Alþýðublaðið - 08.11.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 08.11.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 Sighvatur Björgvinsson í viðtali við Stefán Hrafn Hagalín um málefni iðnaðarins og slæma stöðu Alþýðuflokksins: Jóhanna og spillingarmálin hafa skaöað flokkinn mest - á undanförnum misserum, því málefnastaða er sterk og almenningur gerir lítinn sem engan ágreining um stefnu flokksins. Aðalstefnumál flokksins í næstu kosningum verður að bæta lífskjörin. Evrópumálin eru stór hluti af þeirri stefnu. Allt stefnir í að útflutningur á iðn- aðarvörum aukist um tuttugu pró- sent. Kunnugir telja víst, að án samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæð- ið væri staða íslensks iðnaðar afar slæm því EES þrýsti á um nauðsyn- legar breytingar til að lagfæra sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Al- þýðuflokkurinn hefur um langt ára- bil farið með málefni iðnaðarins og um helgina átti Alþýðublaðið samtal við Sighvat Björgvinsson iðnaðar- ráðherra um málaflokkinn. Þá var Sighvatur spurður útí stöðu Alþýðu- flokksins og þá miklu erfiðleika sem flokkurinn hefur átt við að etja und- anfarin misseri. Hver er staða íslensks iðnaðar? íslenskur iðnaður stendur mjög vel í dag og mun betur en undanfarin ár. Það stefnir til dæmis í, að útflutn- ingur iðnaðarvara aukist um tuttugu prósent á eins árs tímabili. Það er af- ar áberandi, að staða iðnaðarins hef- ur einkum stórbatnað vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á samkeppnisstöðu íslands við önnur lönd. Þetta kemur til vegna EES- samningsins. Búið er að lagfæra skattaumhverfi íslensk iðnaðar og ná vöxtum niður - þrátt fýrir að það at- riði mætti ganga lengra. Raungengi fyrir iðnaðinn er hagstæðara en verið hefur í fjóra áratugi. Eg tekið sem dæmi, að nú er nýlokið útboði sem fram fór i' innréttingar í húsnæði á vegum Húsnæðisnefndar Reykjavík- ur. Þar bárust bæði innlend og erlend tilboð og síðamefndu aðilamir vom langt frá því, að eiga séns í íslend- ingana. Þannig að þetta er allt í sókn. Að vísu em ákveðnar atvinnugreinar - sérstaklega byggingaiðnaðurinn - sem enn eiga í miklum erfíðleikum, því miður. Horfumar em þó góðar í flestum iðngreinum. Mesta aukningin er í minni idnadarvörum Hvað með stóriðjuna og hvernig er útflutningshlutfall smærri iðn- aðar miðað við þann stærri? Það hefur náðst mjög góður ár- angur hjá Jámblendinu á Gmndar- tanga. Verksmiðjan hefur frábært orð á sér alþjóðlega og nýtur mikils álits fyrir mikla tækni og góða rekstrarhlið. Alið er síðan að glæð- ast. Útflutningurinn hefur aukist mikið af smærri iðnvömm; aukning- in þar stendur undir stómm hluta aukningar útflutnings iðnaðarvara. Við emm að horfa fram á mjög góða stöðu í iðnaðinum, bæði á heima- markaði og líka í útlöndum. Við höf- um átt afar gott samstarf við Samtök iðnaðarins og Samiðn - það er að segja samtök atvinnurekenda og starfsfólks í iðnaði - um ýmis verk- efni. Þannig emm við núna að setja af stað gæðaátaksverkefni í mat- vælaiðnaði; verkefni um framleiðslu á húsgögnum í byggingaiðnaði; um framleiðslu á hurðum og gluggum og framleiðslu húsaeininga. Við er- um einnig að undirbúa eftirlit með innfluttum húsaeiningum sem hafa komið í nokkmm mæli hingað á markað í samkeppni við íslenskar húsaeiningar án jjess, að uppfylia þær kröfur sem gerðar eru hér til slfkra eininga í framleiðslu hér á landi. Þetta vfðtæka