Alþýðublaðið - 23.12.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 23.12.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MMUBIMD 20844. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Simi 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Jólaleiðarinn Svo er fyrir að þakka, að um þessi jól munu fleiri geta gert sér og sínum jólin hátíðleg og ánægjuleg, en verið hefir oft áður, nú hafa fáir þurft að etja við atvinnuleysi og fjárþröng. En á dög- um atvinnuleysisins eru jólin dapurleg og fábreytt á mörgu heimilinu. - Úr leiðara Alþýðublaðsins 23. desember 1942. Það er staðreynd að kristin kirkja hefur mjög misst tök á allri al- þýðu, en í hennar stað hafa komið margs konar skurðgoð, góð og ill, og veldur þetta alvarlegri sundrungu í heiminum. Hugs- andi menn og reyndir hafa örvænt, aðrir sjá ekkert framundan nema vopnaða baráttu hinna sterkustu afla. Aðeins hinir bjart- sýnustu gera sér vonir um langan frið og vaxandi velmegun. - Úr leiðara Alþýðublaðsins 24. desember 1948. Kristnir menn hafa að vísu á seinni tímum gert jólin skrúðmikla hátíð, taumlausa Jörfagleði, tildurslega kauptíð. Ekkert lýsir betur ólgunni í íslenzku þjóðlífi en jólahaldið eins og það er nú í höfuðborginni og stærstu kaupstöðum landsins. - Úr leiðara Alþýðublaðsins 24. desember 1957. Það er tízka - ekki með öllu ástæðulaus - að telja jólin hátíð peninga og sóunar, sem kallar fram gróða og girnd. Þrátt fyrir hina fyrirferðarmiklu umsýslan með fæði og klæði, gjafir og ljósadýrð, eru þeir fáir, sem ekki fínna annað og meira á jóla- kvöld, finna boðskap hátíðarinnar - og veita honum inngöngu. - Úr leiðara Alþýðublaðsins 23. desember 1960. Sé betur að gáð kemur í ljós, að margir fara nú varlega með fé sitt, þar eð þeir verða að bjargast við minni peningaráð en oft áður Það segir til sín, að afli hefur verið rýrari og atvinna minni en undanfarin ár. Þessi jól em haldin í skugga þeirra alvarlegu erfiðleika, sem dunið hafa á þjóðinni, er hún hefur misst rúman helming útflutningstekna sinna á tveim ámm. -Úr leiðara Alþýðublaðsins 24. desember 1968. Jólahátíðin hefur ekki farið varhluta af þessum viðhorfum nú- tímamannsins - þessum tízkusið hans að spotta og gera lítið úr öllu því, sem talið var heilagt og gott. Hver kannast ekki við sönginn um, að jólin séu ekkert annað en uppskemhátíð afætu- lýðs, veizla ofgnóttarinnar: ofáts, ofsóunar og yfirdrepsskapar? Þessi söngur klingir sífellt í eymm okkar og mörg tökum við undir hann, þótt við séum í rauninni annarar skoðunar. - Úr leiðara Alþýðublaðsins 24. desember 1975. Samanlagður sprengikraftur allra vopna í heiminum samsvara 1.300.000 Hiroshimasprengjum. Með þeim væri hægt að deyða allt mannkyn 40 sinnum. Vígbúnaðarkapphlaupið heldur stöð- ugt áfram. í Mið-Evrópu hefur verið komið fyrir 10.500 kjam- orkuvopnum reiðubúnum til notkunar, sem hafa samanlagðan sprengikraft á við 20.000 Hiroshimasprengjur. Þeim er beint að stórborgunum. London, Hamborg, Berlín, Bmssel, Kaup- mannahöfn, Osló, Leníngrad, Moskvu, Kiev... - Úr leiðara Alþýðublaðsins 23. desember 1982. Dagvistunarmálin em í rúst. Heilbrigðiskerfið og almanna- tryggingamar götótt. Við stöndum andspænis geysilegum vímuefnavanda sem ógnar æsku landsins. Öll snúast þessi mál um manneskjur. Um okkur og náunga okkar. Hinn kristni boð- skapur; kærleikurinn og fyrirgefningin em ekki glysorð sem dregin verða fram til skrauts á hátíðarstundum eins og jólunum. - Úr leiðara Alþýðublaðsins 24. desember 1988. Alþýðublaðið óskar lesendum sínum gleðilegrar jólahátíðar. - Leiðari Alþýðublaðsins 23. desember 1994. Kannski... — Ljóð eftir