Alþýðublaðið - 07.09.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.09.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Miðvikudagur 7. september 1994 Er stærri hluti neytenda landsins hlunnfarinn af minnihlutanum sem hefur aðstöðu til að versla við Bónus? Dagvörukaupmenn fullyrða að svo sé og bíða nú úrskurðar Samkeppnisstofnunar VANDAMALIN OEININGU KAUPMANNA AÐ KENNA KAUPMENN bíða þessa dagana eftir úrskurði S amkeppnisstofnunar vegna kæru Félags dagvöru- kaupmanna á hendur 10 fram- leiðendum eða heildsölum, sem þeir telja að hafi stundað að mismuna kaupmönnum eftir stærð fyrirtækja þeirra. Hinn al- menni neytandi mun án efa hugsa sem svo að með þessu sé verið að stuðla að hærra vöm- verði á íslandi. Kaupmenn í Fé- lagi dagvömkaupmanna em á öðm máli. Meirihlutinn verslar ekki í Bónus Þeir benda á að 2/3 hlutar landsmanna versli ekki í Bónus eða í Hagkaupsbúðum. Um sé að ræða mikið misrétti og órétt- læti gagnvart meirihluta neyt- enda á Islandi, sem njóti ekki og geti vart notið hinna lágu verða í Bónus, ódým deildinni í Hagkaup, eins og kaupmenn kalla það. En hvað kemur þetta órétt- læti sem kaupmenn kalla svo hinum almenna neytanda við? Kaupmenn segja þetta: ,Eítum nánar á þessa tvo neytendahópa, 65% sem við nefnum A- hópinn og 35% sem er B-hópurinn. í B-hópnum em neytendur sem hafa greiðan að- gang að stórmörkuðum, annað hvort vegna nálægðar eða að- gangs að ökutæki og oft em neytendur B-hópsins betur í stakk búnir að gera magninn- kaup. í A-hópnum ber fyrst að telja megnið að landsbyggðar- fólki og svo þann stóra hóp þéttbýlisfólks sem oftar en ekki er efnaminnsta fólkið og er í reikningi hjá kaupmanninum á hominu. Þama em líka hópar fólks, sem hafa ekki krítarkort, aðgang að ökutæki eða er hijáð lasleika eða elli, sem bannar langar ferðir til innkaupa á nauðsynjum“, segir í greinar- gerð Félags dagvörakaup- manna. Sem sagt, þeir sem era ekki svo lánsamir að geta verslað í Bónus fyrir reiðufé em úti á klakanum, kaupa dýrari vöm en þeir sem njóta nálægðar, eða hafa reiðufé undir höndum. Dagvömkaupmenn gera þá kröfu að allir kaupmenn eigi að hafa aðgang að sömu kjömm miðað við sama magn inn- kaupa. Krafa þeirra er að fram- leiðslu- og innflutningsfyrir- tækin gefi út verðlista þar sem kveðið sé á um öll kjör, hvort heldur er magn- eða greiðslu- kjör. Þó verði einnig að gæta að því að fyrirtækin fari ekki í kringum þetta með óhóflegum afslætti á miklu magni. Slíkt megi líta á sem hindmn við eðlilega samkeppni. Þeir benda á að í Bandaríkjunum sé talinn eðlilegur magnafsláttur sem að geta selt báðum. Það þýðir að ef framleiðandi eða heildsali verður við afsláttarkröfu stór- markaðarins án þess að láta aðra kaupmenn greiða hlut af þeim afslætti, þá leiði það til þess að þeir verði að hækka álagningu sína í heild. Útkom- an verði því almennt hærra vömverð. Kaupmennska í takt við tímann Ljóst er að stofnun Hagkaups og Bónusbúðanna á eigin birgðastöð, Baugs, var stórfrétt þess tíma. Alþýðublaðið benti fyrst allra íjölmiðla á þessa staðreynd. Með stofnun Baugs í fyrra skapaðist gmndvöllur fyrir mun hagstæðari vömdreif- ingu en fyrr. Þetta hefur komið á daginn. Framleiðendur og heildsalar hljóta að fagna því að geta selt íyrir stórar upp- hæðir og senda vömna ásamt einni nótu til eins kaupanda í stað tuga eða hundmða. Vömdreifing er dýrt spaug fyrir fyrirtækin. Á annað hundrað aðilar selja matvömr í búðimar, flestar með eigin bíla, sem hringsóla um sölusvæðið daginn langan með pínulitlar pantanir á hvem stað. Þessi háttur kostar ómælt fé. Einn stór aðili sem hefur fjárhagslegt traust hlýtur að komast að mun betri skilmálum en tugir ósam- lyndra aðila vítt og breitt um byggðina. Stofnun Baugs virð- ist hafa verið mikið happaverk - kaupmennska í takt við tím- ann. Geta sjálfum sér um kennt Kaupmannastéttin