Alþýðublaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ t ESB Molar Stikkprufur áfram í tollinum Sænska stjórnin ætlar að fara fram á það við Evrópusambandið, verði aðild landsins staðfest, að þarlendum tollayfirvöldum verði áfram heimilt að skoða eftir handahófsúrtaki far- angur þeirra sem koma til Svíþjóðar frá öðrum ESB-löndum án þess að sérstakur grunur leiki á því að um lögbrot sé að ræða. Fjórðungur enn óviss Nýjustu skoðanakannanir frá Sví- þjóð um aðild að Evrópusambandinu benda til þess að óvissum fækki en jámönnum fjölgi. Sama hlutfall að- spurðra er hins vegar andvígt. Þrem- ur vikunt fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna eru liðlega 40% hlynntir aðild, 34% andvígir en fjórðungur enn á báðum áttum. Lægri skattur af menningunni Áse Kleveland menningarmála- ráðherra Noregs segir að verði af að- ild Norðmanna að Evrópusamband- inu og þar af leiðandi reynist nauð- synlegt að setja virðisaukaskatt á listviðburði, þá muni hún sjá til þess að það verði annars vegar gert í áföngum og hins vegar að beitt verði lægsta hugsanlegu skattþrepi á menningarþjónustu. I Danmörku er 5% virðisaukaskattur á þjónustu og starfsemi listamanna og þeir einir innheimta skatt sem selja fyrir meira en jafnvirði þriggja milljóna ís- lenskra króna á ári Flesknes segir Já! Norski leikarinn Rolv Wesenlund, betur þekktur hér úr hlutverki Flesk- ness hins fyrirferðarmikla og sein- heppna, er sívinsæll leikari í sfnu heimalandi og nú einnig stjómandi umræðuþátta í sjónvarpi. Wesen- stund heita þættir hans. I viðtali við norska Dagblaðið segist hann ein- dregið hlynntur aðild að Evrópusam- bandinu og það eru vamarmálin, sem hann leggur mesta áherslu á. „Noregur má ekki verða annars flokks NATO-nki. Auk þess yrðu Norðurlöndin sterk heild innan Evr- ópusambandsins," segir hann og bætir við að erfitt verði að viðhalda byggð og lífskjömm í Noregi standi landið eitt utan Evrópusambandsins. FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 ísland og Evrópa Eftirfarandi er úr ræðu Thorbjorns Jagland, formanns Norska Jafnaðarmannafl norska Stórþinginu, 29. september síðastliðinn, um aðild Noregs að Evrópusar ildar að Evrópusambandinu börðust gegn stofnun Atlantshafsbandalagsins, þí arsamtökum Evrópu og þeir börðust gegn samningnum um Evrópska efnahags barist gegn þeim umbótum sem jafnaðarmenn hafa komið um kring, sagði Jagl Þeir höfðu rangt fyrir - þeir hafa rangt fyrir j ESB munum við ekki hafa full áhrif innan NATO.“ Það þarf að horfa urn öxl, allt til ársins 1949, þegar Atlantshafsbanda- lagið var stofnað, til að finna hlið- stæðu þess ástands sem nú rikir þar sem norska þjóðin stendur frammi fyrir jafn veigamiklum breytingum á utanríkisstefnu sinni. I þá daga velkt- ust einnig margir í vafa. Margar þeirra röksemda, sem mmmmmmmmmmmmmmm nú er beitt gegn aðild Noregs að Evrópusam- bandinu er þær sömu og kommúnistar beittu á sínum tíma gegn aðild------------------- að NATO. En þeir höfðu rangt fyrir sér þá. NATO varð ekki sú valdasam- steypa sem vemda myndi hagsmuni gömlu nýlenduveldanna og ylli þann- ig spennu í heiminum, eins og komm- únistar höfðu haldið fram. Atlants- hafsbandalagið var hins vegar útvörð- ur lýðræðisins allt þar til Berlínarmúr- inn féll og kommúnisminn hmndi. Tökum þátt í ad brúa bil austurs og vesturs Nú haldast NATO og Evrópusam- bandið í hendur um að skapa varan- legan frið og koma á nýrri skipan ör- yggismála í Evrópu. ESB er ekki ný valdasamsteypa sem ætlað er að reisa nýja múra í Evrópu og vemda hags- muni nýlenduvelda annarsstaðar í heiminum, eins og formaður norska Miðflokksins og einn helsti formæl- andi samtaka ESB-andstæðinga, Anne Enger Lahnstein, heldur fram. Kjósi Svíar og Finnar að fylgja for- dæmi Austurríkismanna og ganga í Evrópusambandið mun það ná um alla Vestur-Evrópu. Næst mun það vaxa í austurátt. Þá mun ESB ná til allrar Evrópu, og við aðild Norður- landanna mun sambandið