Alþýðublaðið - 11.10.1994, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.10.1994, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ATVlNNA Þriðjudagur 11. október 1994 RAÐAUGLÝSINGAR Leikskólar Reykjavíkurborgar Arkitekt Byggingafulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða arkitekt. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í arkitektúr og hafa starfsreynslu á því sviði. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist fyrir 21. október nk. til starfsmannastjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, þriðju hæð, sem ásamt byggingafulltrúa gefur upplýsingar um starfið. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Mælaskipti". Verkið felst í því að skipa um mæla á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Alls er um að ræða 2.000 mælaskipti. Verkinu skal lokið á innan við tíu vikum. Útboðið er opið fyrir alla pípulagningameistara, sem lög- gildingu hafa í Reykjavík. Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða annað uppeld- ismenntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 18560 Fífuborg v/Fífurima, s. 874515 Foldakot v/Logafold, s. 873077 Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 Sólborg v/Vesturhlíð, s. 15380 Vesturborg v/Hagamel, s. 22438 í 50% starf e.h.: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 Fífuborg v/Fífurima, s. 874515 Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. FLUGVI R KJ AFÉLAG ÍSLANDS LANDSPITALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... TAUGALÆKNINGADEILD Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á allar vaktir og fastar næturvaktir nú þegar eða eftir samkomulagi. Á deildinni eru 22 rúm fyrir sjúklinga með vefræna sjúkdóma í mið- og úttaugakerfi. Sjúklingar eru á öllum aldri og stærsti hluti þeirra kemur inn á bráðavöktum. Hjúkrunarformið er ein- staklingshæfð hjúkrun. Hjúkrunin er í mikilli framför og því mjög áhugaverð. Allar nánari upplýsingar um starfsemi deildarinnar veitir Jónína Hafliðadóttir deildarstjóri í síma 601650 og Berg- dís Kristjánsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601303/601300. GEISLAMEÐFERÐAREINING Staða deildarstjóra á geislameðferðareiningu er laus til umsóknar. Staðan veitist nú þegar eða eftir samkomulagi. Á deildinni er sjúklingum með krabbamein veitt geisla- og hjúkrunarmeðferð. Unnið er alla virka daga frá kl. 8-16. Upplýsingar veita Bergdís Kristjánsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 601303/601300. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. októ- ber 1994, kl. 11.00 fh. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 VINNUEFTIRLIT RÍKISIN8 Administration of occupational safety and health Bíldshöfða 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Laus staða eftirlitsmanns Laust er til umsóknar starf eftirlitsmanns í Vesturlandsumdæmi, með aðsetur á Akranesi. Starfið felst aðallega í eftirliti með ýmis konar tækjabúnaði, s. s. farandvinnuvélum, gufukötlum, lyftum o.fl. ásamt fræðslu, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Um er að ræða fjöl- breytt og krefjandi starf á reyklausum vinnustað. Leitað er að sjálfstæðum einstaklingi með staðgóða tæknimenntun, t. d. tækni- eða vélfræðimenntun, ásamt starfsreynslu. Önnur menntun getur þó komið til greina. Boðið er upp á starfsþjálfun. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðjón Sólmundsson umdæmisstjóri í síma 93-12670. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 31. október 1994. >^=2: Þórshafnarhreppur LANOAMESVEOUB 160-680 PÓBSHOFN • SfMAB 9681220Í 61Í?S • FAX W-61323 • KT. «0388-1740 Tónlistarkennarar athugið! Á Þórshöfn vantar okkur sárlega tónlistarkennara og skóla- stjóra fyrir tónlistarskólann okkar, ásamt kórstjóra. Um er að ræða tvö störf sem gætu hentað hjónum/sambýlisfólki mjög vel. Eins og allir vita sem fylgjast með fréttum er Þórshöfn vax- andi staður og gróska í mannlífinu. