Alþýðublaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 1
GUÐMUNDUR ÁRNISTEFÁNSSON félagsmálaráðherra hélt blaðamannafund með háværu „aftökuliði" fjölmiðlanna í gærdag. Á fundinum rakti hann ávirðingar á hendur sér lið fyrir lið. Guðmundur Ámi segir tvær mannaráðningar hafa verið mistök: —til þess eru engin efni og um það hefurenginn beðið, sagði félagsmálaráðherrann GUÐMUNDUR ÁRNISTEFÁNSSONfélagsmálaráðherra stóð í ströngu á fréttamannafundi ígœrdag þar sem hann kynnti greinargerð vegna starfa sinna. Fundurinn var þétt setinn og eintl sá jjörlegasti í manna minnum. Guðmundur Árni þykir hafa komist ágœtlega frá fundinum. Alþýðublaðsmyndir / Emar Ólason tjómmálamenn eru mann- legir og gera sín mistök. Það sama gildir um mig“, sagði Guðmundur Arni Stefánsson fé- lagsmálaráðherraá biaðamanna- fundi í gærdag. „í opinberum stjómsýslustörfum mínum í gegn- um árin hafa ýmsar þær ákvarðanir sem ég hefi tekið eða átt þátt í að taka sannarlega sannað gildi sitt og em óumdeildar í dag, þótt tekist hafi verið á um mörg þau mál á sínum tíma, sem þessar ákvarðanir vom teknar“. Aðspurður sagði Guðmundur Ami: „Ég segi ekki af mér störfum, - til þess em engin efni, og um það hefur enginn beð- ið“. Guðmundur Arni Stefánsson mætti til fundar með ítarlega grein- argerð þar 'sem ýmsai' ávirðingar á hendur honum em raktar og hrakt- ar. Hann ræddi fyrst unt Hafnar- fjarðarpakkann, þar sem fullyrð- ingar standa gegn fullyrðingum um fjárhagsstöðu bæjarins og ýmsar fyrirgreiðslur. Því næst fjallaði Guðmundur Ámi um störf sín í heilbrigðisráðuneytinu. Var skýrsla hans öll hin fróðlegasta, vel unnin og studd mikilvægum rökum. Er óhætt að fuiiyrða að Guðmundur Ámi hélt uppi ágætri vöm sitjandi andspænis „aftökuliði" sínu í fjöl- miðlastétt. Að máli hans loknu var talsvert fjaðrafok í þessu liði fólks, einkum kvenpeningnum og heyrð- ist hæst í Agnesi Bragadóttur, sem lét ófriðlega. Guðmundur viðurkenndi að tvær mannaráðningar hans í tíma- bundin störf orkuðu vemlega tví- mælis og þau væri vissulega hægt að gagnrýna. Að slíkum ráðning- um mundi hann aldrei aftur standa. Hér átti hann við Steen Johansen sem starfaði í 10 mánuði sem upp- lýsingafulltmi, og ráðningu Björns Onundarsonar til að vinna að samningu skýrslu um launakjör lækna og fleira. Gula pressan hefur spyrt þá Guðmund Áma og Steen saman sem „einkavini". Fram kom að þeir tveir ræktuðu ekkert vinasamband og þekktust aðeins lítillega frá fyr- irtækjasýningunni Vor ’93 í Hafn- arfirði, sem Steen stjórnaði af prýði. Varðandi Bjöm Önundarson, gmnaðan um stórfelld skattsvik, sagði ráðherrann: „Að vandlega athuguðu máli viðurkenni ég hins vegar að ekki var rétt að óska eftir starfskröftum viðkomandi einstaklings við þær kringumstæður sem áður var lýst. Þar hefði ég átt að standa öðmvísi að málum. Það vom mistök. Jafn- ljóst er þó, að allar leiðir til lausnar þessa máls vom umdeilanlegar". Benti Guðmundur Árni á að ráðuneytið hefði allt eins átt fyrir höfði sér skaðabótamál af hálfu læknisins, ef honum hefði verið vikið úr starfi, vegna lögfræðilegra álitamála. Málið var leyst með samkomulagi. Læknirinn léti af starfi þá þegar, en auk samnings- bundinna réttinda við starfslok, ynni hann fyrir ráðuneytið tvær skýrslur. Fram kom að Guðmund- ur Ámi ráðstafaði ekki íbúð í Asp- arfelli í Reykjavík til tiltekinna hjóna, um leigumálin hefðu emb- ættismenn bæjarins séð. Sagði ráð- herrann að sú tilviljun að kona mannsins sem íbúðina leigði sé dóttir af bróður