e.e. cummings — Kannski er það lögmál lífsins að allt hœtti að virka og ég segi við þig: efvarir þínar sem ég elska snerta varir annars manns, ef smáar hendurnar grípa um hjarta hans eins og hjarta mittforðum; ef hann fer höndum wn hárþitt í óbrotinni þögn eins og ég þekki, eða efhann segir við þig orð sem ósögðfólu í sér leyndardóm sem við áttum tvö efþetta er raunin, ég segi ef- hjartað mitt, gerðu mér þá lítið orð svo ég geti hitt þennan mann, tekið í hönd hans og sagt: ég óska þér allra heilla. Si'ðan lít ég undan og heyri einmana fugl skrœkja ífjarska, langt inni á þessum skelfdegu örcefiim Egill Helgason íslenskaði. Bandaríska Ijóðskáld- ið e.e. cummings (1894-1962) varþekkt- urfyrirformtilraunir, einkum hvað varðar útlit og uppsetningu Ijóða. í verkum hans er oft iðandi húmor, en honum var líka lagið að slá á angur- værari strengi eins og sjá má í Ijóðinu hér að ofan. Enn ein jólahugleiðing úr s veitinni minni — eftir Hannes Orn Blandon, sóknarprest í Eyjafjarðarsveit. Án þess að lesendum Alþýðublaðsins komi það við, þá er ég í eðli mínu á köflum afar þungur mað- ur. Eg er þó ekki í þungavigt í neinni merkingu þess orðs, nema kannski um og eftir jól og þorra- blót. Hins vegar leggst ég í feykilegt þunglyndi á stundum og verð þungt hugsi yfir undarlegum kenjum heimsins. Þess á milli ríf ég mig upp og brosi framan í heiminn - ef ekki hlæ - og held áfram af fremsta megni, að elska Guð (og af veik- unt mætti alla menn, þó sumir reyni sitt ítrasta til að hindra það). -O, þetta er ekki falleg bytjun á einni jólahug- vekju, hugsa ég og reyni að kreista fram jóla- stemmninguna og geri mig engilblíðan í sálinni, en ekkert dugar. Skelfing væri gott að geta dreift jólunum á lengri tírna, segi ég og srnelli fingri á staf. „Þú varst búinn að lofa að þvo gluggana," æpir eiginkonan innan úr húsi. -Alltílagi, alltfiagi, öskrar atvinnugóðmennið á móti og lætur síðan lítið jólaleg orð falla í fram- haldi og þeysir fram í eldhús. Mér er bara h'fsins ómögulegt að skrifa þessa hugvekju. Það bara hreyfist ekki heilasella. „Það kemur mér ekkert á óvart. Þú ert nú búinn að drepa þær nokkrar. Annars vorkenni ég þér ekkert. Þú færð jú borgað fyrir jarmið í þér.“ -Borgað, borgað. Alþýðublaðið hefur aldrei borgað neitt. Það getur ekkert borgað. „Jæja, góði. Farðu nú og hreinsaðu kattarhland- ið úr hominu, bónaðu gólfin og komdu svo og fægðu með mér silfrið." -Hvaða silfur? Við eigum ekkert silfur. ,Jú, þessa forljótu matarbakka sem við fengum einu sinni í jólagjöf frá mömmu þinni. Þér dettur eitthvað í hug á meðan." -Skelfing eiga þeir gott sem geta ofið endalaus- ar mærðarvoðir í blöð, segi ég sisona við konu mína og við pússum saman í gríð. Ef ég gæti það yrði maður kannski vinsæll og vel látinn og gæti hjalað endalaust og þyrfti ekki að hafa skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut. „Æ, þú ert hundieiðinlegur. Farðu að sofa.“ Og ég dregst þungum skrefum að tölvunni og stari þrútnum augum á skerminn nokkra hríð. Fer og þvæ mér undir höndunum og leggst til svefns. -Af hverju var mér plantað hér? muldra ég í svefnrofunum. Eg læri aldrei að elska framsóknar- menn nógu mikið. Og um leið hefjast hinar undarlegustu draum- farir. -Drottinn, æpi ég í himininn, Drottinn af hvetju kann ég eleki að skrifa hugvekjur og því í ósköpun- um eru svo skelfilega leiðinlegar innréttingar í sumu fólki? Af hveiju em sumir sífellt að reyna troða niður hvurjir af öðrum? Af hveiju er órétt- lætið, rætnin, okrið, Jóhanna, gjaldþrotin, hjóna- skilnaðir, kvótakerfi, svindlið í húsbréfakerfinu, framsóknarmenn? Úps, Drottinn, þama gekk ég of langt. „Það gerir ekkert til,“ ségir þmmurödd og um leið stendur skeggjaður maður í gulum serk með mítur á höfði fyrir framan mig. „Þetta birtist í Al- þýðublaðinu og þann snepil lesa aðeins sexhundr- uðtuttuguogþn'r og engir framsóknarmenn." -Hvur ert þú og hvað vilt þú mér? spyr ég skelf- ingu lostinn. „Eg er nú Jón Arason og sendur af Drottni til að tugta þig og tyfta. Of oft hefur þú haft Hann að flími og nú er komið að Honum að gera grín að þér.