Alþýðublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Föstudagur 30. september 1994 MÞMBLMD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 ÖNNUR SJÓNARMIÐ Kristján Ragnarsson og íslenskar lánastofnanir Stórvirkjamr og umhverfismat Umræður um stórvirkjanir á norðausturhluta landsins hafa verið í kastljósi sumarsins. Upphaf þeirra eru hug- myndir um útflutning á raforku um sæstreng frá íslandi til Evrópu, en ljóst er að þeim verður ekki hrint í fram- kvæmd nema með nýjum stórvirkjunum. Þær hugmyndir sem einkum eru uppi um slíkar virkjanir byggjast á því að fella í einn farveg tvö mikil straumvötn norðan Vatnajök- uls, Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum. Að því loknu er hugmyndin sú, að leiða ámar um jarðgöng yfir í Fljótsdal og um Löginn til sjávar. Verði af þessum áformum, þá munu myndast þrjú ný lón; hið langstærsta yrði í Amardal, 77 ferkílómetrar að stærð, annað helmingi minna myndaðist sunnan Kára- hnúka, og lítið lón, tveir ferkílómetrar, yrði á Efra-Jökul- dal. Engum blandast hugur um, að áhrif þessara gríðar- legu framkvæmda á umhverfið yrðu mjög vemleg, og þess vegna hafa þau skiljanlega sætt harðri gagnrýni í röð- um umhverfíssinna. / I nútímasamféiagi, þar sem gerð er krafa til þess að borg- aramir geti metið ákvarðanir stjómvalda sem og þær for- sendur sem liggja til grundvallar stefnumótun þeirra, er það sjálfsögð krafa að birtar séu allar hugsanlegar upplýs- ingar sem liggja fyrir um slíkar áætlanir, og mögulegar af- leiðingar þeirra. Þessu hefur iðnaðarráðuneytið svarað fyrir sitt leyti, með því að birta skýrslu starfshóps, sem hefur dregið saman allar mögulegar upplýsingar sem liggja fyrir um möguleg umhverfísáhrif stórvirkjana norð- an Vatnajökuls. Skýrslan hefur ennfremur hlotið ítarlega kynningu víðs vegar um landið, af hálfu ráðuneytisins. Slík vinnubrögð em lofsverð. s I samantektinni kemur fram, að áhrif framkvæmdarinnar - ef í hana verður ráðist - em umtalsverð. Til dæmis er ljóst, að rennsli Jökulsár á Fjöllum mun þverra verði af virkjunum og að sama skapi mun draga úr tíguleik stór- brotnasta og öflugasta foss í Evrópu, Dettifoss. Eðlilega hefur þetta skapað ugg í brjóstum náttúruvemdarsinna, auk þess sem talsmenn ferðaþjónustunnar hafa lýst áhyggjum vegna afleiðinga þess á ímynd íslands sem hinnar ósnortnu ferðamannaparadísar. Auk áhrifanna á Dettifoss munu einnig um 42 ferkílómetrar algróins lands fara undir hin nýju lón; umtalsvert landbrot yrði í Öxar- firði; vatnshæð og hitastig í Leginum mun breytast, auk margvíslegra áhrif lónanna á dýralíf og gróður. Það er skiljanlegt, að náttúmvemdarsinnar og margir aðr- ir hafí miklar efasemdir um stórvirkjanir norðan Vatnajök- uls. Umhverfísráðherra hefur sömuleiðis lýst efasemdum, og orð hans raunar erfítt að skilja öðra vísi en sem and- stöðu við hugmyndimar. Það er hins vegar nauðsynlegt að undirstrika, að engar ákvarðanir hafa verið teknar um virkjanimar. Skýrsla iðnaðarráðuneytisins er einungis birt til að uppfylla upplýsingaskyldu og auðvelda umræðu um málið. Það er sömuleiðis nauðsynlegt að minna á, að nú hafa tekið gildi lög um mat á umhverfísáhrifum stórfram- kvæmda sem þessara. Af þeim ástæðum er ljóst, að engar ákvarðanir verða teknar um stórvirkjanir norðan Vatna- jökuls nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum þeirra á umhverfi Islands. Menn þurfa því ekki velkjast í vafa um, að í virkjanimar verður ekki ráðist, nema ljóst sé, að fyrir liggi að áhrif þeirra á umhverfi og náttúra séu ásættanleg. GARÐAR BJORGVINSSON, útgerð- armaður og bátasmiður, er skelegg■ ur maður og liggur ekki á skoðunum sínum. Fyrir nokkru síðan skrifaði Garðar lesendabréf í MORGUN- BLAÐIÐ og var þar að velta fyrir sér hver íósköpunum þessi KRISTJÁN RAGNARSSON værí. Hluti greinar- innar fer hér á eftir: „Hver er Kristján Ragnars- son? Hann er formaður LÍÚ. Hann er í raun hinn eini sanni sjávarútvegsráðherra. Hann er eigandi togara