Alþýðublaðið - 22.09.1994, Page 7

Alþýðublaðið - 22.09.1994, Page 7
Fimmtudagur 22. september 1994 FUNDAHOLD ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Alþýöuflokksfélag Kópavogs: AðaHundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 26. september. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og verður í félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hamraborg 14a. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. - Stjórnin. Alþýðuflokkurinn íVesturlandskjördæmi: i AðaHundur Boðað er til aðalfundar kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi í gistiheimilinu Höfða í Snæfellsbæ. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 24. september og hefst klukkan 10:00. Samkvæmt starfsreglum kjördæmisráðsins skal halda aðalfund annað hvert ár og þá skal dagskrá vera sem hér segir: | 1. Skýrsla stjórnar. I 2. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 3. Kosning stjómar og varastjómar. 4. Kosið í nefndir. 5. Kosnir fulltrúar í flokksstjóm. 6. Önnur mál. Að öðru leyti er gert ráð fyrir, að á eftir hefðbundnum aðalfundarstörfum verði dagskráin eftirfarandi. 12:30 Hádegisverðarhlé (súpa og brauð). | 13:15 íslenskar landbúnaðarafurðir. Innflutningur og I útflutningur. (Aðili frá bændasamtökunum flytur framsögu.) Umræður. 14:30 Drög að stjómmálaályktun. Gísli S. Einarsson flytur framsögu. Kaffihlé og hópvinna að stjórnmálaályktun. 16:00 Stjómmálin. - Ástand og horfur. Erindi Jóns Baidvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins. 17:00 Kosningaundirbúningur. Sigurður Eðvarð Arnórsson, gjaldkeri Alþýðuflokksins, flytur framsögu | um undirbúning og framkvæmd. Undirbúningur | framboðs á Vesturlandi. Almennar umræður. I Stefnt er að kvöldverði og kvöldvöku. Verðlagi verður stillt í hóf. Þeim sem hugsa sér að gista er bent á Gistiheimilið Höfða, símar 93-61650 og 93-61651. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi vonast til að sjá sem flesta stuðningsmenn Alþýðuflokksins á aðalfundinum til að taka þátt í störfum og málefnaumræðu. - Stjórnin. I I_________________________________________________ I Laus staða Staða aðstoðarlandsbókavarðar samkvæmt lögum nr. 71/1994, um Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, er hér með auglýst laus til umsóknar. Ráðið er í stöðuna til sex ára í senn sbr. 4. gr. laganna. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og störf, ritsmíðar og rannsóknir, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykiavík, fyrir 14. október 1994. Stjórn Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, 21. september 1994. IÐNNEMASAMBAND ÍSLANDS er hálfrar aldar gamalt, stofnað lýðveldis- hátíðarárið 1944: Hátíðar- sam- komaí Borgar- leik- húsinu - verður klukkan 14:00 og um kvöldið er afmælisgilli með Flosa Ólafssyni og Borgardætrum í Ömmu Lú Iðnneinasamband íslands verður 50 ára á morgun, föstu- dag. í sambandinu em í dag 3.500 iðnnemar um land allt og starfsemin þróttmikil eins og flestir þekkja af fréttum. Iðn- nemar starfa allir undir kjörorði sambandsins: Fallegt handverk krefst mikillar leikni og sam- hœfmgar hugar og handa, og þeir eiga það sameiginlegt að þurfa að lifa af lúsarlaunum úr hendi meistara sinna. En þeir eiga vonandi allir efúr að sjá bjartari tíð með blóm í haga, og þá kannski sem iðnmeistarar. I tilefni af afmælinu stendur Iðnnemasambandið fyrir af- mælisdagskrá, sem samanstend- ur af opnum dögum í húsnæði sambandsins að Skólavörðustíg 19 til 23. september. Að