Alþýðublaðið - 16.12.1994, Side 2
2b
ALÞÝÐUMAÐURINN
JÓLABLAÐ 1994
ilmandi nýtt
Alþýðumaðurinn
GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4-II.HÆÐ-600 AKUREYRI-SÍMI (96)24399
UTGEFANDI
JAFNAÐARMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR.
RITSTJÓRAR OG ÁBYRGÐARMENN
GLÚMUR BALDVINSSON OG SIGURÐUR ARNÓRSSON.
AUGLÝSINGASTJÓRI
HARALDUR HELGASON
Blaðinu er dreift á öll heimili í Norðurlandskjördæmi eystra.
Valkostir í ís-
lenskum stjórn-
málum
Alþýðuflokkurinn á nú í vök að verjast. Fjölmiðlar og al-
menningur gera meiri kröfur til siðferðis Alþýðuflokksins og
forystumanna hans en til annarra flokka og forystumanna
þeirra. Það er í sjálfu sér í lagi. Kröfumar em þrátt fyrir það ekki
svo miklar að undir þeim sé ekki hægt að rísa. Afsögn Guð-
mundar Áma úr embætti félagsmálaráðherra, fyrir þær sakir að
haga sér eins og hinir, hefur vonandi þau áhrif að stjómmála-
menn vita nú betur en áður að með þeim er fylgst. Þeir komast
ekki lengur upp með hvað sem er, þótt nánustu samstarfsmenn
leggi blessun sína yfír verknaðinn. Vonandi nær sú hugsun
einnig til forystumanna annarra flokka áður en yfír lýkur.
Fyrmrn varaformaður flokksins, sá ágæti þingskörungur Jó-
hanna Sigurðardóttir, hefur nú formlega stofnað nýja stjóm-
málahreyfingu, sem nýtur umtalsverðs fylgis í skoðanakönnun-
um og virðist m.a. laða til sín nokkra af fyrrum stuðningsmönn-
um Alþýðuflokksins. Fylgjendur jafnaðarstefnunar eiga því
marga kosta völ í næstu kosningum. Og tryggt verður að kraft-
ar og atkvæði dreifast mikið, hugsjónunum til óþurftar - en ein-
staka persónum til framdráttar.
Það er ef til vill við hæfi við þessi tímamót að hugleiða stöðu
íslenskra stjómmála og hvaða kraftar ráði þróun þeirra. Ýmsir
málsmetandi aðilar hafa bent á að eitt af einkennum íslensks
samfélags sé vilja- eða getuleysi að horfa fram á veginn og
skipuleggja athafnir sínar með framtíðina í huga. íslendingar
em veiðimannasamfélag öðm fremur og er gjamara að bíða eft-
ir tækifæmm en að skapa þau. Eðlilega bera íslensk stjómmál
og íslenskir stjómmálamenn keim af þessu. Islensk stjómmál
gerast að mestu leyti í núinu. Þau einkennast af bráðabirgða
reddingum við lausn vandamála, sem hægt hefði verið að sjá
fyrir ef fyrirhyggju hefði verið gætt. Aðgerðir sem gripið er til
koma gjaman í stómm slumpum þegar vandinn er orðinn knýj-
andi. Einfaldasta lausnin er oft sú að uppfylla kröfur um auldn
útgjöld ríkisins með erlendum lántökum og stjómmála-
menn virðast almennt blindir á hvílíka klafa óábyrg
stefna í ríkisíjármálum hefur lagt á næstu kynslóð þessa
lands.
Alþýðuflokkurinn hefur gegnt sögulegu hlutverki í ís-
lenskum stjómmálum. I hans hlut hefur fallið að vísa
veginn fram á við, að benda þjóðinni á nýjar leiðir til
hagsældar í framtíðinni. Glæst saga flokksins ber þessu
vitni. Hann hefur verið gerandinn í íslenskum stjóm-
málum meðan aðrir flokkar hafa í besta falli verið í hlut-
verki sporgöngumannsins þegar þeir hafa ekki verið að
þvælast fyrir framfaramálum. Ekki hafa þó verk flokks-
ins alltaf aflað vinsælda. Öll góð mál njóta í fyrstu að-
eins stuðnings minnihlutans og það hafa verið örlög Al-
þýðuflokksins að beijast fyrir góðum málum, trúr sínum
hugsjónum, þótt þau þá stundina njóti ekki almenns
fylgis.
