Alþýðublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1
Jón Þór Sturluson, nýkjörinn formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, skrifar: Kraftur og siálfstæði „Ég hefði bara aldrei trúað því.. hefði Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, rétt eins getað sagt þegar hann leit yfir þann fjölda af ungu og hressu fólki sem sótti 41. sambandsþing SUJ í Hveragerði urn síðustu helgi, en hann var sérstakur gestur á hátíðarkvöldverði og betri helmingur hans, Guðrún Agústsdótt- ir forseti borgarstjómar Reykjavíkur, var veislustjóri þingsins. Að vísu notaði Svavar önnur orð til að lýsa blendinni hrifningu sinni yfir kraft- inum í ungliðahreyftngu Alþýðu- flokksins en innihaldið er það sama. Undntn Svavars er þó alls ekki óeðlileg því atburðir undanfarinna mánaða hafa ekki beinlínis virkað hvetjandi á fólk til að fylkja sér fyrir Alþýðuflokkinn og er SUJ þá með- talið. SUJ-arar eru þó óhræddir og ætla að sitja af sér óveðrið eins og bersýnilega kom fram á þinginu, en þingfulltrúar hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú. SUJ er sjálfstæd hreyfing Sjálfstæði SUJ, bæði hvað varðar Jón Þór Sturluson: Atburðir und- anfarinna mánaða hafa ekki bein- línis virkað hvetjandi á fólk til að fylkja sér fyrir Alþýðuflokkinn og er SUJ þá meðtalið. SUJ-arar eru þó óhræddir; ætla sitja af sér óveðrið. málefni og starfsaðferðir, er vafa- laust ástæðan fyrir þessu mikla lífi í hreyftngunni. Ungt fólk vill vera frjáíst til þess að mynda sér eigin skoðanir og þolir ekki að vera bund- ið niður í klafa flokkshollustu og hagsmunapólitíkur. Á undanförnum árum hefur Sambandið haft forystu um mörg mikilvæg mál og ber þar hæst sú stefna SUJ að ísland skuli sækja urn aðild að Evrópusamband- inu. Sú stefna hefur nú svo gott sem verið tekið upp af Alþýðuflokknum. Ungir jafnaðarmenn eru óhræddir við að gagnrýna það sem þeim er á móti skapi og láta flokksaga ekki takmarka skoðanir sínar. I því sam- bandi má benda á gagnrýni SUJ á för utanríkisráðherra til Kína nú t' ár. SUJ er öflug hreyfing Samband ungra jafnaðar- ntanna er orðin ein öflugasta stjómmálahreyfing landsins og ætlum við því að láta verulega til okkar taka í komandi kosning- um. SUJ verður með sínar eigin málefnaáherslur og starfsaðferð- ir og leggur mikla áherslu á, að sem allra flestir ungir jafnaðar- menn komist í baráttusæti á list- um Alþýðuflokksins. Forystu- menn Alþýðuflokksins hafa tek- „Ungt fólk vill vera frjálst til þess að mynda sér eigin skoðanir og þolir ekki að vera bundið niður í klafa flokkshollustu og hagsmunapólitíkur...Ungir jafnaðarmenn eru óhræddir við að gagnrýna það sem þeim er að móti skapi og láta flokksaga ekki takmarka skoðanir sínar...Samband ungra jafnaðarmanna er orðin ein öflugasta stjórnmálahreyfing landsins“ ið þessum hugmyndunt fagnandi og er undirbúningur kosningabaráttu SUJ þegar hafinn. Taktu þátt! SUJ er ekki lokaður klúbbur held- ur fjöldahreyftng þar sem allt ungt fólk er velkomið lil starfa. Eina skil- yrðið er áhugi, eldmóður og trú á grunnhugsjónina; jafnaðarstefnuna. Eg vil hvetja allá unga jafnaðar- menn, bæði þá sem ratað hafa inn í SUJ og hina sem enn eru tvístígandi, til að leggja hönd á plóginn í skemmtilegu starfi hugsandi fólks í baráttunni fyrir jafnrétti, jöfnuði og umbótum í samfélaginu okkar. Við getum svo sannarlega haft áhrif. .mrAFARGmm Brottför á tímabilinu 15. - 31.desember Lágmarksdvöl 7 dagar Hámarksdvöl 1 mánuður GAUTAfíORG KR. 31.380.