Alþýðublaðið - 21.12.1994, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994
Rithöfundarnir Þórunn Valdimarsdóttir, Hallgrímur Helgason, Siguijón Birgir
Sigurðsson (Sjón), Baldur Gunnarsson og Einar Kárason sögðu Stefáni Hrafni Hagalín
álit sitt í gær á íslenskum bókmenntagagnrýnendum:
Toppaular eða yfirburðafólk?
Hallgrímur: Þrátt fyrir að ég geti varla kvartað yfir viðtökum þannig séð, þá hættir sumum til að einblína um of
á fyndnina í bókinni.
Nú stendur yfir hörkuvertíð í bók-
menntaheiminum og ekki bara hjá
rithöfundum, sem þeytast um allar
jarðir í upplestrartrúboði og spreði
eiginhandaráritana, heldur líka hjá
bókmenntagagnrýnendum sem fella
þurfa dóma um verk höfundanna -
hvort sem þeim sjálfum eða bóka-
smiðunum líkar betur eða verr. A ör-
fáum vikum gagnrýna þeir afkasta-
mestu fleiri bækur en allt liðið ár;
nótt rennur saman við dag og sitt
sýnist hverjum um gæði skrifanna.
Gagnrýnendur eru einsog ríkis-
stjórnir: Aldrei vinsælir, hversu hart
þeir leggja að sér. I gær hafði Al-
þýðublaðið samband við fimm rit-
höfunda og grennslaðist fyrir um
hvaða tilfinningar þau bæru í brjósti
til gagnrýnenda.
Þórunn: Ég er mjög ánægð með þá
gagnrýni sem ég hef fengið á verk
mín. Umfjöllunin er yfirleitt sann-
gjörn. Ég hef ávallt haft best af
harðri gagnrýni.
Þórunn Valdimarsdóttir
(Höfuöskepnur)
Mjög ánægd með gagn-
rýni á bókina
„Ég er mjög ánægð með þá gagn-
rýni sem ég hef fengið á verk mín.
Umijöllunin er yfirleitt sanngjöm og
ég var til dæmis mjög ánægð með
Þröst í Dagsljósi; fannst hann greina
bókina mína vel. Mér sýnist vera
komin fram ný og góð kynslóð af
gagnrýnendum - ungir og vel
menntaðir bókmenntafræðingar.
Eðli málsins vegna hljóta einhverjir,
að vera óánægðir með það sem mað-
ur skrifar, en ég hef ávallt haft best af
harðri gagnrýni. Gagnrýnendur eru
hinsvegar misjafnir og mættu stund-
um lesa bækumar vandlegar. Oft
finnst manni of mikill hraði á yfir-
ferðinni. Maður er stundum búinn að
bókina og svo kemur enginn auga á
það; Svekkjandi. Annars held ég, að
sannleikurinn sé alltaf bestur og ger-
ir alla frjálsa. Lygin er verst. Fólk á
að segja skoðun sína umbúðalausa.
Morgunblaðið hefur að mínu mati -
núna - náð að skapa sér nokkuð
skýra sérstöðu í bókmenntagagnrýni
og þar er passað uppá, að rétt fólk fái
réttar bækur; fólk sem hefur réttar
forsendur og getur notið viðkomandi
bóka. Smekkur fólks er svo ólíkur,
að það verður að passa uppá þessa
hluti. Morgunblaðið hefur að vísu ef
til vill fleira fólk til að gagnrýna og
meira úrval þar af leiðandi, en fyrst
og fremst vanda þeir sig. Það er gff-
urlega mikilvægt fyrir okkur íslend-
inga; þessa þjóð sem er einstæð,
skrýtin og öðruvísi, að hafa góða
gagnrýnendur á öllum sviðum; hvort
sem það er í bókmenntum, myndlist,
tónlist eða öðm. Þetta er svo við-
kvæmt samfélag að við verðum að
gæta hvors annars. Annars hef ég
meiri áhyggjur af vinum mínum
heldur en mér - það er að segja öðr-
um rithöfundum - og hvemig þeim
gengur. Mér finnst til dæmis að bæk-
ur Sjóns og Hallgríms Helgasonar
mætti auglýsa meira. Þeir hafa báðir
fengið góða dóma og ættu betra skil-
ið.“
Hallgrímur Helgason
JÞetta er allt að koma)
Islendingar taka ekki
fyndni alvarlega
„Þrátt fyrir að ég hafi fengið já-
kvæða gagnrýni á bókina mína og
geti varla kvartað yfir viðtökum
þannig séð, þá hættir sumum til að
einblína um of á fyndnina í bókinni;
segja hana skemmtilega og líta ekk-
ert lengra - sjá ekkert annað en grín-
ið. En svo voru aðrir sem sáu bara
„harmsögu" út úr þessu. Þannig að
öllu samanjöfnuðu er útkoman ekki
til að kvarta yfir. En fyndnar bækur
þykja hér kannski ómerkilegri -
ómenningarlegri - og eru seint taldar
gjaldgengar í flokki alvarlegra bók-
mennta. Auðvitað verður alltaf til
fólk sem hefur gaman af leiðinlegum
bókum og í sjálfu sér ekkert við því
að segja, en samt... Þetta er landlægt
hér á landi, að íslendingar kunna
ekki að taka grín alvarlega. Það get-
ur verið að ég geti sjálfum mér um
kennt þar sem ég hef verið með ein-
hverja svona fyndna pistla í fjölmiðl-
um, ég veit það ekki...“
Sigurjón Birgir Sigurðsson
(Augu mín sáu þig)
íslenskir gagnrýnendur
eru yfirburdafólk
„Já, gagnrýnendur - hmmm....
Það sem ég vil segja um bókmennta-
gagnrýni og bókmenntagagnrýnend-
ur er þetta: Ég hef mjög ákveðna
þumalfingursreglu í þessum málum
því álit niitt á gagnrýnendum fer al-
gjörlega eftir því sem þeim finnst um
mig. Með tilliti til þessarar ágætu
reglu er ég mjög ánægður með ís-
lenska gagnrýnendur og stöðu
þeirra. Afar glaður og stoltur af
hæfni þeirra og djúpri þekkingu á
efninu. Þetta er upp til hópa gott og
vandað fólk - yfirburðafólk - sem
vinnur sína vinnu af alúð og vænt-
umþykju. Ég held reyndar, að það
þurfi að leita langt aftur í tfmann til
að finna slíkt góðæri og nú ríkir í ís-
lenskri gagnrýnendastétt. Sam-
kvæmt þumalfingursreglu minni eru
þau öll snillingar. Og varðandi það,
hvernig þeir standa sig gagnvart
kollegum sínum á erlendri grundu þá
er því til að svara að þeir standast
fullkomlega allan samanburð. Full-
komlega. Þetta er fólkið sem finnur
hjartslátt bókmenntanna og já - nið
aldanna."
Baldur Gunnarsson
(Eilífðarvélin)
Anægður, en gagnrýnin
oft metnaðarlaust gutl
„I það heila tekið er ég ánægður
með þá gagnrýni sem ég hef fengið á
þessar fjórar bækur sem ég hef sent
frá mér..., svona einsog efni standa
til. Málið er, að íslenskir gagnrýn-
endur skiptast í tvo hópa; annarsveg-
ar eplamenn og hinsvegar appelsínu-
menn. Þegar eplamennimir fá epli þá
eru þeir ánægðir en fái þeir appelsínu
þá eru þeir óánægðir - og öfugt. Is-
lenskir gagnrýnendur hafa of þröngt
sjónarhom og það er til dæmis alltaf
verið að skamma bækur og höfunda
þeirra fyrir að vera ekki eitthvað
annað en þær eru. Menn hafa ekki
nægilega opinn huga gagnvart ný-
stárlegum smíðisgripum og eiga erf-
itt með að taka á móti þeim og líta já-
kvæðum augum. Þegar gagnrýnend-
ur hér heima fá uppí hendumar
smfðisgrip sem þeir hafa ekki séð áð-
ur og geta ekki tengt við eitthvað
sem þeir hafa aðgang að og þekkja
þá verða þeir svolítið villtir - svona
klumsa gagnvart nýjungum. Gagn-
rýnendur hér komast upp með að
senda frá sér metnaðarlaust gutl.
Slíkt þekkist varla í útlöndum. Þetta
helgast sumpart mikið af þvf hvemig
búið er að þeirn: íslenskir gagnrýn-
endur hafa of lítinn tíma, of margar
bækur og er borgað of lágt kaup. Ut-
koma skrifa þeirra verður eftir því
innihaldslaus og yfirborðskennd.
Það þarf að auka virðingu gagnrýn-
innar með því að laga aðstæður
gagnrýnendanna. í dag er ætlast til
alltof mikils af þessu fólki.“
Einar Kárason
(Kvikasilfur)
Hef sloppid við yfirlætis-
toppaulana þessi jólin
„Það væri vanþakklæti hjá mér að
vera óánægður með þá gagnrýni sent
ég hef fengið á bækur mínar. Jú, jú,
gagnrýnendur hala stundum skilið
inntakið í verkurn mínum á svolítið
mismunandi hátt, en ég veit ekki
hvað hægt er um það að segja...