samstarf við að- ila í iðnaði hefur leitt til mikilla framfara. Við höfum ennfremur náð samvinnu við sjávarútveginn um sameiginlegt verkefni þeirra og málmiðnaðar sem er nú byrjað að skila árangri með því að tryggja okk- ur fjármuni úr sjóðum Evrópusam- bandsins til þróunarverkelna. Sama er þegar búið að gerast hjá Iðntækni- stofnun. Við höfum stofnað sérhönn- unarmiðstöð með Samtökum iðnað- arins og nú síðast var verið að undir- búa íslenska hönnun á innréttingum og húshlutum í öldrunarstofnanir á vegum heilbrigðisráðuneytis. Þetta mun hjálpa gífurlega uppá sam- keppnisstöðu íslensku fyrirtækjanna gagnvart erlendum aðilum sem taka þátt í útboðum. Skipasmíðarnar og Evrópskt efnahagssvædi Skipasmíðar hafa verið mikið í sviðsljósinu, hvernig er staðan þar? Skipasmíðaiðnaðurinn er að koma undir sig fótunum. Það er fjöldinn allur af aðgerðum sem þar koma til. I fyrsta lagi fónjm við útí jöfnunarað- gerðir til að gefa skipasmíðaiðnaðin- um tækifæri að ná til sín meiriháttar viðhalds- verkefnum sem ella hefðu farið úr landi. Sú aðgerð gaf mjög góða raun. Nú, við höfum náð mjög góðu samkomu- lagi við Fiskveiða- sjóð um að hann láni ekki til skipasmfða- verkefna nema þau hafi áður verið ^ boðin út á Islandi. Sjóðurinn hefur einnig h æ k k a ð lánshlutfall sitt til inn- lendra skipa- smíða, lengt lánin til þeirra og gert þá breytingu, að fyrstu tvö árin eru af- borganalaus. Þá höfum við náð sam- starfi við Iðnlánasjóð um frekari fyrirgreiðslu til innlendra skipasmíða. A okkar vegum er svo farið af stað hagræðingarátak í skipa- smíðaiðnaði. Við höfum einnig borgað aukaráðgjöf sem fyrirtækin hafa nýtt sér í þá átt, að endurskipu- leggja og hagræða. Ennfremur höf- um við komið með verkefni í þróun- arstarfi og markaðssetningu. Þetta allt hefur skilað sér mjög vel og það kemur meðal annars fram hjá Odda hf. á Akureyri; þeir eru núna að búa sig undir að ráða fólk, en héldu fyrir stuttu að þeir þyrftu að segja upp mannskap. Hefur Evrópska efnahagssvæð- ið skipt miklu í iðnaði? Tilkoma Evrópska efnahagssvæð- isins hefur skipt algjörum sköpum fyrir fslenskan iðnað. Samningurinn neyðir okkur í raun til að skapa ís- lenskum fyrirtækjum sambærileg skilyrði og gerist hjá samkeppnisað- ilum okkar á þessu efnahagssvæði. Það er deginum Ijósara, að allt al- þjóðlegt samstarf gerir okkur gott. lslendingum hefur aldrei liðið eins illa sem þjóð og sem einstaklingum einsog þegar við vorum í hvað mestri einangrun. Ef við skoðum söguna þá sést að afkoma þjóðarinn- ar hefur haldist í hendur við sam- skipti okkar við útlönd. Þegar al- þjóðleg samskipti eru mikil og góð þá er afkoman góð. Þegar einangrun- arstefnan ríkir þá er búið hér við sult og seyru. Flokkurinn á þessa slæmu stöðu ekki skilið Ef við vindum okkur úr iðnaði yfir í málefni Alþýðuflokksins: Staða flokksins í skoðanakönnun- um er slæm. Hvað er að gerast með þennan flokk, hver er þín til- finning? Mér finnst að flokkurinn eigi þessa slæmu stöðu ekki skilið miðað við þau verk sem við höf- um verið að vinna. Und- anfarin rúm- lega tvö ár hafa verið s am f e 11d saga erfið- leika fyrir A I þ ý ð u - flokki nn; erfiðleikar sem segja má að hafi skapast á hans eigin h e i m i 1 i . Fyrst komu þessar sí- felldu deilur og ágrein- ingur fyrr- v e r a n d i varafor- manns við formann og flokksfor- y s t u n a . Þessar deil- ur stóðu mánuðum og árum saman í fjöl- miðlum því allt var