Alþýðublaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 RAÐAUGLÝSINGAR Staða hjúkrunarforstjóra Við Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, Reykjavík, er laus til umsóknar frá 1. febrúar 1995. Nánari upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarforstjóri í síma 625070 eða starfsmannastjóri í síma 22400. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá starfsmannahaldi heilsugæslunnár í Reykja- vík, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16 föstudaginn 13. janúar 1995. 15. desember 1994, Heilsugæslan í Reykjavík. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til háskóla- náms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Hollandi námsárið 1995-96. Styrkurinn mun einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í há- skólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við lista- skóla eða tónlistarskóla er styrkhæft til jafnt við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.250 gyllini á mánuði.í tíu mánuði. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskír- teina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þarfást. Umsóknarfresturertil 25. janúar nk. Menntamálaráðuneytið, 16. desember 1994. Stuttfréttir Sölusýning í Fold Opnuð hefur verið sölusýning í baksal Gallen Foldar að Laugavegi 118d, gengið inn frá Rauðarárstíg. Meðal þeirra listamanna seni eiga verk á jólasýningunni eru Ásgeir Smári Einarsson, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Elías B. Hall- dórsson, Hringur Jóhannesson, Jón Reykdal, Karolína Lárusdóttir, Sara Vilbergsdóttir, Sigrún Eldjám, Sossa, Tolli. Valgarður Gunnarsson og Örlygur Sigurðsson. Gallerí Fold er opið daglega til klukkan 22:00, á Þorláksmessu til 23:00 og til 12:00 á aðfangadag. Lifandi jólatré Samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem Hagvangur hefur gert er meirihluti landsntanna með lif- andi jólatré á heimilum sínum á jólum. Þeim sem hafa gervitré hef- ur fækkað frá könnun sem gerð var árið 1989. Mun fleiri heimili á höfuðborgarsvæðinu eru með lif- andi jólatré heldur en heimili á landsbyggðinni. Nokkrir hafa ekkert jólatré á sínum heimilum eða 2,4% þátttakenda í könnun- inni. Atvinnu- tryggingar Stjórn Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis tekur heilshugar undir hugmyndir Jóns Erlendssonar um at- vinnutryggingar í stað atvinnuleysis- tryggingar. Þeim er fagnað sem raunhæfum kosti til þess að rjúfa þann vítahring sem fslenskt atvinnu- líf er nú komið í. Gjafmildi Islenskrar getspár íslensk getspá afhenti síðastliðinn fimmtudag fulltrúum frá mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Akureyrar, Akraness, Siglu- fjarðar og Neskaupstaðar samtals eina milljón króna í styrki til eflingar því mikilvæga og óeigingjarna starfi sem nefndirnar vinn í þágu bágstaddra kvenna. „Þetta er í annað sinn sem Islensk getspá styrkir starf mæðrastyrks- nefnda fyrir jólin en nú er sá árstími runninn upp þegar þörfin er hvað mest. Á síðasta ári var styrkurinn veittur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur," sögðu fulltrúar íslenskrar getspár. A-mynd: E.ÓI. Lág verdbólga Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan desember. Vísitalan reyndist vera 199,1 stig og er óbreytt frá því í nóvember. Þessi vísitala gildir fyrir janúar 1995. Undanfama þijá mánuði hefur vísitala bygging- arkostnaðar hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,6% verðbólgu á ári. Hag- stofan hefur einnig reiknað út launa- vísitölu fyrir desember og hækkar hún um 0,1% frá fyrra mánuði. Húsaleiga sem fylgir vfsitölu hús- næðiskostnaðar hækkar um 0,5% frá 1. janúar næst komandi. Útgerðum boðin lán Sjávarútvegsráðherra hefur fárið þess á leit við Fiskveiðisjóð íslands að sjóðurinn veiti sérstök lán til útgerða báta til að komast yflr það erfiðleikatfniabil sem nú stendur yfir vegna minnkandi þorskveiðiheimilda. Er þessari ráðstöfun sérstaklega beint að bátaútgerðum og sérstök áhersla lögð á að lánin standi útgerðum smábáta er veiða samkvæmt afla- marki til boða. Fiskveiðisjóður hefur nú sent um 470 útgerðum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á lánum að fjárhæð samtals um 1.800 milljónir króna. Fleiri skip eru til skoðunar hjá sjóðnum og má búast við að talsverður fjöldi skipa muni bætast við. KA reyk- laust Fyrir unga sem aldna ÞINGEYRI - SÍMI 94-8181 VESTFIRSKA FORLAGIÐ „Bókin er hnitmiðuð frásögn af lífi og starfi Jóns Sigurðssonar og efniö er sett fram á einfaldan og auð- skiljanlegan hátt.“ (Vestfirska fréttablaðið) Verðlaunagetraun fylgir. Fæst í bókaverslunum um allt land. Verð 1.490 kr. Betri og ódýrari jólagjöf er vandfundin. Aðalstjóm Knatt- spymufélags Akureyrar hefur samþykkt að fé- lagsheimili KA verði reyklaus staður frá og með áramótum. Sigurður Magnússon fram- kvæmdastjóri ISI segir í Degi að þessi samþykkt sé sú fyrsta sinnar teg- undar sem hann hafi spurnir af. Stefnt er að því að gera öll íþróttahús og félagsheimili landsins reyklaus. Skylt að verð- merkja Að undanfömu hafa birst fréttir um að verð- merkingar hjá seljendum vöru og þjónustu er áfátt í mörgum tilvikum. Jafn- vel eru dæmi um að sum- ir verslunareigendur verðmerki alls ekki vömr í sýningargluggum. Neytendasamtökin ntinna á að samkvæmt reglum er skylt að verð- merkja allar vörur greini- lega. Jafnframt er nú einnig skylt að merkja með mælieiningarverði, það er verði per lítra, kíló eða fermeter þar sem það á við. Ef tryggja á eðli- lega samkeppni og verð- skyn neytenda, verða seljendur að fara að þess- um reglum. Unt leið og Neytendasamtökin beina því lil seljenda vöru og þjónustu að virða þessa sjálfsögðu skyldu við neytendur, lýsa samtökin því jafnframt yfir að þau munu leita allra leiða til að knýja á um að seljend- ur verðmerki samkvæmt reglunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.