Alþýðublaðið - 21.12.1994, Page 8
Miðvikudagur 21. desember 1994
194.tölublað - 75. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
*
Ahrif sjúkraliðaverkfallsins á Landspítalanum og Hrafnistu:
Hjartasjúklingar hringja óttaslegnir
Deildir lokaðar og allir sem hægt er að útskrifa sendir heim um jólin.
Verkfall sjúkraliða hefur nú staðið
á annan mánuð og engin lausn virðist
í sjónmáli. Undanþágulistar sjúkra-
liða, sem loks komust almennilega í
gagnið fyrir rúmri viku, hafa létt ör-
lítið á vinnuálagi starfsfólks sjúkra-
húsanna, en þó er álagið mikið.
Steinunn Ingvarsdóttir, deildarstjóri
á hjarta- og lungnadeild Landspítal-
ans, númer 11G, sagði að starfsfólk-
ið væri orðið talsvert þreytt. „Reynt
var að útskrifa sem flesta fyrir jólin
og segja má að þeir sem eftir séu á
spítalanum, séu aðeins þeir sem ekki
áttu þess nokkum kost að fara heim,“
sagði Steinunn. Hún sagði að venju-
lega væri dregið úr starfseminni yfir
jólin og fólk væri ekki sett í aðgerðir
nema bráða nauðsyn bæri til.
Steinunn sagði sjúklinga vera
frekar áhyggjufulla yfir verkfalli
sjúkraliða, sem nú hefur staðið á ann-
an mánuð og að þeir settu sig í spor
þeirra, sem væm á biðlistum eftir
sjúkrahúsplassi. Mörgum deildum
spítalans hefur hreinlega verið lokað,
og standa þær nú mannlausar og auð-
ar. „Mórallinn er ekki erfiður hjá
starfsfólkinu og við reynum að láta
ástandið ekki tmfla okkur,“ sagði
Steinunn. „Svo emm við alltaf að
vona að það semjist. Fólk virðist
skynja tregðu stjómvalda til samn-
inga og margir hringja í okkur ótta-
slegnir, sérstaklega hjartasjúklingar,
sem hafa áhyggjur af öllum töfum á
því að fá úrlausn sinna mála.“
Allir verda ad fá jólabadid
A Hrafnistu í Reykjavík er ástand-
ið þannig að sjúkraliðar hafa veitt
fleiri undanþágur frá verkfallinu í
þessari viku en áður. „Það verða allir
að fá að komast í bað fyrir jólin.“
sagði Hrafnhildur Sigurjónsdóttir,
deildarstjóri á Heilsugæslu á vist.
„Sjúkraliðamirokkarem vel meðvit-
aðir um þörfina.1' A ganginum vom
að störfum tveir sjúkraliðar, þær
Hermína Lilliendahl og Jóna Helga-
dóttir. Þær sögðu engan bilbug vera á
sjúkraliðum að finna og að þær ætl-
Þetta verða mögur jól: Hermína Lílliendahl, sjúkraliði, Hrafnhildur Sigur-
jónsdóttir, deildarstjóri og Jóna Helgadóttir, deildarstjóri.
Allir komast í bað fyrir jólin: Sjúkraliðar meðvitaðir um aukið álag fyrir hátíðina.
uðu sér ekki að gefast upp. Þær
sögðu sjúkraliða funda daglega niðrí
í BSRB-húsi og væri ávallt troðið út
úr dymm. Það verða mögur jól hjá
flestum sjúkraliðum og margar
þeirra em einstæðar konur, jafnvel
með’ börn á sínu framfæri. „Það seg-
ir sig sjálft að það er ekki úr neinu að
spila hjá okkur," sögðu þær.
Þrátt fyrir það þá sögðu þær mór-
alinn góðan hjá stéttinni. „Við höfum
hlotið mikinn meðbyr og mikil at-
hygli hefur verið vakin á störfum
okkar. Sjúklingamir skilja okkur og
hvetja." Þær sögðu að það væri gott
að komast á undanþáguvaktimar og
að þeini væri allsstaðar vel tekið.
„Starfsfólkið hér, sem vitaskuld þarf
að leggja meira á sig út af verkfall-
inu, stendur allt með okkur. Þetta er
mikið vinnuálag en allir gera sitt
besta."
Reynt að útskrifa sem flesta fyrir
jól: Steinunn Ingvarsdóttir sýnir
okkur galtóma deild. A-myndir:
E.ÓI.
