Alþýðublaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 1
Fjárlagafrumvarpið rætt á Alþingi og ríkisútgjöld hækka:
Aukin forgangsröðun ÍHI-
tannlæknadeild lögð niður?
Sigbjörn Gunnarsson formaður fjárlaganefndar vill verja fjármunum sem þannig spar-
ast til að efla kennslu í sjávarútvegsfræðum. Taka þarf að taka hressilega til hendinni í
heilbrigðisþjónustu og forgangsraða í auknum mæli.
„Tillögur til hækkunar í fjárlaga-
frumvarpinu við aðra umræðu
hljóða uppá 377,9 milljónir króna.
A móti koma að vísu einhverjir nýir
tekjustofnar, en þau mál skýrast öll
betur við þriðju umræðu," sagði
Sigbjörn Gunnarsson, formaður
fjárlaganefndar Alþingis, í samtali
við Alþýðublaðið í gær. Hann sagði
að stefnt væri að því, að halli ríkis-
sjóðs yrði ekki meiri en rúmir 8
milljarðar. „Það er engu að síður
töluverð aukning, þar sem í frum-
varpinu er gert ráð fyrir 6,5 millj-
arða halla. En þetta er mikið
áhyggjuefni, þvf alveg einsog í góð-
ærinu áður erum við nú að sigla
framúr fjárlögum. Þessu ætti náttúr-
lega að vera öfugt farið,“ sagði Sig-
björn.
Sigbjörn telur til tvö mál sem
hann segir standa uppúr í frumvarp-
inu:
„Annarsvegar er það efling ný-
sköpunar í atvinnulífi með stofnun
Nýsköpunarsjóðs með áhættufjár-
magni í samræmi við yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að
hætta vera hráefnisútflutningsþjóð
eingöngu. Það er gffurlega mikil-
vægt fyrir okkur stefna í auknum
mæli að fullvinnslu.
Hinsvegar vil ég nefna að við
þurfum að efla menntun í landinu
og til þess að það sé gerlegt þarf
meðal annars að forgangsraða í
stórauknum mæli innan Háskólans.
Ég sé til dæmis fyrir mér, að leggja
mætti niður tannlæknadeildina. Þar
eru fáir nemendur, mjög dýr rekstur
á ferðinni og verja mætti þeim fjár-
munum betur til öflugri kennslu, til
dæmis vantar tilfinnanlega aukið
fjármagn í sjávarútvegsfræðum.
Þessi skortur á forgangsröðun er
veikleiki mjög víða, til að mynda í
heilbrigðisþjónustunni. Þar þarf að
taka hressilega til hendinni."
Sigbjörn segir íslensku þjóðina
hafa sofið á verðinum í ríkisfjármál-
um. „Það velferðarstig sem við bú-
um við er byggt á 400 þúsund tonn-
um af fiski og þarsem þau eru ekki
lengur fyrir hendi, þurfum við held-
ur betur að taka okkur saman í and-
Iitinu.“
SKAGINN
Blað jafnaðarmanna á
Vesturlandi
er samferða
Alþýðublaðinu í dag og
er dreift á öll heimili í
kjördæminu.
Jólagleði á MÚIaborg Allir mættu í sínu fínasta skarti á Múlaborg í gær enda var þá haldinn jóladans-
leikur með pompi og prakt. Jólasveinarnir eru komnir í bæinn og þeir glöddu smáfólkið með góðum gjöfum. Nú
eru aðeins 10 dagar þangað tii hátíð Ijóss og friðar gengur í garð. A-mynd: E.ÓI.
Pétur Sigurðsson:
Ekki í framboð
fyrir Þjóðvaka
„Það stóð ekki til af minni hálfu
að vera áfram á framboðslista Al-
þýðuflokks-
ins. Mér líð- jjlÉteLu
ur ekki vel újfr
sem for- m
s t ó r u m
verkalyðs-
samtökum
undir þess-
ari
stjórn sem„. , ...
A l þ ý ð u .Petur: Hef ekkl sagt
flokkurinnmi9 úrflokknum.
ber ábyrgð á. En ég er ekki að fara
í framboð fyrir Þjóðvaka og það
hefur aldrei staðið til,“ sagði Pétur
Sigurðsson á ísafírði í samtaii við
blaðið.
