Alþýðublaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjanesi um fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins verður haldið 21. og 22. janúar 1995. Stefán Hrafn Hagalín kynnti sér stöðu mála og ræddi við hugsanlega frambjóðendur: Guðmundur og Rannveig berjast um 1. sæti - Barátta þeirra verður tvísýn og Suðurnesjamenn munu ráða úrslitum. Petrína Baldursdóttir alþingismaður stefnir á annað til þriðja sæti, en Guðfinnur Sigurvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri Keflavíkur gæti orðið henni afar skeinuhættur. Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra og Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður munu berjast um efsta sætið í opnu prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi sem haldið verður 21. og 22. janúar um tjögur efstu sætin á franrboðslista tlokksins. Algjörlega tvennum sögum fer af úrslitum bar- áttu þeirra tveggja - spámenn um niðurstöðu prófkjörs skiptast í tvo jafna hópa. Þrátt fyrir að Guðmund- ur Árni þyki hafa á bak við sig mun harðskeyttari „prófkjörsmaskínu“ þá á Rannveig á til að mynda mjög traustan fylgishóp. Hún þykireinnig óumdeildari stjórnmálamaður en Guðmundur Árni. Petrína Baldursdóttir alþingis- maður sækir fast í þriðja sætið, en þar gæti Guðfinnur Sigurvinsson orðið henni afar skeinuhættur. Hann er fyrrverandi bæjarstjóri í Keflavík, oft kallaður „grand old man“ þeirra Suðurnesjamanna og maður sem erfitt er að ganga framhjá þrátt fyrir að margir hinna eldri og virðulegri hafi farið flatt í stjómmálum að und- anförnu - samanber Salome Þor- kelsdóttur og Guðrúnu Helgadóttur. Það er í öllu falli ljóst að keppnin verður engu síður hörð um þriðja sætið en það fyrsta. Samkvæmt heimildum blaðsins reyna jafnaðar- menn nú hvað þeir geta til að telja Guðfinn ofanaf framboði þarsem þeir telja listann sterkari með Petr- ínu í einu af efstu sætunum. Guð- finnur hafði ekki gefið sig með framboðsáætlanir þegar síðast frétt- ist og fari hann í framboð mun hann reynast efstu mönnum hættulegur, einsog fyrr sagði. „Þetta verdur skrautlegt at" Lítum nánar á baráttu Rannveigar og Guðmundar Áma. Þegar Al- þýðublaðið ræddi við stuðnings- menn beggja í gær og fyrradag var engan bilbug að finna á hvorugum hópnum; fólk Guðmundar Árna taldi sinn mann nokkuð ömggan og söntuleiðis Rannveigar- fólkið. Það sætir svosent engum tíðindum, að stuðningsmenn séu kokhraustir, en fróðlegt verður að sjá hvort unnt verður fyrir hópana að standa við drengskaparyfirlýsingar sem gefnar hafa verið út af Rannveigu og Guð- mundi Árna. Kappið sem virtist hlaupið í menn strax í gær - þegar rúmur einn og hálfur mánuður er til prófkjörs - er slíkt að „það hálfa er nóg“, einsog einn hlutlaus áhorfandi orðaði það. Sami heimildarmaður sagði um framboðsslag Guðmundar Ama og Rannveigar: „Blessaður vertu. þau em bæði búin að vera í kosningabar- áttu vegna prófkjörsins í marga mánuði. Það er ekkert skrítið þvf Guðmundur Árni á hreinlega pólit- ískt líf sitt undir þvf komið, að ná fyrsta sætinu og Rannveig gerir allt til að halda forystu sinni í Reykja- nesi. Þetta verður skrautlegt at.