Alþýðublaðið - 25.10.1994, Page 8

Alþýðublaðið - 25.10.1994, Page 8
MÞYDMílímU Þriðjudagur 25. október 1994 161.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Það kraumar í pottinum: Ögmundur Jónasson, formaður BSHB var á ferðinni í eldhúsi ráðstefnusalanna í Borg- artúni 6 í hádeginu í gær. Það kraumaði í súpupottinum, - og það kraumar líka í þinghaldi opinberra starfs- manna. A-mynd: E.ÓI. 37. þing BSRB hófst í gær: Hugmyndir Friðriks ekki meltar hráar - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB „Það má alveg orða það svo að það kraumar í pottinum hér á þessu 37. þingi BSRB“, sagði Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, í samtali við Alþýðublaðið í gærdag. Búast má við hörðum við- brögðum þingsins í stóru málun- um, - launamálum og atvinnumál- um. Innan BSRB eru fjölmargir láglaunamenn, og atvinnuleysið nær langt inn í þær raðir sem aðr- sjálfsögðu. Það má í raun segja að allt sem sncrtir BSRB og félaga þess sé í umræðunni“, sagði Ög- mundur. Meðal þess sem rætt var á 37. þingi BSRB í gær var tillaga fjármálaráðherra um rækilega uppstokkun á launakerfi opin- berra starfsmanna, sem kynnt hef- ur verið. „Þessar hugmyndir tel ég að vcrði ekki meltar hráar. Þær þarf að skoða rækilega. Reynslan frá Nýja Sjálandi og Svíþjóð í þessum cfnum lofar ekki góðu. Þar ýtti slíkt kerti undir aukinn launamun þannig að enn meir hallaði á konur. Þessar hugmyndir ganga út á vissa miðstýringu. Eg vil að ræddir verði kostir miðstýringar og valddreif- ingar, - kannaðir verði kostir beggja“, sagði Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB. ar. Framsókn undirbýr skipan framboðslistans á Aust- urlandi þar sem sótt er að sæti Jóns Kristjánssonar: Karen Erla verður undir í slagnum - og Jónas Hallgrímsson keppir við Jón um 2. sætið. Halldór Ásgrímsson öruggur í efsta sæti. Framsóknarmenn á Austurlandi eru að undirbúa kjördæmisþing sitt sem verður haldið 5. nóvember. Þar fer fram prófkjör eða val á lista flokksins fyrir komandi þingkosn- ingar. Tíu manna úrtaki úr almennu forvali framsóknarfélaganna á Austurlandi verður raðað í sæti með almennri atkvæðagreiðslu. Enginn frambjóðandi ætlar að reyna að hrófla við Halldóri Ásgrímssyni í fyrsta sæti listans. Hann felldi á sín- um tíma Tómas Ámason úr sætinu í opnu prófkjöri og síðan hefur opið prófkjör ekki farið fram. Karen Erla Erlingsdóttir á Egilsstöðum hyggst ná 2. sæti af Jóni Kristjánssyni al- þingismanni. Af samtölum við fólk á Austur- landi að ráða er ekki líklegt, að Kar- en Erla hafi erindi sem erfiði. Jón er talinn nokkuð traustur í sessi en ef einhver gæti ógnað honum í barátt- unni um 2. sætið þá væri það helst Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Fyrir síðustu kosningar munaði ekki nema nokkmm atkvæðum á kjör- dæmisþinginu milli Jóns og Jónasar um annað sætið. Á framboðslista flokksins skipaði Jónas 3. sætið, Karen Erla það 4. og Kristjana Bergsdóttir Seyðisfirði 5. sæti. Kristjana er nú flutt suður og bú- sett á Seltjamamesi. Hún er cngu að síður í 10 manna hópnum sem kosið verður um á kjördæmisþinginu. Sagt er að Karen Erla hafi talið sig eiga möguleika á atkvæðum fulltrúa ffá Seyðisfirði því hún starfaði þar sem ferðamálafulltrúi. Jónas Hall- grímsson lét krók koma á móti bragði með því að fá Kristjönu til að vera áfram í framboði sem fulltrúi kvenna á Seyðisfirði. Karen Erla þykir mjög fylgin sér og lýsir því yf- ir við hvem sem er að hún ætli sér að ná þingsætinu