Alþýðublaðið - 22.09.1994, Page 8

Alþýðublaðið - 22.09.1994, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MWIWID Fimmtudagur 22. september 1994 Homstrandir vinsælar eftir Börn náttúmnnar Framlag ríkisins til kvik- myndagerðar er stöðugt til umræðu og bent á að með litlu framlagi minnki framlagið frá öðrum þjóðum, - við erum að missa af miklu fé. En það er önnur hlið á íslenskri kvikmyndagerð. Hún getur líka örvað ferðamannastraum. Svo virðist sem kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Böm nátt- úmnnar, hafi kveikt þrá í brjóstum margra útlendinga að komast í kyrrðina og friðinn á Homströndum, ekki síst Þjóð- verja sem sáu mynd Friðriks, sem sýnd var þar í landi við góða aðsókn. „Tilfmning manns segir að þetta sé rétt, en ég tek það fram að ég hef ekkert í höndunum um þetta, enda er ekki til nein flokkun á þjóðemi fólks, sem farið hefur á Homstrandir í sumar“, sagði Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferðamálafull- trúi Vestfjarða í samtali við Al- þýðublaðið. Anna Margrét sagðist kannast vel við þessa kenningu og taldi hana ekki fráleita. Hún hefði talað við bændur í Reykjarfirði og á Dröngum sem vissu til að kvik- myndin hefði kveikt í ýmsu út- lendu ferðafólki, sem haldið hefði með Djúpbátnum og fleiri farartækjum á Homstrandir. Sagði Anna Margrét að ferðafólk, bæði erient og inn- lent, sækti mjög í Homstrandir. Ekki væm þó allir nógu vel út- búnir til slíkra ferða og væri reynt að beina þeim annað, enda af nógu að taka af skemmtilegum ferðamöguleik- um á Vestfjörðum. Ferða- mannastraumurinn vestra jókst mikið í sumar, - en var furðu misjafn milli svæða að sögn Önnu Margrétar. FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKS- SON. Talið er víst að mynd hans, „Börn náttúrunnar“, hafi örvað mjög straum ferða- manna á Hornstrandir. Alþýðublaösmynd / Einar Ólason Á laugardaginn opnar yfirlitssýning á verkum eftir MAGNÚS PÁLSSON að KJARVALSSTÖÐUM, en hann var einn aðalþátttakandinn í þeim umbreytingum sem urðu í íslensku listalífi á 7. áratugnum þegarframsæknir listamenn settu til hliðar hefðbundin efni og aðferðir við listsköpunina: Alaugardaginn klukkan 16:00 verður formlega opnuð að Kjarvalsstöð- um yfirlitssýning á verkum Magnúsar Pálssonar. Magnús var einn aðalþátttakandinn í þeim umbreytingum í íslensku listalífi á 7. áratugnum þegar framsæknir listamenn settu til hliðar hefðbundin efni og að- ferðir við listsköpunina og tóku að vinna út frá listhugmyndum tengdum Fluxus-hreyfingunni, Arte Povera og Concept-list- inni. Allar götur síðan hefur Magnús Pálsson kunnað að þróa á persónulegan hátt hug- myndalega listsköpun jafnframt því sem hann hefur lagt stóran skerf til kennslu myndlistar- manna á síðastliðnum áratug- um. Myndverk Magnúsar Páls- sonar eiga það yfirleitt sameig- inlegt að vera á mörkum þess, sem við erum vön að kalla myndlist í daglegu tali. Það er ekki hægt að skil- greina þau með einföldum hætti sem málverk, höggmynd, grafík eða teikningu, og á seinni tímum hafa þau nálgast það að vera bókmenntir, hljóð- verk, tónverk eða jafnvel leik- list, án þess þó að tengslin við myndlistarhugtakið séu að fullu rofin. Það skilgreinir sig sjálft upp á nýtt með sérhverju verki. Um leið og hún hafnar gömlum skilgreiningum heldur hún sig á því hættusvæði, sem við getum sagt að sé á mörkum þess mögulega. Myndlist Magnúsar reynir á þanþol myndlistarinnar og möguleika hennar til að skapa merkingarbært myndmál, sem ekki þiggur réttlætingu sína frá viðurkenndri hefð og fyrirfram gefnum ramma eða formúlu. Magnús Pálsson fæddist á Eskifirði 1929. Hann stundaði nám í leikmyndagerð í Birm- ingham á Englandi, Reykjavík og Vínarborg á árunum 1949 til 1956. Næstu tuttugu árin vann hann við leikmyndagerð hér á landi og var höfundur fjölda leikmynda í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og hjá Grímu, en hann var einn af stofnendum þar og for- maður um skeið. Magnús hefur um langt ára- bil verið í fremstu röð íslenskra framúrstefnulistamanna og einkum unnið skúlptúra, um- hverfisverk og performansa. Hann hefur sýnt verk sín sjálf- stætt eða með öðrum á um það bil 50 sýningum hér heima og erlendis, til að mynda með SÚM, í Nýlistasafninu, og í Jjölda evrópskra borga, meðal annars í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Þýskalandi og Itah'u. Þá hefur hann verið leiðandi kennari í listtilraunum og nýlistadeildum listaskóla, meðal annars í Fjöllistamaðurinn MAGNÚS PÁLSSON var í óðaönn við upp- setningu yfirlitssýningar sinnarþegar við gengum fram á hann á KJARVALSSTÖÐUM ígœrdag. Jöfurinn gaf sérþó smástund til myndatöku..., sallarólegur að vanda. