Alþýðublaðið - 23.12.1994, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 23.12.1994, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Skuggamennirnir þrír - Smásaga eftir Wolfgang Borchert - Hann ráfaði gegnum dimma útborgina. Húsatótt- imar bar við himininn. Það var ekkert tungl og gat- an hlustaði óttaslegin á þetta fótatak seint um nótt. Þá gekk hann fram á gamalt grindverk. Hann spyrnti við fætinum þar til morkin tréfjöl brotnaði með andvarpi. Lyktin af viðnum var væmin og sæt. Hann ráfaði sörnu leið gegnum dimrna útborgina. Það skinu engar stjörnur. Þegar hann opnaði dyrnar (og það emjaði í hjör- unum), sá hann í skærblá augu konu sinnar. Það var örþreytt andlit sem hoifði á hann. Svo köld var nóttin að andadráttur hennar lá eins og hvít þoka yf- ir stofunni. Hann beygði sig stirðlega og braut tré- fjölina. Viðurinn andvaipaði. Af honum lagði sæta og væmna lykt. Hann tók upp tréflís og bar hana að vitum sér. Næsturn eins og lyktin af kökum, sagði hann og hló lágt. Ekki, sögðu augu konunnar, ekki hlæja. Hann sefur. Maðurinn lagði morkinn viðinn í ofninn. Eldur- inn hjarnaði við og lófastór ljósgeisli veitti örlitlum yl um herbergið. Hann skein eitt andartak á agnar- smátt hnöttótt andlit. Andlitið var ekki nema rétt stundargamalt, en hafði samt allt sem heyrir til: Eyru, nef, munn og augu. Augun voru ábyggilega stór, það gat maður séð þótt þau væru lokuð. En munnurinn var opinn og andaði hljóðlega. Það var roði við augun og nefið. Hann lifir, hugsaði móðir- in. Og litla andlitið svaf. Það er ennþá til hafragrautur, sagði maðurinn. Já, svaraði konan, það er gott. Það er kalt. Maðurinn braut meira af sætum viðnum. Nú er hún búin að fæða barnið og henni hlýtur að vera kalt, hugsaði hann. Samt var þarna ekkert andlit sem hann gat rekið hnefann í. Hann lagði í ofninn og aftur féll lófastór ljósgeisli á sofandi andlitið. Konan hvísl- aði: Sjáðu, þetta er eins og helgiljómi. Helgiljómi! hugsaði hann en þarna var ekkeit andlit sem hann gat rekið hnefann í. Þau heyrðu umgang við dyrnar. Við sáuni ljósið í glugganum, sögðu þeir. Megum við setjast inn smástund? En við eigum bain, sagði maðurinn. Þeir svöruðu engu, en læddust saml inn í herbergið. Ur vitum þeirra lagði þoku. Við höfum ekki hátt, sögðu þeir og læddust inn. Þá féll ljósið á þá. Þeir voru þrír. I gömlum og slitnum einkennis- búningum. Einn hélt á pappakassa, annar á striga- poka. Sá þriðji hafði engar hendur. Kal, sagði hann, og rétti fram afhöggna limina. Hann benti mannin- um á að opna töskuna. Þar var í tóbak og pappír. Þeir vöfðu sígarettur. En konan sagði: Ekki, barnið. Þeir gengu útfyrir fjórir saman og sígaretturnar voru fjórir deplar í náttmyrkrinu. Einn þeirra hafði bólgna og afmyndaða fætur. Hann tók trébút úr poka sínurn. Það er asni, sagði hann, ég hef verið að tálga þetta í sjö mánuði. Handa barninu. Þetta sagði hann og rétti manninum. Hvað kom fyrir fæturna? spurði maðurinn. Bjúgur, sagði tréskerinn, af sulti. Og hann, sá þriðji? spurði maðurinn og handfjatlaði asnann í myrkrinu. Sá þriðji skalf í slitnum ein- kennisbúningnum: Svosem ekkert, hvíslaði hann, það eru bara taugamar. Maður hefur líklega verið of hræddur. Þeir drápu í sígarettunum og gengu aft- ur inn. Þeir læddust og horfðu á agnarsmátt sofandi and- litið. Sá sem skalf tók tvo gula brjóstsykursmola úr pappakassanum og sagði: Þetta er handa konunni. Konan glennti upp augun þegar hún sá þessa þrjá skuggamenn lúta yfir barnið. Hún fann til ótta. En í þeini andrá þrýsti barnið fótunum fast að barmi hennar og orgaði svo hátt að skuggamennimir þrír hörfuðu undan og læddust að dyrunum. Þeir kink- uðu kolli, þvínæst hurfu þeir aftur út í nóttina. Maðurinn horfði á eftir þeim. Undarlegir vitring- ar, sagði hann við konuna. Svo lokaði hann dymn- um. Þetta voru þokkalegir vitringar, hnussaði í hon- um þar sem hann bograði yfirhafragrautnum. Sarnt hafði hann ekkert andlit til að reka hnefann í. En barnið orgaði, sagði konan áköf, það orgaði hátt. Það var loksins þá að þeir fóm. Sjáðu hvað það er lifandi, sagði hún stolt. Andlitið opnaði munninn og orgaði. Er hann að gráta? spurði maðurinn. Nei, ég held hann sé að hlæja, svaraði konan. Næstum eins og kökur, sagði maðurinn og þefaði af viðnum, eins og kökur. Dísætt. Það em líka komin jól, sagði konan. Já, jól, hnussaði í honum og frá ofninum féll lófa- stór ljósgeisli á agnarsmátt sofandi andlitið. Egill Helgason islenskaöi. Þýski rithöf'undiirinn Wolf- gang Borchert var fæddur í Hamborg 1921 og andaðist í Bascl 1947. Hann gegndi hcrþjónustu í stríðinu og sat tvívegis í fangelsi vegna agabrots. Hann átti við erf- ið veikindi að stríða og lífs- verk hans cr ekki mikið vöxtum. Smásögur hans og ljóð þykja túlka vel líf Þjóðverja á hörmunga- tímum stríðsins og fyrstu árin eftir það.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.