Alþýðublaðið - 23.12.1994, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 23.12.1994, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 Bestu viðtöl í heimi Nýskeð kom út á Englandi bókin Interviews þar sem valin hafa verið saman mörg af bestu blaðaviðtölum sem tekin hafa verið fyrr og síðar, allt frá viðtali sem tekið var við mormónaleiðtogann Brigham Young 1859 til sérkennilegs viðtals sem tekið var við sagnfræðinginn Paul Johnson 1992. Egill Helgason fór á hundavaði í gegnum bókina og valdi viðtalsbúta sem honum þóttu skemmtilegir. / Eg er ekki hamingjusöm - Marilyn Monroe 1960 - Viðtalið við Marilyn Monroe var tekið af franska blaðamanninum Georges Belmont í október 1960. Viðtalið, sem er mestanpart í formi einræðu, var hið síðasta sem Marilyn veitti í lif- anda lífi, enda var henni ekki mikið um það gefið að ræða við blaðamenn. Upp frá þessu ágerðist tilhneiging hennar til þunglyndis og tæpum tveimur árum síðar tók hún of stóran skammt af svefnlyfjum og fyrirfór sér. „Ég held að við flýtum okkur alltof mikið. Þess vegna er fólk taugaveiklað og óhamingjusamt með sjálft sig og líf sitt. Hvemig er hægt að ná einhverri fullkomnun við slík skilyrði? Fullkomnun tekur tíma. Ég vildi mest af öllu verða góð leikkona, sönn leikkona. Og ég vil vera hamingjusöm - en hver er svosem hamingjusamur? Ég held að það sé álíka erf- itt að reyna að verða hamingjusamur og að reyna að verða góð leikkona. Maður þarf að leggja mikið á sig til þess. Ég kemst næst því að vera hamingjusöm þegar ntér tekst vel upp f vinnunni. En það gerist bara ein- stöku sinnum, smástund í einu. Yfirleitt er ég ekki hamingjusöm. Ef ég er yfirleitt eitthvað, þá er ég lík- lega yfirleitt vansæl. Ég get ekki skilið einkalífíð mitt frá vinnunni. Mér finnst að þeim mun meira sem ég gef af sjálfri mér, þeim mun betri er ég í vinnunni. Vandinn er sá að ég keyri sjálfa mig of hart áfram, en, veistu, ég vil bara reyna að vera dásamleg. Eg veit að margir eiga eftir að hlæja að þessu, en það er satt. Einu sinni var lögfræðingurinn minn í New York að segja mér eitthvað um skattafrádrátt og svoleiðis mál. Hann var þolinmóður eins og engill, en ég sagði við hann: ,JVIér er alveg sama um allt þetta. Ég vil bara vera dásamleg.“ En ef maður segir svonalagað við lögfræðing, þá heldur hann að maður sé brjálað- ur. Það er bók eftir Rainer Maria Rilke sem hefur hjálpað mér mikið, Bréf handa ungu skáldi. Ég held að þegar listamaður- þú verður að afsaka, en ég held að ég sé að verða listamaður, þótt ntargir muni sjálf- sagt hlæja að því, þess vegna bið ég afsökunar - að þegar listamaður reynir að vera sannur, þá finnist honum stundum að hann sé á mörkum einhvers bijálæðis. En í rauninni erþað ekki bijálæði. Maður er bara að reyna að kalla fram sannasta hlutann af sjálfum sér, og veistu, það er ekki auðvelt. Oft hugs- ar maður: „Ég þarf ekki annað en að vera sönn.“ En stundum kemur það ekki af sjálfu sér. Undir niðri hef ég hef ég alltaf þá tilfmningu að ég sé einhvem veg- inn óekta, algjör svindlari." Marilyn Monroe: „Ég vil bara vera dásamleg." Ef nafn mitt Ji ílr? - Sigmund Freud 1930 - Frægur og gáfaður bandarískur blaðamaður, George Sylvester Vi- ereck, hitti Sigmund Freud í sum- arhúsi sálkijnnuðarins fræga í austurrísku Ölpunum. Freud var þá rúmlega sjötugur. Hann sagði að tungumál sitt væri þýska, hann tilheyrði þýskri menntahefð, en nú þegar hann sæi merki um að gyð- ingahatur færi vaxandi í Þýska- landi og Austurríki áliti hann sig ekki lengur Þjóðverja eða Austur- ríkismann. Hann kysi að kalla sig gyðing. Nokkrum árum síðar þurfti þessi öldungur að flýja land undan nasistum. ,,Ég geri enga uppreisn gegn heimsskipaninni. Þegar öllu er á botn- inn hvolft," hélt þessi mikli könnuður mannsheilans áfram, ,Jief ég aðeins lifað í rúm sjötíu ár. Ég hef fengið nóg að borða. Ég hef haft ánægju af ýmsu - félagsskap konu minnar og bama minna, sólariaginu. Ég hef horft á gróðurinn spretta á vorin. Stundum var mér rétt vingjamleg hönd. Ein- stöku sinnum hitti ég fólk sem skildi mig næstum. Get ég æskt einhvers meira?“ „Þér hafði hlotið frægð,“ sagði ég. „Verk yðar hafa áhrif á bókmenntir allra þjóða. Vegna yðar líta menn heiminn og sjálfa sig öðmm augum. A sjötugsafmæli yðar sameinaðist heimurinn um að heiðra yður.