Alþýðublaðið - 27.09.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 27.09.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. september 1994 Minningarorð: Jón Þorsteinsson - hæstaréttariögmaður og fyrrverandi alþingismaður Fæddur 21. febrúar 1924 - Dáinn 17. september 1994 Jón Þorsteinsson, hœstarétt- arlögmaður og jyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins, fæddist á Akureyri 21.febrúar 1924. Hann varð bráðkvaddur 17. september síðastliðinn, sjö- tugur að aldri. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson verka- maður og Guðrún Guðmunds- dóttir. Eftirlifandi eiginkona Jóns Þorsteinssonar er Jónína Sigfiísdóttir Bergmann. Þau eigafjóra uppkomna syni, Sig- fús, Jóhannes Gísla, Þorstein og Jón Gunnar. Jón Þorsteins- son lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1944 og lagaprófifrá Hái- skóla íslands árið 1949. Hann rak málflutningsstofu á Akur- eyri til ársins 1955 þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Þar starfaði hann hjáASl tilfebrú- armánaðar 1960 er hann hóf rekstur eigin málflutningsstofu í Reykjavík. Jón Þorsteinsson var kjörinn á þing fyrir Alþýðu- flokkinn árið 1959 og sat þar til ársins 1971. Eftirþað hófhann að nýju rekstur lögmannsstofu sinnar. Jón átti sœti í Félags- dómi frá 1986 og í Kjaradómi 1991 til 1993. Hann gegndi ýmsum störfum fyrir Alþýðu- flokkinn og átti þátt í samningu fjölmargra lagafrumvarpa, sat í fjölmörgum sáttanefhdum og stjómun og ráðum á vegum rík- isins. Jón var árabil einn af fremstu skákmönnum þjóðar- innar, varð Skákmeistari Norð- urlandsfimm sinnum á tímabil- inu 1942 til 1953, sigurvegari í meistaraflokki á skákþingi Norðurlanda árið 1959 og sigr- aði í áskorendaflokki á Skák- þingi íslands árið 1976. Útför Jóns Þorsteinssonar fórfram frá Seltjamameskirkju í gœr- dag að viðstöddufjölmenni. Jón Þorsteinsson var einn þessara manna sem fyllti herbergið, hvar sem hann kom, með nærvem sinni einni saman. Ekki vegna þess að hann færi offari eða væri uppáþrengjandi eða áleitinn. Þvert á móti. Hann varhæglátur, jafnvel hlédrægur. Ekki vegna þess að hann væri stór og fyrirferðarmikill, sem hann þó vissulega var. Heldur vegna þess að það leyndist ekki í orðaskiptum við manninn að þar var enginn hversdagsmaður á ferð. Jón Þorsteinsson kom mér þannig fyrir sjónir, að hann væri gæddur djúpri greind og hneigður til íhygli. En orðræða hans snerist ekki upp í þráðlaust skraf því að hugsun hans var öguð af þjálfun sóknarskák- mannsins, sem hugsaði fyrir endataflinu um leið og hann lék byrjunarleikina. Eg sá hann ekki fyrir mér sem þægilegan málrófsmann á nefndafundum, heldur mundi honum láta betur að leysa verkefnin einn með sjálfum sér. Maðurinn hugsaði sjálfstætt. Þess vegna fór hann ekki alfaraleiðir. Eg veitti þessum stóra og þreklega manni fyrst eftirtekt sem einum nánasta samstarfs- manni og ráðgjafa Hannibals á skrifstofum Alþýðusambands- ins, á seinni hluta sjötta áratug- arins. Jón gegndi starfi lögfræð- ings Alþýðusambandsins á miklum átakatímum, frá árinu 1955 uns hann réðst til fram- boðs á vegum Alþýðuflokksins í Norðurlandi Vestra, við kjör- dæmabreytinguna 1959. Hanni- bal lét vel af samstarfinu við Jón Þorsteinsson; fannst hann bæði greindur og úrræða- og ráðagóður. Við þetta bættist síðar að Birgir vinur minn