Alþýðublaðið - 11.10.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 11.10.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 11. október 1994 MMMÐIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 ÖNNUR SJÓNARMIÐ: Gegn atvinnuleysi Tilraunir til þess að draga úr atvinnuleysi Leiðin að hallalausum fjárlögum ✓ Abyrgð í ríkisfjármálum og farsæl stjóm efnahagslífsins hafa einkennt störf ríkisstjómar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á yfirstandandi kjörtímabili. Fjárlagafmmvarp ríkisstjómarinnar ber vott um þessa mikilvægu þætti í stjóm landsins. Þá hefur einnig komið fram í fjölmiðlum að ríkissjóður muni ekki afla frekari lánsfjár á innlendum mörkuðum á þessu ári ef frá er tal- in útgáfa á nýrri tegund spariskírteina sem tengjast evrópsku mynteiningunni. Þessi staðreynd innsiglar þá fyrirætlan ríkis- stjómarinnar að stefna enn að meira jafnvægi í ríkisfjármálum og draga úr þrýstingi á vextina. Þetta er þveröfug stefna við stefnu ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar er þáverandi fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson jók mjög á útgáfu spariskírteina ríkissjóðs og stuðlaði að innlendum lántökum í auknum mæli. Það er gleðilegt að ríkisstjómin hafi horfið frá samkeppni við lánastofnanir um sparifé almennings og þar með lagt sitt á vogarskálamar að lækka vexti í landinu. Markmið ríkisstjóma framtíðarinnar á íslandi hljóta að vera hallalaus fjárlög. Því aðeins er hægt að ná þessu markmiði með því að draga enn úr sjálfvirkum ríkisútgjöldum og efla hagvöxt í landinu. íslendingar hafa venjulega afsakað lélegan hagvöxt með því að benda á, að þjóðin sé háð ytri skilyrðum svo sem fiskigengd og markaðsverði á fiskafurðum á heimsmarkaði. Þetta em vissulega mikilvægir þættir en veita okkur ekki fulla syndaaflausn. Staðreyndin er að við höfum allt of lítið gert til að fullnýta þekkingu okkar og heimamarkað. Enn emm við að mestu leyti hráefnisútflytjendur og glötum þar með veigamikl- um tækifæmm í fullvinnslu aflans, markaðssetningu erlendis og útvíkkun á jaðarsviðum tengdum sjávarútvegi. Enn eigum við eftir að lyfta grettistaki í eflingu ferðamannaiðnaðar. Ónýtt tækifæri liggja einnig í heilsumálum, þar sem er eftirspum eftir hreinu lofti og vatni svo einföld dæmi séu tekin. Við eigum enn eftir langt í land að efla gjaldeyristekjur okkar á nýjum sviðum þar sem við búum yfir sérþekkingu og reynslu. A hinn bóginn er nauðsynlegt að draga úr sjálfvirkum ríkisút- gjöldum. Með réttum áherslum í atvinnulífi þar sem afskipti ríkisins dragast saman, gerist það sjálfkrafa að styrkir til óhag- kvæms fyrirtækjareksturs í formi beinna peningagreiðslna og sjóðakerfis muni minnka eða jafnvel hverfa. Sjálfstæður mark- aðsbúskapur á ekki að þurfa á ríkisstyrkjum að halda. Það er hins vegar allt annað mál að ríkissjóður styrki nýsköpun eða framþróun svo sem vísindarannsóknir í þágu atvinnuveganna. ÓLAFUR ÓLAFSSON landlæknir hefur verið áberandi uppá síðkastið í fjölmiðl- um í umfjöllun um atvinnuleysi. Sjálfur hefur hann skrifað þó nokkuð af blaða- greinum um málefnið. í síðasta tölublað Gegn atvinnuleysi - sem ÓLAFUR M. JÓ- HANNESSON gefur út og ritstýrir - skrifar landlæknir til að mynda grein er ber fyrir- sögnina „Tilraunir til þess að draga úr at- vinnuleysi". í dag glugga ÖNNUR SJÓN- ARMIÐ í þessa grein hans: Hverjar eru meginorsakir? í inngangi segir