Alþýðublaðið - 11.10.1994, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 11.10.1994, Qupperneq 5
Þriðjudagur 11. október 1994 EVRÓPÁ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Aðild íslands að Evrópusambandinu Vinnuveitendasamband ís- lands, Samtök iðnaðarins og Verslunarráð Islands hafa um nokkurt skeið unnið að ítarlegri skýrslu um tengsl Islands við umheiminn; áhrif alþjóðasamn- inga á samkeppnishæfni og lífs- kjör hér á landi. Skýrsla þessi er nú komin út og að vonum fjallar umfangsmesti hluti hennar um samskipti íslands við Evrópu- sambandið og kosti og galla að- ildar, bæði almennt og út frá sér- tækum sjónarmiðum atvinnu- veganna. Hér á síðunni er í heild birtur fróðlegur lokakafli skýrsl- unnar þar sem fjallað er um hugsanlegan aðildarsamning Is- lands við Evrópusambandið: Ef íslendingar komast að þeirri niðurstöðu að aðild að Evrópusambandið tryggi best hagsmuni þeirra þarf að sækja um aðild með formlegum hætli. Skilyrði aðildar er þríþætt: Ríkið þarf að vera í Evrópu, stjómar- hættir þurfa að vera lýðræðisleg- ir og mannréttindi virt. Ætla verður að Island uppfylli þessi skilyrði. Pramkvæmdastjóri Evrópu- sambandsins tæki saman skýrslu um aðild Islands og síð- an yrðu greidd atkvæði um um- sókn þess á Evrópuþinginu og í ráðherraráðinu. Eftir þetta myndu taka við aðildarsamning- ar þar sem aðallega yrði tekist á um sjávarútvegshagsmuni Is- lendinga. egar samkomulag lægi fyrir um efni aðildarsamningsins þyrfti sérhvert ESB-ríki að stað- festa samninginn við ísland og einnig þyrfti að staðfesta hann hér á landi. Auk staðfestingar á samningnum þyrfti að breyta stjómarskrá landsins. Þyrftu Is- lendingar að tryggja það í stjóm- skipunarlögum að aðildarsamn- ingurinn og aðrar réttarheimildir Evrópusambandsins fengju öll sömu réttaráhrif og lög ESB al- mennt innan þess. Ekki þyrfti samkvæmt stjóm- skipulegum kröfum að bera aðildarsamninginn undir þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hins vegar má benda á að ef breyta þarf stjóm- arskrá þarf samþykkti tveggja þinga með þingkosningum á milli. Þannig myndi þjóðin alltaf koma nálægt staðfestingu aðild- arsamnings að Evrópusamband- inu, hvort heldur það væri með beinurn eða óbeinum hætti. Eins og áður var minnst á.má ætla að aðildarsamningur ís- lands ntyndi fyrst og fremst snú- ast um sjávarútvegsmál. Einnig mætti ætla að þar yrði að finna ákvæði um aðlögun að landbún- aðarstefnu Evrópusambandsins, þátttöku í byggðastefnu þess, áhrif á stofnunum bandalagsins, og ef til vill um afslátt í þýðing- ar- og túlkunarmálum. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að með EES-samningnum hefur ísland lagað sig að flestum atrið- um hins sameiginlega markaðar Evrópusambandsins. Samningar um fulla aðild eru gerðar til ótiltekins tíma. í Rómarsáttmálanum sjálfum er ekki að finna nein ákvæði um það hvemig fara eigi með úr- sagnir aðildarríkja. Hins vegar má benda á að flest aðildarríki Evrópusambandsins em aðilar að svokölluðum Vínarsamningi um alþjóðlegan samningsrétt (Is- lendingar em ekki aðilar að samningnum). Þar er kveðið á um uppsögn alþjóðlegra samn- inga. Má sem dæmi um heimild- ir til uppsagnar nefna að gmnd- vallarbreytingar hafi orðið á þeim forsendum sem lágu fyrir við inngöngu ríkis og þær breyt- ingar hafi ekki verið fyrirsjáan- legar. Einnig má nefna uppsögn samkvæmt samþykkt annarra aðildarríkja. s Aleiðtogafundi Evrópusam- bandsins í Portúgal 27. júní 1992 var ákveðið að helja við- ræður við þau af aðildarríkjum EFTA sem leita vildu aðildar að óbreyltri stjómskipun sambands- ins. Þessi ákvörðun var á því byggð að EES-samningurinn hafi rutt veginn fyrir hraðferð í aðildarviðræðunt til handa þeim er það vildu. Islensk stjómvöld kusu, svo sem kunnugt er, að taka ekki þátl í aðildarviðræðum á þessum gmndvelli samhliða hinum EFTA-ríkjunum. Af hálfu Evrópusambandsins er þó víst enn litið svo á að ísland eigi heimboð á þessum gmndvelli, samanber það sem kom fram í máli Jacques Santer í ferð for- sætisráðherra til Brussel. s Aríkjaráðstefnunni sem fyrir- huguð er árið 1996 er búist við að stjómskipulag sambands- ins verði tekið til