síns, hefði engin áhrif haft á afgreiðslu málsins. Annað íbúðamál hefur verið í fjölmiðlum, vegna félagslegrar fbúðar við Hvammabraut í Hafnar- firði. Umsýsla leigu þeirrar íbúðar var í höndum starfsmanna félags- málastofnunar bæjarins en ekki Guðmundar Áma. Ráðning húsvarðar f Hvaleyrar- skóla var eðlilega verk skólafull- trúa bæjarins og síðan skólanefnd- ar. Frá ráðningunni var gengið löngu eftir að Guðmundur Ámi var horfínn úr bæjarmálum í Hafnar- fírði. Varðandi Listahátíð í Hafnar- firði sagði Guðmundur Árni að hún hefði farið fram eftir að hann hætti sem bæjarstjóri. Hanni hafi ekki komið með beinum hætti að uppgjöri mála eftir að hátíðinni lauk. Fréttaflutningur um aðgöngu- miðakaupog kaup á listaverkum séu hreinlega staðlausir stafír. Guðmundur Árni fjallaði líka um skipan Jónu Oskar Guðjóns- dóttur sem formanns Hollustu- vemdar og sagði að flest það sem fullyrt hefði verið um það mál sé á misskilningi byggt. Skipan Jónu Óskar í embættið hefði einfaldlega byggst á trausti sínu til hennar. Störf hennar innan bæjarstjómar Hafnarfjarðar í átta ár væm óum- deild bæði af meiri- og minnihluta bæjarstjórnar. I störfum sínum hefði Jóna Ósk fengist við mörg þau viðfangsefni sem heyra undir starfsemi Hollustuvemdar, til dæmis starfsemi heilbrigðisfull- trúa, mengunarvamir og fleira. Ráðning Jónu Óskar tengdist ekki á nokkum hátt störfum hennar við Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar. Þá ræddi Guðmundur Ámi um störf Hrafnkels Ásgeirssonar lög- manns fyrir heilbrigðisráðuneytið. Þau voru gagnrýnd á þeim nótum að Hrafnkell væri frændi Guð- mundar Árna; afi Guðmundar Áma og faðir Hrafnkels væm bræður. Segir Guðmundur Árni um það mál að skyldsemin hafi ekki skipt sköpum, heldur hitt að hann hafi vitað að Hrafnkell kunni skil á lögfræðilegum álitamálum. Hafi Hrafnkell tekið saman athug- un á áhrifum nýlegs hæstaréttar- dóms á bótarétti í almannatrygg- ingakerfinu vegna sambúðarslita, sérstaklega hvað varðar fordæmis- gildi og sönnunarbyrði. Þetta hafi Hrafnkell gert og fyrir álitsgerðina hafi hann fengið 345.200 krónur. Guðmundur Ami sagði að oft væri það álitamál hveijir ynnu verkin og hvað skyldi fyrir þau greitt. Annar maður tengdur Guð- mundi Áma, Jón H. Karlsson, var ráðinn aðstoðarmaður ráðherrans og olli það nokkm Ijaðrafoki. Að- allega var það gagnrýnt þegar Guðmundur Ámi skipaði Jón H. Karlsson í stöðu foimanns stjómar Ríkisspítalanna skömmu fyrir ára- mót þegar ný stjómsýslulög tóku gildi. Guðmundur Ámi sagði að sér hafi þá sýnst að ráðherra heil- brigðismála hverju sinni hefði eig- in trúnaðarmann í þessari mikil- vægu stjóm þar sem sex til sjö milljörðum er velt árlega. Guðmundur fjallaði ítarlega um þá gagnrýni sem hann fékk sem nýskipaður heilbrigðisráðherra. Fyrst fyrir að spamaðaitillögur hans gengju of langt, - síðan fyrir að taka ekki nógu hressilega á spamaði í kerfinu. Guðmundur Ámi hrakti fullyrð- ingar ýmissa fjölmiðla þess efnis að hann sem heilbrigðisráðherra hefði farið 1.700 milljónir fram úr fjárlögum. Nánar verður fjallað um þessar ávirðingar á hendur Guðmundar Áma Stefánssonar í Alþýðublað- inu á morgun. BANKAEFTIRLJrr SEÐLABANKANS segir fjárhagsstöðu lífeyrissjóðanna fara batnandi: Hrein eign sjóðanna nær 209 milljarðar - í árslok 1993 samanborið við 181,3 milljarða krónal 992. Kostnaður við að reka lífeyrissjóðina nam 665 milljónum króna á síðasta ári sem er 0,34% sem hlutfall af eignum “járhagsstaða lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðenda