Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 7
■mynd: E.ÓI. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Leigubílstjórar: Þeir verða nú ekki lengur skyldaðir til að vera t stéttarfélagi, en sú krafa verður gerð til þeirra að þeir geti borið þungar ferðatöskur, ef marka má frumvarp um leigubila. Skylduaðild felld úr gildi Akstur leigubíla takmarkaður við 70 ára aldur og bílstjórar verða að geta borið ferðatöskur að mati stjórnvalda Búist er við því að á næstu dögum verði lagt fram nýtt frumvarp um leigubifreiðar sem að öllum líkind- um mun vekja upp talsverðar urn- ræður hérlendis. Samkvæmt heim- ildum blaðsins var frumvarpið smíð- að í samgönguráðuneytinu, en ekki er ljóst hvort það verður samgöngu- ráðherra eða samgöngunefnd Al- þingis sem leggur það fram á þingi. Helstu nýmælin í frumvarpinu eru þau að skylduaðild að stéttarfélögum atvinnubílstjóra er felld úr gildi og þá verða þær takmarkanir lögfestar að atvinnuleyfi bílstjóra mun renna úr gildi við 70 ára aldurinn. Aðdragandi frumvarpsins er sá, að þann 30. júní síðastliðinn var kveð- inn upp dómur hjá Mannréttínda- dómstóli Evrópu vegna kæru Sig- urðar A. Sigurjónssonar leigubíl- stjóra á hendur íslenska ríkinu. Dóm- stóllinn telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar, þai' sem btl- stjórar eru skyldaðir til að vera í fé- lagi leigubifreiðastjóra (Frama), brjóti í bága við mannréttinda- ákvæða um félagafrelsi. Þar er gert ráð fyrir að menn hali rétt til að mynda hagsmunafélög, en hafi einn- ig rétt til að vera ekki í stéttarfélagi. Þessi skylduaðild verður numin úr gildi ef frumvarpið verður samþykkt á þingi. I frumvarpinu er einnig að finna aðra umdeilda breytingu, sem einnig hefur orðið tilefni til málaferla. Þar er um að ræða að atvinnuleyfi leigu- bílstjóra falli úr gildi við lok 70 ára aldurs. Verði frumvarpið að lögum ntun þessi regla gilda um allan akst- ur í atvinnuskyni. I athugasemdum við frumvarpið segir að almenningur eigi þá kröfu að leigubílstjórar séu góðir, hæfir og fullfrískir ökumenn sem geti veitt viðskiptavinum þjón- ustu, til dæmis borið ferðatöskur og annan farangur. En krafan um há- marksaldur leigubílstjóra kom meðal annars í kjölfar fjölda kvartana af þessu tagi á sínum tínra. Húsaleigubætur til hinna lægst launuðu: Samþykktar í Hafnarfirði, Garða- bæ og Reykjavík en hafnað af bæjarráðum Akureyrar, Kópavogs og „nafn- lausa sveitarfélagsins“ á Suðurnesjum: Mikil vonbrigði - segir Guðmundur Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra „Það er pólitísk ákvörðun hvers sveitarfélags hvernig á málinu verð- ur tekið. Þau verða þá að eiga það við íbúa sína og útskýra fyrir leigj- endum sem við hvað lökust skilyrði búa, hvers vegna þau hafna húsa- leigubótum fyrir sitt byggðarlag. Það eru mér mikil vonbrigði ef sveitarfé- lög hafna því að taka þátt í þessu átaki“, sagði Guðmundur Ámi Stef- ánsson, félagsmálaráðherra, í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Hér er um að ræða gott mál sem mun leiða til bóta. Það er með þetta kerfi eins og önnur að það mun slípast til þegar menn fara að kunna á það“. Sveitar- félög landsins verða að gera upp hug sinn gagnvart húsaleigubótunum fyrir mánaðamót. I gærdag hafnaði bæjarráð Akur- eyrar þátttöku í húsaleigubótakerf- inu, - í fyrradag „nafnlausi bærinrí' suður með sjó, það er Keflavík, Njarðvík og Hafnir, og þar áður Akranes, Vestmannaeyjar, Isafjörð- ur og Húsavík. Seinni partinn í gær bættist Kópavogur, næststærsta byggðarlag landsins í hópinn. Hins vegar hefur Reykjavfkurborg ákveðið að taka þátt í úthlutun húsa- leigubóta til borgara sinna; og í hin- um bláa Garðabæ var sama