“ „Frægðina hljótum við fyrst þegar við emm dauð og satt að segja varðar mig það engu hvað gerist eftir andlát mitt. Ég hef enga þörf fyrir að vera Sigmund Freud: „Hví ætti ég að lifa af?" hafinn upp til einhverrar dýrðar eftir dauðann. En hógværð mín er heldur engin dyggð.“ „Hefur það þá enga þýðingu fyrir yður að nafit yðar mun lifa áfram?" „Alls enga, ef það þá lifir sem er alls ekki víst. Mér er miklu meira annt um framtíð bamanna minna. Ég vona að líf þeirra verði ekki mjög erfitt. Ég get lítið gert til að auðvelda þeim lífið. I stríðinu bmnnu að mestu leyti upp þau litlu auðæfi sem ég hafði sankað að mér. En sem betur fer þjakar aldur- inn mig ekki of mikið. Ég get enn haldið áfram! Vinnan veitir mér enn- þá ánægju.“ Við gengum saman upp brattan stíg í garðinum við húsið. Með næm- um höndum sínum strauk Freud mnna sem stóð í blóma, fullur vænt- umþykju. „Þessi blómi skiptir ntig ntiklu meira máli en nokkuð sem gæti hent mig eftir að ég er dauður," sagði hann. „Emð þér þá, eins og sagt er, algjör bölsýnismaður?" „Það er ég alls ekki. Ég læt engar heimspekilegar vangaveltur spilla fyrir mér þeirri einföldu ánægju sem ég hef af lífinu." „Hafið þér trú á því að persónuleik- inn lifi áfriun í einhverri mynd eftir dauðann?“ „Ég hugleiði það alls ekki. Allt sem lifir tortímist. Hví ætti ég að lifa af?“ „En vilduð þér ekki snúa aftur í ein- hverri mynd, rísa upp úr öskunni. Hafið þér, með öðmm orðum, enga þrá eftir ódauðleikanum?" „f sannleika sagt, nei. Þekki maður eigingimina sem er gmndvöllur allrar mannlegrar hegðunar hefur maður ekki minnstu löngun til að snúa aftur. Lífið myndi ekki breytast neitt þótt það færi í hringi. Setjum sem svo að eilíf endurkoma hlutanna, svo ég noti orðalag Nietzsches, gerði okkur fært að holdgervast á nýjan leik - væri það einhvers virði ef við hefðum ekkert minni? Það yrðu engin tengsl milli foitíðar og framtíðar. Hvað mig snert- ir er ég fiillkomlega sæll með þá vissu að vera laus við þá sífelldu óvæiu sem það er að lifa. Líf okkar er óhjá- kvæntilega endalaus röð málantiðl- ana, eilíf barátta milli sjálfsins og um- hverfisins. Að vilja framlengja lífið úr hófi finnst mér fraleitL“ Galina Vishnevskaja: „Keisarar eru aldrei óaðlaðandi." Við Yorum ánauðug Galina ° - Vishnevskaja - 1987 Frægar em eridunninningar ópem- söngkonunnar Galinu Vishnevskaju sem hafa verið þýddar á íslensku. Þar segir hún frá lífi sínu og manns síns, sellóleikarans Mstislav Rostropo- vitsj undir stjóm kommúnista í Sov- étríkjunum. Blaðamaðurinn George Urban átti viðtal við Galinu 1987. Hér fer brot úr þvf þar sem hún ræðir um kynni sín og Nikolai Búlganín sem var einn helsti leiðtogi kommún- ista á sjötta áratugnum. Það er ekkert smárnúl að verðafyr- ir ástleitni leiðtoga í alrœðisríki. Ef þú hefðir ekki verið nýgift, hefðir þú þá getað hugsað þér að þýðast Búlg- anín? Galina: Kannski hefði ég gert það. Eins og ég segi í bók minni hefði ekki verið auðvelt að standast þá freistingu að verða keisaraynja keisara í komm- únistaríki. Ég vil hafa þetta alveg á hreinu: Ég ætla ekki að segja að það hafi verið óhugsandi, því þetta hefði vel getað gerst... Fannst þér Búlganín aðlaðandi? Galina: Keisarar em aldrei óaðlað- andi. Ef maður horfir á mynd af sól- kónginum, Loðvík XIV, þá er hann eins og martröð á að líta. Samt naut hann mikillar kvenhyili. Valdið er eins og segull. Varstu ekki upp rneð þér afástar- játningum Búlganíns - að einn af guðunutn, sjálfur leiðtogi kotnmún- istaflokksins, steig niður af Ólymps- tindi ogféll að fótum þér? Galina: Segjum sem svo: Ákafi Búlganíns var mér alls ekki á móti skapi. Nikolai Alexandrovitsj hafði orð á sérfyrir að vera gáfumaður af mar- skálki að vera. Var það satt? Galina: í samanburði við lags- bræður sína í flokknum var hann ekki alveg jafn mddalegur. Hann var ögn kurteisari og ögn skýrari. Sovétríkin stœra sig af kotnmún- ísku siðgceði sem er viktoríanskt og frekar teprulegt á okkar mœlikvarða. Mér finnst það einkennilegt að leið- togi slíks sarnfélags skyldi hafa verið svona ágengur og það beint fyrir framan nefið á matminum þínutn. Galina: En hann var forseti ráð- herraráðsins! Hann var meistari okkar og við vorum ánauðug. Það var við- horf hans til Slava og mín. 1 rauninni vomm við heppin að vera ekki uppi á tíma Stalíns. Bería tók stúlkur, lét binda hendur þeirra fyrir aftan bak og fór svo með þær í rúntið. Það er engin spuming að á Stalínstímanum hefði maðurinn minn verið tekinn af lífi eða sendur í gúlagið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.