“ -Að Honum? Aldrei. Ég hef stundum gantast með Framsóknarflokkinn. Það er allt of sumt. „Þegi þú maðkur og hlusta. Að Framsóknar- flokknum. Það er einmitt lóðið. Og nú er ég kom- inn að breyta í þér innréttingunni og kenna þér nýja pólitíska trúarjátning. Og sona í forbífarten þá var það með ráðum gert að senda þig hingað í Eyjafjörðinn því þú ert gott á Eyfirðinga, en það sem meira er: Þeir eru gott á þig.“ -Gott á..., hvurslags íslensku talar þú...? Þögn. „Þetta er annars gömul eyfirska. Hafðu nú eftir: Ég trúi á Framsóknarflokkinn og Steingrím Her- mannsson spámann hans.“ -Heyrðu, er ekki Halldór héma Ásgr... „Hann heldur það bara. Svona nú, engin undan- brögð: Ég trúi á Framsóknarflokkinn og Steingrím Hermannsson spámann hans.“ -Nei, er þetta ekki einum of múslimalegt? Ég meina sko Arafat og allt það...? „Hlusta þú á mig vesæll maður. Þú veist ekki hvers þú ferð á mis. Þú hefur lengi daðrað við Al- þýðuflokkinn..Og nú er þú að reyna við Jóhönnu. Þú átt ekki sjens í hana. Gerðu þér engar frama- vonir í pólitík. Þú ert enginn Hjálmar Jónsson. En þú gætir sennilega komist upp í það, að verða sæmilegur meðalprestur, jafnvel eins og þessi Pálm... hvað hann nú heitir aftur ef þú segir að- eins það sem allir vilja að heyra. Og kunnir þú trú- arjátninguna muntu upplifa alla þá kyrrð sem hugsast getur og aldrei mun þig skorta ket. Aldrei mun þig snjóa inni í heimreið þinni þó úti sé norð- an bál og aukinheldur verða öll þín jól græn þó allt sé hvítt um kring. Hugsaðu eins og Halldór Blön- dal. Hann er vinsæll. Hann gerir allt rétt. Ég skal kenna þér eina vísu sem ég orti um hann: Úr Engey á hann œtt að rekja er ílialdsmaður það er meinið. Dóri er svona frjálslynd frekja en frammari inn við beinið. „Að lokum skaltu yrkja iðrunardrápu þessu til innsiglis." -Yrkja? Ég kann ekkert að yrkja. Eg er leir- skáld. „Veit ég Sveinki en efast ekki um hæfileika mína. Byijaðu nú. Ég mun hjálpa þér. Hér segir af kyrrum kjörum í kóngsríki sem heitir Frans (hér kom móða á draumskjáinn). Og svo þegar þú vaknar skaltu hugsa fallegar um jólin en þú hefur gert fram að þessu. Vale.“ Ég rauk upp með andfælum og mundi ekkert úr drápunni nema nokkur vers. Þó rámaði mig í að hún ijallaði um heilaga Jóhönnu af Örk og að Jón hefði raulað hana við lagið Give me hope Joanna. Vorið góða í vínsins landi það varði ekki alla tíð upp hljóp ein kona með bál’ og brandi um hríð og boðaði þeim heilagt stríð Mærin Jóhanna afhelgum herkjum herjaði á þjóðarsátt nú hlup ’úrflokkunum menn undan merkjum brátt og margir áttu voða bágt Frambýður alþýðleg kona klofið ég kynntist því af eigin raun og veit að sumir menn fá ekki sofið baun er sniglast út og inn á laun Og hún hljóp Jóhanna um með hópum manna til að hrópa niður gömlu flokkana Og með hrópum manna og með ópum manna sem enginn vill á listana -Ó, fyrirgefðu, Jón minn góður. Þetta var kannski ekkert svona. Er ég tók burstann mér í hönd og bar upp að tanngarði, sá ég ekki betur í speglinum, en að nær- buxnableiki liturinn væri horfinn úr andlitinu á mér og í staðinn gæfi á að líta grænar yrjur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.