Dýrfjörð, uppfinningamaður, hugsuður og pólitískur djúpsálarfræðingur, var kosningastjóri Jóns fyrir norðan. Hann kann margar sög- ur og merkilegar af gerhygli Jóns við málabúnað og mál- flutning, auk þess sem hann dáðist ævinlega að fumleysi hans og æðruleysi í orrahríð. Það var satt að segja ekki heiglum hent að sannfæra bændur í Húnaþingi og Skaga- firði um réttan málstað Alþýðu- flokksins í landbúnaðarmálum á ofanverðri Viðreisn. Framsókn- arkerfið var þá að byrja að sá illgresi óvildarinnar í garð Gylfa og Alþýðuflokksins, sem nú þekur heilu hektarana af andlegri órækt og ótukt. En þetta tókst Jóni betur en nokkr- um þálifandi manni. Meira að segja tókst það svo vel að hann varð viðurkenndur sérfræðingur Alþýðuflokksins í völundarhúsi landbúnaðarkerfisins og ráð- gjafi um landbúnaðarlöggjöf. Þetta var seinast staðfest með rausnarlegu kjörfylgi Jóns með- al bænda og búaliðs nyrðra í seinasta sinn sem hann freistaði kosningagæfunnar árið 1967. Lengi býr að fyrstu gerð. Jón var af sterkum stofnum mnn- inn, norðlenskum í föðurætt og vestfirskum í móðurætt. Hann og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, em þremenningar að frænd- semi. Jónas, faðir Hermanns og Jón, afi Jóns Þorsteinssonar, vom bræður. Reyndar er ætta- róðahð að Syðri-Brekkum í Akrahreppi nú setið af bróður Jóns, Frímanni. Þetta em yfir- leitt miklir menn vexti, hagir og verklagnir. Reyndar er athyglis- vert hversu margir menn af þessu kyni hafa lagt fyrir sig verkfræði sem em svona smiðs- réttindi í æðra veldi. Jón ólst upp á Akureyri á kreppuámm við harðan kost og lítil efni. Sjálfsagt hafa kríng- umstæðumar valdið því að á uppvaxtarárum hans á Akureyri er lagður gmnnur að hvom tveggja: Skákferli Jóns og mál- flutningi fyrir samtök vinnandi fólks. Jón var reyndar alla tíð sérstakur lögfræðiráðgjafi Sam- bands vömbílstjóra fyrir utan að sækja og veija lög fyrir Al- þýðusambandið og að sitja í Fé- lags- og kjaradómi. A bak við þetta er sú saga að á atvinnuleysisámnum nyrðra sátu vömbfistjórar einatt að tafli eða við spil, meðan verkefnin létu bíða eftir sér. Jón mun ekki hafa verið hár í loftinu þegar hann laðaðist að þessum körl- um og tók að þreyta þessar íþróttir við þá. A háskólaámn- um stundaði hann manntafl og bridge af ástríðu, auk þess sem hann agaði hugann við laga- þrætur og lauk prófi með láði. En vömbflstjóraskólinn nyrðra dugði honum þá þegar til þess að verða skákmeistari Norður- lands 18 ára gamall, árið 1942. Síðan átti hann eftir að vinna marga sigra við skákborðið, til að mynda sem sigurvegari í meistaraflokki á Skákþingi Norðurlanda 1959 og í áskor- endaflokki á Skákþingi íslands 1976. Sem stjómarþingmaður á viðreisnarámm þurfti Jón lítt að standa í þreytandi orðaskaki í þingsölum. Hann einbeitti sér því að löggjafarstörfum. Þannig átti hann dijúgan hlut að endur- skoðun skattalöggjafar, auk lagasetningar um landbúnaðar- mál og kjaramál. Smám saman hlóðust á hann vandasöm störf. Fyrstu kynni mín af Jóni vom vegna starfa hans sem formanns framkvæmdanefndar bygginga- áætlunar á ámnum 1965 til 1969. Jóni var ásamt öðmm góðum mönnum falið að annast framkvæmd júní-samkomulags- ins um að byggja nýja borg yfir alþýðu manna í Breiðholtinu, en föðurbróðir minn, Finnbogi Rútur, var á bak við tjöldin upp- hafsmaður þeirra samninga. Jón brást ekki