landlæknir að lærða menn greini á um helstu orsakir langvinns atvinnu- leysis sem þjaka Vesturlönd. Hann spyr hvort meginorsökin sé tæknilegs eðlis eða hvort þama sé um lélega efnahagsstjóm að ræða? „Þegar rætt er um orsakir at- vinnuleysis er nauðsynlegt að hafa í huga að oft virðist sem sagan endurtaki sig. Nefna má, að í kjölfar iðnbyltingarinnar fyrir 300 ámm fylgdi mikið at- vinnuleysi. Vélar komu í stað manna. Þar af leiðandi varð víða mikil andstaða meðal iðn- verkamanna gegn þeim tækni- breytingum. Tæknibreyting, iðnbyltingar bar ekki ávöxt fyrr en eftir 50 til 60 ár en þá smám saman fjölgaði mjög nýjum at- vinnutækifæmm og unninn var bugur á atvinnuleysinu. Iðn- byltingin bauð upp á nýja möguleika - ný störf. Margt bendir til þess að við sé- um í svipuðum spomm nú. Margs konar hagræðing í slóð tæknibreytinga og sjálfvirkni sem fylgt hefur, meðal annars í kjölfar tölvuvæðingar hefur enn ekki náð að skapa nýjar at- vinnugreinar og ný störf. Þar af leiðandi lifum við nú sársauka- fullt breytingatímabil. Fjöldi starfa í landbúnaði, fiskverkun, veiðum, bönkum, verslunarfyr- irtækjum og víðar hafa horfið en nægilega mörg ný störf hafa ekki komið í staðinn - enn sem komið er.“ Góður hagvöxtur Þá er einnig nauðsynlegt að stemma stigu við bmðli í ríkis- rekstri og efla allt nauðsynlegt aðhald. Mikil umræða hefur ver- ið í fjölmiðlum að undanfömu um þennan þátt ríkisútgjalda og er af hinu góða. Stóra heildardæmið er auðvitað fjármögnun velferðarinnar. An velferðar verður íslenskt þjóðfélag að skræl- ingjaþjóðfélagi þar sem réttur hins sterka er einn virtur. Hitt er annað mál að rfkisútgjöld til velferðarmála er að sliga flest ná- grannalönd okkar. Það er því mikilvægt að finna hinn rétta meðalveg þar sem samfélagið styrki hina sjúku, gömlu og þurf- andi. Ríkisstjómir allra tíma verða hins vegar að vera á varð- bergi gegn sjálfkrafa þenslu í velferðarkerfinu sem gerir nánast sérhvem þjóðfélagsþegn að velferðarþega úrríkissjóði. Hin al- menna velferð hinna heilbrigðu er fólgin í öðru en ríkisútgjöld- um. Á þessum mismun verða stjómendur ríkisins að átta sig á hverjum tíma. Landlæknir segir í framhaldi af þessu frá því, að margir hagfræðingar hafi talið að aðalor- sök atvinnuleysis mætti rekja til lélegs hag- vaxtar og vænta mætti breytinga ef hagvöxt- ur batnaði. En einhverjar blikur virðast á lofti með það: ,JSTú bregður svo við að þrátt fyrir allgóðan hagvöxt (3 til 4%) í Vestur-Evrópu á undan- fömum tveimur til þremur ár- um hefur lítið sem ekkert dreg- ið úr atvinnuleysi. Enn fremur má benda á að þrátt fyrir mjög góðan hagvöxt í Vestur-Evrópu „Þetta sýnir að forspár og mótmæli stjómmála- manna, hagfræðinga, vinnuveitenda og forystu- manna laun- þegahópa um að stytting vinnutímans verði of dýrkeypt og skapi ekki ný atvinnu- tækifæri eru trúlega rangar." á árunum kringum 1980 tókst ekki að koma í veg fyrir at- vinnuleysi 25 milljóna manna í OECD-ríkjunum.