Brýnasta hagsmunamál jjjóðarinnar er að ná tökum á
erlendum skuldum sínum. I það verkefni hefur Alþýðu-
flokkurinn ráðist af alefli. Það er hins vegar vænna til
vinsælda að halda veislunni áfram og kosta veisluföng-
in með erlendum lántökum. Framsóknarflokkum lands-
ins vex því ásmegin í samræmi við það. Nýr flokkur Jó-
hönnu Sigurðardóttur hefur valið þá ljúfu leið og virðist
ætla að uppskera í samræmi við það. Hinu verður ekki
fram hjá horft að senn kemur að skuldadögum og þá
mun enn á ný sjást að brýn þörf er fyrir ábyrga stefnu
Alþýðuflokksins. Því er ástæða til þess að brýna fyrir
kjósendur að kynna sér vel og rækilega hvaða valkostir
í stjórnmálum leiða til mestrar farsældar í framtíðinni.
Og hinn almenni kjósandi þarf einnig að þrýsta á að sú
barátta fyrir bættu siðferði í íslenskum stjómmálum,
sem Alþýðuflokkurinn hefur hafíð, nái einnig til ann-
arra þátttakenda í íslenskum stjómmálum.
- Pétur Bjarnason.
Frumvarp um
framkvæmdanefnd
Hér að neðan fer frumvarp að
samþykkt um Framkvæmda-
nefnd Akureyrarbæjar í heild
sinni:
1. grein
Framkvæmdanefnd fer í umboði
bæjarstjómar Akureyrar með yfir-
stjóm þeirra verkefna er heyra undir
tæknideild Akureyrarbæjar, þar með
taldar allar nýframkvæmdir og end-
urbætur. Jafnframt hefur nefndin
yfirumsjón með framkvæmdum sem
unnar eru fyrir eða að beiðni annarra
sviða, deilda og stofnanna bæjarins.
Þetta tekur til húsnæðismála við-
komandi sviða, deilda og stofnana
og þeirra þjónustumannvirkja sem
undir þau heyra.
Yfirstjóm tekur þó ekki til fram-
kvæmda á vegum Akureyrarhafnar,
umhverfisdeildar, Húsnæðisskrif-
stofunnar, Hita- og vatnsveitu og
Rafveitu. Síðast taldar deildir, og
stofnanir skulu þó veita nefndinni
allar upplýsingar um framkvæmdir á
sínum vegum og áætlanir þar að lút-
andi.
2. grein
Framkvæmdanefnd er skipuð fimm
fulltrúum og fimm til vara kosnum
af bæjarstjóm. Nefndin skipti með
sér verkum. Kjörtímabil nefndarinn-
ar er það sama og bæjarstjómar.
Nefndin skal halda gerðabók og
skulu fundargerðir sendar bæjar-
stjóm til staðfestingar.
3. grein
Framkvæmdastjóri tækni- og um-
hverfissviðs (bæjarverkfræðingur)
og deildarstjóri tæknideildar (yfir-
verkfræðingur) sitja fundi nefndar-
innar með málfrelsi og tillögurétti.
Deildarstjóri tæknideildar undirbýr
fundi nefndarinnar í samráði við for-
mann og framkvæmir ákvarðanir
hennar.
Þegar nefndin tekur til umfjöllunar
og afgreiðslu málefni slökkviliðs,
eldvama og sjúkraflutninga skal
slökkviliðsstjóri sitja fundi nefndar-
innar með málfrelsi og tillögurétt.
4. grein
Framkvæmdanefnd mótar stefnu
bæjarins í tæknimálum sem varða
framkvæmdir af bæjarins hálfu.
Nefndin skal í því sambandi vinna
framkvæmdaáætlun um alla meiri-
háttar mannvirkjagerð og bygginga-
framkvæmdir, bæði nýframkvæmdir
og viðhalds- og endurbótaverkefni.
Framkvæmdaáætlun skal við það
miðuð að undirbúningur fram-
kvæmda sé fullnægjandi og röðun
þeirra sé samræmd með tilliti til fjár-
mögnunar og getu markaðarins.
Nefndin skal fylgjast með að
svið/deildir bæjarins vinni að settum
markmiðum varðandi nýfram-
kvæmdir og endurbætur. Nefndin
skal sérstaklega hafa eftirlit með að
deildir tæknisviðs veiti öðrum svið-
um og deildum þeirra og stofnunum
bæjarins markvissa og góða þjón-
ustu. Þá skal nefndin gera tillögur að
fjárhagsáætlun fyrir tæknideild og
fyrir nýframkvæmda og við-
halds/endurbótaliði annarra sviða og
deilda þeirra. Þegar hér er talað um
viðhald og endurbætur er átt við
meiriháttar framkvæmdir. Nefndin
skal fylgjast með að fjárhagsáætlun
sé haldin.