- * STOKKHÓLMUR KR. 31.380,- LUXEMBORG KR. 31.450.- AMSTERDAM KR. 31.490.- HAMBORG KR. 31.500.- LONDON KR. 31.840.- OSLÓ KR. 31.840.- KAUPMANNAHÖFN KR. 31.980.- * Brottför 21.des, heimkoma 7.jan Innifalið: Flugfar báðar leiðir og flugvallarskattar. Ferðaskrifstofa Stúdcnta Sími 615656 Fax 19113 Stjómmálaályktun 41. þings SUJ Evrópa Ungir jafnaðarmenn telja að Islend- ingar eigi, að sækja nú þegar um aðild að Evrópusambandinu og láta reyna á það í formlegum viðræðum, hversu langt við gætum gengið í þá átt að halda yfirráðum yfir helstu auðlindum okkar. Þegar niðurstöður af slíkum viðræðum lægju fyrir, væri það vita- skuld þjóðarinnar allrar að taka um það ákvörðun í þjóðaratkvæða- greiðslu, hvort við féllumst á niður- stöður sltkra samningaumleitana eður Atvinnuleysi Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir mikl- um áhyggjum vegna aukins atvinnu- leysis. Atvinnuleysi er þjóðarböl sem má aldrei festa rætur hér á landi. Skýr atvinnustefna með áherslu á rann- sóknar- og þróunarstarf er besta trygg- ing okkar fyrir öflugu atvinnulífi og bættum kjörum í framtíðinni. Menntun Fjölhæf menntun er góð fjárlesting. Því vara ungir jafnaðarmenn við nið- urskurði í menntamálum. Hann mun aðeins leiða til fábrotnara atvinnulífs og lakari lífskjara. LÍN Ungir jafnaðarmenn ítreka stefnu sína í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hvetur þingflokk Al- þýðuflokksins til að ná fram breyting- um á lögunum um sjóðinn í samræmi við niðurstöðu flokksþings Alþýðu- flokksins í Kópavogi 1992. Ungir jafnaðarmenn lýsa vanþóknun á hug- myndum um skólagjöld í framhalds- skólum og treysta því að þingmenn Alþýðuflokksins muni aldrei fallast á slíkt. Menning Ungir jafnaðarmenn leggja til að styrkir fyrirtækja til lista- og menn- ingarstarfsemi hverskonar, verði frá- dráttarbærir til skatts. Má sérstaklega nefna í þessu efni styrki til kvik- myndagerðar, sem er dýr listgrein, en er, ef vel tekst til, einhver besta aug- lýsing fyrir land og þjóð sem kostur er á. Leiklist og tónlistariðkun eru einnig mikilvægir þættir. Þetta gæti orðið til að hleypa nýju blóði í listiðkun hér á landi, sem býr við frekar þröngan kost eins og staðan er í dag. Aukin listiðk- un er einnig atvinnuskapandi. Það má geta þess að það voru einmitt slíkar ráðstafanir sem hrundu kvikntynda- byltingunni miklu í Ástralíu af stað fyrir um tuttugu árum. Þjóðrækni Á þeim tímum sem jafnaðarmenn stefna að auknum tengslum Islands við umheiminn, er afar brýnt að staðið sé vörð um íslenska menningu og ís- lenska tungu. Sérstaða okkar sem þjóðar og mikilsverðasta framlag okk- ar til evrópskrar menningar eru hinn mikli bókmenntaarfur sem við höfum varðveitt af kostgæfni. Við verðum að veita bókmenntum nútím- ans skilyrði til vaxtar með stuðningi opinberra aðila. Fjölskyldan Ungir jafnaðarmenn hvetja