“ Atvinnuleysi hefur aukist 0g landlæknir bendir á að hið raunverulega atvinnuleysi virðíst jafnvel vera falið líkt og kemur fram i OECD-skýrslu í júní 1994: „Þar er sagan um atvinnuleysið aðeins hálfsögð. Rætt er um svokallað opið atvinnuleysi en ekkert um íjölda þeirra er ekki hafa fasta vinnu. Nokkur dæmi verða nefnd hér: - Fram kemur að í Hollandi séu 8% vinnufærra manna atvinnu- lausir. I raun em 16% til við- bótar án fastrar atvinnu. Um er að ræða fólk sem hefur verið sett á tímabundna örorku (en er vinnufært), fólk sem fær félags- lega hjálp er fallið út af skrá, er í atvinnubætandi starfi eða er ekki starjhœft samkvæmt samningi milli atvinnufyrir- tækja og hins opinbera, það er fallið út af skrá. Fjöldi þeirra sem em án fastrar vinnu í Hol- landi em því um 24%. - Frá Svíþjóð er sömu sögu að segja. Milli 8 og 10% em at- vinnulausir samkvæmt skrá, en um 20% búa við svipaðar að- stæður og hér að framan er lýst.“ Landlæknir veltir fyrir sér hvað sé til ráða ef aukinn hagvöxtur reynist ekki vera allra meina bót eins og margir hafa álitið. Hann bendir í því sambandi á, að í skýrslum sé bent á að aukinn sveigjanleiki í launum og vinnutíma geti bætt ástandið: I. Stytting vinnutímans „Nýlega hafa verið birtar at- hyglisverðar niðurstöður varð- andi aðgerðir í þessa átt. í Frakklandi hafa þeir er óska fengið að vinna íjóra daga í viku. Þar með hefúr vinnutím- inn styst um 20% en launin hafa lækkað um 8%. í Þýska- landi hafa mörg fyrirtæki tekið upp fjögurra daga vinnuviku. Launin hafa lækkað um 10%. í Svíþjóð hefur verið tekinn upp sex klukkustunda vinnudagur í heilbrigðisþjónustunni á mörg- um sjúkrahúsum. Jafnframt heldur starsfólkið launum sín- um. Veikindafjarvistir og yfir- vinna minnkuðu." Landlæknir telur það merkilegasta við þetta allt vera, að launakostnaður minnkaði við þessar aðgerðir um 12 til 13%: „Þetta sýnir að forspár og mót- mæli stjómmálamanna, hag- fræðinga, vinnuveitenda og for- ystumanna launþegahópa um að stytting vinnutímans verði of dýrkeypt og skapi ekki ný at- vinnutækifæri eru trúlega rang- ar.“ II. Ársorlof á atvinnu- leysisbótum „í Danmörku, en þar hefur 30% vinnufærra ekki fasta vinnu, hefur atvinnumálaráðherra komið á eftirfarandi kerfi: Fólk fær að taka ársorlof og fer þá jafnframt á atvinnuleysisbætur. í stað þess fá atvinnulausir árs- vinnu á fullum launum. Þrátt fyrir að þetta hafi einungis stað- ið í stuttan tíma hafa 60.000 manns notfært sér tilboðið. 95% em húsmæður sem fara inn á heimilin aftur - og hafa kosið að sjá um bömin og heimilið og sinna öðmm áhugaefhum um leið. Tryggt er að þær halda vinnu sinni og koma aftur til starfa eftir árið.“ Landlæknir segir að þessi tilraun sýni að til em nokkrar lausnir á vandamálum ef menn festast ekki um of í gömlum reglum og for- dómum. ffl. Efling menntunar Ljóst er af upplýsingum um atvinnuleysi að þeir sem hafa stutta skólagöngu að baki verða helst fyrir barðinu á atvinnuleysinu, segir landlæknir. Þannig er augljóst að þeir sem hafa lengri skólagöngu að baki missa síðurvinnuna. „Ef til vill ættu launþegasam- tökin að leggja þyngri áherslu á að auka menntunarmöguleika félagsmanna sinna í launa- samningum en gert er. Á þann hátt eykst markaðsgildi vinnu þeirra.“ Rétt er að geta þess að landlæknir studdist við eftirfarandi heimildir við skrif sín: II Stat. Centralbyran, Haag 1994.// Stat. Centralbyr- an, Stokkhólmur 1994. II Företags econska institutet, Stokkhólmur 1994.// jlcratakaffi með ÖssuriP I I I I I ^^Mþýðuflokksfélag Reykjavík. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON verður gestur í KRATAKAFFI miðvikudagskvöldið 12. október. Húsið opnar klukkan 20:30. KRATAKAFFIÐ verður að vanda haidið í RÓSINNI - félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík við Ingólfsstræti. Kaffiveitingar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.