hefur batnað mikið samkvæmt niður- stöðum tryggingafræðilegra út- Vinningstölur laugardaginn: VINNINGAR m B 5 af 5 +4af5 4 af 5 3 af 5 FJÖLDI VINNINGA 3.360 UPPH/EÐ ÁHVERN VINNING 4.617.423 156 745 9.217 563 Aðaltölur: 24. sept. 1994 (35) BÓNUSTALA: 36 Heildarupphæð þessa viku: kr. 7.790.434 UPPLÝSINGAR, SlMSVARI 91- 681511 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 tekta. Hrein eign til greiðslu lífeyr- is í árslok 1993 nam 208,8 millj- örðum króna samanborið við 181,3 milljarða króna í árslok 1992. Þrátt fyrir að flestir sjóðanna hafi hæni áfallnar skuldbindingar en eignir þá hefur hallinn minnkað til muna. Fjárhagsstaða lífeyris- sjóða með ábyrgð launagreið- enda er lakari en hinna. Þetta kemur ffam í skýrslu Banka- eftirlits Seðlabanka Islands um ársreikninga og fjárhags- stöðu h'feyrissjóða kemur nú út í þriðja sinn. Skýrslan er unnin upp úr ársreikningum lífeyrissjóða og tj-ygginga- fræðilegum athugunum á líf- eyrissjóðum. í árslok 1993 teljast starf- andi lífeyrissjóðir vera 78 talsins og er þá gert ráð íyrir að þeir sex sjóðir sem standa að Lífeyrissjóði Norðurlands teljist einn lífeyrissjóður enda þótt end- anleg sameining hafi enn ekki tek- ið gildi. Af þessum 78 lífeyrissjóð- um taka 10 þeirra ekki lengur við iðgjöldum. Af 78 lífeyrissjóðum teljast 66 vera sameignarsjóðir og 12 séreignarsjóðir. Af sameignar- sjóðum eru fimm með ábyrgð rík- issjóðs, níu með ábyrgð sveitarfé- laga, tveir með ábyrgð ríkisbanka, þrír með ábyrgð hlutafélaga og 47 án ábyrgðar annarra. - I skýrslunni eru nú í fyrsta sinn birtar kennitölur um íjölda sjóðfé- laga, fjölda lífeyrisþega og hreina raunávöxtun. Fjöldi sjóðfélaga sem greiddi ið- gjald í nóvember 1993 var 130.123 en þess ber að geta að einhver möguleiki er á tvítalningu meðal annais sjóðfélaga sem greiða bæði til sameignarsjóðs og séreignar- sjóðs. Fjöldi lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri í nóvember 1993 var 31.470 og er hér einnig fyrir- vari um möguleika á tvítalningu þar sem sumir lífeyrisþegar fá greitt úr fleiri en einum lífeyris- sjóði. Hrein raunávöxtun er kennitala sem sýnir ávöxtun eigna að frá- dregnum kostnaði. Kennitalan er fengin þannig að hreinn rekstrar- kostnaður (rekstrargjöld-rekstrar- tekjur) er dreginn frá fjánnunatckj- um við útreikning á ávöxtun sjóðs- ins. Með þessu jafnast út misræmi milli uppgjörsaðferða milli lífeyris- sjóða sem felst til dæmis í þvf að lántökuþóknanir eru ýmist færðar með ijármagnstekjum eða rekstrar- tekjurn og er kennitala því betur fallin til samanburðar milli sjóða en kostnaðarhlutföll eða raun- ávöxtun ein og sér. Hrein raunávöxtun allra sjóð- anna var 6,71% árið 1993 en 7% árið 1992. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna samkvæmt sjóðsstreymi á árinu 1993 nam samtals 39,4 milljarði króna samanborið við 33,1 milljarð árið á undan. Á árinu 1993 námu iðgjöld sam- tals 15.687 milljónum króna en voru 15.278 milljónir árið á undan. Á árinu 1993 nam gjaldfærður líf- eyrir samtals 6.647 milljónum króna samanborið við 5.678 millj- ónir árið áður. Kostnaður á árinu 1993, það er rekstrargjöld að frádregnum rekstr- artekjum, nam samtals 665 rnillj- ónum króna en sambærileg tala ár- ið 1992 var 638 ntilljónir. Sem hlutfall af eignum nam, það er meðaltali hreinnar eignar til greiðslu lífeyris, nam kostnaður 0,34% árið 1993 en 0,38% árið 1992 fyrir lífeyrissjóðina í heild.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.