Alþýðublaðið - 23.12.1994, Side 4

Alþýðublaðið - 23.12.1994, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 Á jólunum minnumst við fæðingar Jesú frá Nazaret; og sumum finnst jólin ein allsherjar afmælisveisla þar- sem allir fá pakka. En hver var Jesú? Var hann pólitískur æsingamaður, heimspekingur, sonur guðs - eða kannski guð sjálfur? Stefán Hrafn Hagalín og Magnús Árni Magnússon töluðu við þrettán manns úr öllum áttum og spurðu einfaldlega: Hver var Jesús? Bragi Ólafsson, Ijóðskáld: Góður kvöldverð- argestur „Eina sem ég hef haft af þessum Jesú að segja nýlega er að ég á málaða mynd af hon- um þar sem norsk fjölskylda er að bjóða honum til kvöldverðar. Myndin heitir að mig minnir Kom Jesus og vcer vor gest. A henni er Jesús svona snyrtilegur, ungur maður sem tilvalið virðist að bjóða til Jesús sem mexíkanskur indíáni. kvöldverðar. Að öðru leyti hafa leiðir okkar lítið skarast síðan í frumbernsku minni. Eg hef alltaf efast um að Jesús hafi verið svona góður maður einsog af er látið. Að vísu var hann kannski sanngjarn og réttsýnn maður, svona miðað við umhverfi og lífshlaup hans, fólkið t kringum hann. En vart óbreyskur. Mér hefur annars að undanfömu orðið hugsað til hans í sambandi við eitt ákveðið atriði: Þannig er að ég er 32 ára og Jesús dó víst 33 ára. Það hefur lengi verið eitt af takmörkum mínum í lífinu að verða að minnsta kosti jafngamall Jesú. Ég bíð spenntur." Auður Eir Vilhjálmsdó ttir, sóknarprestur: Jesús var rosalega skemmti- legur Jesús sem Haitíbúi. Jesús sem indíáni. „Jesús var frelsarinn. Yndislegur maður og hefur verið vinur þeirra sem hann hitti og gaf samferðamönnum sínum nýjar hug- myndir um sjálfa sig og nýjar hugmyndir um líftð og tilveruna. Jesús gaf þeim nýja baráttu og nýja gleði. Var hann skemmtileg- ur? Já, hann hlýtur að hafa verið alveg rosal- ega skemmtilegur og var til dæmis ofsalega mikið í boðum. Já, mikill.partýmaður. Jesús var alltaf hreint í partýjum og reyndar ótrú- legt, að hann haft nokkurn tíma komist til vinnu; slíkur partýmaður var hann. Jesús hóf síðan kvennagildin til vegs og virðingar. Hann tók matinn af borðinu, þvoði fætur lærisveinanna og svo t'ramvegis. Jesús kall- aði sig líka móður, sagði eitthvað á þessa leið: Hversu oft hef ég ekki viljað safna ykkur undir væng minn einsog ungamamm- an safnar saman hænuungunum sínum. Þessvegna löðumst við konur svona mikið að Jesú: Hann var talsmaður kvenlegra gilda.“ Jesús sem Svíi. Svavar Gestsson, al- þingismaður: Jesús er siðferðis- legt og pólitfskt tákn „Ég lít á Jesú sem siðferðislegt og pólit- ískt tákn. Hann stendur fyrir siðferðilegar áherslur sem snúa að samskiptum við ná- ungann og varar við dómhörku gagnvart misgjörðum annarra og svo hinar pólitísku. Þar er Jesús tákn fyrir hina kúguðu, gegn kúgurunum. Þar eru kúgaramir annars vegar hinir innlendu hræsnarar, faríseamir og hið erlenda vald, Rómverjarnir. Þannig sé ég í Kristi heimspekilegar og pólitískar skírskot- anir, sem í mtnum huga eru ekki síður mik- ilvægar en hinar trúarlegu, sem aðrir myndu kannski nefna fyrst.“ Karl Th. Birgisson, rit- stjóri Heimsmyndar: Jesús var misskilinn hugsuður „Jesús var ljúfmenni og kraftaverkamað- ur; mikilhæfur pólitískur hugsuður sem var misskilinn af samtíðarmönnum sínum.