á íslandi getur sjálfri sér um kennt hvemig komið er fyrir henni. Hún hefur orðið fyrir barðinu á nútíma verslunarháttum, sem henni hefur ekki tekist að til- einka sér. Áratugum saman hafa kaupmenn nágrannaþjóð- anna sameinast um birgða- stöðvar eins og Baug. Hagræð- ið er augljóst fyrir hvem og einn kaupmann. Hann getur til dæmis bytjað að stjóma fyrir- tæki sínu af einhveiju viti í stað þess að eyða tímanum í að skoða ofan í sýnishomatöskur tuga sölumanna á hverjum degi, eins og títt er meðal dag- vömkaupmanna í dag. Heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar af hálfu kaup- manna að koma á nútíma versl- unarháttum hér á landi. Stofnað hefur verið til fyrirtækja sem áttu að sinna þessum bráðnauð- synlega þætti, en ósamlyndi og óeining í röðum kaupmanna hafa orðið til þess að þær til- raunir hafa orðið til lítils. Stofnað var Innkaupasamband matvömverslana - IMA, síðar Matkaup hf., sem þróaðist óheppilega í að verða venjuleg heildverslun í eigu fárra kaup- manna, - og loks K-samtökin, sem nú munu vera gjaldþrota og skilja efitir sig mikinn slóða af óuppgerðum reikningum. Kaupmenn hafa farið hópum saman til annarra landa að læra af starfsbræðmm sínum þar. Þrátt fyrir góðan vilja margra dugandi kaupmanna hafa engin alvöm samtök orðið til um matvömdreifmgu á borð við þá sem Hagkaups- og Bónusbúðir hafa nú yfír að ráða og njóta greinilega góðs af. Málatilbún- aður dagvörukaupmanna hlýtur að teljast einhver mesta og besta auglýsing sem Bónus hef- ur fengið. Það að verðlagið í þeim verslunum sé í tugum til- fella langt undir því heildsölu- verði sem dagvörukaupmönn- um býðst, hlýtur að vekja marga til umhugsunar um hvemig þeir em að veija fé sínu JÓHANNES í BÓNUS - hefur tileinkað sér nútímalegar aðferðir í dreifingu matvœla - það hefur félögum hans í stétt dagvöru verslana ekki tekist að gera. nemur þeim spamaði sem myndast við sölu á miklu magni, hvort sem er til dæmis spamaður í framleiðslu eða dreifingu. Tvennskonar mismunun „Hægt er að mismuna á tvennan ólíkan hátt með verð- inu til smærri kaupmanna ann- ars vegar og til stórmarkaða hins vegar“, segja dagvöm- kaupmenn. I fyrsta lagi telja þeir að framleiðendur/innflytjendur selji vöm sína til stórmarkaða mjög nálægt eða jafnvel undir kostnaðarverði. I því tilfelli sé A-hópur neytenda, stóri hópur- inn, að borga fyrir kjör sem B- hópurinn njóti í Bónusi. Fram- leiðendur eða innflytjendur þurfi að hafa sína álagningu til að standa undir rekstrarkostn- aði. Það þýði að þeir sem versla ódýrt í stórmarkaði hagnist á kostnað hinna neytendanna, sem þá borgi beinlínis fyrir verðlækkunina. Þetta sé aug- ljóst óréttlæti. Verið sé að mis- muna neytendum á ranglátan hátt. I öðm lagi segja dagvöm- kaupmenn stórmarkaði krefjast mun meiri afsláttar en aðrir kaupmenn fá og geta í krafti veldis síns og stórrar markaðs- hlutdeildar notað ýmsar að- gerðir til að knýja ffam kröfur sínar. Algengt sé að þeir fari fram á 20% afslátt. Til að mæta slíkum afslætti þurfi framleið- andi eða innflytjandi að leggja 25% á kostnaðarverð vömnnar til að standa á sléttu. Vilji þess- ir aðilar ekki láta aðra kaup- menn og viðskiptavini þeirra, A-hópinn, borga niður vömr til B- hópsins, þá þurfi álagning þeirra á vömna að vera 25% plús það sem þarf til að reka fyrirtækið. Framleiðandi/inn- flytjandi kemst í vanda, því vömr hans em í flestum tilfell- um í samkeppni við aðrar samskonar vörur á markaðnum. Hann verður að velja á milli, annað hvort að leggja hóflega á vömna og selja ekki til stór- markaðanna, eða hinsvegar að hækka verð vömnnar til þess MATVÖRUINNKAUPgeta verið meðýmsu móti og kostað neytendur mismikið fé. Dagvörukaup- menn skipta neytendum íA-og B-hópa eftir því hvar þeir gera innkaupin. Alþýðublaðsmynd Einar Ólason.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.