trausti manna í því verki frekar en öðmm, sem honum var trúað fyrir. Fyrsta þingmál karls föður míns mun hafa verið um jafn- rétti karla og kvenna, flutt þegar á árinu 1946. Hannibal var óþreytandi að berjast fyrir þeim málum á annan áratug. Það kom hins vegar í hlut Jóns Þor- steinssonar sem stjómarþing- manns á fyrsta kjörtímabili Við- reisnar að tryggja málinu meiri- hluta á þingi, þótt vissulega væri ekki gengið eins langt í þá átt að rétta hlut kvenna og Hannibal líkaði. Báðir stefndu þessir gömlu samstarfsmenn þó í sömu átt. Kynni mín af Jóni hófust ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að ég settist í ritstjórastól Alþýðu- blaðsins og tók síðar meir við foiystu flokksins 1984. Þá kom fyrir að ég leitaði í smiðju til Jóns. Stundum var íhygli hans og vandvirkni slík að ég mátti ekki vera að því að bíða eftir niðurstöðum, enda var ég í pól- itík og lá mikið á. En ævinlega hafði ég jafn gaman af því að skiptast á skoðunum við hann, því að fundvísi hans á rök og úrræði í málflutningi bám skap- andi hugsun fagurt vitni. Síðar meir kynntist ég betur Sigfúsi, syni Jóns, sem er dokt- or í skipulagsfræðum og óþreyt- andi langhlaupari. Hann hefur þegið í arf eðliskosti föðurins, gerhyglina, vandvirknina og heiðarleikann. Reyndar er það eitt með því ánægjulegra í lífinu þegar maður staðreynir það að sterkir stofnar láta engan bilbug á sér finna og að höfuðkostir endast mann fram af manni. Meðan svo er blívur þjóðin. Ég vil að leiðarlokum, fyrir hönd okkar jafnaðarmanna, votta minningu Jóns Þorsteins- sonar virðingu okkar og þökk. Hann var einn af okkar bestu mönnum. Við vottum ekkju Jóns, Jónínu Sigfúsdóttur, son- um þeirra hjóna, fóstursyni, bamabömum og öðrum frænd- um og vinum samúð við fráfall Jóns Þorsteinssonar. Islenskir jafnaðarmenn munu lengi heiðra minningu hans. - Jón Baldvin Hannibalsson. Sumir menn em svo traust- vekjandi, að þeir nánast bera traustið með sér. Þannig var um Jón Þorsteinsson hæsta- réttarlögmann sem nú er látinn. Góðmennskan og velvildin sem fylgdi Jóni var einstök. Hann var sérstaklega ráðagóður mað- ur og ráðhollur, enda átti ég margar ferðir á hans fund. Jón Þorsteinsson var alþingis- maður fyrir Alþýðuflokkinn þegar ég fyrsta kynntist honum fyrir aldarfjórðungi. Efdrtektar- vert var hversu náið menn hlustuðu á skoðanir hans í flokknum. Hann var mikill ræðumaður og hafði unun af því að útskýra flókin mál. í nefndum á flokksþingum var hann afar fylginn sér og tókst auðveldlega að fá félaga sína á sitt band. Ég tel að viðreisnar- stjóminni hafi verið mikill fengur í Jóni á Alþingi. Þegar Jón hætti á þingi, dofn- aði ekki áhuginn á stjómmál- um. Hann gat hvenær sem er staðið tímunum saman og rætt stjómmál. Jón var mikill skák- maður og ég held að innst inni hafi hann oft fundið samhljóm með leikfléttum stjómmálanna og úthugsaðri skák. Honum var líka mjög skemmt þegar ljós rann upp fyrir viðmælanda hans, hvemig atburðir vom raunverulega í pott búnir. Jón var afburða lögfræðingur og naut mikillar virðingar með- al stéttarbræðra sinna. Eg held að hálfur sigur hafi unnist í hveiju máli bara við það eitt að fá Jón til þess að taka það að sér. Þama kom margt tíl. Mikil lögfræðikunnátta og reynsla í málarekstri. Einnig sá hæfileiki sérhvers afburða ræðumanns, að hafa alla málafylgjuna aug- ljósa