þetta borið á torg og aldrei virtir lýð- ræðislegir afgreiðslu- hættir. Mál- um var jafn- vel skotið til hæstaréttar flokksins til að leysa úr ágreiningi sem var per- sónulegur og ekki málefnalegur, en niðurstaða flokksþings var að engu höfð. Um þetta síðastnefnda get ég borið vott því ég var formaður stjómmálanefndar á síðasta þingi Al- þýðuflokksins þar sem stjómmála- ályktunin var afgreidd. Þar sat meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir. Hún kom með þrjár breytingatillögur við ályktunina og þær vom allar sam- þykktar. Þannig sést, að það var eng- in málefnaágreiningur á þessu þingi einsog menn héldu fram eftirá. Þessi ágreiningur var fyrst og fremst per- sónulegur og endaði að lokum með brottför Jóhönnu er hún yfirgaf AI- þýðuflokkinn þrátt fyrir aliar sínar yfirlýsingar um að til þess myndi aldrei koma. Öll þessi læti og nei- kvæða umræða verður að sjálfsögðu til þess að gera okkur lífið leitt og eftir því sem hún magnast hefur fylg- ið hrapað. í öðru lagi hafa spillingar- málin skaðað okkur afar mikið. Þetta tvennt hcfur einkum haft slæm áhrif á stöðu flokksins. Hvaða gerir Alþýðuflokkurinn til að laga stöðuna? Þetta er svolítið skrýtið ástand. Ég hef talað persónulega við fjölda manns á þeim nfu ferðum sem ég hef farið útá land og ráðuneytið skipu- lagði. Ég hef farið hringinn í kring- um landið. Þar heimsótti ég iðnfyrir- tæki og hélt fundi með sveitarstjóm- um og almenningi. Fundirnir voru ótrúlega fjölsóttir þrátt fyrir að hafa stundum verið haldnir um miðjan dag; á versta fundartíma. Menn hafa kunnað að meta þessa beintengingu. Ég hef raunar farið tvær hringferðir - fyrst sem heilbrigðisráðherra og síð- an sem iðnaðarráðherra - og fundið gífurlega breytingu á viðhorfi fólks. I fyrri hringferðinni 1992 var mold- viðrið um aðgerðir Alþýðuílokksins í velferðarmálum hvað hvassast. Maður fann massíva andúð á fund- unurn. Fólk hélt að við værum að rústa velferðarkerfið. Það trúði því virkilega. Núna í þessari seinni hringferð fann ég greinilega, að and- úðin á verkum Alþýðufiokksins er algjörlega horfin. Menn koma nú hver á fætur öðrum og vitna um að það sem fiokkurinn hafi gert í mál- efnum velferðarkerfisins hafi verið rétt; moldviðrið sem þyrlað var upp hafi verið ástæðulaust. I dag er engin andúð gagnvart stefnu Alþýðu- fiokksins þrátt fyrir að Evrópustefna flokksins sé umdeild - en jafnvel hana hef ég getað rætt af skynsemi við fólk á þessum ferðum mínum. Nei, það eru fyrst og fremst erfið- leikar í persónulegum samskiptum innan fiokksins og hin mikla um- ræða um spillingarmálin sem hrekja fólk frá flokknum - alls ekki mál- efnastefnan. Spillingarumrædan er í hendi fólksins Finnst þér sjálfum einhverjar ásakanir um spillingu Alþýðu- flokksins eiga við rök að styðjast? Þetta er eiginlega ekki spuming um hvað mér finnst heldur hvað fólki finnst. Það er málið. Að sumu leyti erafstaða almennings til fiokks- ins mjög skiljanleg. Það er mjög áberandi að fólk er afar óánægt með launakjör sín; afar ósátt við sína til- vem og samdráttur þeirra í tekjum hefur verið mikill. Þetta fólk það reiðist þegar það telur, að forystu- menn þjóðarinnar eða forystumenn í stjómmálum séu með óeðlilegum hætti að hygla sér og sínum með fyr- irgreiðslu og öðru slíku sem er greitt fyrir af skattpeningum fólksins. Svona mál em fólki miklu ofarlegar í huga heldur en málefnin sem Al- þýðufiokkurinn hefur