Hinsvegar hef ég svosem skoðun á
þessu. Sú gagnrýni sem fer mest í
taugamar á mér er svona yfirlætis-
gagnrýni þar sem gagnrýnandinn sit-
ur, klappar mönnum á kollinn og
segir: Já, þetta er ekki svo slæmt hjá
þér. (Og meinar auðvitað að hann
gæti örugglega gert þetta betur sjálf-
ur.) Mér sýnist ég hafa sloppið að
mestu við yfirlætistoppaulana þessi
jólin. Síðan er til önnur tegund af
gagnrýni: Taumlaus hrifning þar
sem menn kasta sér á hné fullir lotn-
ingar og blessa viðkomandi höfund.
Það gerist aðallega þegar prestar
skrifa um bamabækur og þegar kon-
ur skrifa um aðrar konur. Ein tegund
gagnrýni til viðbótar er síðan full-
kominn viðbjóður og foragt sem get-
ur nú verið viss heiður að verða fyr-
ir. Mér sýnist að enginn verði reynd-
ar slíks heiðurs aðnjótandi þessi jólin
nema Megas með Bjöm og Svein.
Þær viðtökur sem Megas hefur feng-
ið benda tvímælalaust til þess, að
þetta verði langsölubók og költbók.
Velmenntaðir bókmenntafræðingar
sem með skrifum sínum og rann-
sóknum hafa sýnt af sér góðan skiln-
ing eru ekkert illa til þess fallnir að
gagnrýna bækur. Ekki frekar en rit-
höfundar sem náð hafa árangri og
sent frá sér góðar bækur. Þeir sem
halda gæði bóka vera eitthvað
smekksatriði eiga aldrei að koma ná-
lægt bókmenntagagnrýni. Ég sé fyrir
mér lélegan gagnrýnanda sem ein-
hvern er hefur kannski grautað í bók-
menntafræði meðfram öðm háskóla-
námi og er jafnvel þriðjaflokks höf-
undur sjálfur. Ég veit nú ekki hvað
skal segja um samanburð á íslensk-
um gagnrýnendum og útlenskum.
Það er kannski helst, að ef við tökum
gagnrýni sem birtist um íslenskar
bækur erlendis þá er hún oft stómm
betri en hér heima.“
Einar: Ég sé fyrir mér lélegan gagn-
rýnanda sem einhvern er hefur
kannski grautað í bókmenntafræði
meðfram öðru háskólaámi og er
jafnvel þriðjaflokks höfundur sjálf-
ur.
setja flott plott og djúpa hugsun í
Sjón: Ég hef mjög ákveðna þumalfingursreglu í þessum málum því álit
mitt á gagnrýnendum fer algjörlega eftir því sem þeim finnst um mig.
Leikfélag Akureyrar:
Óvænt heimsókn
á þriðja í jólum
Þriðja dag jóla frumsýnir Leikfélag
Akurcyrar sakamálaleikritið Óvænta
hcimsókn eftir J.B. Priestley í leik-
stjórn Hailmars Sigurössonar. Leik-
ritið hefur að undanförnu sópað til sín
verðlaunum í New York og London.
Arnar Jónsson fer með eitt aðalhlut-
verkið í þcssari sýningu. I leikritinu
segir frá stúlku sem verið hefur í þjón-
ustu efnaðrar fjölskyldu og lætur lífið
á vofveiflegan hátt. Kannsóknarlög-
reglan fer á fund fjölskyldunnar og
það kemur í Ijós að hvert og eitt þeirra
gæti borið ábyrgð á dauða slúlkunn-
ar. Að lokum er ekkert eins og áður
sýndist. lin hver er liinn seki? Priestl-
ey skrifaði Óvænta heimsókn árið
1945 og cr þetta meðal þekktustu leik-
rita hans og það sem hefur notið
mestrar hylli. Sýning Leikfélags Ak-
ureyrar er fjórða uppfærsla verksins
hér á landi og er það flutt t þýðingu
Guðrúnar J. Bachmann. Amar Jóns-
son cr gestur Leikfélagsins og fer með
hlutverk rannsóknalögreglumanns-
ins. Arnar er fastráöinn leikari við
Þjóðleikhúsið. Hann stcig sín fyrstu
spor á leiksviði með LA í hlutverki
Hans í Hans og Grétu í jólasýningu fé-
lagsins fyrir réttum 40 ámm, þá barn
að aldri.
Með hlutverk heimilisfólksins, sem
ekki cru síður mikilvæg, fara margir
af helstu leikumnt Leikfélags Akur-
eyrar. Það cm Þráinn Karlsson,
Sunna Borg, Rósa Guðný Þórisdóttir,
Dofri Hcrmannsson, Sigurþór Albert
Heimisson og Bergljót Arnalds. Leik-
mynd og búninga gcrir Helga I. Stef-
ánsdóttir. Tónlist er eftir Lárus Hall-
dór Grímsson og Ijósahönnuöur er
Jóhann Bjarni Pálmason. Fyrstu
þrjár sýningarnar verða 27., 28. og 29.
desember.
Óvænt heimsókn: Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson
og Sunna Borg í hlutverkum sínum.