Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐU BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 75 ára afmæli Alþýðublaðsins: Aldur blaðsins undrunarefni Það er nokkurt undrunarefni, að Alþýðublaðið skuli hafa náð 75 ára aldri. Gengi þess hefur verið með misjöfnum hætti, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Blaðið hefur verið stórveldi á markaði frétta og póli- tískrar umræðu. Nefna má stjómun- ardaga Finnboga Rúts og Gísla J. Ástþórssonar. Sá fyrmefndi beitti blaðinu sem bitru sverði og gerði það að umtalaðasta blaði landsins, sem var vel skrifað og liarð- skeytt. Gísli J. Ást- þórsson var á góðri leið með að gera Alþýðublaðið að stærsta blaði landsins. Hann fékk ekki nægan stuðning og frelsi. Blað- ið varð á ný afgerandi flokksmál- gagn og örlög þess urðu hin sömu og annarra flokksblaða. Niðurlæging Alþýðublaðsins varð stundum mikil. Gjaldþrot vofðu yfir hvað eftir annað og forystumenn flokksins vom á góðri leið með að glata eignum sínum vegna peninga- legra ábyrgða fyrir málgagnið. Ákvarðanir hafa verið teknar um að leggja það niður og jafnvel forystu- menn flokksins hafa haft andlát þess efst á óskalista og sent því háðsglós- ur á opinberum vettvangi. Oftar en ekki vildi flokkurinn sem minnst vita af blaðinu, einkum þegar illa áraði í fjármálum. En litla blaðið liflr enn. Það hefur verið rödd jafnaðarstefnunnar, þótt sú rödd hafi stundum verið hás og rám svo vart hafi hún heyrst. En blaðið var líka rödd launþegasam- takanna og baráttutæki þeirra. Það tók mikinn og virkan þátt í rétt- indabaráttu verka- lýðsins, uppbygg- ingu velferðar- kerfisins og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks samfélags. Það hefur að mörgu leyti verið svo sam- ofið örlögum og sögu Alþýðuflokks- ins, að segja má að eitt hjarta slái fyr- ir flokk og blað. Því skal 75 ára af- mælis Alþýðublaðsins minnst með virðingu og þakklæti. Þrjú tímabil Afskipti mín af Alþýðublaðinu hafa verið mikil, bæði af ritstjórn og fjármálum. Þau tengdust^ einnig Blaðaprenti hf. þar sem Ásgeir Jóhannesson lagði gífurlega vinnu af mörkum við uppbyggingu og rekstur. Síðari árin kom Eyjólfur K. Sigurðsson að út- gáfumálum og lagði til góð ráð og mikið starf. Báðum þessum mönn- um ber að þakka sérstaklega. Þeim árum, sem ég starfaði við Alþýðublaðið, má skipta í þrjú af- mörkuð tímabil, sem hvert hafði sitt sérkenni. Frá þessum tímabilum má segja þrjá ólíkar sögur, sem hver og ein lýsir vel tíðarandanum og ástand- inu í útgáfumálum blaðsins. Unnt væri að skrifa langt mál, en hér verð- ur aðeins dregin upp gróf mynd og nokkurra góðra manna minnst. Fyrsta tímabilid Ég kom að blaðinu 1960. Þá var að byrja að fjara undan merkilegri tilraun Gísla J. Ástþórssonar til að gera það að almennu fréttablaði með kratískum leiðara. Þá starfaði Bene- dikt Gröndal við blaðið. Báðir urðu þessir menn mér einkar kærir og Gísli kenndi okkur öllum meira í blaðamennsku en þá var unnt að læra annars staðar á Islandi. Margir kunn- ir menn störfuðu á blaðinu. Þar voru Loftur Guðmundsson, Helgi Sæm., Sigvaldi Hjálmarsson, Öm Eiðsson, Björn Jóhannsson, Björgvin Guð- mundsson, Auðunn Guðmundsson, Indriði G. Þorsteinsson og nokkrir snjallir sumarmenn eins og Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík. Á þessum árum hefði verið unnt að gera Alþýðublaðið að næststærsta eða stærsta blaði landsins. Til þess b,í*ð öiÐin / 'lii&zzfpzzz ■"■" s^sssm mss-ssssi ' n,r á r / tís** vom öll ritstjómarleg efni. En vélar og tæki vom léleg, loforð um endur- nýjun urðu orðin tóm og fram komu kröfur unt meiri pólitík. Gísli J. hvarf af vettvangi vonsvikinn og leiður. Þama fór forgörðum besta tækifæri Alþýðublaðsins til að verða vold- ugur fjölmiðill. Gott dæmi um það hvernig við kratar höfum látið gullið renna okkur úr greipum hvað eftir annað. Eða er þetta sjálfseyðingarhvötin, sem ég hef stundum nefnt svo? Annad tímabilid Árið 1973 var ég ritstjóri frétta á gamla Vísi. Það var annað hvort árið 1974 eða 1975 að Alþýðublaðið var komið í miklar fjárhagskröggur. Þá tókst samkomu- lag við Reykjaprent hf., sem rak Vísi, um að félagið tæki við fjár- málalegum rekstri Alþýðublaðsins. Þessi samningur vakti mikla athygli og kommarnir sögðu að kratamir hefðu selt íhaldinu sál sína. En sann- leikurinn er sá, að Reykjaprents- menn höfðu aldrei nein pólitísk af- skipti af Alþýðublaðinu og komu fram sem sannir heiðursmenn. Ég var beðinn að taka Alþýðu- blaðið að mér og reyna að hressa upp á það. Mér tókst að ráða til mín margt dugandi ungt fólk, sem þama fékk sína fyrstu reynslu af blaða- Aiv Su0^StVrJ^tb^U, Vvtá UUm «**<* nu, ZJOszi'. *'?'