Alþýðublaðið - 22.09.1994, Síða 5
Evrópu. Fjárfestingaráætlun
Evrópusambandins nær til níu
áætlana um gríðarlega upp-
byggingu samgangna í Evrópu
á næstu ámm sem tekur mið af
gerbreyttum aðstæðum. Eg
nefni sem dæmi það sem Eystr-
arsaltsþjóðimar hafa mestan
áhuga á, sem er að byggja nýja
hraðbraut sem mun tengja sam-
an Pétursborg, Helsinki, öll
Eystrarsaltslöndin, Varsjá og
nær allt til Berlínar.“
- Hvar koma okkar
hagsmunir til sögunnar?
„Vegna hinnar landfræðilegu
legu þarf varla að skýra hvaða
hagsmuni öll þessi héruð telja
sig eiga í svona samstarfi. Það
er meiri spuming hvað Islend-
inga varðar. Okkar hugsun í því
efni byggist kanski aðallega á
tvennu.
Annars vegar er norrænt
samstarf að breytast. Svo kann
að fara að Islendingar einangr-
ist frá Norðurlandasamstarfinu
vegna þess að þeir standa einir
Norðurlandaþjóða utan Evr-
ópusambandsins. Norðurlanda-
samstarfið er að verða Norður-
landasamstarf innan Evrópu-
sambandsins. Það er alveg
sama hvaða mál em efst á
baugi. Það snýst allt um sam-
starf innan þessa ramma Evr-
ópusambandsins, efnahagsmál,
viðskipti, rannsóknir, vísindi,
skólar, menning og allt saman
er þetta undir þeim formerkj-
um. Þannig að íslendingar
verða utangátta með öllu í því
samstarfi ef þeir til langframa
standa utan heildarrammans.
I Barentshafsráðinu sjáum
við tvo kosti. í fyrsta lagi emm
við aðilar að nánu samstarfi
norðurslóða innan Skandinavíu
og gegnum þetta samstarf get-
um við náð milliliðalausum
tengslum við stjómvöld í Norð-
vesturhluta Rússlands. Þar er
þeirra mesta fiskveiðisvæði og
þar getum við náð eðlilegum
frambúðartengslum við stjóm-
málamenn og forkólfa úr at-
vinnulífinu, ekki síst er varðar
sjávarútveg og fiskvinnslu.
Okkar hlutur í þessu gæti fyrst
og fremst verið sá að efna til
samstarfs við þessi hémð í
Rússlandi um það sem við
kunnum best: Aðstoð við fisk-
veiðar, aðstoð við að byggja
upp smábátaflota og að öllu
leyti fiskifræðileg samvinna. Þá
má nefna hugsanlega samvinnu
fyrirtækja á sviði sölu og mark-
aðsmála og svo ffamvegis.“
- Hvernig var að koma
til Tromsö?
„Fundurinn í Tromsö var
fyrsti fundurinn í Barentsráðinu
sem ég sit, en það hafa aðrir ís-
lenskir ráðherrar mætt á fund-
um í þessu samstarfsráði. Það
var dálítið skemmtilegt að
koma til þessarar meginborgar í
Norður Noregi við þessar
kringumstæður sem nú ríkja.
Tromsö er stærsti bær heims
norðan heimskautabaugs og
þama búa um 50 þúsund
manns.
Tromsö er ekki lengur fyrst
og ffemst verstöð enda aðeins
eitt fiskverkunarhús eftir en
þama er miðstöð stjómsýslu og
helmingur bæjarbúa opinberir
starfsmenn. Háskólinn í
VEÐTAUÐ
„Utanríkisráðherra Rússlands [Andrej Kozyrev] er náttúrlega einn afæðstu mönnum mikils
valdakerfis og mikil virðing borin fyrir slíkum mönnum. I fortíðinni voru þeir nær ósnertanlegir og
alveg óhugsandi að þeir væru að þvælast á einhverjum útkjálkafundum. En mannleg samskipti
Kozyrevs og þessara rússnesku héraðsstjórnarmanna voru á kunningjagrundvelli og þeir
spauguðu og hlógu eins og réttir og sléttirpólitíkusar sem hittast á héraðsmóti.“
Alþýðublaðsmynd / Einar Ótason
Tromsö sem var stofnaður
1968 er orðinn mjög öflugur og
sérhæfður á sviði sjávarútvegs
sem veldur því, að þegar ég var
skólameistari Menntaskólans á
ísafirði hafði ég sérstakt sam-
band við þennan háskóla því
margir af mínum nemendum
leituðu þangað og fóm í nám í
útgerðar- og sjávarútvegsfræð-
um. I tengslum við fundinn
hitti ég hóp um 30 Islendinga
sem þama em búsettir við nám
og störf, afspymu mannvæn-
legur hópur sem ég hafði mjög
gaman af að hitta. Eg var með
svolitlar áhyggjur af því að
þeim liði illa mín vegna, þeir
væm ekki vinsælir á þessum
slóðum, en þeir bára sig bara
vel.“
- Nú bárust um það
fréttir frá Tromsö að gest-
gjafarnir hafi óttast að
gerður yrði aðsúgur að
þér vegna Smugudeilunn-
ar. Varstu fyrir einhverri
áreitni?