“ Ef við skoðum hvernig stuðning- ur við þau skiptist eftir sveitarfélög- um, þá ætti Guðntundur Árni að eiga stuðning vísan í Hafnarfirði líktog Rannveig í Kópavogi. Mos- fellsbærinn hallast frekar í átt til Rannveigar og sömuleiðis Garðbæ- ingar, sem aldrei hefur verið sér- staklega hlýtt til Hafnfirðinga. Mos- fellsbær og Garðabær verða hins- vegar seint talin öflug vígi jafnaðar- manna. Ef við horfum síðan til Suð- urnesjamanna þá hafa þeir hafa aft- ur á móti nokkra sögu stuðnings við Guðmund Árna og studdu hann til að mynda að meirihluta í varafor- mannsslagnum við Össur Skarphéð- insson á síðasta flokksþingi. Hvern stydja Sudurnesjamenn ? Stuðningsmenn Rannveigar draga mjög í efa, að Guðmundur Árni njóti stuðnings meirihluta Suð- urnesjamanna, en á móti má benda á yfirlýsingar þeirra og málflutning honum til stuðnings í kringum íra- fárið mikla fyrir stuttu. Ljóst er þó að Suðumesjamenn ntunu ráða úr- slitum í prófkjörinu - að minnsta kosti um efsta sætið. „Suðurnesja- menn munu styðja þann frambjóð- andann sem lofar þeint mestu,“ sagði heimildamaður blaðsins þar búsettur í gær. Bæði eiga vísan stuðning hjá lykilmönnum á Suður- nesjum og endalaust má velta fyrir sér hvaða þungavigtarmaður er mestur þungavigtarmaðurinn... Látum það liggja á milli hluta. Einhverjir hafa gert að því skóna, að slagurinn á milli Rannveigar og Guðmundar Árna verði svo harður, og atkvæði skiptist þannig, að at- kvæðahár frambjóðandi - væntan- lega annaðhvort Guðfinnur eða Petrína - geti stungið sér upp á milli þeirra. Viðmælendum blaðsins bar saman um að ólíklegt sé, að þetta geti gerst - en fáir treystu sér þó til að útiloka slíkt. Það hefur oft gerst áður í próf- kjöri, að harkan er slík hjá stuðn- ingsmönnum tiltekinna frambjóð- enda, að þeir geta ekki hugsað sér að kjósa keppinautinn, sem verður fyr- ir vikið mun atkvæðalægri en marg- ir aðrir frambjóðendur sem aldrei gáfu kost á sér í sæti jafnhá á listan- um. Sá sem mætir slíku andstreymi hrapar niður listann. Tökum tvö góð dæmi um þetta fyrirbæri í prótkjöri: Ólafur G. Ein- arsson var afar atkvæðalágur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi og mátti ekki miklu muna að hann færðist niður listann og Árni Mathiesen stæli fyrsta sæt- inu. Þar skildu aðeins örfáir tugir at- kvæða á milli „feigs og ófeigs". Sal- ome Þorkelsdóttir mætti einnig and- streymi af þessu tagi í sama próf- kjöri og fékk hraksmánarlega út- reið. Vandi er um adra ad spá Aðrir hugsanlegir frambjóðendur eru óskrifað blað, erfitt er um stöðu þeirra að spá og standa flestir nokk- uð jafnir. Prótkjörið verður opið öll- um stuðningsmönnum Alþýðu- flokksins í kjördæminu og ekki þótti ástæða til að krefjast undirritaðrar stuðningsyfirlýsingar af óflokks- bundnum. „Við væntum þess að stuðningsmenn annarra flokka skipti sér ekki af þessu," sagði einn stjórnarmaður fulltrúaráðsins. Ung- liðar í Alþýðuflokknum sem náð hafa sextán ára aldri á kjördag geta tekið þátt í prófkjörinu, en unt aðra gildir átján ára aldurinn. Framboðsfrestur er til 30. desem- ber. Rannveig: Nú reynir á hinn trausta fylgishop hennar. Guðmundur Árni: Ætlar sér að ná forystu í kjördæminu. Petrína: Gæti átt harðan slag við Guðfinn fyrir höndum. Guðfinnur: Reynt að tala um fyrir honum vegna Petrínu. Hverjir ætla í prófkjör Alþýðuflokksins á Reykjanesi? Ellefu nöfn eru nú einkum í um- ræðunni um framboð í prófkjöri Al- þýðuflokksins á Reykjanesi 21. og 22. janúar 1995, eftir því sem næst verður komist: Ámi Hjörleifsson bæjarfulltrúi (Hafnarfirði), Elín Harðardóttir matreiðslumaður (Hafnarfirði), Eyjólfur Sæmundsson formaður fulltrúaráðsins á Reykja- nesi (Hafnarfirði), Gizur Gottskálks- son bæjarfulltrúi (Garðabæ), Guð- finnur Sigurvinsson deildarstjóri (Keflavík), Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi (Kópavogi), Guðmund- ur Ámi Stefánsson alþingismaður (Hafnarfirði), Hrafnkell Oskarsson læknir (Keflavík), Petrína