af Jóni, enda eigi hún brýnt erindi á þing. Jónas Hall- grímsson hefur engar slíkar yfirlýs- ingar gefið. Hann er sagður lýsa því yfir að hann stefni sem efst á listann en taki það sæti sem kjördæmisþing úthlutar honum. Hins vegar em margir framsóknarmenn á Austur- landi sagðir afar óánægðir með að ekki skuli viðhaft opið prófkjör til að tryggja eðlilega endurnýjun á listanum. Það er á Austfirðingum að heyra að Jón Kristjánsson þyki ekki at- kvæðamikill þingmaður en engu að síður farsæll í störfum sínum. „Það geislar ekki fjörið af þeim Halldóri og Jóni en þetta em traustir menn,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. Jón er stjómarformaður Kaupfélags Héraðsbúa og er sagður eiga traust fylgi meðal bænda á Héraði. Sem fyrr segir er Jónas Hallgrímsson sagður vera Jóni skeinuhættur um slaginn í annað sætið. Þó töldu ýms- ir að röð efstu manna yrði óbreytt frá síðustu kosningum, það er að segja Halldór Ásgrímsson í 1. sæti. Jón Kristjánsson í 2. og Jónas Hall- grímsson í 3. Karen Erla yrði þá Jón Kristjánsson alþingismaður: Líklegt þykir að hann sitji áfram í öðru sæti Framsóknarflokksins á Austurlandi. Jónas Hallgrímsson gæti þó reynst honum skeinu- hættur. A-mynd: E.ÓI. væntanlega enn að sætta sig við 4. sætið. Til viðbótar þeim sem hér hafa verið nefndir eru í 10 manna fram- boðshópnunt þau Sigrún Júlía Geirsdóttir Neskaupstað, Sveinn Þórarinsson Egilsstöðum, Ólafur Sigurðsson á Svínafelli, Guðbjartur A. Össurarson á Höfn og Vigdís Sveinbjömsdóttir Egilsstöðum. • „Það er tekið á mörgum mála- flokkum hér á þinginu og ætlunin að móta stefnuna í nánast ölium okkar málum. Það er rætt um líf- eyrissjóði, vinnuvernd og starfs- mcnntun auk stóru málanna að Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur: Guðmundur Ami í Rósinni á morgun Guðmundur Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra og varafor- maður Alþýðuflokksins, verður gestur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í Kratakaffl í Ró- sinni annað kvöld, klukkan 20:30. Hlín Daníelsdóttir, for- maður félagsins, vill hvetja alla jafnaðarmenn nær og fjær til að fjölmenna og taka með sér gesti. Örtröðin á Reykjalundi er orðin óbærileg eftir að Grensásdeild lokaði helmingi starfsemi sinnar í marga mánuði. Samningar Borgarspítala úr takt við þjóðarsátt og óbein orsök vandamálanna: 650 á biðlista - hætta á uppsögnum „Óbærilegur þrýstingur hefur myndast hjá okkur á Reykjalundi undanfama mánuði þegar Grensás- deild Borgarspítalans hefur verið lokað að stórum hluta í marga mán- uði. Við reynum að taka við sjúk- lingum eins og hægt er, en ég verð að segja að við sitjum uppi með sárt ennið í þessum skiptum", sagði Bjöm Ástmundsson, framkvæmda- stjóri Reykjalundar í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Hjá Reykjalundi eru nú milli 650 og 660 sjúklingar á biðlista og Ijölgar þeim óðum. Bjöm segir reyndar að eitthvað megi stytta biðlistann, en eftir standi í það minnsta 450 sem nauðsynlega þurfi að komast að. Gmndvöllur eðlilegrar Vinningstölur laugardaginn: 22. okt. 1994 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 5 af 5 1 8.727.822 a +4af5 4 179.355 Et 4 af 5 199 6.218 3 af 5 6.184 466 BÓNUSTALA: (§ Heildarupphæð þessa viku: kr. 13.564.368 UPPLÝSINQAB, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVAHP 4S1 starfsemi Reykjalundar hefur raskast og sjúkrahúsið hefur verið rekið með um 30 milljón króna halla það sem af er árinu. Urgur meðal starfsfólksins