lé-
leg nýliðun viðvarandi.
Loksins eftir 37 ár er höggmyndin af Nonna væntanleg til Akureyrar
Nomi steyptur í Þýskalandi
Amorgun mun höggmynd
Nínu Sæmundsson af
jesúítaprestinum og rit-
höfundinum Nonna leggja af
stað yfir hafið með einu af
skipum Samskipa. Styttan
verður steypt í brons í Þýska-
landi og verður síðan væntan-
lega komin til Akureyrar með
Að kvöldi sunnudagsins
4. september voru
haldnir í Hagaskóla
tónleikar til að heiðra minn-
ingu Péturs Inga Þorgils-
sonar. Pétur Ingi lést af slys-
förum aðfaranótt 26. septem-
ber 1993, þá einungis tvítug-
ur að aldri.
Vinir og ættingjar stóðu
fyrir tónleikunum sem voru
einnig til kynningar útgáfu á
geisladiski með tónlist Pét-
urs;
Á disknum er að fmna 21
lag og stef eftir Pétur og fé-
laga og flytur hljómsveitin
Neol Einsteiger flest lögin.
Pétur Ingi skildi einnig eftir
sig safn teikninga og stutt-
myndir og voru myndrænni
listsköpun hans gerð góð skil
með aðstoð myndvarpa.
Tónleikamir þóttu takast frá-
bærlega og var fullt út úr dyr-
vori, eða 37 áram eftir að Nína
lauk verkinu.
Nú era senn liðin tvö ár frá
því að styttan af Nonna kom í
leitimar á heylofti á Korpúlfs-
stöðum en það var 2. október
1992. Menningarsjóður færði
Zontaklúbbi Akureyrar styttuna
að gjöf og afhenti Bessí Jó-
um, gestir á sjötta hundrað.
Okkur sem kynntumst Pétri
var hann ekki einungis hæfi-
leikaríkur listamaður heldur
einnig ógleymanleg persóna
og skilur hann eftir hjá okkur
margar góðar minningar.
Einlægni hans og hlýja vora
kostir sem sjaldséðir era á
hannsdóttir þáverandi stjómar-
formaður sjóðsins gjafabréfið
sem dagsett er 15. nóvember
1993.
Síðan hafa Zontasystur leitað
eftir fjárstuðningi hér heima og
í Þýskalandi til að gera af-
steypu af styttunni úr varanlegu
efni.
öld hraðans. Ég vil hér einnig
koma á framfæri þökkum til
strákanna í Neol Einsteiger
og öllum þeim sem aðstoð-
uðu við útgáfu þessa frábæra
disks og lætu draum Péturs
rætast.
Baldur Stefánsson
Leitað var tilboða í málm-
steypu hjá fyrirtækjum og loks
ákveðið að ganga til samninga
við Kunstgiesserei Plein í Spe-
icher, sem er skammt frá Köln,
en þar í borg er einmitt legstað-
ur Nonna.
Þýski ræðismaðurinn á Akur-
eyri, Svanur Eiríksson, hefúr
aðstoðað Zontasystur vel og
dyggilega við öll samskiptin
við Þýskaland.
Tekist hefur að safna fé fyrir
fyrstu greiðslum en verkið er
dýrt og mikið vantar enn til
þess að endar nái saman.
Samskip hefur tekið að sér að
flytja styttuna frá Reykjavík til
Þýskalands og tvær styttur
heim, það er bæði frammynd-
ina og bronsstyttuna, sem á að
standa úti og væntanlega ekki
langt ffá Nonnahúsinu á Akur-
eyri.
Þetta gerir skipafélagið
Zontaklúbbnum að kostnaðar-
lausu og er það mikilsmetið
framlag. Starfsfólk Kjarvals-
staða hefur gengið ffá styttunni
til flutnings, en hún er í stóram
trékassa.
Þess má til gamans geta að
þegar kassinn með styttunni
fannst á heyloftinu var hann al-
gjörlega ómerktur, aðeins
tvo orð krotuð á hann: HAUS
UPP.
Gert er ráð fyrir að afsteypan
verði tilbúin eftir 3-4 mánuði.
Nonni verður því væntanlega
kominn á bemskuslóðir með
vori eða næsta sumar. Þá verða
liðin 37 ár frá því að listakonan
Nína Sæmundsson lauk verk-
inu, sem Menningarsjóður
pantaði á sínum tíma
Minningartónleikar
umPéturlnga
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Lukkuleg lending
llla leit út með flug Grumman Goose-flugbáts í fyrrakvöld.