endurskoðunar meðal annars með tilliti til hugs- anlegrar stækkunar í framtíðinni. Vegna þessa kepptust ijögur EFTA- ríki við að komast inn í sambandið fyrir margnefnda ráðstefhu og hafa þannig áhrif á framtíðarmótun þess. Þótt Is- lendingar kynnu nú að æskja að- ildar að Evrópusambandinu er því engan veginn tryggt að þeir fengju aðild með hliðstæðum skilmálum. Sýnist mörgum að engir kostir séu á aðild fyrr en að lokinni ríkjaráðstefnunni og þá á þeim kjömm sem ákveðin verða þar. Hins vegar má einnig benda á að allt getur talist mögulegt innan Evrópusambandsins ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Að- ildarsamningur hinna EFTA- ríkjanna tóku einungis þrettán mánuði og samningar við ísland gætu tekið ennþá styttri tíma í ljósi EES-samningsins og aðild- arsamninga hinna EFTA-ríkj- anna. Ef þetta væri vilji okkar ís- lendinga þyrfti þó að vinna hratt og ömgglega og þyrfti aðildar- umsókn að berast á fyrri hluta ársins 1995.1 þessu samhengi er einnig rétt að taka fram að ef ekki næðist að semja um aðild fyrir ríkjaráðstefnuna yrði þó tekið tillil til væntanlegrar aðild- ar Isiands á ráðstefnunni og jafn- vel fengist áheymarfulltrúi, sam- anber áheymaraðild leiðtoga hinna EFTA-ríkjanna á nýliðn- um leiðtogafundi á Korfú. / Ahinn bóginn er talið ólíklegt að sambandið geti þróast þannig að ríki njóti mismunandi réttinda eða áhrifa eftir því einu hvenær þau kunni að hafa gerst aðilar. Því er allt eins líklegt að Islendingar fengju hliðstæð formleg áhrif við aðild þótt síðar verði og til dæmis Lúxemborg. Miðað við núgildandi skipan fylgdi aðild seturéttur á fundum leiðtogaráðsins, einn fram- kvæmdastjómarmaður, tvö at- kvæði í ráðherraráðinu, einn dómari og fimm til sex þing- menn. Með aðild að Evrópusam- bandinu framselja þjóðir ákvörðunarvald sitt í einstökum málaflokkum til sameiginlegrar yfirstjómar innan bandalagsins. Þetta gera þjóðir þar sem þær telja meiri hagsmuni af slíkri samvinnu heldur en án hennar. Jafnframt líta aðildarþjóðir Evr- ópusambandsins svo á að efna- hagsmál og fleiri mál séu svo samtengd að hagfelldast sé að vinna að þeim í samvinnu þjóða. Smáríki í Evrópu eins og Belgía, Holland og Lúxemborg telja sig hafa haft meiri áhrif á þróun Evrópumála með aðild en ef þau hefðu staðið utan við Evrópu- sambandið. pumingin um sjálfstæði þjóðarinnar við inngöngu í Evrópusambandið má svara þannig að það er almennt viður- kennt í þjóðarrétti að ríki sé full- valda og sjálfstætt þó það ffam- selji ýmsa þætti ríkisvalds síns til alþjóðlegra stofnana. Aðalatriðið sé að ríkið takmarki ríkisvald sitt af fúsum og frjálsum vilja í sam- ræmi við stjómarskrá sína en ekki vegna nauðungar af hálfu annarra ríkja. Nú þegar hafa ís- lendingar tekið á sig slíkar þjóð- réttarlegar skuldbindingar, bæði með viðurkenningu á bindandi lögsögu Mannréttindadómstóls- ins og með aðild að Sameinuðu þjóðunum sem skuldbindur Is- land að fara eftir ákveðnum fyr- irmælum Öryggisráðsins. að valdaframsal sem á sér stað með inngöngu í Evrópu- sambandið er fyrst og fremst fólkið í því að löggjöf sett af sambandinu verður landslögum æðri og þegar þetta tvennt rekst á verða landslög að víkja. Jafn- framt eiga dómstólar og stjóm- völd í aðildarríkjum að leitast við að sambandsákvörðunum sé framfylgt innan ríkisins. Starf- semi sambandsins tekur þó eng- an veginn yfir hið þjóðlega vald og meginþræðir valda liggja áfram um þjóðþing aðildarríkj- anna. Þau verða hins vegar að haga lagasetningu til samræmis við ESB-réttinn þar sem það á við og hann gildir. Með aðild fá lög Evrópu- sambandið bein réttaráhrif að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum en það gerist ekki með EES. Island lögtekur hins vegar í flestum tilvikum lög Evrópu- sambandsins á samningssviði EES eftir á. Þessu til viðbótar má reikna með að innan þingsins yrði stofnuð sérstök Evrópu- nefnd, svipað og á danska þjóð- þinginu, og ráðherrar bera ábyrgð á gerðum sínum innan Evrópusambandsins gagnvart Alþingi. Dómstólar landsins myndu dæma með sama hætti eftir sem áður. Breytingin fælist fyrst og fremst í hinu svokölluðu for- úrskurðum. Einnig væri í sum- um tilvikum