Alþýðublaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 1
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ósammála Davíð um að Evrópusambandið sé ekki á dagskránni: * * - segir Arni R. Arnason alþingismaður. Sigríður Anna Þórðardóttir: Fyllilega tímabært að alvarlegar umræður fari fram um þetta mikilvæga mál. __ , Já, ég er hlynntur því,“ sagði Arni R. Arnason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, aðspurður í gær hvort hann væri hlynntur því að íslend- ingar létu reyna á það með aðildar- umsókn að ESB hvaða samningum hægt væri að ná. Aiþýðublaðið ijallar ítarlega um Evrópumálin í dag. Leitað var svara hjá sex þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins við tveimur spurn- ingum. Annarsvegar hvort Evr- ópusambandsmálin séu á dagskrá nú, að þeirra mati, og hinsvegar voru þingmennirnir spurðir um af- stöðu þeirra til mögulegrar um- sóknar. Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur, einsog kunnugt er, marglýst því yfir að Evrópumálin séu ekki á dagskrá. Allir þingmennirnir sem Alþýðublaðið ræddi við eru ósam- mála þessu mati formanns síns. Um þetta atriði sagði Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi: „Varðandi það, hvort Evrópusam- bandsmálin séu á dagskrá, þá hef- ur það verið afstaða míns flokks að svo sé ekki. Mér flnnst hinsvegar fyllilega tímabært að alvarlegar umræður fari fram um þetta mikil- væga mál.“ Aðrir þingmenn tóku enn dýpra í árinni. Ámi, Tómas Ingi Olrich, Sturla Böðvarsson, Einar K. Guð- finnsson og Lára Margrét Ragn- arsdóttir sögðu öll að ESB-málin væru á dagskrá stjórnmálanna. Af- staða þeirra til mögulegrar aðildar er hinsvegar mismunandi. Sjá umfjöllun bls. 4-5 og leiðara á bls. 2. Það er verið að tala vextina upp! - segir Þorsteinn Ólafs hjá Samvinnubréfum. „Vaxtaumræðan að undanfomu hefur verið á villigötum. Menn hafa talað sig í vandræði,” segir Þorsteinn Olafs, forstöðumaður Samvinnu- bréfa Landsbankans. Þorsteinn telur ekki neitt réttlæta vaxtahækkun. Slík hækkun mundi að sjálfsögðu koma illa niður á fyrirtækjum sem og allri alþýðu, ekki síst þeim sem standa í húsnæðiskaupum. Þorsteinn segir vaxtaumræðuna á villigötum. I Fréttabréfi um verðbréfavið- skipti greinir Þorsteinn frá þeim óróa sem gætt hefur á innlendum fjár- magnsmarkaði. Þessi órói hefur orð- ið til þess að vextir hafa hækkað. Menn greinir á um ástæður þessarar þróunar. Bent er á vaxtahækkanir í nágrannalöndum okkar; á fjár- streymi frá fslandi til annarra landa; og í þriðja lagi óvissu um efnahags- þróun á næstu mánuðum. Þorsteinn telur þessi rök ekki ein- hlít. Hann segir skipta höfuðmáli að í þjóðarbúskapnum ríki jafnvægi og engin þenslumerki séu sjáanleg. Viðskiptajöfnuður sé jákvæður, verðbólga á núllpunkti og fjárfesting í lágmarki. Þá sé gengi krónunnar gott og bati framundan í ríkisfjármál- um. Vaxtahækkun verði því naumast byggð á þjóðhagslegum sjónarmið- um. Telur Þorsteinn að hækkunartil- hneigingin stafi af töluverðum hluta af misvel ígrunduðu umtali um vaxtamál og þeim væntingum sem það hefur mótað. Menn sem mark sé tekið á hafi talað þannig um vexti, gjaldeyrisforða og önnur skyld mál að fólki flnnist að eitthvað alvarlegt sé á seyði. Vextir hafa verið talaðir upp, segir Þorsteinn. „Tryggjum atvinnu - verslum heima“: „Bara eitt svar til - sambærilegt verðlag" - segir Magnús L. sem afþakkar aðild að átakinu Athygli vekur að þegar samtök kaupmanna og verslunarmanna blása til atlögu gegn innkaupum Is- lendinga erlendis í því skyni að auka atvinnu verslunarfólks, er Verslunarmannafélag Reykjavíkur, stærsta verkalýðsfélag landsins, ekki meðal þátttakenda