Alþýðublaðið - 16.12.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 16.12.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 fLÞVDUIÍIIIIIII 20840. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Jacques Delors veldur vonbrigðum Þrátt fyrir einhver skakkaföll eins og ósigur Evrópusambands- sinna í Noregi er vart hægt að segja annað en að hreyfing jafn- aðarmanna í Norður-Evrópu sé nokkuð vel á sig komin. Jafnað- armannaflokkar sitja yfir nokkuð góðu búi í Danmörku, Sví- þjóð og Noregi, enda hafa þeir síðustu ár verið að taka sjálfan hugmyndagrundvöll sinn til endurskoðunar og áttað sig á sjálf- virkur fjáraustur úr ríkissjóði er ekki vænleg leið til að bæta hag þegnanna. I Bretlandi eru allar líkur á að Verkamannaflokkur- inn komist til valda innan tíðar og þrátt fyrir að þeim hafi ekki lánast að fella Helmut Kohl stendur þýski Sósíaldemókrata- flokkurinn traustum fótum. Öðruvísi er umhorfs þegar sunnar dregur í álfunni. Á Ítalíu framdi Sósíalistaflokkurinn hópsjálfsmorð í einhverju spill- ingaræði og eftir standa á hægri væng flokkar lýðskrumara en vinstra megin eitthvert sérkennilegt afkvæmi gamla kommún- istaflokksins. Á Spáni suður á stjóm Felipe Gonzales í eilífum brösum vegna hneykslismála og situr varla mikið lengur. í Frakklandi hnipra sósíalistar sig í angist og bíða mestu kosn- ingahrakfara í manna minnum. Þrátt fyrir að stjómmálahæfileikar FrangOÍS Mitterrand Frakklandsfor- seta verði ekki dregnir í efa og hann hafi að mörgu leyti breytt ásýnd lands síns til hins betra, skilur hann við flokk sinn í hinni mestu óreiðu. Hann hefur deilt og drottnað eins og oft er háttur sterkra leiðtoga. Afleiðingamar em þær að hinir hæfileikaríkari flokksmenn hafa hrökklast burt eða rnátt bíða herfdega ósigra. Eftir sitja fremur lítilsigldir menn. Ýmsir þeirra eru eru bendl- aðir við hneykslismál sem hafa tætt fylgið utan af Sósíalista- flokknum. Einhver þeirra verður sendur fram til málamynda í vonlaust forsetaframboð. Jacques Delors var bjargvætturinn sem sósíalistar vonuðu að myndi líkt og breiða yfir öll vandræði undangenginna ára. Hann átti að vera deus ex machina, eins og það hét í leikhúsi til foma; guðinn sem stígur af himnum ofan og kippir öllu í liðinn. Loks segir Delors nei, ég ætla ekki að reyna að verða forseti. Hann hefur gefið upp persónulegar ástæður fyrir afsvari sínu, en líklega hefur honum þó staðið mestur beygur af því að starfi sínu síðustu tíu árin yrði teflt í tvísýnu og kosningamar snerust upp í heiftúðugan slag um sammnaferlið í Evrópu sem hann hefur öðmm fremur knúið áfram. Jólabækur ársins Egill Helgason og Hrafn Jökulsson fara á hundavaði yfir bókaflóðið og mæla með þessum bókum í jólapakkana. Sjon: Augu þin sau nng. Mal og menning. Sjón kemur sannarlega á óvart með þriðju skáldsögu sinni, og sýnir að hann er ekki einhamur. Túlkunarfræðingar geta haldið veislu, en aðrir lesendur geta hins- vegar notið vel byggðrar og skemmtilegrar sögu, sem ofan í kaupið er stíluð með glæsibrag. Thor Vilhjálmsson: Tvílýsi. Mál og menning. Þaulhugsuð bók þar sem hvergi sést misfella, kannski sú skáldsaga Thors þar sem stíll og form ríma hvað best saman. Enginn skrifar fallegri og myndríkari ís- lensku en Thor. Guðbergur Bergsson: Ævinlega. Forlagið. Það hefur legið vel á Guðbergi þegar hann skrifaði þessa bók, hún er fyndin, létt og dálítið stríðin, en að mestu laus við mein- hæðnina sem höfundurinn er þekkt- ur fyrir. Guðbergur glaður í bragði. Ljóð Geirlaugur Magnússon: Þrisvar sinnum þrettán. Mál og menning. Geirlaugur er kominn í hóp örfárra höfuðskálda. Hann sannar þá kenn- ingu að menn séu ekki snillingar, þeir verði snillingar. Stílgáfa hans og formskyn er með þeim hætti, að ekki verður betur gert. Geirlaugur er allt í senn háðskur, spakur og ljúfur en umfrant