og hafa rauðan þráð í gegnum allt málið. Það hlýtur að vera gaman að vera dómari þegar þvflflcir lögfræðingar sem Jón Þorsteins sækja mál. Ég held að skriflegur málflutningur hans hafi ekki verið síðri en sá munnlegi. Jón var líka sérstak- lega myndarlegur á vallarsýn, rómurinn mikill og skýr, það fór ekki á milli mála að meint var sem sagt var og allt óþarfa vafstur í andmælum kom ekki til greina. Jón var til hinstu stundar eld- heitur um Alþýðuflokkinn. Hann þekkti hvert einasta smá- atriði í sögu flokksins og hafði alltaf tíma til þess að ræða gjörðir hans og stefnu. Hann var eðalkrati í þess orðs bestu merkingu, og fjallaði alltaf um skoðanir andstæðingsins af al- úð. Nú er skarð fyrir skildi. Þessi hugljúfi baráttumaður er fallinn frá. Ég sakna vináttunnar, vel- vildarinnar og einstæðra gáfna. Ég sendi eiginkonu og ástvin- um öllum mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Drottinn styrki þau í þessari miklu raun og veiti Jóni vini mínum eili'fa hvíld. - Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Við andlát Jóns Þorsteinsson- ar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi alþingismanns Al- þýðuflokksins, leita margar minningar á huga minn. Það var fljótlega eftir að hann kom til starfa hjá Alþýðusambandi Is- lands að fundunt okkar bar fyrsta saman. Ég var þá formað- ur í Verkalýðsfélagi Skaga- strandar og átti oft erindi á skrifstofur ASÍ. Lögfræðingur- inn ungi og glæsilegi reyndist mér og mínum erindum afar vel. Hann var traustur, ráðhollur og ábyrgur á allan hátt. Sérstak- ur sóknarmaður í félagsmálum sem og við skákborðið. Síðar, eftir byltingu á kjör- dæmaskipun landsins, kom til haustkosninga í október 1959. Okkur alþýðuflokksmönnum á Norðurlandi vestra var sá vandi á höndum að finna hæfan bar- áttumann í 1. sæti á lista okkar. Mann sem þekkti vel til á lands- byggðinni, en hefði aðstöðu og áhuga til að sinna okkar málum í Reykjavík. Fyrir valinu varð Jón Þorsteinsson. Sú ráðstöfun reyndist farsæl fyrir alla sem vildu aukin jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu. Jón Þorsteinsson var alþingis- maður okkar á Norðurlandi vestra (landskjörinn) frá 1959 tíl 1971, viðreisnarárin svoköll- uðu. Kynni okkar Jóns urðu mikil á þeim ámm, því ég áttí sætí á sama lista þær kosningar sem hann var í kjöri hér. Sumir framboðsfundimir em mér ógleymanlegir, sérstaklega þátt- ur Jóns í þeim. Jón var kraft- mikill ræðumaður sem talaði af sterkri sannfæringu. Hann naut sín best á hörðum fundum og var ætíð fljótur til andsvara. Málflutningur hans fékk jafnan góðar viðtökur áheyrenda þó flokksmenn hans væm fámenn- ir á fundum. A Alþingi var Jón Þorsteins- son þingmaður allrar þjóðarinn- ar. Hann lét mörg og ólík mál til sín taka án þess að vanrækja sérmál síns kjördæmis. Mörg- um þótti gott til hans að að leita þó ekki væm þeir stuðnings- menn hans í kosningum. Hann var seinn til loforða en ömggur til efnda. Jón átti stöðugt vax- andi fylgi að fagna á þing- mannsferli sínum. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst svo góðum dreng og mætum manni. Tryggð hans og vinfesta entist þó árin liðu og fundum okkar bæri sjaldnar saman. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Góðar minningar lifa lengi! - Björgvin Brynjólfsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.