eiga landa- mæri að Rússlandi. Við munum taka þátt í að brúa bilið milli Rússlands og Evrópu. Hví skyldum við hafna til- boði um að gera slíka framtíðarsýn að ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ reynd: Nýja og Höfnum við aðild að tetur skipu lagða Evrópa. Ég hika ekki við að segja, að út frá hreinum þjóðarhags- munum séð ------------------- yrði það af- drifaríkara að standa einir utan ESB en fylgja norrænum nágrannaþjóðum inn í sambandið. Andmælendur aðildar halda því fram að enn mikilvægara sé fyrir Norðmenn að standa utan Evrópu- sambandsins gangi Svíar og Finnar til ^ aðildar, og nefna það sem dæmi um m áhrifamátt Noregs. Nú verða þeir að ? skýra það út hvemig og á hvaða svið- E um við ættum að skilja okkur frá hin- "* um þjóðunum og hvað það ntuni kosta. Hvemig á þá að gera norsku þjóðina ónæma fyrir áhrifum frá ná- grannaþjóðunum? Engin þjóð hefúr efni á slíkri utanríkisstefnu. Hún væri auk þess forkastanleg í heimi sem þarfnast samstöðu. Andmælendur verða nú þegar að skýra nákvæmlega hver valkostur þeirra er. Og þeir verða að sýna fram á það hvem kostnað hann hefði í för með sér fyrir Noreg. Það er hreint ekki útgjaidalaust að standa einir og sér, aðeins til að sanna áhrifamátt Noregs utan þeirrar Evrópu sem allir ESB-kýrin komin fyrir rétt Leif Jan Hammerstad bóndi í Valdres gefur sig ekki með málverkið á fjósveggnum, sem hulið var segli að kröfu Vegagerðarinnar. Það vakti athygli um alla Evr- ópu þegar Leif Jan Hammerstad bóndi í Valdres í Upplöndum í Noregi fékk listamann til að mála á hlöðuvegginn hjá sér mynd af Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra, þar sem hún er að mjólka norsku kúna í ESB-fötu. Vegagerðin krafðist þess að málað yrði yfír listaverkið þar sem það fékk svo mikla athygli að umferðaröryggi á þjóðveginum E- 16 var talið í hættu. Fógeti féllst ekki á að mála skyldi yfír listaverkið, slíkt væri brot á tjáningarfrelsi listamanna. Hins vegar var bóndanum gert að breiða segl yfir hlöðuvegginn, sem snýr út að þjóðbrautinni. Málið var dómtekið í héraðs- dómi í Valdres í fyrradag (þriðju- dag) og bóndinn hefur fengið eng- an annan en leiðtoga andstöðu- hreyfmgarinnar gegn aðild að EBE frá árinu 1972, hæstaréttar- lögmanninn Arne Haugestad til að reka mál sitt. En hvernig sem það fer, þá er myndin af Gro og kúnni eftirsókn- arverðasti áfangastaður ferða- manna um þessar slóðir, jafnvel þótt seglið hylji listaverkið. Formenn Jafnaðarmannaflokka Noregs og Islands: Thorbjörn Jagland og Jón Baldvin Hannibalsson á blaða- mannafundi sem haldinn var í tilefni af heimsókn Jagland á flokksþing Alþýðuflokksins í Suðurnesjabæ síðast- liðið sumar. sækjast eftir aðild að. Nú vilja andmælendur þad ástand sem þeir bördustgegn Jafnaðarmannaflokkurinn hefur á skýran og heiðarlegan hátt lagt fram mat sitt á afleiðingum hvorrar niður- stöðu sem verður. Andmælendum mislíkar það. Helst vilja þeir að hægt sé að sýna fram á að allt verði óbreytt þótt aðild yrði hafnað. Við munum hins vegar halda áfram að kynna sjón- armið okkar og stefna að því sem við teljum rétt. Þannig stóðum við að þeg- ar landbúnaðarstefnunni var breytt. Við máttum þola hávær andmæli þeg- ar við börðumst fýrir EES-samningn- um og staðfestingu GATT-samnings- ins. Andstöðuflokkamir hafa alla tíð reynt að hindra för okkar. En sagan hefur sýnt að þeir höfðu rangt fyrir sér og það var nauðsynlegt að Jafnaðar- mannaflokkurinn héldi sig við heim raunvemleikans. Þessu munum við halda áfram. Andmælendur ESB-að- ildar gætu að ^m^mmmmmmmmmmmmm minnsta kosti við- urkennt að það væri talsverð ögr- un fyrir Noreg að standa einir utan Evrópusambands- ins. En ekki að það tryggði hagsmuni Noregs. Full aðild Nor----------------- egs að Evrópusambandinu er nú traustasti valkosturinn. Við höfum að vísu samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og við em enn aðildarríki Atlantshafsbandalags- ins. NATO hefur ályktað að