í átakinu. Innan VR eru 11.000 félagar - 800 þeirra eru atvinnulausir. Átakið „Tiyggjum atvinnu - verslum heirna" verður kynnt á fóstudag. „Ástæðan fyrir þessu er einföld. Við emm með í heildarátakinu ís- lenskt já, takk. Við getum ekki ver- ið jafnhliða í öðru álíka verkefni", sagði Magnús L. Sveinsson, for- maður VR í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Kaupmannasamtök- unum gafst kostur á að vera með í því átaki og vinna þannig að því að innlendrar smásöluverslunar yrði getið í átakinu að sögn Magnúsar. Því boði hafi ekki verið tekið. Magnús efaðist unt að verslunar- mannafélög hér á landi yrðu með í hinu nýja átaki. „Það er bara eitt svar við þessum innkaupaferðum, - að kaupmenn hér bjóði upp á sambærilegt verð- lag og verslanir í öðmm löndum. Sem betur fer er hag launafólks ekki verr komið en það að sumt af því getur enn farið til útlanda. Og auðvitað kaupa menn þá í leiðinni flíkur og annað á miklu lægra verði en heima“, sagði Magnús. í haust fara 20 þúsund íslending- ar til útlanda - aðallega til að gera innkaup að talið er. Kaupmanna- samtökin giska á að slík innkaup gerð hér á landi gætu staðið undir allt að 300 heilsársstörfum VR-fé- laga og annars verslunarfólks. Fagnar lögreglurannsókn „Ég fagna innilega niðurstöðu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, að undirbúa málið þannig að hægt verði að senda það til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ég fagna og óttast ekki. í þessu máli hef ég hreina samvisku," sagði Arnór Benónýsson í ítarlegu viðtali sem Alþýðublaðið átti við hann í gær um málefni Listahátíðar í Hafnarfirði. Arnór segir umfjöllun fjölmiðla síðustu daga bera með sér að hann sé dæmdur fyrirfram - honum sé því mjög létt yf- ir því að sannleikurinn verði leiddur í Ijós. Sjá baksíðu. Hápólitískt sófa- borð í Kópavogi: Helga fær nýtf borð „Sófaborðið er lítið og lágt og óhægt að skrifa við það svo að áheyrnarfull- trúi skrifar gjaman á hnjám sér. Fjarlægð frá sófa að fundar- borði bæjar- ráðsmanna er það mikil að tali menn hratt eða óskýrt áGunnar: Sértækar áheyrnarfull- aðgerðir fyrir trúinn í erfið- Kvennalistann! leikum með að heyra vel það sem fram fer við fundarborðið og hvorki má hann hvá né spyrja þar sem hann hefur ekki málfrelsi á fundum þess- um,“ segir Helga Sigurjónsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi Kvennalist- ans í Kópavogi í tillögu sem hún hef- ur lagt fyrir Bæjarstjóm Kópavogs og óskar eftir úrbótum. Vandamál Helgu hafa verið tölu- vert í umræðunni að undanförnu, og þá ekki síst títtnefnt sófaborð sem Helgu er gert að sitja við sem áheymarfulltrúi að fundum bæjar- ráðs. í DV á dögunum mátti sjá Helgu liggjandi á fundarborði bæjar- fulltrúanna eins og frægt er orðið. „Menn gantast með að þetta hafi verið borðliggjandi móðgun við bæjarstjómina," sagði Gunnar Birg- isson, formaður bæjarráðs Kópavogs í gær. Hann sagði menn vilja allt fyr- ir Helgu gera. Á fundi bæjarráðs í dag yrði komið nýtt og betra borð til að skrifa við, skólaborð og viðeig- andi stóll. Yrði borðið í 2,5 metra íjarlægð frá aðalfundarborðinu. Nægi þetta ekki, hafi menn rætt um að sjálfsagt sé að leggja bæjarfulltrú- anum til heymartæki, lengra verði varla gengið. „Kvennalistakonur em alltaf að heimta sértœkar aðgerðir, og fá þær,“ sagði Gunnar Birgisson. Alþýðublaðið í dag: Alþýðubanda- lagið eignast bræðraflokka í austri Silfur Egils 2 Hvað er til varnar vorum sóma? Guðmundur Oddsson skrifar 3 Prófkjörin að ganga sér til húðar Fréttaskýring 7 ítarleg umfjöllun um ESB ísland og Evrópa 4-5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.