Alþýðublaðið - 25.10.1994, Page 3

Alþýðublaðið - 25.10.1994, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Annað HM-hneyksli í uppsiglingu? „Það er auðsjáanlegt að Árni Sigfússon & kó hafa enga tilfinn- ingu fyrir því hvernig best er að fara með fjármuni borgarbúa; ávallt reiðubúin að ana út í vanhugsaðar framkvæmdir með til- heyrandi kostnaði...Þeir framkvæma fyrst og hugsa um afleið- ingarnar seinna.“ Almenningur er fyrir löngu búinn að fá sig fullsaddan af hinu svokall- aða HM-máli (HM-hneyksli...) sem tröllriðið hefur fréttum fjölmiðla undanfarið. Það er því kannski að bera í bakkafullan lækinn að riíja það alltsaman upp. En af því má nált- úrlega draga nokkum lærdóm. Og það dýrmætan, ef koma má í veg fyr- ir slíkan kjánagang í framtíðinni. Við höftim við séð hvemig forvíg- isrnenn íþróttahreyfmgarinnar hafa farið offari í baráttunni fyrir því að yfirvöld Reykjavíkurborgar byggi hús sem hentar fyrir keppnina sem fram á að fara hér á landi á næsta ári. Að þessu máli var þannig staðið af hálfu íþróttafrömuðanna, að fyrst var barist fyrir því að fá keppnina hingað og svo var spurt: Höfum við aðstöðu til að halda hana? Svarið var nei. Síðan var spurt: Eigum við peninga til að byggja nýtt stórvirki? Aftur var svarið nei. Hvað var þá til bragðs að taka? Jú, látum rikið eða sveitarfé- lögin borga brúsann! Og þá fóru að sjálfsögðu öll hjól að snúast í þá átt- ina. Gengið var að stjómmálamönn- um í von um að þeir gætu reddað málunum svo keppnin mætti fara fram. Ríkið keypti sig frá byggingu hallarinnar og þá fóru menn að herja á borgaryfirvöld. Allir þekkja það sem á eftir gekk, og loksins nú hefur nýr meirihluti í Reykjavík tekið mál- ið í sínar hendur og náð lendingu sem allir geta sætt sig við. Kjánalegur málflutningur Allir? Já, allir nema fulltrúar íhaldsins í borgarstjóm sem sáu ástæðu til þess að gagnrýna Reykja- víkurlistamenn fyrir seinagang í þessu máli. Það var eins og íhalds- menn hefðu gleymt að það vom þeir sem stjómuðu þessari borg þegar allt þetta mál var í hnút og ekki vom það þeir sem leystu úr vandanum (og það þrátt fyrir að mjög stór hluti íþrótta- manna hér á landi sé í stuðningsliði þeirra - einhverra hluta vegna). Lít- um aðeins á málflutning íhalds- manna: Þeir vom tilbúnir að sam- þykkja, nú eftir að Reykjavíkurlist- inn tók við, að byggja fjölnota íþróttahús á tíu mánuðum fyrir keppnina. Sú uppástunga sýnir ótrú- legt ábyrgðarleysi stjómmálamanna sem vom búnir að ausa svo úr sjóð- um borgarbúa í gæluverkefni og Pallborðið minnisvarða, að skuldastaðan núna er hreint út sagt hörmuleg. Ef húsið hefði verið byggt á svo stuttum tíma sem íhaldið vildi, hefði verið all- sendis ófyrirsjáanlegt hver kostnað- urinn hefði orðið; undirbúningur hefði orðið lítill og erfitt að passa uppá að fjárhagsáætlun hefði haldið. Alveg tilbúið hefði húsið kostað, samkvæmt áliti þeirra sem gjörla þekkja til. um 600 til 700 milljónir. Ef menn horfa til vanhugsaðra áætl- ana við framkvæmdir á til dæmis Ráðhúsi og Árbæjarlaug sjá menn að svona bygging myndi fara margfalt fram úr áætlun. Það er auðsjáanlegt að Ámi Sigfússon & kó hafa enga tilfinningu fyrir því hvemig best er að fara með fjármuni borgarbúa; ávallt reiðubúin að ana út í vanhugs- aðar framkvæmdir með tilheyrandi kostnaði þrátt fyrir hin stóm mistök sem áður var minnst á. Þau fram- kvæma fyrst og hugsa um afleiðing- amar seinna. Einkafíipp íþróttahreyfinga Burtséð frá þessari pólitík allri, þá hefur nú verið ákveðið að setja við- byggingu utan á Laugardalshöllina austan megin sem getur tekið allt að 900 áhorfendur til viðbótar við þá 4200 sem komast áttu inn fýrir breyt- ingar. Handknattleikssamband Is- lands sættir sig við þessa niðurstöðu meirihluta borgarstjómar því nú mun hægt að halda keppnina