Alþýðublaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MMUBLMIID 20842. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Betri tíð í vændum í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár koma fram ótví- ræð og ánægjuleg batamerki, talsvert umfram það sem við var búist. Hagvöxtur verður meiri en áætlað var, sömuleiðis út- flutningur vöru og þjónustu, atvinnuleysi verður minna og kaupmáttur meiri. Framleiðsla hefur aukist í flestum greinum útflutnings og birgðir minnkað, og því verður afgangur á við- skiptajöfnuði helmingi meiri en við var búist; sex milljarðar í stað þriggja. Landsframleiðsla eykst um 2% milli 1993 og 1994 og búist er við lítilsháttar aukningu á næsta ári. Nú er gert ráð fyrir að þjóðartekjur aukist um 3% í stað 1,8%. Allar þessar þurru tölur eru merki um batnandi tíð. íslenskt þjóðfélag er smámsaman að fíkra sig uppúr djúpum öldudal efnahagslægðar. Það er í samræmi við þróun í nágrannalönd- um, þar sem sjá má margvísleg teikn um bættan hag. íslending- ar eru að sönnu nokkuð á eftir, enda vart hægt að búast við öðru í kjölfar stórfellds niðurskurðar í fiskveiðum. Spá um betri lífskjör íslenskra heimila, minnkandi atvinnuleysi og bætta afkomu fyrirtækja og atvinnuvega er til marks um ábyrga stefnu ríkisstjómarinnar. Síðustu fjögur ár hafa sannar- lega verið afar erfið, og því eru batamerkin nú, í lok kjörtíma- bilsins, ótvírætt til merkis um að erfiðið hafi ekki verið til einskis. Brýnustu verkefni næstu ára em að vinna bug á atvinnuleysi, bæta kjör heimila og renna fleiri og styrkari stoðum undir at- vinnulífið. Það er hinsvegar fljótgert að glutra niður ávinningi síðustu ára með óábyrgri fjármálastjóm, einsog stjómarand- staðan á Alþingi boðar í því vígbúnaðarkapphlaupi kosninga- loforða sem hafið er. Aumkunarverður leiksoppur Það er til marks um hve leiðtogar voldugustu ríkja veraldar em deigir og dáðlitlir að búið er að dubba Jimmy Carter upp í hlut- verk einhverskonar alheimssáttasemjara. Nú er þessi fyrmrn Bandaríkjaforseti kominn til Bosníu-Herzegóvinu í boði Rado- vans Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, í því skyni að miðla málum í stríðinu endalausa. Serbar em miklir meistarar í þeirri list að draga samningamenn á asnaeyrunum, og fréttir af för Carters gefa afar eindregið til kynna að þeim hafi veist létt verk að slá ryki í augu hans. Jimmy Carter, sem í forsetatíð sinni þótti aldrei reiða vitið í þverpokum, ber lof á friðarvilja Serba og kveður málstað þeirra hafa verið affluttan og misskilinn. Ekki þarf að efast um, að glatt hefur verið á hjalla hjá böðlum Bosníu-Serba yfir þessari makalausu þvælu. Ferðalag Carters um Júgóslavíu sálugu er því miður ekkert ann- að en einkaflipp. Bandaríkjastjóm sver af sér að eiga nokkum hlut að máli, enda mælist ferðalag hans afar illa fyrir í Washing- ton. Dee Dee Myers, talsmaður Hvíta hússins, þvertók lfka fyr- ir að málstaður Serba væri affluttur eða misskilinn: „Það em Bosníu-Serbar, sem hafa sýnt öðmm yfirgang í þessu stríði og ég er viss um, að bandarískur almenningur hefur fengið réttar fréttir af því,“ sagði Myers. Jimmy Carter er nú, í samráði við Karadzic og kóna hans, að undirbúa nýjar „friðartillögur“. Þær verða vitanlega aldrei ann- að en marklaust plagg. Serbar hafa svikið hvert og eitt einasta loforð sem þeir hafa gefið, og samningar sem þeir undirrita eru ekki pappírsins virði. Jimmy Carter er aðeins aumkunarverður leiksoppur Serba. Eldklerkur Eyjamanna kemur úr skápnum Með leyfi að spyrja: Hvað er eiginlega svona skelfilega athugavert við samkyn- hneigð? Afhverju eru menn svona hrædd- ir og ofstækisfullir? Kannski sumpart af því samkynhneigð er framandi, hún er tabú og terra incognita. Nú hef ég að vísu lesið í merkum fræðiritum að homma- fóbía á háu stigi sé