5. grein
Framkvæmdanefnd gerir tillögu til
bæjarstjómar um ráðningu deildar-
stjóra tæknideildar (yfirverkfræð-
ing), slökkviliðsstjóra, aðstoðar-
slökkviliðsstjóra og eldvamafulltrúa.
Deildarstjóri tæknideildar og
slökkviliðsstjóri gera tillögur til
nefndarinnar um ráðningu á öðm
starfsfólki, en nefndinni er heimilt að
fela honum fullnaðar ákvörðun um
ráðningu. Deildarstjóra er heimilt sé
fjárveiting fyrir hendi í fjárhagsáætl-
un að ráða fólk til tímabundinna
starfa með samþykki starfsmanna-
stjóra. Um ráðningar fer nánar sam-
kvæmt því sem segir í 8.gr. Starfs-
mannastefnu Akureyrarbæjar.
6. grein
Hlutverk framkvæmdanefndar er að
fara með yfirstjórn með eftirtöldum
verkefnum:
-6.1. Stefnumótun um; framkvæmd-
ir, s.s. í gatna- og fráveitugerð, kaup
og byggingu á húsnæði fyrir starf-
semi bæjarins og meiri háttar endur-
bætur á þessum mannvirkjum og
byggingum.
-6.2.Gerð frumáætlana, bygginga-
forsagna og hönnunarforsendna.
-6.3.Hönnun bygginga, gatna, bif-
reiðastæða og fráveitukerfis.
-6.4.Rekstri tæknideildar og undir-
deildum hennar auk Slökkviliðs Ak-
ureyrar, embætti eldvamareftirlits-
fulltrúa og Bifreiðastæðasjóðs.
-6.5.Ráðgjöf og upplýsingagjöf.
-6.6.Utboðum, gerð útboðsgagna og
verksamningum, bæði á sviði hönn-
unar og verklegra framkvæmda.
-6.7. Eftirliti með verkframkvæmd-
um bæði nýframkvæmdum, viðhaldi
og endumýjun mannvirkja og bygg-
inga bæjarins.
-6.8. Ráðgjöf varðandi gerð þriggja
ára áætlana, sbr. og 1 .mgr. 4.gr. i.f.
-6.9.Mörkun stefnu bæjarins varð-
andi mótun og gerð gæðatrygginga
hjá þeim aðilum sem vinna að hönn-
un og verklegum framkvæmdum
fyrir bæinn og stofnanir hans.
-6.10. Framkvæmdanefndinni er
heimilt að setja verklagsreglur um
einstök framkvæmdaatriði sem upp
em talin hér að framan, sbr. t.d. gr.
6.2, 6.6 og 6.7.
7. grein
Framkvæmdanefnd skal vera öðmm
nefndum og stjómum bæjarins ráð-
gefandi um nýbyggingar, viðhald og
endurbætur húseigna, lóðafram-
kvæmdir og kaup á húsbúnaði.
8. grein
Samþykkt þessi tekur gildi 1 .janúar
1995 og skal kjör í nefndina fara
fram á fyrsta fundi bæjarstjómar árið
1995.
9. grein (Ákvæði til bráðbirgða)
Með gildistöku samþykktar þessarar
falla úr gildi þau ákvæði annarra
samþykkta og reglugerða sem fara í
bága við hana. Bæjarstjóm mun
samþykkja nauðsynlegar breytingar
á öðmm reglugerðum, samþykktum
og reglum þegar nauðsynlegri end-
urskoðun er lokið. Endurskoðuninni
skal lokið eigi síðar en 15. febrúar
1995. Jafnframt skal framkvæmda-
nefndin vinna að nauðsynlegum
breytingum á starfslýsingum þeirra
aðila sem eðli málsins samkvæmt
þarf að breyta f samráði við hlutað-
eigandi og starfsmannadeild. Þá skal
nefndin yfirtaka og ljúka þeim verk-
efnum sem tækjanefnd vom falin og
hún vann að á síðast kjörtímabili.
Gefðu þér tíma til að njóta ...
■íÝ'ý
m ^
... og eiga goðar minningar
ÞRJAR LJÚFFENGAR TEGUNDIR I NÝJUM UMHVERFISVÆNNI UMBÚÐUM
KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF