Alþýðublaðið - 11.10.1994, Síða 3

Alþýðublaðið - 11.10.1994, Síða 3
Þriðjudagur 11. október 1994 TÍÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Skýrsla RÍKISENDURSKOÐUNAR um áhrif Jækkunar virðisaukaskatls á matvæli staðfestir álit ALÞÝÐUFLOKKSINS; Jafnaðarmenn vöruðu á sínum tíma við þeirri kröfugerð sem ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS knúði fram, að lækka virðisauka- skatt á matvæli í stað þess að beita leita annarra úrræða til kjarabóta: Ekki skilvirk leiö til tekjujöfnuiar Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niður- stöðu að lækkun virðis- aukaskatts á matvæli sé ekki skilvirk leið til tekjujöfnunar og að aðeins 16% af tekjutapi rik- issjóðs vegna lækkunarinnar skili sér til lágtekjuheimila. Álit Ríkisendurskoðunar kemur heim og saman við það sem Al- þýðuflokkurinn hélt fram þeg- ar Alþýðusamband lslands knúði fram lækkun virðisauka- skatts á matvæli í stað annarra úrræða til kjarabóta. Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu í lok síðustu viku um áhrif lækkunar virðisaukaskatts á matvælum úr 24,5% í 14% sem tók gildi um síðustu ára- mót. Lækkunin var í tengslum viðgerð kjarasamninga ASÍ og VSI vorið 1993. Helstu niður- stöður skýrslu Ríkisendurskoð- unar eru eftirfarandi: Þrátt fyrir skamman tíma sem bæði skattyfírvöld og skattskyldir aðilar fengu til undirbúnings breytingarinnar verður ekki annað sagt en að hún sem slík hafi tekist betur en vonir stóðu til. Góð sam- vinna náðist á milli ríkisskatt- stjóraembættisins og Kaup- mannasamtakanna auk þess sem stórir aðilar í matvöru- verslun lögðu sitt af mörkum til þess að breytingin mætti ganga snurðulaust fyrir sig. Gert var ráð fyrir að ákvæði laganna um breytingar í skatta- málum hefðu í för með sér að tekjur ríkissjóðs af virðisauka- skatti á heilu ári lækki um 3,1 milljarð króna. Á móti mæla lögin fyrir um hækkun á trygg- ingargjaldi, tekjuskatti einstak- linga og bifreiðagjaldi sem að viðbættum öðmm minniháttar breytingum nema um 1,3 millj- örðum króna. Samtals má gera ráð fyrir skattbreytingarnar hafí í för með sér um 1,8 milljarða kióna lækkun á tekjum ríkis- sjóðs á ári. Ekki skilvirk leið Útreikningar benda til þess að þó að lækkun virðisauka- skatts á matvæli auki kaupmátt ráðstöfunartekna þá sé hún ekki skilvirk leið til tekjujöfnunar í samanburði við ýmsar aðrar jöfnunaraðgerðir. Einnig benda útreikningar til þess að einung- is um 16% af tekjutapi rfkis- sjóðs vegna lækkunarinnar skili sér til lágtekjuheimila. Ætla má að lækkun virðis- aukaskatts á matvælum hafi í för með sér um 17 þúsund króna kaupmáttaraukningu hjá þeim tekjulægstu eða um 1,8% hækkun samanborið við um 36 þúsund króna kaupmáttaraukn- ingu hjá þeim tekjuhæstu sem svarar til 0,5% hækkunar. Með- alhækkun kaupmáttar hjá fjöl- skyldum í úrtakinu reyndist vera um 1% og meðalávinning- ur ijölskyldunnar um 28 þús- und krónur á ári. Aðgerðin veg- ur hlutfallslega þyngra hjá þeim sem lægri hafa tekjumar en þeir tekjuhærri fá engu að síður fleiri krónur í sinn hlut. Áætlað er að þessar breyting- ar á skattalögunum muni auki skatta fyrirtækja um 460 millj- ónir króna. Útreikningar á dreifingu út- gjalda