ótvírætt tákn um dulda samkynhneigð: Afneitunin brjótist einfaldlega fram með óvenju ofstækisfull- um hætti. Málgagn Kölska Snorri Oskarsson í Vestmanna- eyjum varð í'rægur - að ég segi ekki alræmdur- á einni nóttu þegar hann tók sig til og lagði nokkurskonar einkabannfæringu á tímaritið Samú- el. Snorri er forstöðumaður safnaðar í Eyjum sem kenndur er við Betel, fari ég rétt með. Samúel blessaður hafði unnið sér til óhelgi að birta um árabil myndir af berum stelpum, en var fyrir vikið hvorki meira né minna en eitt af verkfærum sjálfs Kölska. Bannfæring trúarleiðtogans virtist ætla að hrífa, að minnsta kosti var Samúel kominn að fótum fram í sumar, og stóð til að leggja hann endanlega niður. Þetta höfðu menn til marks um bænarhitann í Eyjum. En Satan hefur augsýni- lega ekki viijað sjá á bak þessu málgagni sínu uppi á Islandi, og Samúel mun víst gaívaskur halda áfram göngu sinni. Ajatollah Eyjamanna Bannfæring Snorra Óskarsson á fölbláum Samúel vakti kannski fyrst og fremst kátínu, og Snorri var yfir- leitt afgreiddur sem kjaftfor sérvitr- ingur eða kynlegur kvistur, sem kallað er; tilvalinn viðmælandi í bakfallaspjall hjá Ómari Ragnars- syni. En Snorri er auðvitað ekki barasta einhver kverúlant - hann er trúarleg- ur leiðtogi safnaðar, lítils safnaðar kannski, en eigi að síður er Snorri andlegt Ieiðarljós nokkurs hóps í Vestmannaeyjum. Kannski leiðist honum að messa alltaf hreint yfir hinum fáu sálum f Betel, alltjent læt- ur hann stundum til sín taka á síðum Frétta, hins ágæta vikublaðs Eyja- manna. Nýverið rakst ég á í Fréttum ótrú- legan samsetning þessa Eyja-Aja- tollah þarsem hann íjallaði um sam- kynhneigð - sem Snorri kallar reyndar ævinlega kynvillu. Og fólk er ekki samkynhneigt, og helst ekki hommar eða lesbíur, heldur kynvill- ingar. Safnaðarleiðtoginn reyndi að hjúpa grein sína kristilegum kær- leika, en hjúpurinn var bæði þunnur og gegnsær og faldi því ekki þreytu- lega fordóma guðsmannsins; Það er ekki hægt að vera í senn „kynvillt- ur“ og kristinn, „kynvilla" er synd, „kynvilla" stríðir gegn guði, „kyn- villa“ er sjúkdómur, „kynvilla" er smitandi, það á ekki að tala um „kynvillu" í skólum - ,Jcynvilling- ar“ fara rakleitt til Helvítis og bakast þar við hægan eld um alla eilífð. Sjálfsblekkingarnar Ein af fjölmörgum sjálfsblekking- um íslendinga felst í þeirri trú okkar að við séum ógurlega frjálslynd þjóð og víðsýn. Hér er nú ekki fordómun- um fyrir að fara, finnst okkur, í garð minnihlutahópa. Lengi töldum við okkur til dæmis trú um að kynþátta- fordómar, að ekki sé minnst á kyn- þáttahatur, væri óþekkt fyrirbæri hérlendis. Sumir trúa þessu kannski ennþá. En við erum því miður svo dæmi- gerðir eyjarskeggjar í hugsunarhætti þegar til kastanna kemur, að hlið- stæða finnst vart á vesturhveli jarð- ar. Þegar á reynir kemur litli eyjar- skegginn útúr skápnum - honum er illa við allt sem hann þekkir ekki. Það gœti nefnilega verið eitthvað hættulegt. Það em ekki mörg ár síðan farið var að tala opinskátt um samkyn- hneigð í íslenskum blöðum og fjöl- tniðlum. Ég man þegar málvísinda- menn Morgunblaðsins voru að reyna að finna orð yfir þetta fyrirbæri - „kynvilluna". (Helgi Hálfdánar- son, sá mikli meist- ari tungunnur, kom með rökstudda til- lögu um að orðið kynhverfa\ Svona getur jafnvel snill- ingum skrikað fótur á hálli tungunni.) Til helvítis... En það var þetta með Snorra í Betel. Hann lætur blessaðan kallinn hann Pál postula vitna um að „kyn- villingar" komist ekki til himnaríkis, og tilfærir orð Páls þegar hann háði kosningabaráttu fyrir Krists hönd yfir Korintumönnum. Takið hinni postullegu kveðju: „Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningj- ar Guðsríki erí'a. Og þetta voruð þér sumir yðar.