Alþýðublaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Bókadómur Galtóm Bankabók Örnólfur Árnason: Bankabókin Bókaútgáfan Eldey 1994 Það er ekki einfalt að henda reiður á um hvað Bankabók Örnólfs Árna- sonar er nákvæmlega, en þó er það að minnsta kosti þetta: milljörðum af peningum almennings hefur verið sóað á síðustu áratugum. Ókei, við vissum það fyrir. En bætum um bet- ur: það hefur gert .............■—...... „stór hópur manna Kctfl Th. BifgÍSSOn skrifar [sem] er búinn að hreiðra um sig í óheyrilegum mun- ___________________ aði, spillingu, bruðli, valdníðslu og sjáfsupphafningu“. Á meðan eym- ingjamir sultu hlóð spillt bankalið undir sig, lifði í vellystingum, át og drakk ótæpilega, stal peningum með löglegu svínani og keypti sér mellur (fokdýrar í ofanálag) á kostnað skatt- greiðenda. Höfuðpaurinn í þessu partfi hét Jóhannes Nordal, sem er ekkert annað en illa menntaður sukk- ari, en hafði fágaða framkomu um- fram flesta hina. Aðrar söguhetjur horfðu á og lærðu við fótskör meist- arans. Einmitt. Fróðleg kenning. Og þá til blaðamennsku) að fylgja eftir „slúðri“, sem er oft ekki annað en óformlegur fréttaflutningur af því sem Ijölmiðlar hafa ekki treyst sér til að íjalla um. Tiltekin, staðfest dæmi af spillingu geta nefnilega sagt meiri sögu en allir rekstrarreikningar heimsins samanlagt. I þessu bregzt Bankabókin líka. Það skortir sosum ekki fréttimar, en Ömólfur Ámason hefur ekki kjark til ............. að segja þær. Þess vegna er bókin ofan- íkaupið óheiðarleg. Bezta dæmið er náttúrlega saga Öm- ólfs af viðskiptum Helgarpóstsins og Landsbankans. Sú er látin gerast í draumi, ekki bara einum, heldur tveimur, en hvorki blaðið né bankinn em nafngreind. Það fer náttúrlega ekki framhjá neinum eldri en tvævet- ur um hverja er að ræða, en höfund- urinn hefur hvorki kjark né heiðar- leika til að standa við það sem hann skrifar og ætlar lesandanum að skilja. (DV tók af honum ómakið um daginn og flutti yfírvegaða frétt um málið.) Ömólfur eyðir miklu plássi í mál Hauks Heiðars í Landsbankanum, „Það skortir sosum ekki fréttirnar, en Örnólfur Árnason hefur ekki kjark til að segja þær. Þess vegna er þessi bók óheið- arleg.“ vantar bara sönnunargögnin. Þau em þessi: Tvö gröf um skuldir heimilanna 1980-1983. Laun og aðrar greiðslur til stjómenda bankanna. Graf um út- lán helztu lánastofnana 1986-1993. Yfirlit um fasteignir banka og spari- sjóða. Graf um eigið fé heimila sem hlutfall af þjóðarauði 1968-1992. Annað graf um skuldir heimila sem hlutfall af landsframleiðslu 1968- 1993. Rekstrar- og efnahagsreikn- ingar bankanna, afskriftir og tleira fróðlegt um bankarekstur síðustu ár- in. Og laun bankastarl'smanna, allt niður í deildarstjóra starfsmanna- halds. Sjáiði ekki samhengið? Ekki það? Það er ekki von. Ef hinum skrifaða texta var ætlað að bæta úr þessu hefur það alveg mistekizt. Hvergi er gerð tilraun til að draga ályktanir af öllu talnaflóð- inu á mannamáli. En það er reyndar nóg af öðmvísi stoffi. Textinn í Bankabókinni er fyrst og fremst slúður í dylgjustíl, skrifaður undir rós í þriðju, fjórðu og fimmtu persónu, í draumum jafnt sem vem- leika. Nú getur það verið ágæt blaða- mennska (og líklega verður þessi bók að kallast einhvers konar tilraun með rætnum athugasemdum um per- sónu hans, útlit, lífshætti og jafnvel matarvenjur - án þess að nefna hann nokkru sinni á nafn vitanlega. En Ömólfur gengur þannig frá textan- um að það fer ekkert á milli mála hver er á ferð (ég þóttist skilja rósa- mál Ömólfs umsvifalaust og var ég þó ekki nema þrettán ára þegar Haukur Heiðar var í fréttum). Hvers vegna? Á því sést engin skýring. Hver var „bankastjórinri' „úr efstu lögum mannvirðinga íslenska pen- ingakerfisins" „snemma á síðasta áratug“ sem „iðulega þurfti að halda samkvæmi í íbúð bankans í London“ og hélt uppi vændiskonum frá „Mill Street Caterers" á kostnað skatt- greiðenda? Hver var líka „gamall, ákatlega hávaxinn seðlabankastjóri, frammá- maður í Ferðafélagi íslands" sem var „í stjórnmálaskoðunum áreiðanlega á svipaðri línu og ýmsir suður- amer- ískir einræðishemar“ sem oft gistu á sama rándýra hótelinu og hann? Hver var „ungur og myndarlegur vélstjóri, sonur krata sent var forseti bæjarstjómar í plássi sem sést frá höluðborginni“, sem „var gerður að verðlagsstjóra f byggðarlagi langt úti á landi“, „lenti á framboðslista, varð varaþingmaður" og var svo bjargað úr skuldasúpu með pólitfskum klíku- skap? Áf hverju þorir Ömólfur ekki að segja upphátt það sem hann þó skrif- ar með stóm letri á milli línanna? Af hverju em þessir menn ekki nefndir, en látnir menn, (til dæmis Batti rauði og Láras Jóhannesson hæstaréttar- dómari) nefndir til sögunnar öðmm fremur? Á því fæst heldur ekki skýr- ing. Dylgjumar eiga að sá fræjum efasemda, en á endanum beinast þær helzt gegn höfundinum sjálfum. Þetta nafnleysi er reyndar dæmi- gert fyrir annan jafnstóran veikleika bókarinnar: í huglausri slúðurgleði gleymir Ömólfur að segja frá alvöru- glæpnum. Hinir raunvemlegu söku- dólgar sleppa nefnilega ótrúlega vel frá þessari meintu afhjúpun á sóun og bmðli með almannafé. Það vom ekki rífleg laun bankastjóra og deild- arstjóra sem komu íslandi á hausinn, heldur stjómmálamenn, sem með setu í bankaráðum, stjórnum lána- sjóða og byggðastofnana (og sumir einfaldlega með frekju og yfirgangi) bám ábyrgð á því að peningamir okkar voru notaðir í yfirgengilega vitlausar fjárfestingar. Réttur per- sónugervingur alls þess, Steingrímur Hermannsson, kemur fyrir þrisvar í Bankabókinni, en aldrei í þessu samhengi. Stefán Valgeirsson, Stefán Guð- mundsson, Karvel Pálma- son eða Eggert Haukdal (og 'þessi upptalning gæti verið mun lengri) em ekki nefnd- ir á nafn. Matti Bjama dúkkar upp einu sinni (sem viðskiptaráðherra, muniði eftir þvi?) og það er ein mynd af Pálma Jónssyni. Einhvem veginn gmnar mig að þessir menn og koll- egar þeirra skuldi okkur miklu meiri peninga en kampavínið kostaði ofan í gleðikonurnar við Myllu- stræti. Það er ábyggilega ekki tilviljun að sögurnar, sem Ömólfur (undir dulnefninu Nóri) hefur eftir óteljandi skyldmennum sínum, em fæstar yngri en svo sem fimmtán ára. Getur verið að með harkalegri gagnrýni (Vilmundar fyrst, svo seinni tíma pópúlista á borð við Jón Baldvin), meira að- haldi og betri fjölmiðlun, sé blessuð spillingin ekki eins voðaleg og hún var? Getur verið að stórkostlegar um- bætur í hagstjóm (sem byij- uðu með raunvaxtastefnu, en fyrst fyrir alvöru 1987- 1988), opinn verðbréfa- markaður, vaxtafrelsi, frelsi í fjármagnsflutningum og lágmarksverðbólga hafi haft tilætluð áhrif? Sumsé að stjórnmálamenn geti ekki lengur í jafnmiklum mæli deilt út peningum til