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Þórshafnar- hrepps í síma 96-81220/96-81275, en skila skal skriflegum umsóknum þangað fyrir 20. október. Sveitarstjórinn á Þórshöfn. Aðalfundur FVFÍ 1994 verður haldinn í Borgartúni 22, þriðjudaginn 8. nóvember 1994 kl. 17.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Tillögur til lagabreytinga verða að berast stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir fund. Tillögurtil breytinga á lögum og reikningarfélagsins munu liggja frammi hjá gjaldkera félagsins á skrifstofum tækni- deildar Flugleiða hf. vikuna fyrir fund. Sjúkrahús Suðurnesja auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum Hjúkrunarfræðingar óskast til framtíðarstarfa á hjúkrunar- deild aldraðra, Víðihlíð, Grindavík. Nú þegar vantar í stöð- ur hjúkrunarfræðinga, en frá áramótum vantar hjúkrunar- fræðing í afleysingastarf hjúkrunarframkvæmdastjóra. Hjúkrunardeildin er 28 rúma deild með blandaðan sjúk- lingahóp. Vinnuaðstaða er góð, umhverfi hlýlegt og starfs- andi góður. Frekari upplýsingar um aðstæður og launakjör gefa hjúkr- unarframkvæmdastjóri í síma 91-67600 eða hjúkrunarfor- stjóri í síma 92-20500. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkradeild sjúkra- hússins í Keflavík. Á sjúkradeild eru 22 rúm, viðfangsefn- in fjölbreytt, starfið gefandi og starfsandi góður. Gjörið svo vel að afla frekari upplýsinga um aðstæður og launakjör hjá deildarstjóra eða hjúkrunarforstjóra í síma 92- 20500. Sinfóníuhljómsveit íslands Sinfóníuhljómsveit íslands auglýsir lausar stöður: (1) Staða 2. konsertmeistara, ráðningartími 1. janúar ’95 til 30. nóvember ’95. (2) Staða 3. básúnuleikara. Hæfnispróf fara fram um miðjan desember. Umsóknarfrestur er til 20. október ’94. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu hljómsveitarinnar í síma 622255. GEÐHJÚKRUNARSVIÐ Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítala, Dalbraut 12. Æskilegt er að við- komandi hafi viðbótarnám í geð- eða barnahjúkrun. Aukin áhersla er á fjölskyldumeðferð. Upplýsingar veitir Anna Ásmundsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 602600. ÖLDRUNARLÆKNINGADEILD Deildarstjóri óskast í afleysingu í 100% starf á öldrunar- lækningadeild 2, í Hátúni 10B, frá 1. nóv. (eða síðar eftir samkomulagi) til 15. janúar 1996. Deildin er 17 sjúklinga deild með sérhæfða hjúkrun fyrir aldraða með skerðingu á heilastarfsemi. BLÓÐSKILUNARDEILD Upplýsingar veitir Guðrún Karlsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 602266 eða 601000. Á blóðskilunardeild Landspítala vantar okkur áhugasama hjúkrunarfræðinga til starfa. Um er að ræða hjúkrun ein- staklinga með skerta nýrnastarfsemi, bæði í bráðaástandi og með langtíma sjúkdóma. Unnið er á mislöngum vökt- um á tímabilinu 8-18 alla daga vikunnar nema sunnudag. Góð aðlögun í boði. Ykkur er velkomið að koma og kynna ykkur starfsemina. Nánari upplýsingar gefur Bergdís Kristjánsdóttir hjúkrun- arframkvæmdastjóri í síma 601303/601300 og Guðrún Ingadóttir deildarstjóri. KRABBAMEINS- OG LYFLÆKNINGADEILD Nú eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga til umsóknar. Á deild 11-E fer fram hjúkrun með sjúklinga með krabba- mein og illkynja sjúkdóma á öllum stigum. Hjúkrunarmeð- ferðin beinist að viðbrögðum sjúklinga og aðstandenda við sjúkdómum og meðferð. Meðferðin flest í krabba- meinslyfjameðferð, geislameðferð og líknandi meðferð. Fyrirhuguð er breyting á skipulagsformi hjúkrunar og hóphjúkrunar í einstaklingshæfða hjúkrun. Því er nú kjörið tækifæri fyrir áhugasama hjúkrunarfræðinga sem vilja veita einstaklingshæfða hjúkrun að koma til starfa og taka þátt í starfi sem miðar því að efla gæði hjúkrunar. Nánari upplýsingar veita Þórunn Sævarsdóttir deildar- stjóri í síma 601225 og Bergdís Kristjánsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri í síma 601303/601300. Umsóknir berist til viðkomandi fyrir 1. nóvember nk.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.