Bjöm sagði, að á meðan biðlistar em á Reykjalundi, þá bíði fjölmargir sjúklingar í dýmm plássum á sjúkra- húsum sem kosti hið opinbera ærið fé. Ætlunin hafi verið að fjölga inn- lögnum hjartasjúklinga í endurhæf- ingu á Reykjalundi, en nú sé ljóst að hætta verður við þá fyrirætlan. Lokun Grensásdeildar Borgarspít- alans þýðir að álagið á Reykjalund vex, en Borgarspítalinn er með sér- staka endurhæfingardeild, sem Landspítalinn hefur ekki. Starfs- fólk Reykjalundar hefur þvf haft meiri verkefni en eðlilegt getur tal- ist og sagði Bjöm talsverðan urg meðal starfsfólksins vegna ástandsins. Starfsmannafækkun vegna hallarekstrar Hann sagði að ekki yrði lokað deildum á Reykjalundi, en stað- reyndin væri sú að ekki væri hægt að veita sömu þjónustu og áður. Meðferð hvers sjúklings í endur- hæfingu yrði mun ómarkvissari og styttri á degi hverjum en fyrr og meðferðin kæmi til með að taka lengri tíma en áður fyrir sjúkling- inn og hann skilar sér seinna út í at- vinnulífið að nýju. Reykjalundur fær 6.872 krónur í Reykjalundur, - hjartasjúklingar í endurhæfingu áður en þeir hverfa á ný út í athafnalífið. Myndin var tekin snemma á þessu ári. A-mynd: E.ÓI. daggjöld af hverju sjúkrarúmi, með- an stóm sjúkrahúsin fá um allt að 25-30.000 krónur í kostnað per legudag á fjárlögum. Sagði Björn Ástmundsson að framundan væm erfiðir tímar á Reykjalundi, og við blasir starfsmannafækkun í febrúar, þrátt fyrir allt álagið sem á stofnun- inni hvfiir í dag. Launin eru alltaf að hækka Sagði hann að það væri alveg Ijóst að kostnaður við starfsmannahald væri orðinn slíkur að stofnunin risi ekki undan. Samningar við hjúkmn- arfræðinga í sumar um 8-10% launahækkanir, afturvirkir til I. apr- fl, hafa kostað Reykjalund mikið fé, sem ríkisvaldið hefur ekki bætt. Auk þess sagði Bjöm að enda þótt talað væri um að laun hækkuðu ekki í þjóðfélaginu hefði hann aðra sögu að segja. „Hér em innbyggðar launahækk- anir sífellt í gangi, starfsaldurshækk- anir, þrepahækkanir og hækkanir vegna viðurkenninga á sérfræðing- um. Kostnaðurinn eykst stöðugt. Launahækkanir á einum stað kalla á hækkanir hjá öllum öðmm, við höf- um auðvitað þurft að elta okkar stóm bræður", sagði Bjöm. Engar breytingar hafa orðið á dag- gjöldum til Reykjalundar í ár, þrátt fyrir hækkanir á launum 25 hjúkmn- arfræðinga þar. Sagði Bjöm að gróf- lega mætti reikna með þörf fyrir 700-800 króna hækkun á daggjöld- um til Reykjalundar, þannig að menn kæmust nokkum veginn fyrir vind. Kemur Borgarspítalamönn- um á óvart Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspítalans, sagði í gær að sér kæmi mjög á óvart að Bjöm Ást- mundsson teldi vandamál Reykja- lundar stafa af sjúklingum frá Borg- arspítala. Hann hefði haldið að þeir kæmu fremur frá Landspítala. Sagði Jóhannes að vissulega hefði starfsemi Grensásdeildar minnkað að sumarlagi undanfarið, en það hefði ekki átt að koma svo mjög að sök hjá Reykjalundi. Sjúklingar frá Borgarspítala fæm til endurhæfingar hjá Grensásdeild eins og fyrr. Eins og Alþýðublaðið hefur áður greint frá var það Borgarspítalinn, eða öllu heldur stjóm sjúkrastofnana borgarinnar, sem gerði samninga við viðsemjendur sína í hjúkmnarstétt- unum, sem sagðir hafa verið úr öll- um takti við þjóðarsátt. Þessi gerjan mála hefur flust yfir á aðrar sjúkra- stofnanir og aðrar stéttir miða kröfur sínar við það sem gerst hefur í launa- málum innan heilbrigðiskerfisins. •

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.