verðugra skjólstæðinga? Ef svo er, þá sér þess hvergi stað í Bankabókinni. Hún rýfur enga banka- leynd, eins og lofað er á kápunni, en er ágætlega til þess fallin að leiða athygl- ina frá raunvemlegum ástæðum þess að Islending- ar eru fátækari en þeir ættu að vera. Örnólfur er með hörku- efni í höndunum - milljarð- ana fjömtíu eða fimmtfu sem Þorvaldur Gylfason segir að stjómmálamenn haft gcrt okkur fátækari síð- asta aldarfjórðunginn eða svo - en hefur annaðhvort ekki skilning eða áhuga á að fjalla um það á réttum forsendum. Það er synd, því maðurinn er bæði óvitlaus og vel stílfær. Vonandi finnur hann þeirn hæfileik- um betri farveg fyrir næstu jól. Höfundur er ritstjóri tímaritsins Heimsmyndar. Rit um vinnu- markaðinn Á alþjóðlegan mælikvarðar er atvinnuþátttaka á Islandi með því mesta sem þekkist. Árið 1993 var hún um 81%. Atvinnuþátttaka karla var þá 86% en 76% meðal kvenna. Af helstu nágrannaiönd- um voru það aðeins Bandaríkin þar sem atvinnuþátttaka karla var meiri það ár og aðeins Svíþjóð þar sem atvinnuþátttaka kvenna var meiri. Þetta kemur meðal annars fram í ritinu Vinnumarkaðurinn 1991 til 1993 sem Hagstofan hefur gefið ÚL Þar er gerð grein fyrir niðurstöðum vinnumarkaðskann- ana Hagstofunnar þessi ár. Birtar eru upplýsingar um vinnumark- aðinn sem ekki hafa verið tiltækar áður, svo sem um skiptingu vinnu- aflsins eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, hjúskaparstétt, starfs- hlutfalli, atvinnustétt, atvinnu- greinum og starfsgreinum. Þá er að finna upplýsingar um vinnu- tíma eftir kyni, starfshlutfalli, at- vinnugreinum og starfsgreinum. Ennfremur eru birtar niðurstöður um hvernig atvinnulausir skiptast eftir lengd atvinnuleitar, fyrri at- vinnugrein, aðferð við að leita sér vinnu og skráningu hjá opinber- um vinnumiðlunum. HÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOIJI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Útskrift verður í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, fimmtudaginn 22. desember 1994, kl. 14:00. Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið hafa eftirtöldum prófum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum: Um er að ræða nemendur er lokið hafa áföngum almenns verslunarprófs, burtfararprófi tæknisviðs, matartækna, sjúkraliða, snyrtifræðinga, stúdentsprófi. Eldri útskriftarárgangar, foreldrar, aðrir ættingjar, svo og velunnarar skólans, eru velkomnir á útskriftina. Skólameistari. Opið tefflf ar Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Þorláksmessu Aðfangadag 20. desember 21. desember 22. desember 23. desember 24. desember kl. 10-22 kl. 10-22 kl. 10-22 kl. 10-23 kl. 9-12 Barnagœsla er áfyrstu hœð Kringlunnar til jóla 600 vibbótar bílastæöi il II Bak við Sjóvá-Almennar Við Verslunarskólann m m Á grassvæðinu fyrir norðan Hus verslunarinnar (ef veður leyfir) A bílastæði starfsmanna fyrir austan Kringluna Norðan við Utvarpshúsið Efstaleiti. Kringlturúta veyður stöðugt á ferðinni milli Utvarpshússins og Kringlunnar. i Strætóleibir iíriAco í Kringluna Miklabraut: leið 6, 7, 14, 110, 111, 112 og 115 Hvassaleiti: leið 3 J35) Listabraut: leið 8 og 9 -4/” ICringlumýTarbraut við Mbl.-húsið: leið 140 ÁV Listabraut: leið 141 Allar leiðir liggja í Kringluna .alltaf hlýtt 03 bjart

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.