Flugvélin var á ferðinni yfir hafið frá Narsarssuak á Græn-
landi til Keflavíkur og var 200 sjómílur vestur af flugveilin-
um þegar flugmaður tilkynnti flugstjóm að samkvæmt mæl-
ingum sínum hefði hann ekki nægjanlegt eldsneyti til Kefla-
vfkur, um það bil 10 mínútur vantaði upp á. Flugvél Flug-
máiastjórnar var þegar kölluð til og var fljótlega komin í
loftið. Þyrla Landhelgisgæsiunnar var sett í viðbragðsstöðu
og fór í loftið kl. 23.18, eða tæplega hálfum öðram tíma eftir
að flugmaðurinn hafði samband. Mætti þyrlan Grammanvél-
inni hálftíma síðar. Varðskipið Ægir var statt á þessum slóð-
um og sigldi inn á feril flugvélarinnar urn það bil 10 sjómílur
frá landi. Þá vora björgunarsveitir í Keflavík og Sandgerði
og settar í viðbragðsstöðu. Hallgnmur N. Sigurðsson hjá
Flugmálastjórn sagði að vélinni hefði verið lent heilu og
höldnu 8 mínútum yfir miðnætti.
Stoppið Brotin!
Landsleikur-
inn vtð Svía,
liður í Evr-
ópukeppni
landsliða, fer
fram á Laug-
ardalsvelli í
kvöld. Það er
hugur í mönn-
um og ekki
laust við að
. sumir tali
nokkuð digur-
barkalegaog
vænti jafnvel
sigurs á brons-
liðinu frá nýliðinni heimsmeistarakeppni í knattspymu. Auð-
vitað veit enginn hvemig fer, knattspyman er óútreiknanleg.
Takist okkur að stöðva hinn eitursnjalla Brolin er miklum
áfanga náð. Án efa munu margir leggja leið sína á völlinn og
hvetja íslenska landsliðið, - sem er vel að tnerkja vel mannað
og gæti á góðum degi hrellt Svíana.
THOMAS BROUN, - hinn snjaUi knatt-
spyrnumaður Svía áritar hér fátbolta fyrir
unga áhugamenn. Hann verður að stöðva
úti á veUinum í kvöld.
Börnin og umferðin
Starfsemi grunnskólanna um land allt er að hefjast þessa dag-
ana. Tugir þúsunda bama fara nú fimm daga vikunnar til
skóla sinna við misgóðar aðstæður og á sama tíma og uinferð
á götunum fer vaxandi. Foreldrar ættu að undirbúa böm sín
sem best fyrir ferðir milli heimila og skóla. Öraggasta leiðin
er ekki endilega sú stysta. Þá er vert að minna ökumenn á
skyldur þeirra og ábyrgð, ekki síst á göturn í nágrenni skól-
anna. Umferðarráð hefur sent út námsefni í samstarfi við
Menntamálaráðuneytið og Námsgagnastofnun til allra
bama sem era að heíja skólagöngu í fyrsta sinn. Efnið heitir
A leið í skólann.
630 ársverk í átaksverkefnum
Fyrstu átta rnánuði þessa árs hafa alls 3.108 störf í 10.349
mannmánuði verið fjármögnuð gegnum Atvinnuleysis-
tryggingasjóð. Að sögn Gunnars Sigurðssonar hjá félags-
málaráðuneytinu vora störfin á síðasta ári 2.524 í 7.560
mannmánuði eða 630 ársverk.
Opnar sýningu á laugardag
Pétur Gautur Svavarsson
opnar sýningu á verkum sín-
um í Gallerí Borg við Austur
völl á laugardaginn kl. 16. Pét
ur Gautur stundaði nám við
Myndlistaskóla Reykjavíkur
og málaradeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Undan-
faiin ár hefur htmn búið í
Kaupmannahöfn og stundað
nám við Statens Teaterskole.
Þetta er þriðja einkasýning
Péturs Gauts, 25 nú olíumál-
verk sem öll era til sölu. Opið
frá kl. 12 til 18, en um helgar
frá 14 til 18.
PÉTUR GAUTUR, - opnar
sína þriðju einkasýningu.
Pennavinur í Gana
Ung kona í Gana, Georgina Jackson, 26 ára, óskar eftir að
eignast pennavin á íslandi. Helsta áhugamál hennar era
ferðalög. Heimilisfangið er: Georgina Jackson, P.O.Box
1191, Cape Coast, Ghana, W/A.
Námskeið í almennri
skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp og hefst það t kvöld. Allar nánari upplýsingar
era gefnar í síma 688188.