kvöldi þess dags, afmælisdagsins, verður síðan sérstakur hátíðar- fundur sambandsstjómar í bað- stofu iðnaðarmanna í gamla Iðnskólanum við Tjömina í Reykjavík. Áformað er að þing- menn, sveitarstjómarmenn og „vonandi einhverjir ráðherrar“ heimsæki iðnmenntaskóla allt í kringum landið til að skoða verknámsaðstöðuna sem í boði er. Á laugardaginn klukkan 14:00 verður hátíðarsamkoma í Borgarleikhúsinu og hefur for- seti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, samþykkt að heiðra samkomuna með nærvem sinni. Um kvöldið er síðan afmælis- fagnaður á veitingastaðnum Ömmu Lú með glæsilegum þriggja rétta málsverði. Á með- an á borðhaldi stendur verður boðið upp á dagskrá, sem meðal annars samanstendur af upprifj- un eldri félaga sambandsins á skemmtilegum atburðum, sem áttu sér stað meðan þeir voru virkir innan sambandsins, pistli Flosa Ólafssonar um íslenska iðnaðarmenn og síðast en ekki síst munu Borgardœtur troða upp með tónlist frá fyrstu ámm Iðnnemasambands íslands, stríðsámnum. Þama verður sannkölluð 1944-stemmning enda við hæfi þar sem afmælis- bamið er fætt það ár. VILHJÁLMUR. SVANUR. AGNES. ÁGÚST. Fimmtudaginn 22. september, klukkan 20.30: Félag fijálslyndra jafnaðarmanna heldur ojmhí"! fuud a ftotol Loftleiðum um siðferðisleg álitamál í stjómmálum Mikil umræða hefur verið undanfarið um siðferði í stjómmálum hér á landi. Er þörf á siðareglum fyrir stjómmálamenn? Er stjómmála- mönnum heimilt allt það sem er ekki beinlínis bannað með lögum? Em gerðar of miklar kröfur til íslenskra stjómmálamanna? Hvaða reglur - skráðar eða óskráðar - gilda um siðferðisbrot í stjómmálum erlendis? Á ráðherra að segja af sér ef almenningi blöskrar fram- ganga hans? Em íslendingar umburðarlyndari gagnvart sínum stjóm- málamönnum en aðrar þjóðir? Er orðinn trúnaðarbrestur milli stjóm- málamanna og almennings á íslandi? Ef svo er, hver er þáttur fjöl- miðla í því máli? Þýðir fámennið hér að aðrar kröfur gildi í siðferðis- málum? Er þjóðarsálin óvægin í orði en umburðarlynd á borði? • Hvemig er hægt að skilgreina siðferðisleg álitamál í stjómmálum? Er viðhorf almennings til siðferðislegra álitamála í stjómmálum að breytast? Til að rœða þessi mál efnir Félag frjálslyndra jafnaðarmanna til opins fundar á Hótel Loftleiðum, fimmtudaginn 22. september, klukkan 20:30, með þremur frummœlendum: VELHJÁLMUR ÁRNASON, dósent í heimspeki, mun fjalla um siðferði í víðum skilningi og vandkvæði við mat þess innan stjómmála. Vilhjálmur er einna fróðastur íslendinga um þessi mál og hefur nýlega gefið út merka bók um siðferðismál í heilbrigðismál í heilbrigðisþjónustu. SVANUR KRISTJÁNSSON stjómmálafræðingur mun fjalla um breytingar hér á landi í þessum efnum og gera grein fyrir hvernig málum er háttað erlendis; hvaða reglur og hefðir gildi þar, sem við gætum haft til hliðsjónar. Svanur hefur ritað margt um þróun stjórn- mála á íslandi undanfama áratugi. AGNES BRAGADÓTTIR, blaðamaður á Morgunblaðinu, mun ræða um siðferðisleg álitamál í stjómmálum, hlutverk fjölmiðla og hvaða afstöðu stjómmálamenn hafa til þessara mála. Agnes er einn þekktasti blaðamaður landsins og greinar hennar og þekking á innviðum íslenskra stjómmála hafa skapað henni sérstöðu í íslensk- um blaðaheimi. GÚST EINARSSON prófessor er fundarstjóri. Að loknum framsögum verða fyrirspumir og umræður. Fundurinn er öllum opinn og áætlað er að honum muni ljúka um klukkan 23:00. Kaífigjald er 500 krónur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.