til þess að stóraukin áhersla verði lögð á for- vamarstarf og á málefni íjölskyldunnar. Ríkjandi stefna í heilbrigðis- og félagsmálum hefur verið sú að bíða eftir að vanda- mál komi upp og þá er reynt að taka á þeini sem því miður er oft of seint. í stað þess þyrfti að taka upp öflugt forvamarstarf á öllum svið- unt, svo sem gagnvart sjúkdómum, slysum, bamavemd og uppeldismál- um . Forvamarstarf getur verið í ýms- um myndum, til að mynda í formi fræðslu og aðgerðum sem hvetja til heilbrigðra lífshátta. Taka þarf upp markvissa fjölskyldustefnu með því að setja á stofn skrifstofu um málefni ijölskyldunnar. Hlutverk þessarar skrifstofu er að vera málsvari fjöl- skyldunnar gagnvart stjómvaldsað- gerðum. Bændur Ungir jafnaðanrtenn lýsa yfir full- um stuðningi við íslenskan landbúnað og íslenska bændur og hvetur þá til að brjótast undan oki rikjandi miðstýr- ingar. Það ríkisrekna hagsmunabákn sem hreiðrað hefur um sig í kerfinu hefur orðið að steinrunnum risa og hefur hneppt íslenska bændur í ánauð. Þingið lýsir yfir ánægju með tilkomu GATT samningsins, en hvetur jafn- framt til þess að sett verði af stað áætl- un sem hefur það að markmiði að að- stoða íslenska bændur við að laga sig að þeim nútímalegu viðskiptaháttum sem óhjákvæmilega munu ríkja í framtíðinni. Kosningar Ungir jafnaðarmenn árétta þá stefnu sína að kosningakerfinu verði breytt í þá átt að landið allt verði gert að einu kjördæmi, með hlutfallskosn- ingu, þar sem hver listi þuríi 5% kjör- fylgi að lágmarki til þing- setu. Misvægi atkvæðis- réttarins er óþolandi og í hrópandi andstöðu við grundvallarmannrétt- indi. Landið allt sem eitt kjördæmi, þar sem hver einstaklingur hefur eitt at- kvæði er meg- inforsenda til að tryggja lýðræði í þessu landi. Fiskveiðar Ungir jafnað- armenn fagna gildistöku EES- samningsins og telja að aðild íslands að Evrópsku efnahagssvæði sé í raun for- senda þess að íslenskur sjávarútvegur þróist frá því að vera hráefnisútflytj- andi til þess að verða nútímaleg mal- vælaiðja. Þingið telur að stærsti gall- inn við núverandi fiskveiðistjómar- kerfi, kvótakerfið, sé óheft framsal veiðiheimilda. Það er með öllu óþol- andi að auðlindir hafsins, sem eru sameign allrar þjóðarinnar, skuli með lögum vera sett í hendur örfárra ein- staklinga. Gera þarf breytingar á nú- verandi kerfi þar sem tryggt sé að 1. grein laga um stjóm fiskveiða sé virt. í Ijósi þeirrar fjármagnskreppu sem ís- lenskur sjávarútvegur er í álfta ungir jafnaðarmenn að leyfa beri fjárfest- ingar erlendra aðila í fiskvinnslu á ís- landi, jafnframt verði tryggt að íslensk fiskvinnsla fái tækifæri til að bjóða í allan afla sem veiðist á íslandsmiðum. Ungir jafnaðarmenn fagna tilkomu þróunarsjóðs sjávarútvegsins sem fyrsta skrefi í átt til gjaldtöku fyrir af- notaréttinn af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum við landið. Efni blaðsins unnu: Baldur Stefánsson (ritstjóri), Þóra Arnórsdóttir, Hreinn Hreinsson, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Jón Þór Sturluson, Magnús Árni Magnússon, Bolli Runóifur Valgarðsson og fleiri. Umsjón: shh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.