Krístín Ástgeirsdóttir alþingiskona
í viðtali við Magnús Árna Magnússon um stöðu Kvennalistans:
Kvennalistinn er ekki púkó
- miðað við hina flokkana sem eru meira en hálfrar aldar gamlir, eins og Alþýðuflokk-
urinn og Framsóknarflokkurinn, segir Kristín.
Kristín: Ég held að það sé ekki nokkur vafi að hreyfingin í kringum Jó-
hönnu Sigurðardóttur hefur haft áhrif á okkarfylgi. Samkvæmt greiningu
Gallups, þá hefur okkar fylgi minnkað mest í Reykjavík, þar sem við höf-
um verið langsterkastar. Þar erfylgi Jóhönnu Sigurðardóttur mjög mikið.
A-mynd: E.ÓI.
Skoðanakönnun Kvennalistans
um uppröðun á lista fyrir Alþingis-
kosningarnar í vor fór fram um síð-
ustu helgi. Ekki nógu margar konur
tóku þátt í henni til að niðurstaða
hennar væri bindandi. Mikil leynd
hefur hvfit yfir niðurstöðum og allri
framkvæmd könnunarinnar.
Kvennalistinn hefur ekki átt góðu
gengi að fagna f skoðanakönnunum
að undanfömu og raddir hafa heyrst
um það að hann sé að renna sitt skeið
á enda. Kristín Ástgeirsdóttir er odd-
viti Kvennalistans í Reykjavík. Al-
þýðublaðið tók hana tali um stöðuna
í dag.
-Hversvegna tóku svona scírqfdar
konur í Reykjavík þútt í for\’ali
Kvennalistans?
„Miðað við fyrri ár þá er þetta
besta þátttaka sem verið hefur í vali á
frambjóðendum Kvennalistans. Við
emm um þrjúhundmð skráðar
Kvennalistakonur í Reykjavfk og
það munaði sáralitlu að 60 prósent
tækju þátt. Þegar talað er um skráðar
Kvennalistakonur þá er miðað við að
þær séu búnar að borga félagsgjöld.
Þó að það sé vitaskuld leitt að það
skuli ekki hafa náðst 60 prósenta
þátttaka, þá er þetta samt mesta þátt-
takan síðan við fómm að beita þess-
ari aðferð til að velja á lista."
-Hvers vegna er svona rnikil leynd
yfirþessu öllu saman?
„Það var ákveðið á félagsfundi hér
í Reykjavík að standa svona að mál-
um, 60 prósent skráðra Kvennalista-
kvenna í Reykjavík þurfti að taka
þátt til að könnunin væri bindandi og
ef það næðist ekki þá tæki uppstill-
ingamefndin sig til og stillti upp, en
ég get sagt fyrir mig að ég var ósátt
við þetta og mótmælti á félagsfundi,
en þetta var vilji meirihlutans. Nú
leggur uppstillinganefndin fram til-
lögu um uppröðun. En hún þarf ekki
að birta niðurstöður könnunarinnar."
-Þaí) er talað um „vinkvenna-
veldi" innun Kvermalistans. Hvers-
vegnu eiga yngri konur svona erfitt
uppdrúttar?
„Nú veit ég ekki hvað hefur kom-
ið út úr þessari skoðanakönnun en ég
held að það sé af og frá að tala um
eitthvað vinkvennaveldi. Við emm
að vísu margar búnar að vera þarna
mjög Iengi og þekkjumst vel, en það
hefur komið til starfa hópur af nýjum
konum á öllum aldri á undanförnum
ámm. Auðvitað er þarna vinkvenna-
hópar, en ég get ekki ímyndað mér
að þeir séu hver fyrir sig það stórir að
þeir geti ráðið niðurstöðum í svona
forvali."
-En eiga ungar konur ekkert erfitt
uppdrúttar?
„Ég veit ekki í hverju það ætti að
felast. Einn af þremur borgarfulltrú-
um okkar er ung kona. I kosninga-
laganefnd Alþingis sem nú er að
störfum er ung kona fyrir okkur,
framkvæmdastjóri Kvennalistans er
ung kona og í ritstjóm Veru eru ung-
ar konur. Það kemur væntanlega í
Ijós við röðun á framboðslistann
núna hvernig þeim vegnar, hvort þær
njóta þess trausts í okkar hópi að
þeim sé stillt upp ofarlega á lista."
-Hver er sérstaða Kvennalistans
nú - er hún ekki að engu orðin eftir
þátttökuna í Reykjavíkurlistanurn í
vor?
