Alþýðublaðið - 27.09.1994, Page 5

Alþýðublaðið - 27.09.1994, Page 5
Þriðjudagur 27. september 1994 ERLEMT ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Nígerískir svindlarar urðu frægir hér á landi þegar tók að vindast ofan af skreiðarviðskiptum íslendinga þar um slóðir. Og nígerískir svindlarar gera það ennþá gott. Enginn hörgull virðist á gráðugum og auðblekktum kaupsýslumönnum sem gjaman vilja taka þátt í arðvænlegum viðskiptum. Nígeríustjóm hefur varað við löndum sínum, svindlurunum, í auglýsingum í evrópskum og bandarískum stórblöðum. En allt kemur fyrir ekki, fómarlömbin hrannast upp og fyrir nokkra óheppna eru peningamir ekki það mesta sem tapast - sumir eru brenndir, aðrir skotnir: Heiður Nígeríu? Allt frá því að íslendingar hófu margumdeild skreiðarviðskipti sín við Nígeríu hafa heyrst sögur um hið gífurlega svindl sem þar á að hafa verið við lýði; mútur, viðskiptasamningar sem voru lítið annað en draumórar, óheiðarlegir embættismenn - og svo framvegis. En Islend- ingar eru svosem ekki einir á báti með að hafa orðið illilega fyrir barðinu á nígerískum svindlurum. Nígerískt ættuð svindl eru alþjóðlegt vandamál; Nígeríumenn virðast reyndar á góðri leið með að gera svindlið að nokkurskonar listformi. í síðasta tölublaði Newsweek er einkar fróðleg grein um við- skiptatilboð sem virðast of góð til að geta staðist sannleikann. Nánar tiltekið fjallar greinin um nígeríska svindlara sem finna sér fórnarlömb í massavís þrátt fyrir að vafasamt við- skiptasiðferði Nígeríumanna hafi verið á allra vörum um árabil. Hvað er hér að seyði? Rándýr kennslustund Jai N. Gupta, flugvélaverk- fræðingur og yfirmaður hjá vopnaframleiðslufyrirtæki í Virginíufylki, borgaði hvorki meira né minna en 4,4 milljónir dollara (tæplega 300 milljónir íslenskra króna) fyrir kennslu- stund í fjármálum. Hér er kennslustundin - og þú færð hana ókeypis: Þegar viðskipta- tilboð virðist vera of gott til að geta verið satt, passaðu þig. Fyrir hálfum mánuði voru Nígeríumennimir þrír, sem sak- aðir vom um að svindla á Bandaríkjamanninum Jai N. Gupta, fundnir sekir af mu liða ákæm um póstsvindl. Banda- ríska dómsmálaráðuneytið til- kynnti við það tækifæri, að það myndi þegar í stað kreíjast framsals á þremenningunum. Samkvæmt dómsskjölum lét Gupta gabbast af sígildu þókn- unar- og skattasvindli. Og annað lán ogannað... Svindl Nígeríumannanna hófst árið 1992 er Jai N. Gupta barst bréf sem virtist koma frá fullkomlega löglegum aðilum í Nígeríu; aðilum sem báðu um aðstoð hans við að stjóma 28,5 milljóna dollara sjóði. Gupta átti að fá 15 prósent stjómunar- þóknun af gróðanum og til við- bótar skyldi honum launað vel fyrir að halda sjóðnum í jafn- vægi þar til að „uppskerutíman- um“ kæmi. Vitaskuld samþykkti hinn vongóði Gupta að taka að sér stjómun sjóðsins gilda. Það næsta sem gerðist var, að hann var beðinn um aðstoð við að ná sjóðnum úr klóm fégráðugra stjórnvalda í Nígeríu. Þetta átti Bandaríkjamaðurinn að gera með því að leggja fram falska kröfu að upphæð 18,5 milljónir dollara. Og enn einn greiði, gæti hann verið svo vænn að senda 715 þúsund dollara til Nígeríu- mannanna vegna skattalegrar hliðar málsins; svona rétt til að brúa bilið þangað til alvöm seðlar fæm að rúlla inn? Sjálf- sagt mál. Nígeríumennimir báðu því næst um annað lán og enn varð Gupta við þeirri bón. Og aftur og aftur og aftur... Snemma árs 1993 