Baldurs- dóttir alþingismaður (Grindavík), Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra (Kópavogi), Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi (Hafnar- firði) og Þóra Amórsdóttir formaður FUJ (Kópavogi). Alþýðublaðið ræddi við nokkra hugsanlega kandídata í gær og spurði hvort þeir ætli í framboð. Rannveig: Sá besti mun sigra „Eg gef kost á mér í fyrsta sæti í þessu prótkjöri og líst ágætlega á baráttuna sem framundan er. Ég mæti galvösk til leiks og niun leggja áherslu á að halda því forystuhlut- verki sem ég hef gegnt í kjördæntinu nú um nokkurt skeið. Einnig ber að nefna, að sú reynsla sem ég hef feng- ið í mínum stjómmálastörfum og af veru minni á Alþingi í tæp sex ár, gefur mér enn meira tilefni til að sækjast fast eftir þessu fyrsta sæti. Mér hafa að undanförnu borist mjög góðar og skýrar stuðningsyfirlýsing- ar við störf mín og sú staðreynd herðir mig fyrir prófkjörsslaginn. Við munum takast á og sá besti mun sigra,“ sagði Rannveig Guðmunds- dóttir. Gudmundur Árni: Leggst vel í mig „Prófkjörið leggst vel í mig og ég vona að það verði stórt og öflugt. Við í Reykjanesi höfum verið að mælast með 13-14% í skoðanakönn- unum, og mér finnst það auðvitað alltof lítið þar sem við vomm með talsvert yfir 20% í síðustu kosning- um. En við emm bjartsýn og hér em starfandi feykiöflug flokksfélög f öllum stærstu bæjunum. Ég er alls ekki hræddur við þessa návígisbar- áttu sem prófkjörin eru; við höfum rætt þetta okkar á milli frambjóðend- ur og ég á von á því að þetta fari allt fram í fyllsta bróðerni og menn mæti til leiks með opnu hugarfari," sagði Guðmundur Ámi Stefánsson. Eyjólfur: Ég hugsa minn gang „Það hefur lítið komið til tals að ég gefi kost á ntér í prófkjörið. Jú, þetta hefur verið talsvert ámálgað við mig, en ég hef engu svarað og lít- ið spáð í þetta. Maður hugsar sinn gang. En það er nægur tími til stefnu og ég skoða þetta kannski," sagði Eyjólfur Sæmundsson. Petrína: Ég er mjög bjartsýn ,Já, að sjálfsögðu gef ég kost á mér í prófkjörið og stfla þá inná 2. til 3. sæti. Ég er bjartsýn unt góðan ár- angur og þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við störfum mínum og málflutningi á Alþingi og tel mig eiga fullt erindi þarna inn. Það verður að viðurkenn- ast að ég hef nú í seinni tíð haft mín- ar efasemdir urn prófkjör yfirleitt. Mér finnst almennt komin alltof mikil auglýsingamennska í þetta og alltof háar fjárhæðir unt að tefla. Það hafa til dæmis ekki allir áhuga á að þurfa að ganga milli fyrirtækja og safna styrkjum. Ég er nú að gera mér vonir um að frambjóðendur í próf- kjörinu ræði saman og ákveði sín á milli um prólkjörsreglur og menn gæti hófs. Ég sé ekki fyrir mér að ég geti staðið í mikilli auglýsingaher- ferð. En ég er að öðru leyti til í slag- inn og ákveðin í að ná árangri," sagði Petrína Baldursdóttir. Þóra: Alei, fyrr skal ég hundur heita „Nei, ég ætla alls ekki að gefa kost á mér í prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi. Þetta hefur verið þó- nokkuð orðað við mig, en það kemur hreinlega ekki til greina að ég taki þátt. Staðreynd málsins er sú, að það er ekki hægt að bjóða hugsandi fólki uppá þátttöku í þessum Ijóta skrípa- leik sem prófkjör eru orðin; þessum hanaslag lýðskrumara og smala- hunda íþróttafélaganna. Prótkjör eru ein höfuðástæða þess að illmögulegt er að fá hæft fólk til stjórnmálastarfa. Ég hef horft uppá það trekk í trekk, að eftir prófkjörsniðurröðun á fram- boðslista sitja flokkarnir uppi með handónýta forystumenn sem