allt: geirlaugskur. ísak Harðarsson: Stokkseyri. Forlagið. Ekkert skáld af yngri kyn- slóðinni hefur leitað Sannleika og Tilgangs jafn víða og ísak. Hann hefur siglt um úfin svartnættishöf og verið í sjöunda himni með sjálfum Guði og félögum. I nýrri bók stefnir hann fleyi sínu í lygna höfn: í flest- um ljóðanna er yfirvegaður tónn sáttfýsi og æðruleysis. Besta ljóða- bók góðs skálds. Nína Björk Arnadóttir: EngiII í snjónum. Iðunn. Nína Björk er Skáldsögur Vigdís Grímsdóttir: Grandavegur 7. Iðunn. Rammskyggn stelpuskjáta í Vesturbænum spjallar við lifendur og dauða í sögu sem lætur einsog lögmál tíma og rúms hafi aldrei ver- ið til. Listilega skrifuð bók. Hallgrímur Helgason: Þetta er allt að koma. Mál og menning. Stórkostleg háðsádeila á allt og alla. Hallgrímur hefur á valdi sínu marg- ar stíltegundir og beitir þeim óspait í skáldsögu sem réttilega hefur verið kölluð fyndnasta bók ársins. mikið tilfinningaskáld - í góðri merkingu þess orðs. Ljóð hennar verða ekki bráð tilfinningaseminnar af því þau eru sprottin úr reynslu, beiskri ellegar blíðri, sem er alveg sönn. Ljóðin eru aðgengileg „venju- legum" lesanda, en það er lfka eitt- hvað rússneskt og heillandi við skáldskap Nínu Bjarkar. Jóhann Hjálmarsson: Rödd í speglinum. Hörpuútgáfan. Þessi sallafína bók er einskonar ferðalag: Kannski útí lönd, kannski til fortíðar, kannski um rangala mannshugans - kannski allt þetta. Walt Whitman: Söngurinn um sjálfan mig. Sigurður A. Magnús- son þýddi. Bjartur. Flæðandi, stundum frussandi, mælska frá einu höfuðskáldi Bandaitkjanna sem óbanginn kannaði ný landamæri í ljóðlistinni. Kobayashi Issa: Skugginn í te- bollanum. Oskar Arni Oskarsson þýddi. Bjartur. Hækan er svar Jap- ana við íslensku ferskeytlunni. Nei annars, hún er miklu fornari, blæ- brigðarikari en ekki stður öguð að formi. Fegurst er hún þegar er hún leysist nánast upp í tærleika á mörk- um jarðar og himins, svona líkt og pensli sé strokið létt yfir örk. Ævisögur Ásgeir Jakobsson: Óskars saga Halldórssonar. Setberg. Hressileg ævisaga Islandsbersa. Hann elskaði konur og vín og krásir - en ódrep- andi afhafnasemin var alltaf hans dýpsta nautn. Silja Aðalstcinsdóttir: Skáldið sem sólin kyssti. Hörpuútgáfan. Mikil og vönduð ævisaga Guð- mundar Böðvarssonar, eins helsta góðskálds þjóðarinnar á öldinni. Og kemur í ljós að hann átti tvær skáld- gyðjur; önnur hélt sig í rökkrinu en hin steig með skáldinu fram í sólina. Jung Chang: ViIItir svanir. Hjör- Ieifur Sveinbjörnsson þýddi. Mál og menning. Margbrotin lýsing á brjálæðinu sem þreifst í skjóli Maós formanns. Bækur almenns efnis Guðrún Finnbogadóttir: Til helj- ar og heim - Þrjú ár í Rússlandi. Mál og menning. Guðrún skrifar um skáld og skrítið fólk í Rússlandi sem horfir uppá veröld sfna hrynja til grunna en fær ekkert að gert. Hrífandi lesning og ein best skrifaða bók ársins. Villt íslcnsk spendýr. Rilstjórn: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigurbjarnarson. Hið íslenska náttúrufræðifélag. Okkur finnst villidýrafaunan hér norðurfrá kannski heldur fátækleg. En tuttugu vísindamenn finna tófu, mink, hreindýr, nagdýr, sel og hval og eru hæstánægðir með það. Friedrich Nietzsche: Handan góðs og ills. Arthúr Björgvin BoIIason og Þröstur Ásmundsson þýddu. Hið íslenska bókmenntafélag. Loksins - Nietzche á íslensku og það 150 ánifn eftir að hann kom í heiminn. Ólgandi orðsnilld, óstýri- látt hugmyndaflug og miklar hugs- anir. Þýdd skáldverk Peter Höeg: Lesið í snjóinn. Eygló Guðmundsdóttir þýddi. Mál og menning. Kannski sniðugasta spennusaga síðari ára og talsvert meira en það. Söguhetjan Smilla er ólíkindatól sem ratar í vandræði, hvort heldur er í hinni ólgandi Kaupmannahöfn eða lengst norður á ísbreiðum Grænlands. Elias Canetti: Heyrnarvotturinn. Gunnar Harðarsson þýddi. Bjart- ur. Canetti var höfundur sem eyddi ævinni í bókaskáp og fann þar bæk- ur sem engir aðrir vissu að væru til. Svo dustaði hann af sér rykið og skrifaði bækur sem virðast lygnar á yfirborðinu en eru skringilega mein- fyndnar. Fjodor Dostojevskí: Tvífarinn. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Mál og menning. Máski ekki stærsta verk þessa höfuðsnillings en hugsanlega það meitlaðasta. Sami maður virðist vera á ferð í tveimur útgáfum, þeir rekast á og hver er hvor? Þetta eru sár vonbrigði fyrir franska jafnaðarmenn og fjölmarga miðjumenn sem voru famir að snúast á sveif með Delors. Meira að segja héma upp á íslandi er erfítt að verða ekki fyrir nokkr- um vonbrigðum. Þótt Delors hafí iöngum verið úthrópaður í breskum fjölmiðlum og kliðurinn af því borist hingað, oft nokkuð gagnrýnislaust, er þetta frjálslyndur maður og víðsýnn, vel viti borinn og laus við flokkskreddur. Enda varla nein hend- ing að hann hefur setið svo lengi í sínu háa embætti án þess að neinn hafí í raun viljað hrófla við honum. Stjómmál í Frakk- landi - og Evrópu - eru fátæklegri án krafta hans. Sósfalistaflokkurinn franski á ekki annarra kosta völ en að þreyja þorrann og góuna næstu sjö árin. Delors styttir honum varla leið úr þessu. Mitterrand-tímanum lýkur ekki ýkja glæsi- lega og flokkurinn þarf að leita að nýjum gmnni til að standa á og nýjum leiðtogum sem gætu boðið foringjum hægrimanna byrginn. Þá er varla að fínna í núverandi forystu Sósíalista- flokksins. Máski leysist hann upp og úr öskustónni sprettur nýr flokkur eða bandalag; stjómmálaflokkar í Frakklandi hafa hvort eð er aldrei verið óumbreytanlegar stærðir heldur yfirleitt tollað saman í kringum mikia foringja. Dagatal 16. desember Atburdir dagsins 1809 Napóleon keisari segið skilið við sína heittelskuðu Jósefínu, þar- sem hún gat ekki alið honum erf- ingja. 1922 Gabriel Narutowicz for- seti Póllands myrtur ef tvo daga í embætti. 1944 Flugvél með banda- ríska tónlistarmanninn Glenn Miller innanborðs týnist í Ermarsund. 1965 Breski rithöfundurinn og leikskáldið William Somerset Maugham deyr í Nice, 91 árs að aldri. Afmælisbörn dagsins Jane Austen enskur rithöfundur, 1775. Sir Noel Coward enskt leik- skáld, tónskáld og leikari, 1889. Liv Ullman norsk leikkona sem gat sér frægð fyrir leik í myndum Ingmars Bergmans, 1939. Annálsbrot dagsins Maður f Víðidal kyrkti bam sitt til bana. Hann var, að gengnum dómum yfir honum, klipinn glóandi járnum og aftekinn á Sveinsstöðum eftir þeirri forordning, er svo býður um morðingja. Höskuldsstaðaannáll, 1758. Nöldur dagsins Þótti mér þá betri siður er menn voru heiðnir kallaðir og vil eg mat minn en öngvar refjar. Glámur sauðamaður hinn sænski við húsfreyju á Þórhallsstöðum. Steinn dagsins Gamansemi Steins var oft illkvittnis- leg, en hún var smitandi, og manni þótti hún á einhvern undarlegan hátt skemmtileg, jafnvel þó hún kæmi niður á manni sjálfum. Jón Óskar; Hemámsáraskáld. Málsháttur dagsins Betri er beiskur sannleikur en bh'ð- mál lygi. Orð dagsins Ekki er holt að liafo ból hefðar upp á jökultindi, af þvíþar er ekkert skjól uppi fyrirfrosti snjó né vindi. Bjami Thorarensen. Skák dagsins Hvíta staðan virðist, við fyrstu sýn, einkar vænleg til vinnings: tvö frípeð eru albúin að bruna upp vinstri kant- inn. En Masbic sem hafði svart og átti leik gegn Gejzerskij gerði peðs- draumana að engu í einni svipan. Staðan leynir sumsé á sér, einsog vera ber, og því er spurt: Hvernig er vinningsleið svarts? 1.... Dg3! Auðvitað. Drottningin er friðhelg, ella mátar svarti hrókurinn á h5. 2. De2 Hh5! 3. h3 Bf4 4. Kgl Kóngurinn reynir að forða sér á hlaupum, en hann er alltof mikill silakeppur til að sleppa úr þessum banvæna rnátvef. .4. ... Hxh3 og Gejzerskij gatst upp.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.