afstaða tekin til bótanna, þarí bæ töldu menn hag sínum og íbúanna vel borgið með því að taka þátt í húsaleigubót- um. Þá bættist Hafnarfjörður í hóp bæjarfélaga sem taka munu upp húsaleigubætur. „Það er sannarlega átakanleg ákvörðun þegar þetta mikla réttlætis- og baráttumál okkar Alþýðuflokks- manna til margra ára, nær ekki fram að ganga. Eg féllst hins vegar á til- löguna í bæjarráði þar eð aðgerð rík- isvaldsins við framkvæmdina er ekki aðgengileg né ásættanleg“, sagði Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri í gær. Hann sagðist vona að lögin verði tekin til endurskoðunar nú þegar þannig að gott mál komist í höfn hið fyrsta. Sigríður Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, lét bóka að hún væri fylgjandi húsa- leigubótum, en leiðin sem gerí er ráð fyrir að fara sé meingölluð. Hún féllst því á afgreiðslu ráðsins, en óskaði eftir að endanleg afgreiðsla yrði tekin f bæjarstjórn. Málið verður því endanlega afgreitt á bæjarstjórn- arfundi á þriðjudag. I Kópavogi var meirihluti bæjar- ráðs andvígur upptöku húsnæðisbóta í bænum, - Guðmundur Oddsson, Alþýðuflokki, var samþykkur, en Valþór Hlöðversson, Alþýðubanda- lagi, sat hjá við atkvæðagreiðslu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Fram- Guðmundur Árni Stefánsson: Það eru mér mikil vonbrigði ef sveitar- félög hafna því að taka þátt í þessu átaki. Sveitarfélögin verða þá að eiga það við íbúa sína og útskýra fyrir leigjendum sem við hvað lök- ust skilyrði búa, hvers vegna þau hafna húsaleigubótum fyrir sitt byggðarlag. sóknarfiokks töldu lögin um hús- næðisbætur til þess fallin að „flækja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga en ekki einfalda eins og stefnt hefur verið að“. Þá telja þeir að bæturnar eigi að renna gegnum skattakerfið. Einnig að hætta sé á að greiðslur húsaleigubóta leiði til almennrar hækkunar á húsaleigumarkaði. „Þetta er forkastanleg ákvörðun og rökin út í hött“, sagði Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- fiokksins í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Það að hafna húsaleigubótum þýðir að leigjendur í Kópavogi sitja ekki við sama borð og fólk á þessu svæði, í Garðabæ og í Reykjavík. „Eg bendi á að húsaleigubætur koma til með að hækka tekjur hjóna og einhleypra sem þeirra njóta um 10% og einstæðra foreldra um 17%. Það er andstætt minni pólitísku skoðun að hafna kjarabótum til þeirra sem minnstar hafa tekjumar og eiga við erfiðleika að stríða", sagði Guðmundur. Hann sagði það sérkennilegt að Félagsmálaráð Kópavogs hefur ekki talið ástæðu til að gefa umsögn um svo mikilvægt mál, þótt eftir henni hafi verið leitað. Bæjarráð í Kópavogi visaði mál- inu til afgreiðslu sérstaks fundar bæj- arstjómar sem haldinn verður klukk- an 12 á hádegi á mánudag. „Ég vona að bæjarstjóm hafi vit fyrir bæjarráði í þessu hagsmuna- máli svo margra Kópavogsbúa og bæjarfélagsins sjálfs, sem í dag greiðir 13 milljónir króna á ári í húsaleigustyrki. Vinnu við undirbúning frísvæðis á Suðurnesjum miðar vel: ÆT Akveðnar tillögur á næstu vikum - segir Kristján Pálsson í frísvæðisnefnd „Við höfum tapað íslenskum fyr- irtækjum úr landi eða hluta af rekstri þeirra vegna þess að ekki hefur verið fyrir hendi sveigjanleiki gagnvart fyrirtækjunum. Það má nefna stoð- tækjatækjasmíði Össurar hf. í þessu' sambandi. Með stofnun fríiðnaðar- svæðis væri hægt koma til móts við svona fyrirtæki og laða að starfsemi erlendra fyrirtækja sem hefði veru- lega atvinnuaukningu í för með sér, Ég vonast til að hægt verði að leggja fram ákveðnar tillögur unt frísvæði á næstu vikurn," sagði Kristján Páls- son í samtali við blaðið. Kristján á sæti í nefnd utanríkis- ráðuneytisins urn frísvæði og í nefnd sveitarfélaga á Suðumesjum um málið. Umræða um frísvæði hefur staðið af og til undanfama þrjá ára- tugi en ekkert orðið af framkvæmd- um til þessa. Kristján Pálsson sagði að nú væri unnið ákveðið að þessum málum. Frísvæðanefndin fundaði vikulega og tillagna að vænta á allra næstu vikum. Fjármálaráðuneytið væri með málið í ítarlegri skoðun. Margir standa í þeirri trú að frí- svæði sé eitthvað afgirt svæði þar sem verðir standa í hliðum og fylgj- ast með hvað fer inn og út af svæð- inu. Kristján sagði að þessu væri ekki svo farið. Segja mætti að álver- ið í Straumsvík hafi fengið ákveðin frísvæðisréttindi því í samningum um álverið var samið urn skattaaf- slált og afslátt á orkuverði. Fyrirtæki á frísvæði gæti nánast verið staðsett hvar sem væri en það þætli kostur að hafa slfk svæði í næsta nágrenni við alþjóðafiugvöllinn í Keflavík. Frí- svæðisfyrirtæki væri í raun fyrirlæki sem fengi styrki til að hefja rekstur, skattaívilnanir og styrki vegna Kristján Pálsson: Frísvæði skapar möguleika á verulegri atvinnu- aukningu. menntunar fólks til nýrra starfa. Ávinningurinn að stofnun slíkra fyr- irtækja fælist fyrst og fremst f at- vinnu sem þau veittu, launasköttum og þjónustu sem þau keyptu. En er hér utn stórt mál að ræða varðandi atvinnu? „Það er ekki vafi á því ef vel tekst til. Frísvæði var sett við Shannon- flugvöll á Irlandi fyrir 35 árum. Þá var þetta bara landbúnaðarhérað en nú hafa um eitt hundrað þúsund manns atvinnu af þeirri staifsemi sem þama fer fram. Erlend fyrirtæki bíða hins vegar ekki í röðum eftir því að komast inn á íslenskt frísvæði. Þetta þarf að markaðssetja og hér eru ýrnis þau skilyrði sem ættu að vekja áhuga er- lendra fyrirtækja og skapa þar með möguleika á vemlegri atvinnuaukn- ingu,“ sagði Kristján Pálsson. Landbúnaðarráðherra leggur gjald á útflutning hesta: Ríkið tekur 8.000 krónur á hrossið Gjaldið á að standa undir kostnaði af heilbrigð- isskoðun og til verndunar íslenska hestakyninu Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðhena mun á næstunni leggja fram nýtt frumvarp til laga um út- flutning lifandi hrossa. Þar er gert ráð fyrir nýjum álögum á hrossa- bændur eða svokölluðu útllutn- ingsgjaldi. Þetta gjald verður inn- heimt við útgáfu upprunavottorðs og getur að hámarki orðið 8000 krónur á hvert útflutt hross. Samkvæmt heimildum blaðsins em skiptar skoðanir meðal þing- manna í bændastétt á Alþingi og sumir telja ólíklegt að frumvarpið hljóti samþykki á yfirstandandi þingi. Utfiutningur lifandi hrossa er nánast eina greinin innan landbún- aðarins sem rekin hefur verið nteð umtalsverðum hagnaði á undan- fömum ámm. Mikill vöxtur hefur verið í hrossarækt og útflutningi ís- lenska hestsins og á síðasta ári nam útflutningsverðmætið 178 milljón- um króna. Hjá Félagi hrossabænda fengust þær upplýsingar hins vegar f gær að mikil sátt væri um þetta frumvarp og þar með talið hið nýja útflutn- ingsgjald. Þar kom fram að inn- heimta nýja gjaldsins væri hag- stæðari fyrir útflutninginn, þar sem ýmislegt væri innifalið í gjaldinu. Því er ætlað að standa undir kostn- aði við skoðun á útflutningshross- um, útgáfu uppmnavottorðs og renna til Stofnvemdarsjóðs ís- lenska hestakynsins. I samræmi við óskir hrossa- bænda em reglur um heilbrigðis- skoðun einfaldaðar en í reglugerð verður nánar kveðið á um heil- brigðisskoðun, merkingu, og hlut- verk trúnaðardýralæknis á útflutn- ingshöfn. Þá er gefinn sá möguleiki að ráðinn verði dýralæknir til að vinna að útflutningsmálum. Kostn- aður við störf hans yrði greiddur úr útflutningssjóði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.