enga hæfni hafa til að bera, að taka þátt í ákvarðanatöku um stjóm landsins. Flokkamir verða að endurskoða þessa uppröðunaraðferð sína ef með- almennskan og loddaraskapurinn á ekki að verða þeim að aldurtila. Ég segir nei og aftur nei. Ég fer ekki í prófkjör; fyrr skal ég hundur heita,“ sagði Þóra Amórsdóttir. Gissur: Verdur líklega med „Ég er nú ekki búinn að taka end- anlega ákvörðun. En ég geri ráð fyr- ir því. Ég hef fengið fjölda áskorana frá mínum stuðningsmönnum. Þetta er svolítið erfitt fyrir mig að koma þessu saman, vegna þess starfs sem ég gegni sem læknir. Ég er að skoða þessi mál og verð að segja, að ég er spenntur fyrir þessu og geri frekar ráð fyrir að fara fram. Ef af verður mun ég stefna á 3. til 4. sæti,“ sagði Gizur Gottskálksson. Gudfinnur: Er spenntur fyrir toppslag „Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun. Ég hef fengið mikið af áskomnum frá stuðningsfólki mínu og verð að viðurkenna að ég er spenntur fyrir því að bjóða mig fram í eitt af efstu sætunum. En það verð- ur líka að viðurkennast að ég hef einnig heyn hina hliðina; að ég eigi ekki að bjóða mig fram. Ég tek ákvörðun um þetta einhvem allra næstu daga,“ sagði Guðfinnur Sigur- vinsson. Tryggvi: Nei, þad er útilokad mál „Nei, ég ætla ekki að gefa kost á mér í þessu prófkjöri. Það er útilokað mál. Það er gnægð af góðu fólki þarna inni og ég hyggst ekki blanda mér í slag þeirra um efstu sætin. Málið er, að ég fer aldrei í svona kosningaslag án þess að eiga sigur nokkuð vísan,“ sagði hlæjandi Tryggvi Harðarson. Gudmundur: Var bólusettur á Alþingi Það hefur aldrei komið til greina af minni hálfu að ég færi í þetta próf- kjör. Ég var nefnilega bólusettur fyr- ir Alþingi árið 1988 þegar ég settist inná þing í þrjár vikur sem varamað- ur. Það verður að segjast einsog er, að þetta er einhver sá óyndislegasti vinnustaður sem ég hef komið á. Það getur svosem vel verið að þama inn- anum leynist góðir menn, en ég hef engan áhuga á þingmennsku og ætla halda mig við sveitarstjórnarmálin. Sá málaflokkur á við mig; þar er fjallað um alvörumál og beinteng- ingin við fólkið miklu meiri. í sveit- arstjómarmálunum er ekki að finna þessa gervimennsku sem einkennir gjarnan störfin á Alþingi," sagði Guðmundur Oddsson. Hrafnkell: Ætlar í slaginn „Ef Guðfinnur Sigurvinsson, eða aðrir jafnaðarmenn héma sent ég get hugsað mér að styðja, gefa kost á sér í toppslaginn þá mun ég ekki gefa kost á mér í þann slag heldur stefna á sæti neðar á listanum. Gefi Guðfinn- ur - eða aðrir sem ég get hugsað mér að styðja - hinsvegar ekki kost á sér þá mun ég fara f toppslaginn. Þetta skýrist á næstu dögum og ákvörðun- ar minnar er að vænta innan skamms,“ sagði Hrafnkell Óskars- son, læknir í Keflavík. Árni: Kjarkadur, en þó tvístígandi Ekki náðist í Áma Hjörleifsson og því óljóst með afstöðu hans. Hann mun hafa áhuga á að hella sér í slag- inn, en er þó tvístfgandi. Ámi er þekktur að öðm en kjarkleysi og sýndi til að mynda fádænta seiglu í síðasta prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og komst inn sem bæjar- fulltrúi. Elín: Hefur áhuga á frambodi Elín Harðardóttir er (einsog bróðir hennar Tryggvi) af miklu ættarveldi jafnaðarmanna í Hafnarfirði hvers höfuð er Hörður Zóphoníasson, faðir hennar. Elín er afar virk í starfi jafn- aðarmanna í Hafnarfirði og fyrrver- andi stjómannaður SUJ. Elfn mun hafa áhuga á framboði og stefna þá að 3. til 4. sæti, en ekki náðist í hana lil að staðfesta þennan orðróm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.