Alþýðublaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. september 1994 TRUMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Sólarvé og hof í GRINDAVÍK. Hausverkur eða túristagildra? Ýmsum finnst að Grindavík sé að verða einskonar háborg heiðninnar á íslandi og óttast ill áhrif af byggingu hofs í hinu litla samfélagi. JÓN GRÖNDAL, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, telur blikur á lofti í plássinu. Þar hafi frá alda öðli verið stunduð sjómennska og útgerð sem hafi verið aðalsmerki Grindvíkinga. Eðli starfs síns vegna hafi sjómenn kannski ræktað trú sína betur en ýmsir aðrir og Grindavík sé gott, kristilegt samfélag: Bær á barmi ásatrúar? Ungur maður og dular- fullur og sérkennilegur í háttum“. Þannig er Tryggva Hansen, listhleðslu- manni og ásatrúarmanni, lýst af Jóni Gröndal, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Grindavík. Tryggvi þessi er að gera allt vitlaust í hinu snotra sjávar- þorpi suður með sjó. Mönnum finnst að Grindavík sé að verða einskonar háborg heiðninnar á Islandi og óttast ill áhrif af byggingu hofs í hinu litla sam- félagi. Um ýmis afrek Trygga listamanns er nú karpað fram og aftur. Grindavík hefur oft verið heitt umræðuefni, meðal annars á árum áður fyrir mikið menningarleysi, eftir að sýnd var í sjónvarpi kvikmyndin Fiskur undir steini. Nú er ann- arskonar umræða hafin, ekki síður heit og merkileg. Dans í kringum gullkálfínn í friðsömu sjávarplássi Jón Gröndal telur blikur á lofti í plássinu. Þar hafi frá alda öðli verið stunduð sjómennska og útgerð sem hafi verið aðals- merki Grindvíkinga. Eðli starfs síns vegna hafi sjómenn kannski ræktað trú sína betur en ýmsir aðrir og Grindavík sé gott, kristilegt samfélag. „Nú allt í einu eru kannski blikur á lofti. Oafvitandi er ver- ið að teyma Grindvíkinga til þátttöku í heiðnum siðvenjum og trúarathöfnum. Hættan er sú að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað er að gerast. Eins og Móses erum við farin að bera það við að dansa í kring um gullkálfmn“, segir Jón í blaða- grein í einu Suðumesjablað- anna. JÓN GRÖNDAL, bœjarfull- trúi Alþýðuflokksins í Grinda- vík. Hann er alfarið á móti því að Grindvíkingar taki að sér að boða ásatrú á Islandi. Alþýðublaðsmynd Segir hann að Tryggvi Han- sen hafi kunnað nokkuð fyrir sér í veggjahleðslu. Hann hafði því verið fenginn til að hlaða vegg við kirkjuna, en veggur- inn var hluti af miðbæjarskipu- laginu. Jón segir að Tryggva hafi farist verkið hönduglega. Hótað að setja jarðýtu „á allt draslið“ Næst gerist það að yfir bæj- arstjómina tekur að rigna bréf- um og greinargerðum frá Tryggva um uppfærslu Eddu- kvæða á 20 ára afmæli bæjar- ins. Þá var hann með áform um smíði stórra sólvagna sem áttu að ferðast um Island og heim- inn allan, sólinni og Grindavík- urbæ til dýrðar. „Bygging mannvirkis þess sem síðar hlaut nafnið Sólarvé var komin í gang og gekk ým- islegt á. Tryggvi seldi bæjarstjóm hugmyndina og fékk að útfæra hana sjálfur. Naut hann aðstoð- ar fólks í atvinnuátaki Grinda- víkurbæjar og í nokkrar vikur lét hann fólkið hlaða veggi og reif þá jafnharðan niður aftur og breytti. Bæjarstjóm var hætt að lítast á blikuna og setti bæj- artæknifræðinginn til að ræða við Tryggva. Tryggvi sagðist eiga hugmyndina, uppfærsluna, og ef menn ætluðu að finna að eða hafa einhver afskipti af málinu myndi hann setja jarð- ýtu á allt draslið. Bæjarstjóm þótti vissara að hafa hægt um sig“, segir Jón. Hundheiðin Jónsmessunótt í Grindavík Mannvirkið var síðan vígt um Jónsmessuna, Sólarvé þeirra Grindvíkinga. „Það er orðið lenska að vera úti á Jónsmessunótt, fara í gönguferð og kveikja eld. Ef til vill snafsa sig einhverjir. I skjóli þess siðar var mannvirk- ið vígt við fjölmenni með eldi og kvæðaflutningi. Tryggi sönglaði úr Eddukvæðum nokkur vers. Eddukvæðin em okkar helsta heimild um heiðna trú forfeðra okkar og nær sam- felldur óður til ásatrúarinnar. Sennilega hafa ekki nema 3 til 4 á staðnum skilið textann og boðskapinn. Flestum fannst þetta bara fyndin og skemmti- leg uppákoma. Töluðu um að hann gerði þetta vel, sem og var“, segir bæjarfulltrúinn, og spyr: „Hvað áttuðu sig margir á því að þeir voru að taka þátt í hundheiðinni athöfn?