Evrópu- sambandið skuli vera vettvangur Evr- ópuríkja á sviði öryggismála. Höfn- um við aðild að ESB munum við því ekki heldur hafa full áhrif innan NATO. Staða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið mun gjörbreytast þegar Austurríki, Finnland og Sviþjóð hafa gengið í ESB. Upphaflega stóðu að jreim samningi 12 ESB-ríki og 6 EFTA-ríki. EES-samningur sem byggist á 15 ESB-ríkjum annars veg- ar og þremur litlum EFTA-ríkjum hins vegar verður langtum verri kost- ur. 80% af útflutningi okkar fer á innri markað ESB. Það er óhjákvæmileg nauðsyn fyrir okkur að hafa áhrif á mótun reglna og staðla, sem varða framleiðsluvörur okkar, þannig að norskur iðnaður verði ekki afskiptur. Við þurfúm að tryggja að ekki sé hægt að beita okkur viðskiptahömlum til að útiloka fyrirtæki okkar frá mörkuð- um. Krílis-EES þar sem aðeins Nor- egur, ísland og Lichtenstein standa annars vegar gefur okkur hvorki nægjanleg áhrif né öryggi. Ad tryggja velferd lífeyris- þega á næstu öld Aðstæður yrðu þá einnig lakari fyr- ir erlenda fjárfesta í Noregi. Því hefur að vísu verið haldið fram að við höf- um spjarað okkur bærilega frá því 1972, þegar tillögu um aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að vísu, en við höfum líka tapað 100.000 i^^^m^^mammm^mi Störlúm iðnaði þeim „Matvælaverð mun lækka en 1% hækkun virðisaukaskatts mun bæta landbúnaðinum upp tekjutap.“ i á tíma. Við höfum lifað góðu lífi á oli'u- auðnum. En helsta við- fangsefni norsku þjóð- arinnar er þetta: Við aldamótin, eftir aðeins örfá ár, munu olíutekjumar fara þverrandi. Nokkru síðar mun eldra fólki fjölga hlutfallslega hratt, fólki sem gerir kröfu til góðs lífeyris og umönnunar. Það er aðeins ein leið til þess að ráða við þetta verkefni. Það er að fjölga störfum í landinu til að vega á móti þverrandi olíutekjum - og tryggja þannig velferð eldri borgara á nýrri öld. Af þessum ástæðum verða mögu- leikar Noregs á að selja iðnvarning og þjónustu til annara landa enn mikil- vægari. Mér virðast andmælendur að- ildar hafa gerst óábyrgir í málflutningi sínum. Þeir hafa lagst gegn því að Ieyft verði að bora eftir olíu á nýjum slóðum. Stefna þeirra hefði haft það í för með sér að olíutekjur þjóðarinnar minnkuðu enn hraðar. Og þeir hafna því að taka þátt í viðræðum um stöðu iðnaðarins þegar markaðir í ná- grannalöndunum em að gerbreytast. Það kostar sitt að ganga í Evrópu- sambandið. Við lítum á það sem Ijár- festingu í framtíðinni. Það hefúr kost- að okkur fé að taka þátt í EFTA, Sam- einuðu þjóðunum, Norðurlandaráði og EES. En Noregur hefur samt alltaf hagnast á því að taka þátt í fjölþjóða samstarfi. Matvælaverð í landinu mun lækka um 10 til 20% í kjölfar ESB-aðildar. Þama þarf að bæta landbúnaðinum upp tekjutap. Þess vegna leggjum við til 1 % hækkun virðisaukaskatts. Samt munu neytendur njóta vemlega góðs af. Þótt aðild kunni að verða hafnað munum við standa við ákvörðunina um 1% hækkun virðisaukaskatts, því við emm ekki jafn reiðubúin að taka ákvörðun um að hafna aðild eins og ekkert myndi þá breytast. Gangi Svíar og Finnar í Evrópusambandið en við stöndum utan breytast aðstæður okkar vemlega. Við myndum þá þurfa að grípa til aðgerða til að treysta sam- keppnisstöðu iðnaðarins og hindra vaxtahækkun. Öll ríki eru hád nágrannaríkjum sínum Við viljum ekki að aðrir taki einir ákvarðanir um okkar framtíð. Nú em lönd heimsins hins vegar svo háð hvert öðm að ekkert þeirra getur með góðu móti staðið eitt og sér. Öll ríki heints verða að taka tillit til nágranna sinna. Þetta er í raun baksvið ESB-sam- starfsins: Að við erum hvert öðm háð. Evrópusambandið er ekki sú hryll- ingsmynd, sem Anne Enger Lahnstein dregur upp. Maastricht sáttmálinn lýsir samstarfi á eftiitöld- um sviðunt: -1 fyrsta lagi er skapaður sameigin- legur innri markaður með sameigin- legum samkeppnisreglum sem gmnd- vallast á hinu fjórþætta athafnafrelsi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.