«** i /SÍSsraií; *"!!?S35S' Gef- £§2? i n voru út 16 I til 24 I s í ð n a blöð. Ef Reykja- prent hf. h e f ð i ■ '-x-V-ísS ■ ítrjr-* mennsku —4«f „St/w. • >«^7««*•>*»# f' og rmmgmf- - hefur síðan komið mjög við sögu í Qölmiðlaheiminum. Nefna má Atla Rúnar hjá Rikisútvarpinu, Gunnar Kvaran hjá Sjónvarpinu, Einai' Sigurðsson, sem nú er blaða- fulltrúi Flugleiða, Jóhönnu Sigþórs- dóttur, sem verið hefur á DV, og Ax- el Ammendrup, sem er snjall blaða- maður. Fleiri komu við sögu, eins konar bankastjórar í hugmynda- banka blaðsins. Meðal þeirra var Vilmundur Gylfason, Valdimar Jó- hannesson og Helgi Skúli Kjartans- son; sem allir veittu góða aðstoð. Á þessum ámm gekk blaðið held- ur vel og var mjög virkur fréttamiðil. um, hefði r e k s t u r b 1 a ð s i n s stöðvast, enda fjármál flokksins í sí- gildu upp- námi. Þetta fyrirkomulag létti einnig miklum áhyggjum af forystumönn- um flokksins, sem vom að lotum komnir í baráttunni fyrir lífí blaðsins. En segja má, að þetta hafi verið æði sérkennilegt fyrirkomulag og kapí- tuli í litríkri sögu. Á þessum ámm gerðust einnig ýmsir atburðir í rekstri Blaðaprents og í samskiptum við norræna jafnaðarmenn, sem síð- ar getur orðið efni í langa sögu. Að þessu sinni yfirgaf ég Alþýðublaðið 1978 þegar ég var kjörinn á þing í Vilmundarsigrinum mikla. UMSÓKNIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 320 nýjum og eldri félagslegum eignaríbúðum sem koma til afhendingar fram á haustið 1996. Enn- fremur er óskað eftir umsóknum um 60 nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir sem af- hentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 97/1993. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suð- urlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstof- an er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-16. ^ Umsóknum skal skila eigi síðar en 19. nóvember 1994. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.11.94 - 01.05.95 12.11.94 - 12.05.95 kr. 64.431,70 kr. 77.748,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. október 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS MEIMNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskólastigi. Minnt skal á að heim- ilt er samkvæmt nýjum reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heildarúthlutunar til að efla tiltekin svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, námsefnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 18. nóvember nk. á þartil gerðum eyðublöðum sem hægt er að fá í ráðuneytinu. HAFNARFJARÐARHÖFN Útboð Hafnarfjarðarhöfn óskartilboða í smíði gryfju og húss fyrir hafnarvog ásamt frágangi á umhverfi hennar. Útboðsgögn fást afhent á hafnarskrifstofunni í BÚH-húsinu við Norðurbakka. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 15. föstudaginn 4. nóvember nk. a Radau Þridja tímabilid Þriðja tímabilið er hluti af eldspýtnastokkskaflanum, þegar blaðið hafði verið minnkað til að draga úr kostn- aði við útgáfuna og gárungar brutu það saman og komu því fyrir í eldspýtnaöskju. Þá hóf ég störf 1985 og hafði áður beitt mér fyrir því, að Valdi- mar Jóhannesson tæki við framkvæmdastjóm. Við tók- um við blaðinu á miklum erf- iðleikatímum. Hlaðist höfðu upp miklar skuldir og enn á ný var reksturinn að stöðvast. Þá kom einnig að blaðinu Geir A. Gunnlaugsson, sem reyndist því mjög vel ásamt Sighvati Björgvinssyni, Eyjólfí K. Sig- urðssyni og fleiri góðum mönnum. Allt var sparað og starfs- fólkinu boðið upp á fádæma lélega aðstöðu, sem það lét sér lynda á meðan blaðið var að rétta úr kútnum. Áskrifendur vom örfáir og blaðið var lítið meira en fréttabréf flokksins með leiðara, sem lesinn var í útvarpi. En fjárhagurinn stór- batnaði og í fyrsta skipti eign- aðist blaðið húsnæði. Þegar ég hvarf frá blaðinu 1987 var það efnað og ijárhagslega betur sett en dæmi voru til í fyrri sögu þess. En flokkurinn bar ekki gæfu til að halda Valdi- mar Jóhannessyni í starfi. Ágreiningur varð og hann hvarf á brott. Á þessum tíma urðu mikil átök í Blaðaprenti og urðu þau upphaf að endalokum reksturs blaðanna á þeirri merku prent- smiðju. Þá sögu þarf einnig að rita við tækifæri. En þarna lauk afskiptum mínum af Al- þýðublaðinu. Margs er að minnast frá þessum ámm. Af- skipti flokksforystunnar af blaðinu hafa verið með ýms- um hætti, fjármálin oft söguleg og andlátinu skotið á frest hvað eftir annað. En blaðið lif- ir og ég óska gömlum vini hjartanlega til hamingju með þessi tfmamót. Höfundur er framkvæmdastjóri NLFÍ. Hann er fyrrum blaða- maður, fréttastjóri og ritstjóri Alþýðublaðsins til fjölda ára.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.