“. Jón Gröndal segir þá sögu að gestir frá vinabæ Grindavíkur í Fyrirhugað HOFIGRINDA VÍK- það á ekki upp á pallborðið hjá bœjarstjórninni - gulli ferðafólksins er hafnað, en siðfrœði kristinnar kirkju studd. Svipmyndfrá GRINDA VIK. Mönnum finnst að Grindavík sé að verða einskonar háborg heiðninnar á Islandi og óttast ill áhrifaf byggingu hofs íhinu litla samfélagi. Alþýðublaðsmynd Englandi, Penistone, hafi boð- ið gestgjöfunum til veislu í veitingahúsinu Hafurbimin- um. Þar hafi, öllum á óvart, verið leynigestur, semsé téður Tryggvi Hansen. Hóf hann þar að kyrja úr Eddukvæðum og sagði frá fomum siðum og lét menn drekka af homi og mæla minni hver annars. Síðan var kveiktur eldur á gólfinu og gestimir „teymdir sönglandi umhverfis hann í 45 mínútur eða svo“, segir Jón. Má geta nærri að svipur hefur komið á ýmsa og Jón segir að þetta hafi lagst misvel í suma gesti þeirra Grindvíkinga. Ferðamannagull eða kristið samfélag? Nú hefur það gerst að ^ Tryggvi og félagi hans, Árni Björn Björnsson, hafa leitað til bæjarstjómar Grindavíkur um fjárstyrk vegna byggingar hofs að heiðnum sið. Jón segir að hof þetta myndi eflaust verða aðdráttarafl fyrir ferða- ntenn. En bæjarstjóm er ekki á því að láta Mammon glepja fyrir sér. Hún neitaði þeim félögum um peningana og afsalaði sér þar með væntanlegum tekjum af ferðamönnum. „Nú spyr ég: Viljum við Grindvíkingar að ferðamenn komi til Grindavíkur vegna þess að hér megi sjá guðs hús heiðinna manna og taka þátt í heiðnum siðum og jafnvel til- beiðslu? Svari menn hver fyrir sig. Ég segi nei! Hve langt halda menn að verði í að Ása- trúarmenn fari að halda blót sín hér í eina hofinu á Islandi með blóði, eldi og öllu tilheyrandi!“ spyr Jón Gröndal. Hann spyr hvort það geti ver- ið að meðhjálpari Grindavíkur- kirkju, Björn Haraldsson, sé yfirsmiður hofsins og vinni við byggingu þess. Bjöm er faðir Árna Bjöms, og jafnframt er hann formaður Ferðamálafé- lags Suðurnesja. Það gangi náttúrlega ekki. Jón Gröndal óttast jafnframt að Grindavík- urböm láti glepjast og heillast af skurðgoðadýrkun. Jón segist halda að Grindvíkingar hafi ekkert með heiðið hof að gera. Listilegar samverustundir og veisluhöld Sóknarpresturinn í Grinda- vík, séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir, segist hafa verið að grennslast fyrir um tilgang- inn með hofinu. Mönnum virð- ist efst í huga að laða að ferða- menn forvitna um foma ís- lenska menningu, sýna þeim eitthvað frumlegt og fomt og bjóða þeim upp á veitingar, svo sem öl úr homum. Hún spyr: „En ef þetta á að vera uppákomustaður fyrir ferðalanga með ölstofu, veit- ingaaðstöðu, hvers vegna þá ekki að reisa frekar víkinga- skála eða gera líkan að víkinga- skipi? Eða reyna samvinnu við ágæta nefnd á vegum bæjarins um verstöðvar og sjóminjar. Það gæti verið fróðlegt fyrir bæði Grindvíkinga og gesti staðarins að berja afrakstur þess augum“, segir séra Jóna Kristín. Henni er ekki kunnugt um hvort Ásatrúarmenn standi að baki byggingunni. „Ég hef heldur ekki upplýs- ingar um hvort þama á að fara fram eitthvað annarlegt kukl ásamt öldrykkju. Nema þá vitn- eskju hef ég að sótt hefur verið um leyfi fyrir byggingunni í nafni Vors siðar, sem titlar sig trúfélag. I svonefndum lögum þess fé- lags er talað um veisluhöld, listilegar samvemstundir og heiðursfélaga sem kallast goð og gyðjur í hlutverki ráðgjafa, sem jafnframt leiða helgar veisluathafiiir trúfélagsins. I nafni þessa fyrirbæris er óskað eftir leyfi til að reisa hof. Því hlýtur að varða alla uppalendur hvaða straumar og stefnur vaða uppi í samfélagi okkar og geta haft slæm og neikvæð áhrif á þau sem em að mótast út í líf- ið“, segir séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.