með sóma. Það er þó augljóst að betur hefði mátt vanda til undirbúnings í þessu máli. Það er ekki nokkur leið að einstaka sérsamband innan íþróttahreyfmgar- innar (fjárvana einsog venjulega) sæki um að halda stórkeppni hér heima algerlega uppá eigin spýtur, fái jákvætt svar við umsókninni og ætlist svo til að hið opinbera komi með sína gmnnu vasa og bjargi þeim um húsa- kost sem ekki er fyrir hendi, til þess að verða ekki íslandi til skammar á al- þjóðavettvangi. Ekki fleiri HM-hneyksli Árið 1997 verða Smáþjóðaleik- amir haldnir hér á landi. Einsog með flesta aðra stórviðburði í íþróttum sem fram fara hér á landi má telja líklegt að það komi í hlut Reykjavík- urborgar að sjá um stóran hluta mótsins. Enn hefur þó ekkert verið haft samband við nýjan meirihluta varðandi samstarf í þessum málum. Samt er vitað að heilmikið af tækjum og tólum sem nauðsynleg em í svona keppnir vantar og verða því yftrvöld í borginni að getað haftð undirbún- ing nú þegar í samvinnu við iþrótta- hreyfmguna. Til dæmis er ekki vitað í hvaða íþróttagreinum verður keppt nákvæmlega. Eins er það vitað að sundmenn kreljast 50 metra inni- sundlaugar fyrir þessa keppni og þá komum við aftur að borginni sem borga á brúsann - einsog venjulega. Getur verið að fleira þurfi að byggja? Við skulum vona að íþróttahreyfing- in vakni nú fyrr af dvalanum en gerðist í HM-málinu og hefji við- ræður við borgina. Einnig ættu þeir að reyna að finna út hvar ríkið gæti komið inn í þessi mál því ekki er hægt að ætlast til þess að Reykjavík- urborg taki allan kostnaðinn á sig. Höfundur er varaborgarfulltrúi Reykj- avikurlistans og varaformaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fax dagsins Faxi dagsins fyigdi svohljóð- andi orðsending: „Myndin er teiknuð á ASÍ-þingi fyrir mörg- um árum, þegar Ásmundur Stef. sagði að ASÍ væri risi, sem stæði á brauðfótum. (Jeppinn kom seinna inn í myndina - hann var nokkuð fjarri á þess- um tíma). Kveðja.“ Því cinu er við að bæta að umræddur jeppi kostar ekki nema 4,5 milljónir. A Tilljónasamningar lVJLhafa verið gerðir á hinum ólíklegustu stöðum. Þannig er sagt að Howard Hughes hafi oft skrifað undir á salemum veitinga- húsa. Fullyrt hefur venð í okkar löngu eyru að Ás- geir Guðbjartsson, skip- stjóri og útgerðarmaður á ísafirði hafi skrifað undir samninginn um smíði nýju Guggunnar á tjaldstæðinu í Laugardal þar sem hann gistir gjaman, enda hefur hann haft að orði að hótel í borginni séu allt of dýr. Guggan kostaði 1,6 millj- arða króna, en gamla Guggan kom á móti og var seld á 380 milljónir króna... Forráðamönnum úr Hafnarfirði var tekið með kostum og kynjum í Kína á dögunum, þeim Magnúsi Jóni bæjarstjóra, Tryggva Harðarsyni, bæjarfulltrúa krata og Jó- hanni Bergþórssyni, bæj- arfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. I Nanking var þeim ekið um götumar á svartri limósínu og dekrað viðþááalla lund... Nú styttist í uppgjör Árna Johnsens og Eggerts Haukdals um annað sætið á lista sjálf- stæðismanna á Suðurlandi. Fullvíst má telja að Ámi hafi betur, og Eggert er greinilega við öllu búinn þarsem hann hefur síðan í sumar unnið að mögulegu sérframboði. Langminnug- ir áhugamenn unt pólitík muna að Eggert náði kjöri 1979 þegar hann bauð fram eigin lista. í kjölfar þess varð hann örlítill ör- lagavaldur í stjómmála- sögunni með því að verja ríkisstjóm Gunnars Thor- oddsens falli. Síðustu mánuði hefur Eggert falað stuðning víða um kjör- dæmið, og meðal annars boðið Magnúsi Karel Hannessyni. vinsælum oddvita Eyrbekkinga, ann- að sæti á lista sínum... T)rófkjör sjálfstæðis- T manna á Reykjanesi fer fram 5. nóvember. Almenn óánægja er meðal þeirra með dræma þátttöku, en aðeins fjórir ffambjóðend- ur gefa kost á sér auk þing- mannanna fimm sem fyrir em. Sjálfstæðismenn