sjálfur, og vinn- ur vasklega að eigin hagsmun- um, enda dugnaðarforkur á sínu sviði, en hann er á röngu sviði þjóðhagslega séð. Fólk undrast það vald sem þessi maður hefir yfir fiskifræðingum og alþing- ismönnum. Það dansa allir landsins forkólfar eftir hans fyr- irsögn eins og blindir kettling- ar. Af hverju? Vegna þess að þessi maður hefir að baki sér flesta fjármagnshandhafa þjóð- arinnar. hann er í bankaráði og öllum þeim nefndum sem máli skipta. Hann hefir afrekað það að láta Hæstarétt lýsa sig og aðra sægreifa rétta eigendur að hinni sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Maðurinn getur ekki verið svo illa gefinn að hann sjái að hann er á góðri leið með að láta gjöreyða fiskimið- unum og setja þjóðarbúið á hausinn. Öll þau mannréttindabrot sem framin hafa verið í nafni laga síðan 1990 varðandi at- vinnufrelsi og fjárhagslega af- komu fjölda heimila í landinu, hafa verið framin í nafni laga nr. 38 um stjóm fiskveiða. Hvers vegna voru þessi lög samin? Vegna brýnnar þarfa á strangri stjómsýslu í fiskveið- um. Vegna hvers þurfti svona stranga stjómsýslu? Vegna þess að togaraflotinn er orðinn þrisvar sinnum og stór og land- gmnnið þolir ekki álagið. Undir hvers stjórn hefir allt þetta gerst? Kristjáns Ragnarssonar og Halldórs Ásgrímssonar og síðan Þorsteins Pálssonar. Væm bara um 30 togarar í landinu þá væri engin ofijár- festing í sjávarútvegi, ströng veiðistýring óþörf, engin illindi eða ógeðslegt eiginhagsmuna- pot. Þessi lög númer 38 um stjóm fiskveiða áttu að þjóna fiskvemdunarsjónarmiðum, en þjóna í raun eiginhagsmunapoti og skiptingu þjóðarinnar í auð- kýfinga og ölmusumenn. Það er löglegt að selja atvinnuna milli byggðarlaga, það er löglegt að setja saklaust fólk út á gaddinn, það er löglegt að opna land- helgina í báða enda með því að selja hráefnið óunnið, það er löglegt að hleypa erlendum íjármagnseigendum að hjarta- rótum undirstöðuatvinnuvegar- ins. Það er engu líkara en að vitleysingar stjómi þessu landi. Mér finns mikið heiðarlegra að segja sannleikann beint út í stað þess að baknaga menn á vöm- um vegi.“ ★★★★★★★★ Bretinn FRIÐRIK ALUS0N hefur búið í Vestmannaeyjum í tíu ár. Hið ágæta blað FRÉTTIR í Eyjum tók fyrir stuttu opnuviðtal við Friðrik og þar sannaðist að glöggt er gests augað. Hér á eftir skulum við líta á kafla úr viðtalinu sem fjallar um íslenskar lánastofnanir: - Em íslenskir bankar aftar- lega á merinni? „Ég er ekki að segja það en mér sýnist að hér sé ýmsu ábótavant. Á Englandi em gerðar mjög strangar kröfur til starfsfólks. Þegar verið er að ráða nýja starfskrafta ertu tvo daga í viðtölum og vídeóvél fylgist með þér allan tímann. Ef þér tekst að komast í gegnum það ertu prófaður í tvær vikur og þá færðu kannski atvinnu sem gjaldkeri í nokkra mánuði. Kemur þá strax í ljós hvort þú ert starfinu vaxinn. Á Englandi tekur þú mikla ábyrgð á þínu starfi. Bankinn sem ég vann hjá hafði meira en 600 útibú og sérhæfði sig í því að lána fólki sem var að kaupa sér húsnæði. Starfsmaður bankans sest niður með viðskiptavinunum og reiknar dæmið niður í smáat- riði, hvort viðkomandi standi undir skuldbindingunum. Það er allt tekið með í reikninginn eins og til dæmis hvernig þú ferðast í vinnuna. Afgreiðslan tekur mjög skamman tíma. Ef í ljós kemur að útibúið hefur slakað á kröfum sínum er úti- bússtjórinn umsvifalaust rek- inn. Ef viðskiptavinir lenda í vandræðum á Englandi og hafa ekki greitt síðustu afborgun, eru þeir umsvifalaust boðaðir á fund bankans til að ræða málin. Er eitthvað að? Getur bankinn hjálpað þér? Ertu atvinnulaus tímabundið eða ertu kærulaus með peninga? Sumir eiga erfitt með að safna peningum og borga afborganir tvisvar á ári. Þá er þessu breytt þannig að viðskiptavinurinn borgar einu sinni í mánuði eða jafnvel einu sinni í viku eða hvað sem er. Það er gert eitthvað í málinu og það strax en ekki verið að velta vandamálinu á undan sér. Það er undantekning á Englandi ef fólk missir hús sín