hægt að skjóta mál- um beint til Evrópudómstólsins, svo sem vegna aðgerða ESB- yfirvalda í samkeppnismálum. Á framkvæmdavaldinu myndi hvfla sú skylda að sjá til þess að ESB-réttur væri haldinn við framkvæmd stjómsýslunnar hér á landi. Sjálf starfsemi stjóm- sýslunnar myndi ekki breytast mikið, nema þá helst að stjóm- sýslan yrði gegnsærri og þyrfti að gefa ESB-skýrslur um ffam- kvæmd stjómsýslunnar. Ráð- herrar myndu áfram bera ábyrgð á stjómarframkvæmd sinni gagnvart Alþingi. I hlut stjóm- sýslunnar kæmi einnig það verk- efni að sinna aðild Islands að Evrópusambandinu, það er senda sérfræðinga á fundi vinnu- hópa og þess háttar. Með gildistöku samningsins um Evrópska efnahags- svæðisins næst mikið af þeim efnahagslega ávinningi sem að- ild að Evrópusambandinu hefur í för með sér. Hins vegar felur samningurinn ekki í sér aðild að stofnunum Evrópusambandsins og þar með aðild að ákvörðun- um innan sambandsins. Spumingin um aðild að Evr- ópusambandinu snýst að miklu leyti um pólitísk rök, hvort aðild tryggi áhrif á fram- tíðarþróun í Evrópu, en telja verður allar líkur á því að Evr- ópusambandið muni þar ráða mestu. Þessu til viðbótar má bú- ast við að þörfin fyrir pólitískt samstarf aukist samhliða auknu efnahagslepu samstarfi. Meta þarf hvort Islendingar vilji hafa áhrif á þá þróun eða telji sig geta haft áhrif utan ESB. Mestu skipta möguleg áhrif á mótun sjávarútvegsstefnu sambandsins en fullyrða má að á því sviði teldust íslendingar hafa mestu að miðla og því líklegt að möguleg áhrif yrðu þar einna sýnilegust. Islendingar em kontnir á sumum sviðum lengra en ESB við stjómun á fiskveiðiauðlindinni og sjávarútvegur er hér almennt rekinn sem sjálfstæður atvinnu- rekstur en ekki sem hluti af byggðastefnu. Innan Evrópusambandsins sæti forsætisráðherra á leiðtoga- fundum ESB og tæki þátt í um- ræðum á jafnréttisgrundvelli og gæti þar gert grein fyrir þeim sjónarmiðum sem Islendingar teldu mikilvæg. í ráðherraráðinu sæti íslenskur ráðherra og þó svo að hann hefði aðeins tvö at- kvæði, þá gæti hann komið sjón- armiðum sínum að og einnig átt samstarf við aðrar þjóðir. Nægir í því sambandi að minna á marg- slípað samstarf Norðurlanda- þjóðanna í íjölda alþjóðastofn- ana. Reynslan virðist sýna að einstök ríki eða ríkjahópar séu ekki þvingaðir í atkvæðagreiðslu innan Evrópusambandsins. s Island fengi fulltrúa á Evrópu- þinginu og í Efnahags- og fé- lagsmálanefnd sem era umsagn- araðilar um tillögur til lagabreyt- inga auk þess sem ráðgast væri við íslenska aðila frá upphafi til- lögusmíðar og að lokaákvörðun. Á því langa ferli væm margir möguleikar til að hafa áhrif á ákvarðanir andstæðar íslenskum hagsmunum. Að lokum má benda á að með aðild gæfist Is- lendingum tækifæri til að beita sér fyrir ýmsum þeim málum sem þeir teldu varða miklu, svo sem fríverslun með fisk og vemdun hafsins. ótt brýnt sé að meta áhrif hugsanlegrar aðildar Islands að Evrópuscuribandinu er þó ljóst að niðurstaðan ræðst ekki af ein- földum útreikningum á ágöllum og ávinningi. Til þess em áhrifin og of margþætt á stjómskipulag, lífskjör, búsetu, atvinnuhætti og atvinnustig, félagsmál og marg- víslegar þjóðhagsstærðir. Þegar fyrir liggur skýr greining á lík- legum áhrifum aðildar á einstaka þætti er fyrst forsenda til að meta hvort leita eigi aðildar eða standa utan Evrópusambandsins. Niðurstaðan ræðst af því hvort unnt sé að fá þá aðildarskilmála sem tryggi vöxt og viðgang byggðar og atvinnulífs hér á landi á grundvelli hagnýtingar auðlinda og aðgangs að mörkuð- um eða hvort vænlegra sé að standa utan Evrópusambandsins. Það mat getur eingöngu byggst á hagsmunum íslendinga sjálfra. En hversu svo sem fer um form samskipta Islands og annarra ríkja er ljóst að íslendingar eiga ekki meira undir öðmm en sjálf- um sér um það hversu til tekst um þróun atvinnu- og efnahags- mála. Atvinna, byggð og góð af- koma verður því aðeins tryggð að atvinnulífið njóti að minnsta kosti hliðstæðra starfsskilyrða á við það sem gerist meðal keppi- nauta í nálægum löndum. Það er í raun kjami umræðunnar um tengsl Islands og annarra landa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.