og tekna bendir til þess að beinar aðgerðir til tekjujöfn- unar séu almennt áhrifameiri en óbeinar aðgerðir. Þannig hafa beinar aðgerðir á borð við hækkun hátekjuskatts eða bamabótaauka muni meiri tekjujöfnunaráhrif en lækkun óbeinna skatta eins og virðis- aukaskatts. Nánari rannsóknir Ríkisendurskoðun segir að gjalda verði varhug við því að byggja jafn afdrifaríka ákvörð- un og lækkun virðisaukaskatts á matvælum á eins takmörkuð- um athugunum á áhrifum henn- ar og raunin var í því tilviki sem til skoðunar var í skýrsl- unni. Full þörf sýnist vera á því að rannsaka nánar og með markvissari hætti áhrif skatt- breytinga á hag almennings og fyrirtækja í því skyni að geta sagt fyrir um líkleg áhrif tiltek- inna valkosta í skattamálum. Til þess að auðvelda rannsóknir sem þessar þarf að bæta þann gagnagrunn sem nú er fyrir hendi. Mjög mikilvægt er að jöfn- unaráhrif aðgerða á skattasvið- inu séu skoðuð í heild sinni en ekki einungis litið á afmörkuð tilvik. Leggja verður áherslu á að stefnumótun er lýtur að neyslusköttum sé í samræmi við þá stefnu er mörkuð hefur verið varðandi tekjuskatta og aðrar aðgerðir stjómvalda til tekjujöfnunar. Fjölgun skattþrepa Oumdeilt er að ljölgun skatt- þrepa í virðisaukaskatti þyngir framkvæmd, flækir bókhald, gerir eftirlit erfiðara og eykur þar með hættuna á undanskot- um þar sem hún felur í sér möguleika á tilfærslu velm milli þrepa. Ómögulegt er hins vegar að segja til um hve mikið undandráttur muni aukast í kjölfar breytinganna. Ljóst er að fjölgun skattþrep- anna krefst aukins mannafla ef halda á uppi svipuðu eftirlits- stigi með virðisaukaskatti og áður. Það sem af er árinu hafa 14 starfsmenn sem fyrst og fremst er ætlað að sinna eftirliti með virðisaukaskatti verið ráðnir til viðbótar við aðra starfsmenn skattkerfisins. Reikna má með að rekstar- kostnaður skattkerfisins á ári muni fyrst um sinn hækka um 40-45 milljónir króna vegna þessarar starfsmannaijölgunar. Fátt bendir til annars en að kostnaðarauki verslunarinnar vegna breytinganna á virðis- aukaskattinum hafi verið til- tölulega lítill. Þá sýndu þær verðkannanir sem gerðar voru í kjölfar breytingarinnar að lækkun skattsins skilaði sér að mestu í lægra verðlagi. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Sjónvarpskvikmynd Þráias Bertelssonar, kvikmynda- leikstjóra. fflgla himinfle/, fyrsti þáttur af fjórum. var sýndur í sjónvarpinu á sunnu- dagskvöldið. Sagan fór hægt af stað, sum atriði óþarfiega löng og háfleyg, en heildarút- koman vel viðunandi. Vonandi gerist meira í næstu þrem þátt- um. Það var reyndar Gísli Halldórsson, sá frábæri leikari, sem bjargaði fyi'sta kvöldinu. Hann lék sem aldrei fyrr og kom hinum hijáða en skemmtilega útgerðarmanni aldeilis vel til skila. Á myndinni má sjá Gísla sem gjaldkerann í leikritinu Wiðitúr í éb/gg5um eftir Halldór Laxness... BJÖRN ráðuneytisstjórí Landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, hefur lagt til við for- seta íslands að skipa doktor BjÖrn Sigurbjörnsson ráðuneyt- isstjóra við landbúnaðaiTáðuneytið. Sex sóttu urn stöðuna, þau Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, doktor Bjarni Guð- mundsson, búvísindakennari, doktor