“ Jesús sem Japani. Björgvin Brynjólfs- son, formaður Sam- taka um aðskilnað rfkis og kirkju: Jesús var helsti spámaður gyðinga , Jesús var helsti spámaður gyðinga og sá þeirra sem óumdeilanlega hefur náð best til fólksins. Ef við veltum fyrir okkur hvorí mín sýn á Jesú hafi breyst frá bamæsku þá er til að svara að ég hef náttúrlega aldrei trú- að því að hann hafi orðið til með öðmm hætti en annað fólk. Þegar ég fór sem barn að aldri að læra biblíusögumar og kristin fræði þá afgreiddi ég meyfæðinguna og þá Jesús sem bandarískur blökkumaður. mynd sem gefin er í Biblíunni af sköpun heimsins sem þjóðsögur gyðinga. Þjóðsögur em auðvitað ágætar til síns brúks, en þær em ekki annað en þær eru; þjóðsögur.“ Hjörleifur Svein- björnsson, fræðslu- fuUtrúi hjá BSRB: Jesús er „mannleg- leikans kraftur" „Ég er eiginlega síður upptekinn af því hver þessi maður var frekar en þeirri mynd sem við sköpum hann í á hverjum tíma. Ég held að yfirleitt sköpum við Jesú í okkar mynd, en ekki öfugt og við höfum ýmis dæmi um það. Til dæmis talaði Halldór Laxness um það í frægri ritgerð um Passíu- sálmana, að Jesú-gervingurinn á þeim tíma sé þessi kaghýddi Suðumesjamaður. Síðar í þessari sömu ritgerð talar Laxness um Charles Chaplin sem Jesú-gerving. A þessa vfsu væri hægt að tala um litla manninn hans Alberts Guðmundssonar sem einskon- ar Jesú-gerving lfka. Fyrir mér er Jesús fyrst og fremst þessi mannlegleikans kraftur sem Jóhannes frá Kötlum talar um í kvæði sínu. Hann er þessi bróðir heimsins þegar maður hrapar í neðsta þrepið.“ Jesús sem evrópskur bandaríkjamaður. Magnús Skúlason, geðlæknir á Land- spftalanum: Jesús yfirsteig mannleg- an Iffsstfl „Það kann að lýsa fádæma dómgreindar- leysi og skorti á sjálfsgagnrýni að ætla sér þá dul svo mikið sem freista þess að segja orð af viti til að svara þessari nærgöngulu og yfirþyrmandi spurningu, og það fyrirvara- laust. Eitt af megineinkennum mannlegs hlutskiptis gegnum aldirnar er spumin og ráðgátan sem maðurinn stendur andspænis varðandi sjálfan sig, heiminn og tilvemna, uppruna, tilgang og lögmál lífsins og allra hluta. Okkur fer því best að viðurkenna van- mátt okkar og smæð. Og svo er spurt hver Jesús sem Kínverji. Jesú var. Hann bjó án efa yfir heillandi sannfæringarkrafti, orðheppni, ntálsnilld og einstaklega beinskeyttu og heilsteyptu gild- ismati sem allt hefur stuðlað að feykilegum persónustyrk hans. Ofmat hann kannski mannskepnuna í kröfum sínum um óeigin- gjarnan kærleika? Var hann maður eða guð? Má það ekki einu gilda? Óneitanlega er margt í fari og sögu Jesú sem yfirstígur gjör- samlega mannlegan lífsstíl og skírskotar í leiftrandi þversögnum til æðri veruleika og máttar ofar mannlegum skilningi og með öllu ósegjanlegt líkt og andblær hinnar æðstu hljómlistar og Ijóða. Boðskapur hans minnir okkur stöðugt á að auðmýkt og virð- ing fyrir hinum hinstu ráðgátum og verð- mætum er tilhlýðileg, og það er ekki við hann að sakast hve skammt hefur miðað í að fylgja fordænti og vísbendingu hans til fyllra og sannarra lífs.“ Kristfn Jóhannes- dóttir, leikstjóri: Jesús er ambassa- dor Guðs „Hver var Jesú? Það væri nær að spyrja í nútíð: Hver er Jesú. Hann ku vera bráðlif- andi. Hvort þú leggur áherslu á þátíð eða nú- tíð skiptir öllu máli. Mismunandi þjóðir heims sjá Jesú fyrir sér á mismunandi hátt og það er skiljanlegt, því það er eins og með ástina, eftir þvf sem þú þekkir einhvern bet- ur því vænna þykir þér um hann. Okkur rnyndi ekki detta í hug að teikna Jesú eins og maðurinn hefur væntanlega litið út, því okk- Jesús sem Filippseyingur. ur er ekkert sérlega hlýtt til þess heimshluta sem hann bjó í. Hjá okkur er hann frekar eins og einhver ítalskur Rómeó, því við þekkjum það betur. Annars er Jesús, sem ambassador Guðs á jörð, kærleikurinn og trúnaðurinn. í raun skiptir ekki máli hvort hann heitir Jesú eða eitthvað annað, hvað

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.