„Þrátt fyrir allt, þá er Kvennalist-
inn fyrst og fremst kvenfrelsisafl
sem hefur það að meginmarkmiði að
vinna að bættri stöðu kvenna og
bama og vill breyta hugsunarhættin-
um í þjóðfélaginu þannig að konur
njóti sannmælis. Þetta hefur engin
önnur stjómmálahreyfing á sinni
stefnuskrá. Þó að við eigum ýmislegt
sameiginlegt með öðrum flokkum þá
er þetta sérstaða Kvennalistans. Við
höfum náð ýmsu í gegn og verið
frumkvöðlar varðandi ýmisskonar
umræðu, en á öðmm sviðum gengur
ekki eins vel eins og til dæmis í því
að bæta launakjör kvenna. Það vil ég
helst rekja til þess að hér skortir svo
átakanlega breiða samstöðu kvenna.
Sérstaða Kvennalistans er til staðar
en auðvitað gátum við ekki spillt því
tækifæri sem gafst til þess að komast
til valda hér í borginni. Síðan eigum
við eftir að sjá hvemig samstarfið
reynist og allt of snemmt er að leggja
einhvem dóm á það.“
-Hvemig skýrir þú hina tniklu
fylgislœgð sem skoðanakannanir
sýna Kvennalistann í um þessar
mundir?
„Ég held að það sé ekki nokkur
vafi að hreyfingin í kringum Jó-
hönnu Sigurðardóttur hefur haft
áhrif á okkar fylgi. Samkvæmt grein-
ingu Gallups, þá hefur okkar fylgi
minnkað mest í Reykjavík, þar sem
við höfum verið langsterkastar. Þar
er fylgi Jóhönnu Sigurðardóttur
mjög mikið. Maður heyrir þær radd-
ir að Kvennalistinn sé orðinn gamal-
dags og púkó, en það er sérkennilegt
þegar þetta er sagt unt tólf ára gamla
stjórnmálahreyfingu, miðað við hina
flokkana sem eru meira en hálfrar
aldar gamlir, eins og Alþýðuflokkur-
inn og Framsóknarflokkurinn sem
eru gamalgrónir tlokkar. Auðvitað
vekur þetta spurningar hjá okkur.
Finnst fólki að þessi rödd sé óþörf?
Trúir fólk því ekki að Kvennalistinn
nái frekari árangri? Eða er verið að
rugla saman þvf að konur séu í fram-
boði. sem er auðvitað góður hlutur
og hinsvegar því hvað þessar konur
vilja gera? Þar er reginmunur á okk-
ur og Jóhönnu Sigurðardóttur. Við
emm kvenfrelsisafl en hún er að
stofna almenna pólitíska hreyfingu
og hún er hluti af gamla kerfinu og
kemur beint út úr fjórllokknum. Og
það er út af fyrir sig athyglisvert að
fólk skuli hafa svona mikla trú á
hennar hreyfingu. Við þurfum ein-
faldlega að snúa vöm í sókn.“
-Munuð þið leggja til atlögu við
Jóhönnu?
„Við munum fyrst og fremst
leggja áherslu á okkar sérstöðu, en
Jóhanna gctur ekki vikið sér undan
ábyrgð á ákvörðunum síðustu sjö
ára. Hvort sem það em launamál, at-
vinnumál, húsnæðismál, að maður
tali nú ekki um jafnréttismál."
-Finnst þér rétt að kalla fyrrutn
þingkonur Kvennalistans til starfa -
munt þú til dœmis beita sér Jyrir því
að Kristín Halldórsdóttir eða Guð-
rún Agnarsdóttir gefi aftur kost á
sér?
„Það er ákvörðun Kvennalistans í
hverju kjördæmi hvaða konur eru
valdar þar til áhrifa og ekkert útilok-
ar það að konur sem áður hafa verið
á lista komi til starfa á ný. En ég sé
enga ástæðu til þess. Við eigum nóg
af mjög frambærilegum konum, en
sé það vilji meirihiuta kvenna að fá
þessar konur aftur þá er ekkert við
því að segja. En ég sé engin rök sem
mæla með því.“
-Ertu sátt við útafskiptaregluna?
, Já, ég er sátt við hana eins og hún
er núna, þar sem miðað er við átta ár.
Hún hefur bæði kosti og galla, en
ntér finnst skipta máli að fólk sitji
ekki of lengi á þingi."