ofan af sér. Ef upp koma vandamál er strax gripið í taumana. Ef ekki sér fyrir endann á skuldum við- skiptavinarins og hann getur af einhverjum ástæðum ekki stað- ið við sínar skuldbindingar, tek- ur bankinn strax völdin og selur húsnæðið. Ef skuldin á hús- næðinu er til að mynda sjö milljónir en það selst á níu, fær viðskiptavinurinn þessar tvær milljónir sem hann hagnaðist á við söluna. Bankinn tekur hana ekki til sín. Það er algjört neyð- arúrræði að gera viðskiptavin- inn gjaldþrota. Hér á landi er þetta ekki nógu strangt og eins og við sjáum eiga bankar hér margar fast- eignir eftir gjaldþrot sem þeir losna hreinlega ekki við. En bankalögin hér á landi eru sjálf- sagt allt öðruvísi en á Englandi. Hér virðist vera hægt að flytja á milli staða og bankastofnana og stofna til skulda án þess að nokkur viti um en mér sýnist að bankamir hér séu famir að hafa meira samband sín á milli. Það er góðs viti. Á Englandi er þetta ekki hægt. Ég er alls ekki að segja að íslendingar kunni ekki að fara með peninga. En spum- ingin er, hver sé ábyrgð lána- stofnana hér á landi.“ - Hvað er til ráða? „Island er lítið land þar sem fólk þekkist mjög vel. Þess vegna er gagnrýni illa séð og fólk tekur hana mjög persónu- lega. Á Englandi er starfsfólk bankanna sent á námskeið. Á þeim er ekki verið að blaðra og drekka kaffi og borða kex eða kökur. Þar em námskeið mjög skilvirk. Sem dæmi er fólki kennt að halda starfsmannafundi með 6 til 7 starfsmönnum þar sem enginn stjómar fundinum og fólkið ræðir ákveðið málefni í 15 til 20 mínútur. Fundurinn er tekinn upp á myndband. Fólkið er sent inn að nýju á fundi til að ræða málin upp á nýtt. Fólkið er sent á fund eftir fund þar til það smám saman losar sig við allt persónulegt vegna atvinn- unnar og lítur á þetta fyrst og fremst sem atvinnu. Fólk á ekki að taka hlutina of persónulega. Á Englandi koma utanað- komandi aðilar einu sinni á ári í bankana og skoða allt sem við- kemur bankanum eins og þjón- ustu, öryggi og svo framvegis. Þeir hlusta á gjaldkerana, hringja í bankann sem við- skiptavinir, skoða bréf og ýmis- legt annað og gefa síðan skýrslu til bankans. En þetta er ekki persónulegt heldur em málin rædd og það skoðað sem mætti færa til betri vegar í bankanum. Það er nauðsynlegt að vera diplómatískur í hvaða starfi sem er og það skilar ár- angri. Menn senr fá stöðuhækk- anir í fyrirtækjum eru slíkum kostum gæddir en verða jafn- framt að fá leiðsögn í nýju starfi.“ Varnarliöiö: Laus störf tveggja tölvunar- eða kerfisfræðinga Sjúkrahús Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, óskar eftir að ráða tvo tölvunar- eða kerfisfræðinga til starfa, annan á vélbúnaðarsviði, hinn á hugbúnaðarsviði. Um er að ræða föst störf. Störfin felast í viðbótar-uppsetningu tölvubúnaðar og gera tillögur um breytingar, ásamt því að annast dagleg- an rekstur þeirra tölvukerfa er undir starfið heyra. Um er að ræða nettengd kerfi. Einnig að annast uppsetningu nýrra forrita ásamt kennslu og þjónustu við starfsfólk. Að fylgja öryggisþáttum samkvæmt stöðlum og gera tillögur um breytingar ef við á, er einnig hluti starfsins. Kröfur: Umsækjendur séu tölvunar- eða kerfisfræðingar með sem víðtækasta reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar. Þurfa að geta unnið sjálfstætt og að eiga gott með sam- skipti við annað fólk auk þess að hafa góða aðiögunar- hæfni. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á rit- að mál og talað. Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar varnarmála- skrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími: 92-11973, ekki síðar en 12. október nk. Starfslýsingar liggja þar frammi til aflestrar fyrir um- sækjendur og er þeim bent á að lesa þær, þar sem í aug- lýsingunni er aðeins tæpt á því helsta og aðskilin lýsing er fyrir hvort starf. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. Umsóknum sé skilað á ensku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.