Pétur er ekki lengur á fram-
hoðslista Alþýðuflokksins á Vest-
fjörðum eftir að hafa afþakkað
þar sæti. Hann sagðist ekki hafa
sagt sig úr Alþýðutlokknum og
ekkert geta sagt um hvort til úr-
sagnar kæmi. En ef hann ákvæði
að kjósa annan flokk myndi hann
að sjálfsögðu segja sig úr Alþýðu-
flokknum.
Kartöflufarmur til Svíþjóðar:
Hærra vero en
hér innanlands
í dag fara úr landi nokkrir tug-
ir tonna af kartöflum sem tekist
hefur að selja til Svíþjóðar á
vegum Agætis og Sölufélags
garðyrkjumanna. Pálmi Har-
aldsson hjá Sölufélaginu vildi
ekki gefa upp hvaða verð fengist
fyrir kartötlurnar en sagði það
vera mjög gott. Betra verð en
fengist hér innanlands.
Pálmi sagði í samtali við blað-
ið að hann vissi ekki betur en
þetta væri í fyrsta sinn sem Is-
lendingar flyttu út kartöflur.
Unnið væri að frekari útflutningi
enda væri umframframleiðslan
hér eftir sumarið tjögur til ftmm
þúsund tonn. Ástæða þess hve
gott verð fengist í Svíþjóð væri
sú að þar og í fleiri nálægum
löndum væri kartöfluskortur
vegna uppskerubrests. Svona
markaðsaðstæður kæmu
kannski upp á tíu ára fresti.
Pálmi sagði að útflutningurinn
til Svíþjóðar væri tollfrjáls til
áramóta fram að ESB-aðild
Svía. Það þyrfti að borga toll af
innflutningi af íslenskum kart-
öflum í lönduni ESB. Hins veg-
ar væru fluttar hingað inn kart-
öflur frá þessunt löndum án þess
að nokkur tollur kæmi þar á.
Sölufélag garðyrkjumanna er nú
að kanna möguleika á að flytja út
grænmeti meti til Norðurlanda.
Pálmi Haraldsson sagði það mal vera
komið skammt á veg en áfram yrði
unnið að ntarkaðskönnun og stæðu
vonir til að af útflutningi yrði.
Alþýðublaðið í dag
Gaspur stjórnar-
andstöðunnar
Leiðari 2
Dómgreind frétta-
manna
Magnús Árni
Dagar Islands
taldir
Bókartíðindi 4
Öngþveiti í
franskri pólitík
Fréttaskýring 5
Stríð og fréttir
Einsog gengur 2
Er Top Gun
hommamynd?
Erlent 6
Þorsteinn í Fjölva
Viðtal 7
Verðstríð á jólabókamarkaði:
Bóksalar knésettir
„Það er alvarlegt mál ef verið er
að knésetja bóksala í landinu. Hag-
kaup hefur venjulega engan áhuga a
bókum, en selur nú bækur án álagn-
ingar í auglýsingaskyni og til þess
að fá fólk í búðina til sín,“ segir Jó-
hann Páll Valdimarsson formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda unt
verðstríð á jólabókamarkaðinum.
Hagkaup lækkaði sem kunnugt
er nýjar bækur urn 25% um síðustu
helgi og Vöruhús KÁ á Selfossi
fylgdi í kjölfarið. Bónus bauð hins-
vegar 10 bækur með 30% afslætti.
Hrun varð f sölu uni helgina hjá
flestum öðrum bóksölunt á Reykja-
víkursvæðinu, meðal annars í búð-
um Eymundsson og Pennans, sam-
kvæmt heimildum Alþýðublaðsins.
„Björtu hliðamar á þessu verð-
stríði snúa auðvitað að kaupendum.
Vonandi eykur þetta heildarbóksöl-
una, en ég óttast þróunina þegar til
lengri tíma er litið. Það er ljóst að
búðir sem byggja afkontu st'na á
bóksölu árið um kring fara mjög illa
útúr samkeppninni,“ sagði Jóhann
Páll.
„Það er bókinni satt að segja ekki
til framdráttar ef þeir sem sinna
henni best em knésettir. Mér þykir
þetta óeðlileg samkeppni."