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Myndlista- og handíðaskóla íslands, þar sem hann mótaði nýlistadeildina og veitti henni forstöðu árin 1975 til 1984, ennfremur í Enchede, Amster- dam, Amheim, Maastricht og í Haag í Hollandi jafnframt sem í Ríkisakademíunni í Osló. Þá var hann upphafsmaður og skipuleggjandi Mob Shop lista- smiðjunnar og Perfor- mance/Language/Theatre í Viborg í Danmörku. Sýningin verður opin dag- lega frá 24. september til 23. október, frá klukkan 10:00 til 18:00. Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin á sama tíma. f85 Sambandsþing ungra jafnaðarmanna verður haldið helgina 4. til 6. nóvember næstkomandi. Dagskró og staðsetning þingsins verður auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUJ. STiriFRHlTIR... Oheppileg MYNDBIRTING í síðasta mánuði birtist „rugluð“ mynd af ungum manni, Styrmi Bjarti Karlssyni á forsíðu Pressunnar. Myndbirt- ingin var kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Islands, enda var þar fjallað um svikahrapp, gjörsamlega ókunnan Styrmi. Pressan baðst afsökunar í næsta blaði, en birti síðan myndina að nýju í auglýsingum á blaðinu. Þá kærði Styrmir, taldi sig vel þekkjanlegan þrátt fyrir „ruglunina“. Myndina hafði Pressan tekið út úr gamalli auglýsingu þar sem Styrmir sat íyrir. Siðanefnd telur sig ekki hafa lögsögu hvað kæruefn- ið varðar, hér er um að ræða auglýsingu en ekki ritstjómar- efni. Málinu var vísað frá, - „þótt val á forsíðunni í auglýs- ingunni hafi Ijóslega verið óheppilegt"... SELT á Þýskalandsmarkaði Á sama tíma og atvinnuleysi er landlægt á íslandi, selja togar- ar sem fyrr á erlendum mörkuðum. I síðustu viku seldu togar- amir Engey RE1 í eigu Granda, og Dala Rafn VE 508, í Bremerhaven í Þýskalandi, - alls rétt um 300 tonn, aðallega karfa. Fyrir aflann fengu togaramir rétt liðlega 31 milljón króna. Þeir Engeyjarmenn fengu 114,50 krónur fyrir kflóið, en Eyjamenn aðeins 95,25 krónur. Landað hér heima hefði þetta aflamagn veitt fjölmörgum vinnufúsum höndum at- vinnu, - og verðmætaaukning aflans orðið til muna meiri fyr- ir þjóðarbúið. Til viðbótar vom nýlega seld rúm 300 tonn í gámum til Englands, mest þorskur og fyrir kílóið fengust að meðaltali 138 krónur... f R í M E R K J A S Ö F N U N ...4. JW-»■■■»•■ »♦ ««««*»! DACUR rRÍMfíiKISINS ?.OKTÓBCR l‘)«i*l SLANK .:****i«r***4 VCRÐ KR „'Otí FRIMERKI um frímerki Næsta frímerkjaútgáfa Pósts og síma er nokkuð sérstök því hún er helguð frímerkjum, það er frímerkjasöfhun. Frímerkja- söfnun á ef til vill undir högg að sækja í dag, en engu að síður hefur þetta tómstundagaman verið kallað Konungur tóm- stundastarfanna og einnig hefur því verið snúið við í Tóm- stundastarf konunganna. Hvað um það frímerkjasöfnun er göfug iðja og þarít mál að kenna unga fólkinu handtökin... Vittu JAPANSKAN pennavin? „Fólk um allan heim þarf að dýpka vináttuna sín á milli“, segja samtökin International Friendship Club í bréfi til blaðsins. Þau stinga upp á að fólk taki upp í meira mæli pennasamband sín á milli til að kynnast viðhorfum, siðvenj- um og daglegu lífi í íjarlægum löndum. Og hvers vegna ekki að fitja upp á bréfaskiptum við japanska pennavini? Ágæt hugmynd, þegar veturinn er á næsta leyti. Skrifið til: Interna- tional Friendship Club, P.O.Box 6, Hatogaya, Saitama, 334 JAPAN... EINAR landsbókavörður Fimrn sóttu um stöðu lands- bókavarðar, sem mun reka hina nýju Þjóðarbókhlöðu, sem tekur til starfa innan fárra mánaða í glæsilegu og dýru húsnæði á Melunum. Einar Sigurðsson (- sjá mynd), há- skólabókavörður, hefur nú verið skipaður í stöðuna til sex ára. Áuk hans sóttu um: Guðrún Karlsdóttir, deildar- stjóri, Hildur G. Eýþórsdótt- ir, yfirbókavörður, Leó Inga- son, cand. mag„ og Sigrún Klara Hannesdóttir, prófess- or. Einar tekur við starfinu frá 1. október að telja af Finnboga Guðmundssyni, sem nú lætur af störfum aldurs vegna...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.