í kjördæminu em heldur ekkert yfir sig hrifnir af ffamrni- stöðu sinpa manna. OI- afur G. Einarsson nýtur lítilla vinsælda og flestum finnst víst að Salome Þorkelsdóttir hefði átt að láta af þing- mennsku. Ymsir hafa skor- að á Árna Mathiesen, sem náði 3. sætinu með glæsibrag síðast, að skella sér í slag um efsta sætið. Ámi er yngsti þingntaður- inn á Alþingi, en nái hann fyrsta sæti getur flokkurinn ekki gengið framhjá hon- um þegar ráðherrar verða valdir næst... Hinumegin 5-31 Við verðum Ijónheppin ef okkur tekst nokkurntíma að selja staðinn... Jæja, það er einsog allir klifa á: staðsetning, stað- setning, staðsetning. Fimm á förnum vegi Er verkfallsvetur framundan? (Spurt á 37. þíngi bsrb.) Guðmundur Jóhannsson, eftir- launamaður: Það er erfitt að segja, fer eftir samningagerðinni. Það verða uppi harðar kröfur, en það er jú æskilegt að vera laus við verkföllin. Elísabet Ingibergsdóttir, starfs- maður í sundlaug: Já, ég er hrædd um það. Þar er helst stífni við- semjanda okkar unt að kenna. Einar Emilsson, sundlaugar- vörður: Ég á svolítið erfitt með að spá í það. Myndi segja að það væm jafnar líkur. Pétur Reynir Elíasson, BSRB- maður; Nei, ég held ekki. Það er ekki rétta aðferðin. Verkföllin heyra fortíðinni til. Guðný Aradóttir, fulltrúi Póst- mannafélagsins: Nei, það tel ég ekki. Ástandið í þjóðfélaginu leyfir það ekki og menn ntunu reyna ná sáttum á annan hátt. Viti menn Sú ánægjulega breyting hefur orðið að nú viðurkenna flestir þörfina á víð- tækri siðbót í ís- lenskum stjórn- málum. Jafnvel ráðherrarnir sein í kvöld verjast van- trausti á Alþingi þora ekki annað en að taka undir kröf- una um nýja starfshætti. Ólafur Ragnar Grímsson, Morgunpósturinn í gær. Ef Beethoven væri uppi í dag væri hann á kafl í inegabætum. Kjartan Ólafsson tónskáld, Morgunpósturinn í gær. Dagskrárstjóri Rás 2 komst þannig að orði, að hann „nennti“ ekki að hlusta á kvartanir vegna Illuga og hefði þess vegna valið þann kost að láta hann hætta. Held- ur hefði mátt ætla, að maður í hans stöðu, vildi verja rétt manna til að láta í ljós skoðan- ir sínar, þótt þær ykju eitt- hvað á starfsskyldur hans. Björn Bjarnason alþingismaður, Mogginn á laugardag. Efri hæðin er prestssetur. Neðri hæð sífellt á nauðungar- uppboðum og þar hafa búið æðimargir og sá hópur allfjöl- skrúðugur. Helgar oft gleði- ríkar og klerkur oft gengið svefnlaus til sunnudagahelgi- halds... Nú eru þar bruggarar og af þeim nokkurt ónæði vegna ágangs viðskiptavina og umsáturs Iögreglu. Úr bréfi séra Tómasar Guðmundssonar sóknarprests í Hveragerði til Prest- setrasjóðs, þarsem hann biður sjóðinn að kaupa umrædda neðri hæð. Davíð Oddsson á 1. sætið og það er út í loftið að halda öðru fram en hann fái rússneska kosningu. Þeir kannski ekki til- búnir að ljá honum atkvæði sitt, eru leifarnar af huldu- hernum og einstaka stuðnings- menn Katrínar Fjeldsted. Styrmir Guðlaugsson, fréttaskýring i Morgunpóstinum í gær. einu sem eru Eggert Haukdal... er hug- sjónamaður, trúir á moldina og gróður jarðar - og upp- runa allra íslendinga. Steingrímur St. Th. Sigurðsson, Mogginn á laugardag. Við getum allt eins búist við því að verða orðin 400 þúsund eftir 40 ár og 500 þúsund eftir 60. Það er því alger nauðsyn að við förum að búa okkur undir framtíðina. Guðmundur Kristinn Oddsson, fram- bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, Mogginn á laugardag. Hrafn Gunn- laugsson borg- aði ekki lilut Menningarsjóðs útvarpsstöðva í rekstri Sinfón- íunnar þegar hann var formaður sjóðsins. Embættismenn reyna að bjarga menntamálaráðherra. Hrafn úthlutaði ríflega til vina sinna. Ekkert úthlutað eftir að Hrafn hætti með sjóðinn. Undirfyrirsögn á forsiðu Vikublaðsins á föstudaginn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.