var ástandið orðið þannig að fyrir- tæki Jai N. Gupta í Virginíu var gjörsamlega rúið öllu lausafé og skuldaði um eina milljón dollara. Þá var Gupta nóg boð- ið, kappinn leitaði til FBI og sagði farir sínar ekki sléttar. Alþjóðlegt og vel þekkt vandamál Allir ættu að vita betur - hvort sem þeir em flugvéla- verkfræðingar eða ekki - að falla fyrir svindli sem þessu. Svindlvandamálið í Nígeríu er vel þekkt og alþjóðleg plága og hefur verið rætt um málið fyrir opnum tjöldum um langt árabil. Stjómvöld í Nígeríu hafa sjálf auglýst nokkuð í virtum dagblöðum á meginlandi Evr- ópu og í Bandaríkjunum þar sem varað er við þessari óhæfu. Það er talið hafa skilað nokkr- um árangri einsog síðar verður komið að. En svindlaramir eiga samt sem áður ekki í neinum vand- ræðum með að finna auðblekkt fómarlömb. Maðurinn erjú breyskur. Hvernig er sígilt gabb? Dæmigert gabb er þá leið að fómarlambið fær sent bréf eða fax - gjaman ritað á raunveru- legt en engu að síður falsað bréfsefni frá „höfðingja ætt- flokks“, „lækni“ eða „heiðar- legum nígerískum kaupsýslu- manni“ þar sem viðtakanda er lofað háum gífurlegum fjár- hæðum ef hann aðeins hjálpar til með fjármögnun í upphafi. Sendandi beiðninnar gefur það gjaman skyn að málið sé ef til vill ekki alveg nákvæmlega samkvæmt nígerískum lögum. Þetta mun vera gert í tvíþættum tilgangi; annarsvegar til að út- skýra að hluta afhveiju tilboðið sé svo ótrúlega arðvænlegt og hinsvegar til að letja fómar- lambið til að leita réttar sín eft- irá. Framþróun í „svindl-bransanum“ En svindlin hafa heldur betur þróast uppá síðkastið. Kirkjur og líknarfélög hafa nýlega bæst á langan lista hugs- anlegra fómarlamba hjá svindl- umnum. Vinsælt gabb er að segjast vera talsmaður forríkra velgjörðamanna. Ein alveg hreint djöfulleg út- gáfa svindlsins er þannig, að sjónum er beint að fyrri fómar- lömbum svindlara og þeim lof- að miskabótum frá „Vinnuhópi Forseta Nígeríu vegna Endur- greiðslu skulda“. Það eina sem þetta fyirum fómarlamb svindlara þarf að gera svo unnt verði að endur- greiða honum tapið er að senda ítarlegar persónuupplýsingar, þar með taldar Qármálaupplýs- ingar, ásamt bankareikninga- númemm og svo framvegis, til Vinnuhópsins. Þetta þarf að gerast innan tveggja sólar- hringa; annars gengur tilboðið úr gildi. Það er bara ein brotalöm hér á: „Vinnuhópur Forseta Níger- íu vegna Endurgreiðslu skulda“ er ekki til. Auðvitað ekki. Fyrir svindlara em upplýs- ingar sem fyrrgreindar gulls ígildi og jafngilda í raun pen- ingasendingu. Undirskrift fóm- arlambsins fylgir með í kaup- unum og hana er bamaleikur að falsa og nota til að færa til upp- hæðir á milli reikninga. Sjaldgæfar sakfellingar Sumir svindl-listamennirnir búa yfir ágætri enskukunnáttu og sendingum þeirra til vænt- anlegra fómarlamba fylgir oft heill haugur af ýmisskonar op- inberlegum skjölum og öll em þau náttúrulega fölsuð. Allt þvíumlíkt rennir styrkari stoð- um undir svindlið og gerir þau raunvemlegri og erfiðari til að efast um. Margir svindlarar ganga jafn- vel svo langt í dirfskufullum tilraunum til gabbs, að þeir bjóða væntanlegum fórnar- lömbum til höfuðborgar Níger- íu, Lagos. Þar er komið á fundi og trúnaðartraustið milli aðila staðfest. Enn eitt hefur síðan komið í ljós við rannsóknir á svindlum Nígeríumannanna: Þeir láta stundum fylgja símanúmer op- inberra aðila svo fómarlömbin geti haft samband