Björn Sigurbjörnsson, forstjóri, Guðmundur Sigþórsson, skiifstofustjóri landbún- aðarráðuneytis, Hreggviður Jónsson, fyrrverandi alþingis- maður Borgaraflokksins og Jón Höskuldsson, deildarstjóri... Afhonti TRHMAAARRDK Ólafur EgUsson, sendiherra íshmds í Kaupmannahöfn, af- henti í síðustu viku Suleyman Demirel, forsetaTyrklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Tyrklandi... KATTAVINAFÉLAGIÐ ályktar „Með hinurn nýju lögum getur íbúðareigandi í Ijöl- býlishúsi komið í veg fyrir kattahakl af annar- legum hvötum hvers kon ar, skorti á velvilja, jafn- vel hreinum vfirgangi", segir stjórn Kattavinafé- lags íslands. Félagið mótmælir harðlega fljót- tæmislegri afgreiðslu á lögum uin dýrahald í fjölbýli sem ganga á í gildi um áramótin. „Við erum þeirrar skoðunar að þessi lagasetning brjóti beinltnis í bága við stjómarskrá ís- lenska lýðveldisins", segja kaltavinir og telja vegið að irið- helgi einkalífsins og réttindum almennings. Bent er á að ein- göngu efnaðra fólk geti í framtíðinni verið óhult um heimilis- dýr sín, það fólk sem búi í einbýli. Skorað er á stjómvöld að fella ákvæðið um dýrahald í fjölbýlishúsutn brott og setja ný lög fyrir áramót til breytinga á því sem kattavinir kalla „mis- tök í lagasetningu"... BARNAHEILL 5 ára í tilefni af 5 ára afmæli Barnaheilla verður efnt til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum dagana 29. og 30. október næstkomandi. Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir mun ávarpa ráðstefn- una, svo og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra. Jón Bald- vin HannibaLsson utanríkisráðherra, mun ræða um mannrétt- indi og alþjóðahjálparstarf. Fjöldi annarra fyrirlesara munu halda erindi auk þess sern pallborðsumræður fara fram um mannréttindi í íslensku samfélagi, og hópur 10 ára bama mun kynna Bamasáttmála Sametnuðu þjóðanna. Ráðstefnan hefst kl 9 árdegis laugardaginn 29. október. Ráðstefnustjóri er Guð- ný Guðbjömsdóttir, uppeldissálfræðingur... Frá Kísilióju til KÍNA Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ktsiliðjunnar við Mývatn hefur verið ráðinn rekstrarlegur framkvæindastjóri Celite China Corporation í Kína. Það fyrirtæki er eigandi 48,56% Kísiliðjunnar og er langstærsti framleiðandi kísilgúrs í heiminum. Fyrirtækið er að helja framleiðslu á kísilgúr í tveim verksmiðjum í Jilín- héraði í norðaustur Kína. Þriðja verksmiðjan á sömu slóðum er í uppbyggingu. Eftirspum er mikil eftir kísilgúmum á heimamarkaði Kínveija og sækjast einktim eftir hágæðaefninu gosdrykkja- og bjórframleiðendur sem og þeir sem ffamleiða matarolíur. Vöxtur í bjórfram- leiðslu einni er 20%« á ári í Kína og aukningin ein samsvarar allri árlegri bjórdrykkju Frakka. Ekki er afráðið hver verður eftimiaður Friðriks í Mývatnssveit... Sjálfsmynd ÓLAFAR Um helgina opnaði Ólöf Nordal myndlistarsýningu í Gerðubergi. Sýn- inguna kallar hún Sjálfenyrd, en hún samanstendur af skúlptúrum og teikn- ingum. Ólöf nam list sína hér heima og í Bandaríkjunum. Opið er lrá klukkan 10 til 21 mánudaga til fimmtudaga; föstudag, laugardag og sunnudag frá klukkan 13 til 17...

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.