“ Já, Palli kunni að koma orðum að því. Og það er semsagt á þessurn for- sendum sérílagi sem Snorri boðar söfnuði sínum að „kynvilla“ sé synd - og viðurlögin vist í neðra. Hann vill hinsvegar leggja sitt af mörkum til að lækna þessa óáran, og segir í greinum sfnum frá amerískum söfn- uðum sem hafa tekist á hendur að „normalísera“ kynhneigðir safnað- armeðlima. Snorra er líka verulega uppsigað við að skólakrakkar fái eitthvað að vita um samkynhneigð - það er nefnilega aldrei að vita nema þau gætu fyrir bragðið breyst í hræðilega „kynvillinga". Hvad hræðast menn? Með leyfi að spyrja: Hvað er eig- inlega svona skelfilega athugavert við samkynhneigð? Afhverju em menn svona hræddir og ofstækis- fullir? Kannski sumpart af því sam- kynhneigð er framandi, hún er tabú og terra incognita. Nú hef ég að vísu lesið í merkum fræðiritum að hommafóbía á háu stigi sé ótvfrætt tákn um dulda samkynhneigð: Af- neitunin brjótist einfaldlega fram með óvenju ofstækisfullum hætti. Þetta er ekki óskynsamleg kenn- ing, og á við um fleira en samkyn- hneigð. Eða var áðurnefndur Páll postuli ekki grimmdarseggur sem ofsótti kristna menn áður en hann kom úr felum með sitt kristilega upplag? En burtséð frá því, það er dapur- legt að leiðtogi Betelinga skuli ekki finna sér annað að messa um á að- ventunni; en komi þess í stað út úr skápnum, brynjaður ofstæki og heift. Kjarni kristindómsins Mér hefur alltaf skilist að kærleik- urinn sé kjami kristindómsins - kærleikurinn og umburðarlyndið. Það eru að minnsta kosti þau fallegu stef sem ganga í gegnum þau guð- spjöll sem ég hef lesið. Ég ætla ekki að hætta mér út í guðfræðilegar vangaveltur, en mér hefur alltaf sýnst að Jesú frá Nazaret hafi lítt stundað að hóta mönnum eldi og brennisteini. Kristilegur kærleikur er sannar- lega göfug og fögur hugsjón. En ætli sé til andstyggilegri andstæða hans en skinhelgur hræsnisvaðall þeirra manna sem telja sig umboðsmenn almættisins og þess umkomna að dæma lifendur og dauða? Einsog gengur Dagatal 22. desember Atburdir dagsins 1375 Givanni Boccaccio deyr; ítalskur rithöfundur ög skáld, höf- undur hundrað saga um fólk sem flúði pláguna í Flórens 1348. 1940 Bandaríski rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald deyr. 1964 Dauðarefsing afnumin í Bretlandi. 1983 Fimmtán franskir hermenn farast í sprengjutil- ræði í Beirút. Afmælisbörn dagsins Anthony Powell breskur rithöfund- ur, 1905. Heinrich Böll þýskurNób- elsverðlaunahafi í bókmenntum, 1917. Jane Fonda bandarísk leik- kona, 1937. Frank Zappa bandarísk rokkstjarna af litríkari gerðinni. Málsháttur dagsins Svo fymast ástir sem fundir. Annálsbrot dagsins Aftekinn á alþingi Jón Þorláksson fyrir þriðja hórdómsbrot, launung og gröft á barni sínu andvana fæddu á Barðsnesi í Múlaþingi. Sjávarborgarannáll, 1686. Orð dagsins Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunrta... Þeir vita það bezt, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. Davíö Stefánsson. Brautryðjandi dagsins Torfhildur Hólm er ekki einungis fyrsta íslenska konan sem þess freist- ar að hafa ritstörf að atvinnu heldur jafnframt fyrsti íslendingurinn. Helga Kress; Draumur um veruleika. Fegurðardis dagsins Helga var svo fögur að það er sögn fróðra manna að hún hafi fegurst kona verið á íslandi. Hár hennar var svo mikið að það mátti hylja hana alla og svo fagurt sem gull barið. Gunnlaugs saga ormstungu um Helgu fögru. Skák dagsins Nú lítum við á endalok skákar tveggja gamalreyndra ungverskra meistara. Faragó hefur hvítt en Hor- vath svart, og á leikinn. Hvíta staðan er orðin helstil brothætt og nú mylur Horvath hana sundur einsog eggj- askum. Hvað gerir svartur? 1. ... Hxd6! 2. Hxd6 2. fxg4 Hxh2+! 3. Kxh2 Df2+ og mátar. 2. ... Dxf3+ 3. Kgl Hxh2+! og Faragó gafst upp: 4. Kxh2 DI2+ 5. Khl Bf3 mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.