verið að vinna að og fólk metur. Svo virðist sem Al- þýðuflokknum líðist ekki það sem öðmm stjórnmálaflokkum líðst. Það er kannski vegna þess að fólk gerir meiri kröfur til Alþýðuflokksins. Við eigum meira fylgi meðal unga fólksins heldur en annarra og það gerir kannski meiri kröfur. En lítum á að það er ekki sagt eitt orð þegar mannaráðningar annarra fiokka koma upp á yfirborðið. Það er vandlifad í þessum heimi Eru alþýðuflokksmenn klaufar við mannaráðningar? Það getur vel verið að við höfum verið klaufar. En ég tek bara sem dæmi það sem gerðist síðasl: A veg- uni fyrrverandi heilbrigðisráðherra voru sett lög um stjórnir hcilsu- gæslustöðva. Þar var gert ráð fyrir þvi' að þær yrðu skipaðar fimm full- trtíúm: Einum fulltma starfsmanna viðkomandi stöðvar, þremur fulltrú- um sem skipaðir vom pólitískt eftir úrslitum sveitarstjómarkosninga hverju sinni og síðan átti ráðherra einn persónulegan fulltrúa í stjórn- inni. Þetta var samþykkt og enginn sagði neitt. Þessi fyrrverandi heil- brigðisráðherra skipaði sína fulltrúa, hann var framsóknarmaður og flestir fulltrúar hans sömuleiðis. Það sagði enginn neitt við þessu fyrirkomulagi. Núna kemur að því, að það er endur- skipað og nýkjömar sveitarstjómir koma núna og skipa sfna fulltrúa og enn segir enginn neitt, en svo kemur núverandi ráðherra og skipar sína fulltrúa í stað þeirra sem skipaðir vom af fyrrverandi ráðherra. Og þá ætlar allt um koll að keyra. Aihverju var aldrei gerð athugasemd við þetta? Það er alveg sama hvaða full- trúa maður skipar. Það er ráðist á mig ef ég skipa krata og það er líka ráðist á mig ef ég skipa ekki krata. Það er jafnmikil frétt í fjölmiðlum hvort sem ég skipa krata í stjóm eða ekki. Þetta er ekki óvenjulegt dæmi. Eru jafnaðarmenn kannski í ör- væntingu sinni yfir slæmu gengi farnir að höggva hver til annars? Nei, nei. Menn em ekkert að höggva hvorn annan, en einsog ég segi: Það er gert að gagnrýnisatriði í fjölmiðlum á mig ef ég skipa flokks- mann i' embætti sem fulltrúa minn í stjórn heilbrigðisstofnunar. Það er líka gert að gagnrýnisatriði ef ég geri það ekki. Þá er nú orðið svolítið vandlifað. Hvemig stendur til dæmis á því að allir sýslumenn landsins em annaðhvort framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn? Það yrði nú saga til næsta bæjar ef krati yrði skipaður sýslumaður. Ég býst við að þjóðfé- lagið myndi barasta fara á hvolf. Þegar ég kem hingað inn þá vill svo til að formenn í veigamiklum stjórn- um í heilsustofnunum eru framsókn- armenn. Einn var meira að segja þingmaður fyrir Framsóknarfiokk- inn, sem var í mjög harðri andstöðu við það sem ég var að gera í málefn- um heilsugæslustöðva. Samt sem áð- ur var hann fulltrúi minn og formað- ur stjómar slíkar stöðvar. Hann bauð mér að víkja úr embætti en ég sagði, að honum væri ekkert vandara að sitja þarna en öðrum og ég bæri fullt traust til hans. Það gekk nú allt sam- an upp. Það er á hreinu að fulltrúar mínir verða að ganga minna erinda hvort sem þeir eru kratar eða ekki. Annars verða þeir að víkja. Verður stokkað upp í for- ystu flokksins Hvað með uppstokkun í forystu Alþýðuflokksins vegna slæms gengis; mannabreytingar á toppn- um? Við erum nýbúin að hafa fiokks- þing og meginhlutverk þess er að kjósa flokknum forystu. Flokksþing hefur gert það og því verður ekki breytt nema að nýtt fiokksþing komi saman. Alþýðuflokkurinn hefur eng- an æðri dóm en flokksþing