Alþýðublaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Fimmtudagur 22. september 1994 MÞYBUBLMB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð i lausasölu kr. 140 Sigursænskra jafnaðarmanna Jafnaðarmenn unnu frækilegan kosningasigur í sænsku þing- kosningunum sem fram fóru um síðustu helgi. Jafnaðarmenn voru aðeins þrettán þingsætum frá hreinum meirihluta; náðu 162 þingsætum. Þar með hefur Jafnaðarmannaflokkur Svíþjóð- ar náð fyrri styrk og áhrifum í sænsku þjóðlífi. Á skrifandi stundu situr formaður flokksins, Ingvar Carlsson, í viðræðum við formenn annarra flokka um myndun rikisstjómarinnar. Rætt er um að jafnaðarmenn myndi einir minnihlutastjóm, en þó hafa einhveijar tafir orðið á því og Carlsson skoðar nú myndun meirihlutastjómar með sænska Þjóðarflokknum. öigur sænskra jafnaðarmanna kemur í kjölfar misheppnaðrar tilraunar borgaralegu flokkanna til að skapa betri og hagstæðari aðstæður í Svíþjóð fyrir almenning. Borgaralegu flokkunum var lítt ágengt við að bæta hagvöxt landsins og sátu uppi með vaxandi atvinnuleysi sem varð þeirra erfíðasta glíma í kosn- ingabaráttunni. Sænskir jafnaðarmenn em guðfeður sænsks nú- tímaþjóðfélags. Þeir byggðu upp velferðina í Svíþjóð, innra sem ytra þjóðaröryggi. Sú hefð og það traust sem kjósendur í Svíþjóð bera til pólitískrar stjómunar jafnaðarmanna, hefur enn einu sinni skilað sér í kosningum. Sænskir jafnaðarmenn hafa löngum verið gagnrýndir fyrir að hafa gengið of langt í velferðarmálum á kostnað skattgreiðenda. Það er sanngjöm gagniýni og tóku jafnaðarmenn hana alvar- lega. Síðustu ár hefur farið fram gagngerð endurskoðun á stefnumálum flokksins. Jafnaðarmenn sáu, líkt og aðrir, að hin kreddufasta stefna gagnvart atvinnulífi, sem Olaf Palme, fyrr- um forsætisráðherra, beitti sér fyrir meðal annars með laun- þegasjóðum atvinnurekenda, ógnaði í raun undirstöðum vel- ferðarkerfisins. í ályktun stjómar FÉLAGS UNGRA JAFNAÐARMANNA í REYKJAVÍK er lagt til að Alþýðuflokkurinn verði fyrstur íslenskra stjómmálaflokka til að leggja blátt bann við reykingum á auglýstum fundum: Reyklausir fundir hjá jafnaðarmönnum Stjóm Félags ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík beinir þeim tilmælum til framkvæmdastjóra Alþýðu- flokksins [Sigurðar Tómasar Björgvinssonar) að hann beiti sér fyrir því, að á auglýstum fundum á vegum Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands - verði viðhaft reykingabann. Og þar með verði Alþýðuflokkurinn fyrsti íslenski stjómmálaflokkurinn sem taki upp slíkt bann,“ segir í ályktun FUJ í Reykjavík sem samþykkt var síðastliðið þriðju- dagskvöld. I ályktuninni segir að það sé sjálfsögð krafa að reykinga- menn virði rétt þeirra sem ekki reykja og yfirgefi fundi þurfi þeir að stunda þessa iðju. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík krefjast þess að reykingabann þetta taki nú þegar gildi og benda á það sem fordæmi, að stjómarfundir FUJ í Reykjavík og einnig Sambands ungra jafnaðarmanna hafi langt skeið verið reyklausir. „Stærsti vinnustaður lands- ins, Háskóli Islands, með á að giska fimm þúsund starfsmönn- um, hefur bannað reykingar í húsakynnum sínum, sömuleiðis Póstur & sími, Ríkisspítalarnir, bankar, bensínstöðvar og fleiri staðir. Þetta sýnir að sífellt fleiri gera kröfu um reyklaust umhverfi Reykingar em á und- anhaldi og það væri sómi Al- þýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands - að vera í fararbroddi íslenskra stjóm- málaflokka og taka þessa reglu þegar í gildi,“ segir ennfremur í ályktun Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík. Það var varaformaður félags- ins, Kristinn Ásgeirsson, sem lagði þessa merkilegu ályktun fram og var hún samþykkt eftir nokkrar umræður. I stuttu spjalli við Alþýðu- blaðið í gærmorgun sagði Kristinn að þannig háttaði til að fundir væm oft haldnir á litlum stöðum þar sem loftræsting væri lítil sem engin. Það væri hreinlega heilbrigð skynsemi og sjálfsögð tillitssemi fólks við hvort annað, að leyfa fólki að anda að sér sæmilega hreinu lofti - og það þó fundir væm haldnir á stærri og betur loft- ræstari stöðum. „Þrátt fyrir að ég reyki ekki þá telst mér til, að meirihluti stjómar Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík reyki. Það er þannig ljóst að þama var engan veginn um kúgun ekki- reykingamannanna að ræða. Krafan um reykingabann er einfaldlega almenn og sjálfsögð krafa um mannréttindi og verð- ur sífellt háværari á öllum svið- um þjóðlífsins. Vonandi bera félagar okkar í öðmm jafnaðar- mannafélögum gæfu til að feta í þessi fótspor," sagði Kristinn Ásgeirsson að lokum. KRISTINN ASGEIRSSON (t.v.), varaformaður FUJ í Reykjavík og flutningsmaður tillögu um reykingabann á fundurn jafnaðarmanna, ásamt BOLLA RUNÓLFI VALGARÐSSYNI, formanni félagsins og varaformanni SUJ. Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason Forystumenn sænskra jafnaðarmanna, einkum Carl Olaf Feldt, fyirum fjármáiaráðherra, hófust handa við að opna jafnaðar- stefnuna, aðlaga hana að opnu hagkeifi án þess að víkja frá grundvallaratriðum velferðarstefnu sem tryggði öllum þegnum atvinnu, mannréttindi og félagslegt öryggi. Jafnaðarmönnum var ljóst að óheft þensla ríkisútgjalda til velferðarkerfisins var á góðri leið að yfirbuga Svía. Hinar nýju áherslur vom líkar þeim sem jafnaðarmenn um alla Evrópu tóku upp. Yfirstandandi hmn kommúnismans í Sovétríkjunum flýtti fyrir endurskoðun jafnaðarstefnunnar og auðveldaði að hreinsa burt marxískar bá- biljur sem hafa grassérað ótrúlega lengi í mörgum jafnaðar- mannaflokkum Evrópu. Hin endurskoðaða jafnaðarstefna stóð enn sem fyrr vörð um lýðræði og jöfnuð, en flíkaði nýjum áherslum í tekjustofnum ríkissjóðs. í stað einhæfrar skattþenslustefnu á fyrirtæki jafnt sem einstaklinga, var lögð áhersla á að skapa vænleg skilyrði fyrir atvinnulífið og í stað blindrar skattpíningarstefnu sem skapað hafði atgervisflótta sænskra einstaklinga og brottflutn- ing fyrirtækja frá Svíþjóð, var komið á móts við atvinnulífið og því mótaðar aðstæður til framþróunar og hagnaðarvonar. Sænskir jafnaðarmenn fengu ekki að fylgja þessum breyttu stefnuáherslum eftir þar eð tiltrú kjósenda eftir langa ríkis- þenslustefnu sænskra krata skilaði borgaralegu flokkunum stjómartaumnum. Borgaralegu flokkamir reyndust hins vegar ekki í stakk búnir til að veita Svíum það félagslega öryggi eða þann trausta gmnn til að standa á sem kjósendur höfðu vonað. Upplausn og at- vinnuleysi skilaði jafnaðarmönnum aftur völdum í kosningun- um um helgina. Jafnaðarmenn hafa boðið sænskum þjóðfélags- þegnum sterkara atvinnulíf með opnum samkeppnisreglum, en að tryggja jafnframt arð af sterku atvinnulífi til handa fólkinu í landinu í formi sanngjamrar velferðar og félagslegs öryggis. Svíar hafa valið þann kostinn. LEIKFÉLAG KÓPAVOGS er stórhuga á leikárinu 1994/1995 og setur meðal annars upp verk eftir HALLDÓR LAXNESS og farsahöfundinn JOE ORTON: SiHurtunglið og Þaö sem brytinn sá Svipmyndfrá líflegristarfsemi LEIKFÉLAGS KÓPAVOGSá síðasta leikári. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Leikfélag Kópavogs hélt nýverið almennan félags- fund þar sem dagskrá fé- lagsins Ieikárið 1994/1995 var kynnt. Tvö stór verkefni em fyrirhuguð í vetur og mun ung- lingadeild félagsins ríða á vaðið með uppsetningu á Silfurtungl- inu eftir Halldór Laxness. Leikstjóri verður Stefán Sturla Sigurjónsson, en stefnt er að því, að meðlimir unglingadeild- arinnar sjái um önnur störf í kringum sýninguna - eftir því sem þörf verður á. Æfingar hóf- ust í síðustu viku og fmmsýn- ing er áætluð laugardaginn 29. október. Hitt stóra verkefni árs- ins verður uppsetning almennr- ar leikdeildar félagsins á farsa- leikritinu What the Butler Saw (Það sem brytinn ,vá) eftir Joe Orton. Verið er að þýða verkið og hefur það enn ekki fengið ís- lenskt heiti. Kári Halldór mun leikstýra verkinu, en æfingar hefjast strax eftir áramót. Frum- sýning er áætluð laugardaginn 18. febrúar. Ýmis smærri verkefni em á döfinni og má þar meðal annars nefna námskeið sem Vigdís Jakobsdóttir heldur helgina 7. til 9. október í því sem á ensku nefnist devising og er einskonar spuni. I nóvember hefst síðan vinna við svokallaðan leik- hring, en þar verður á ferðinni hópur sem mun undirbúa upp- setninguna á verki Joe Orton, jafnframt því að skoða og fræð- ast um farsann sem leikform. Ætlunin í leikhringnum er að lesa saman leikrit, skoða mynd- bönd og fá leikara, leikstjóra og aðra í heimsókn. Haustmisseri Leikfélags Kópavogs lýkur svo fonulega með jóladagskrá sem bæjarbúum og öðrum er boðið uppá að kvöldi föstudagsins 9. desember. Einsog áður sagði verður farsi Joe Orton aðalnúmerið á efnisskrá Leikfélagsins eftir áramót, en einnig er stefnt að götuleikhús-námskeiði sem hefjast á miðvikudaginn 15. mars. Leiðbeinandi hefur enn ekki verið ráðinn, en gert er ráð fyrir að bæjarbúar fái að njóta ávaxta námskeiðsins við hátíð- arhöldin laugardaginn 17. júní. Leikfélag Kópavogs er félag sem öllum er opið. Þeir sem áhuga hafa á að ganga í félagið eða jafnvel bara forvitnast um starfsemina geta haft samband í síma 41985 og/eða skilið eftir skilaboð á símsvaranum...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.