og fengið staðfest áreiðanleika skjala er þeim berast. Þetta atriði leiðir að sjálfsögðu gmn að opinber- um starfsmönnum í Nígeríu sem væntanlega eru vitorðs- menn svindlaranna. Það mun þó vera nær ómögulegt að segja til með vissu um hvort svo sé. Nígerísk löggjöf gerir ráð fyrir allt að sjö ára fangelsis- refsingu fyrir svindl á borð við þau sem rakin hafa verið hér á undan. Ekki ein einasta sála hefur þó verið lögsótt af níger- ískum stjómvöldum með góð- um árangri. Fórnarlömb sem týna lífinu Ýmsir hafa sjálfsagt glott í kampinn yfir ógæfu auð- blekktra fómarlamba Nígeríu- mannanna. En svindlin em lítið gamanmál og peningamir geta í sumum tilvikum verið minnsti missir fómarlambanna. Bandaríkjamaðurinn Gerald Scruggs vissi ekki betur en að hann væri í fullkomlega lögleg- um viðskiptum við nokkra Níg- eríumenn árið 1991. Hann hefði betur verið varari um sig: Beint fyrir utan fimm-stjömu- hótelið Sheraton í einu úthverfa Lagos var Gerald Scmggs ,Jiálsfestur“ með bíldekki og brenndur til bana. Þetta gerðist eftir að hann hafði færst undan því að punga út meira fé til sinna nígerísku félaga. Morð- ingjamir hafa enn ekki fundist. Þetta sama ár heimsótti breski kaupsýslumaðurinn David Rollings Lagos til að ffeista þess ná fram réttlæti vegna 4 milljóna dollara missis sem fyrirtæki hans hafði orðið fyrir vegna athafna nígerískra svindlara. David Rollings fannst skotinn til bana í hótel- herbergi sínu. „Lífshættulegar aðstæður“ í kjölfar þessara morða leit- uðu 140 Bandaríkjamenn til konsúls síns í nígerísku höfuð- borginni. Allir vom þeir á flótta undan „hugsanlega lífshættu- legum aðstæðum". Sú athöfn að fylgja hræðslu lostnum fómarlömb frá hótel- herbergjum og út á flugvöll er orðin daglegt brauð hjá evr- ópskum og asískum diplómöt- unt. Viðleitni í þá átt að vara al- menning í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu við freistandi tilboðum ffá Nígeríumönnum virðist hafa borgað sig uppá síðkastið sé miðað við snar- minnkandi Qölda tilfella á jæss- um slóðum. En á meðan fómarlömbum Nígeríumanna hefur fækkað á þessum vígstöðvum hefur þeirn stórlega fjölgað í Japan, Suður- Ameríku, Rússlandi og öðrum hlutum Austur-Evrópu. Sífellt fleiri fómarlömb frá þessum heimshlutum verða peningun- um - og stundum lífinu - fá- tækari. Lítil samúð með fórnarlömbum Það er staðreynd að opinberir starfsmenn í Nígeríu - jafn illa launaðir og vinnuþjakaðir og annars staðar í heiminum - hafa ekki við svindlurunum. I sumum tilvikum hafa þeir jafn- vel engan áhuga á því. Lögreglumaður einn lét hafa eftir sér nýlega: „Nígeríumenn hafa enga samúð með kaup- sýslumönnum af erlendum uppmna sem í raun og vem em að taka þátt í að stela Nígersk- um eignum“. Það er því augljóst að margir Nígeríumenn sjá visst réttlæti fólgið í því að útlendingamir verði illa fyrir barðinu á svindl- urunum. „Það sem mig furðar mest er sá mikli ljöldi fólks frá hinum svokallaða siðmenntaða heimi sem fellur fyrir svindlurunum," segir J.S. Owolabi, aðstoðar- forstjóri erlendra fjárfestinga í Central Bank of Nigeria. „Þess- ir útlendingar em gráðugir og einstaklega auðblekktir.“ Samt sem áður er það degin- um ljósara að verðmætasta eign Nígeríumanna - og sú sem er erfiðast að bæta - fer óðum rýmandi. Þama er auðvitað átt við trú heimsins á heiður Níg- eríu. , Byggt á Newsweek.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.