og menn verða sætta sig við þá niðurstöðu sem þar er fengin. Verður flokksþing kannski kall- að saman á næstunni? Ég hef enga tillögu um það sjálfur. Hinsvegar ræður flokksþingið nátt- úrlega hvað það gerir, það getur tek- ið fyrir hvaða mál sem það vill. En ég hef enga tillögu um að flokksþing komi saman og breyti því sem það sjálft hefur tekið ákvörðun um með eðlilegum og löglegum hætti. Stefna flokksins að bæta lífskjörin Að Iokum: Snúum okkur aftur að málefnunum. Hver verða helstu stefnumál Alþýðuflokksins í komandi kosningum? Ég sé fyrir mér, að meginverk Al- þýðufiokksins í kosningabaráttunni verði að leggja fram stefnu um hvernig eigi að bæta lífskjör á ís- landi. Það er meginmálið. Það þarf að jafna lífskjörin og nota það svig- rúm sem við núna höfum til launa- hækkana. Brýnasta verkefni okkar er að bæta hag láglaunafólks á Islandi. Síðan eigum við undirbúa okkur undir viðræður um aðild að Evrópu- sambandinu sem eru hluti af þeirri aðgerð að bæta almenn lífskjör í landinu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að öll mismunun sem að gegn okkur beinist í almennum viðskiptum milli þjóða bitnar á lífs- kjörum íslendinga. Ef fólk sem vinn- ur til að mynda við framleiðslu á síldarafurðum f Noregi getur flutt sína framleiðslu inná EES- markað- inn tollfrjálst á sama tíma og við verðum að borga fyrir það toll, þá þýðir það einfaldlega að það kemur niður á lífskjörum fólksins sem vinn- ur við þessa atvinnugrein hér á ís- landi og það veröur að sætta sig við lægra kaup heldur en fólk sem vinn- ur sambærilega vinnu í Noregi. Þannig að forsendur flokksins í Evr- ópumálunum eru að sjálfsögðu part- ur í h'fskjarastefnu Alþýðuflokksins. Stærsta atriðið sem við getum gert er að tryggja það að lífskjör á Islandi séu í framtíðinni ekki lakari heldur en í þeim löndum sem við viljum helst líkja okkur við og eigum mesta samleið með í flestu tilliti. Megin- stefna og stærsta baráttumál Alþýðu- flokksins í næstu kosningum á að vera ný lífskjarastefna með tengingu við Evrópumálin. Hluti af þessari nýju lífskjarastefnu er sem sagt að nota svigrúmið sem nú hefur skapast og bæta kjör láglaunafólksins. Þetta er mín skoðun á hvert eigi að vera helsta baráttumál flokksins f næstu kosningum. ® „Andúðin á verkum Alþýðuflokksins er ai- gjörlega horfin. IVlenn koma nú hver á fæt- ur öðrum og vitna um að það sem flokkur- inn hafi gert í málefnum velferðarkerfisins hafi verið rétt; moldviðrið sem þyrlað var upp hafi verið ástæðulaust. í dag er engin andúð gagnvart stefnu Alþýðuflokksins þrátt fyrir að Evrópustefna flokksins sé um- deild - en jafnvel hana hef ég getað rætt af skynsemi við fólk á þessum ferðum mín- um. Nei, það eru fyrst og fremst erfiðleikar í persónulegum samskiptum innan flokks- ins og hin mikla umræða um spillingarmál- in sem hrekja fólk frá flokknum - alls ekki málefnastefnan." A-mynd: E.ÓI. „Ég sé fyrir mér, að meginverk Alþýðuflokks- ins í kosningabaráttunni verði að leggja fram stefnu um hvernig eigi að bæta lífskjör á ís- landi. Það er meginmálið. Það þarf að jafna lífskjörin og nota það svigrúm sem við núna höfum til launahækkana. Brýnasta verkefni okkar er að bæta hag láglaunafólks á íslandi. Síðan eigum við undirbúa okkur undir við- ræður um aðild að Evrópusambandinu sem eru hluti af þeirri aðgerð að bæta almenn lífskjör í landinu.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.