„í upphafi var gestunum,
ráðhermm og héraðstjómarfull-
trúum boðið í siglingu um-
hverfis Tromseyna og á einu af
sketjagarðsskipum Norðmanna
sem heitir raunar Rögnvaldur
Mærajarl. Það er ekki langur
spölur ffá hóteli niður á
bryggju en eina áreitnin sem ég
varð fyrir var þetta skelfilega
lið ljölmiðlamanna. Öll þvagan
með tól sín og tæki helltist yfir
þennan umdeilda Islending
þannig að meðan á siglingunni
stóð var ég á stöðugum blaða-
mannafundum. Það fyrsta sem
heimamenn réttu mér var ein-
tak af blaðinu Norðurljósið,
Nordlys, þar sem stóð stómm
stöfum: „Hannibalsson, huns-
kastu burt!“ Enda er fiskveiði-
deilan mjög tilfinningaþrungin
á þessum slóðum sem maður
verður hins vegar ekki var við í
Osló sem er tvö þúsund kíló-
metmm sunnar. En ég varð
ekki fyrir neinu aðkasti meðan
á dvölinni stóð.“
-Þú áttirþarna einka-
fund með Andrej Kozyrev
utanríkisráðherra Rúss-
lands. Hvernig fórámeð
ykkur?
„Aður en formlegir fundir
hófust óskaði ég eftir samtali
við Kozyrev utanríkisráðherra.
Það er athyglisvert að hann er
þingmaður frá Murmansk og
hann leggur mikla áherslu á
þetta samstarf í Barentsráðinu
gegnum þau tengsl. Útaf fyrir
sig er það athyglisvert að utan-
ríkisráðherra hins rússneska
stórveldis skuli gefa sér tíma til
að sækja svona héraðaráð-
stefnu.
Það fór mjög vel á með okk-
ur. Hann var ákaflega vinsam-
Iegur og það sem ég ræddi við
hann var undirbúningur heim-
sóknar minnar til Moskvu sem
Rússar bjóða til dagana 17. og
18. október næst komandi.
Þetta er fyrsti fundur utanríkis-
ráðherra landanna eftir fall
Sovétríkjanna.
Við ræddum þau mál sem þá
verða á dagskrá en síðan óskaði
ég eftir því að við myndum
setja upp vinnuhóp sérffæð-
inga, rússneskra og íslenskra,
annað hvort fyrir eða eftir
þennan fund okkar í Moskvu,
til þess að fjalla um samstarf
þjóðanna í sjávarútvegsmálum
og þar á meðal þessa Smugu-
deilu. Hann tók því afar vel og
sagði það sjálfsagt mál. Það
gekk því vel að ná saman um
að Smugudeila skyldi leyst
með samkomulagi og samning-
um.
I hádeginu daginn eftir hitt-
umst við þrír, Björn Tore Go-
dal frá Noregi, Kozyrev og ég.
A fundi utanríkisráðherra
Norðurlandanna í Borgundar-
hólmi fyrir skömmu varð sam-
komulag um að við, Norðmenn
og Islendingar, myndum halda
áfram viðræðum á sviði emb-
ættismanna og sérfræðinga um
þau mál sem hafa verið ágrein-
ingsefni þjóðanna að undan-
fömu. Það er að segja Smug-
una, norsk-íslenska sfidarstofn-
inn og veiðar Norðmanna útaf
Reykjaneshrygg. Einnig um
kaup Norðmanna á grænlenska
rækjustofninum og um niður-
stöðu á hafféttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna.
Norðmenn tóku það að vísu
ffam, að þeir væm ekki reiðu-
búnir að ræða Svalbarðamálið
sem slíkt, en ég tók ffam að við
mundum áskilja okkur rétt til
að taka málið upp og þeir
sögðu okkur ráða því en þeir
væm ekki reiðubúnir til við-
ræðna.“
- Verða þá tvíhliða við-
ræður, annars vegar við
Norðmenn og hins vegar
við Rússa?
„Já, við emm komnir í gang
með tvíhliða viðræður sem er
mesti árangurinn að því er okk-
ur Islendinga varðar af þessum
fundi. A fréttamannafundi í lok
fundarins mátti skilja af orðum
Godal að niðurstaðan hefði
orðið sú milli okkar þriggja að
við ætluðum að setja upp þrí-
hliða viðræður Norðmanna, Is-
lendinga og Rússa um Smug-
una. Aður en fréttamannafund-
inum lauk gerði ég athugasemd
við þetta og áréttaði að annars
vegar væri um að ræða Borg-
undarhólmssamkomulagið um
tvíhliða viðræður íslendinga og
Norðmanna. Hins vegar hefð-
um við Kozyrev komið okkur
saman um að byija tvíhliða
viðræður milli íslendinga og
Rússa en ég vildi ekki útiloka
að þessar viðræður gætu ef til
vill gefið tilefni til þríhliða við-
ræðna síðar. Það vom engan at-
hugasemdir gerðar við þessi
ummæli.
í framhaldi af þessu hef ég
skrifað Kozyrev til að árétta
það samkomulag sem við gerð-
um og beðið hann í samráði við
sendiráð okkar í Moskvu að
koma með tillögu um stað og
stund og tilnefningar í þennan
vinnuhóp.
Viðræður okkar við Norð-
menn hefjast 11. október og á
ríkisstjómarfundi fyrir hálfum
mánuði var samþykkt tillaga
um að setja upp starfshóp til
undirbúnings samningaviðræð-
um og stefnumótun á úthafs-
veiðiráðstefnunni, það er sam-
starfshópur þriggja ráðuneyta.
Einn kemur frá forsætisráðu-
neyti, þrír frá utanríkisráðu-
neyti og sjávarútvegsráðuneyti.
Það er verið að tilnefna í þenn-
an hóp núna sem mun síðan fá
sérstakan starfsmann og á þar
að auki að vera til ráðuneytis
nefnd þingmanna og hags-
munaaðila sem hafa fengist við
úthafsveiðimál undir for-
mennsku Geirs H. Haarde.
Þannig að það má segja að
eftir þessa fundi séu málin
komin í farveg þótt of snemmt
sé að slá neinu föstu um það
hvort við náum sameiginlegri
niðurstöðu eftir samningaleið-
inni.“
- Mig langar til að víkja
aðeins aftur að Andrej
Kozyrev utanríkisráðherra
Rússlands og fundum
ykkar. Fannst þér hann
gera sér miklar vonir um
árangur af samstarfinu í
Barentsráðinu?
„Já, alveg tvímælalaust. Það
er Ijóst að Rússar gera sér mikl-
ar vonir um árangur af starfi
Barentsráðsins. Samskipti okk-
ar á fundinum vom alveg sér-
staklega vinsamleg. Ég geri
mér því vonir um að af hans
hálfu sé skilningur á því að það
geti verið gagnkvæmur hagur
Rússa og íslendinga að byggja
upp samstarf og þá ekki síst í
sjávarútvegi sem er auðvitað
undirstöðuatvinnugrein í hans
eigin kjördæmi.
Það er dálítið merkilegt og
raunar alveg nýtt fyrir Vestur-
landamenn að uppgötva það, að
við emm nú að eiga samskipti
við nýtt Rússland sem er að
feta sig fram til lýðræðislegra
stjómarhátta.
Það er auðvitað stórmerkilegt
umhugsunarefni að utanríkis-
ráðherra svona mikils víðlends
stórveldis þurfi líka að gæta
kjördæmishagsmuna sinna.
Þegar við vom að spjalla sam-
an þá var hann til dæmis að
segja mér frá því að hann færi
reglulega, ekki sjaldnar en
mánaðarlega, þessa löngu leið
frá Moskvu til Murmansk.
Þetta er þriggja klukkustunda-
flug til að hitta sitt fólk í kjör-
dæminu, sem er lengra flug en
frá íslandi til London svo dæmi
sé tekið. En samstarfið í Bar-
entsráðinu er honum því mikil-
vægara en ella af pólitískum
ástæðum heldur en ef utanríkis-
ráðherrann ætti kjördæmi sitt í
Síberíu.
Það var líka annað á þessum
fundi sem sýndi hvað hefur
breyst. Utanríkisráðherra Rúss-
lands er náttúrlega einn af
æðstu mönnum mikils valda-
kerfis og mikil virðing borin
fyrir slíkum mönnum. í fortíð-
inni vom þeir nær ósnertanlegir
og alveg óhugsandi að þeir
væm að þvælast á einhverjum
útkjálkafundum. En mannleg
samskipti Kozyrev og þessara
rússnesku héraðsstjómamianna
vom á kunningjagmndvelli og
þeir spauguðu og hlógu eins og
réttir og sléttir pólitíkusar sem
hittast á héraðsmóti.“
- Nú erþað svo að fleiri
Vesturlandamenn vilja ná
fundi æðstu manna Rúss-
lands en fá því menn sjá
fyrir mikla viðskiptahags-
muni. Erþað ekki okkur
mikils virði að ykkar fund-
ur skyldi vera svona vin-
samlegur?
„Sannleikurinn er sá að ég
hafði meiri áhyggjur af því að
Smugudeilan kynni að spilla
samstarfi okkar til lengri tíma
litið við Rússland heldur en út
af Norðmönnum. Þess vegna
varð ég afar feginn að fá það
staðfest frá fyrstu hendi að það
væri fullur vilji fyrir því að
leysa þessi ágreiningsmál og
jákvæð afstaða til íslendinga og
framkominna hugmynda um
samstarf.
Nú höfum við lent í því að ís-
lenskir aðilar sem hafa verið að
reyna að hasla sér þama völl
hafa goldið Smugumálsins og
uppi hafa verið raddir um að
banna rússneskum togumm að
landa á íslandi. Þetta em allt
saman mál sem við þurfum að
leysa og ég er bjartsýnni en áð-
ur um að það takist. Þegar við
hugsum ffam í tímann em sam-
skiptin við Rússa geysilega
mikilvæg eins og þau hafa
raunar alltaf verið allt frá
1950.“
-sg