Alþýðublaðið - 23.12.1994, Síða 17

Alþýðublaðið - 23.12.1994, Síða 17
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 Mae West: „Margir karlmenn hentuðu mér betur en einn maður." Slæm stúlka með gott hjartalag - Mae West 1984 - Slæm stúlka með gott hjartalag. Þannig lýsir Mae West sjálfri sér í viðtali við blaðakonuna Charlotte Chandler sem birtist 1984, fjórum árum eftir andlát Mae West. Mae West var einhver mesta kyn- bomba kvikmyndasögunnar, hún var fræg fyrir að vera djarftæk í karlamálum, hafði munninn fyrir neðan nefið og lét engan segja sér fyrir verkum. Hún bragðaði ekki áfengi eða tóbak, baðaði sig upp úr ölkelduvatni hvern dag, en þótti kynlíf gott - og kínamatur. Mae West: Kynlíf og vinna hafa verið það eina sem skiptir máli í lfft mínu. Spurning: En í öfugri forgangs- röð... Mae West: Já. Ef ég þurfti að velja milli kynlífs og vinnunnar, þá valdi ég alltaf vinnuna. Ég er samt fegin að ég þurfti ekki að velja á milli þessa í meira en svona viku í senn. Síðan ég varð fullorðin hefur mig aldrei þurft að skorta hvorugt í meira en viku. Sp: Hvað þýðir „fullorðin“? Mae West: Þrettán. Ég var byrjuð fyrir þann tíma, en það var ekki reglulega. A undan því var ég að þreifa fyrir mér. Sp: Manstu hvenær þú fórst fyrst að hugsa um kynh'f? Mae West: Ég ntan ekki hvenær ég gerði það ekki. Ég var alltaf for- vitin um stráka og hvað þeir höfðu sem ég hafði ekki. Ég lék mér alltaf við stráka. Þeir hópuðust í kringum mig. Ég vildi prófa hvemig þeir kysstu. Koss frá karlmanni ereins og undirskrift hans. Þegar ég var tólf ára kyssti ég alla strákana í partíum. Ég bar saman hvemig þeir fóru að. En við gerðum ekkert nteira en að kyssa. En mér fannst garnan að finna fyrir vöðvunum á þeim. Ég hef alltaf viljað hafa marga nienn í kringum mig. A dintmu kvöldi er það eins og að geta valið úr mörgum bókurn að lesa, bara betra. Einn hafði fallegt hár, annar haföi mikla vöðva, sá þriðji...hmm. Ég sá ekki að ég þyrfti að neita mér um neitt, margir karlmenn hentuðu mér betur en einn maður. Benito Mussolini: „Ég á enga vini." Lýðurinn er eins og kona - Benito Mussolini 1933 - Markmið þýska blaðamannsins Emil Ludwig var að reyna að fræðast um „tilfinningalíf, sjálfs- álit og fyrirætlanir“ Benito Muss- olinis, einræðisherra á Ítalíu. Mussolini lýsti sjálfum sér sem einmana stjórnanda, utan og ofan við samfélagið, og endurspeglaði þannig að vissu leyti hugmyndir tveggja hcimspckinga sem hann dáði, Machiavelli og Nietzsche. Ludwig var yfirleitt ekki hallur undir einræðisherra, en kannski var ekki alveg laust við að hann léti hrífast ögn af Mussolini. Máski gat hann tekið undir orð Mussolinis sjálfs sem einhverju sinni mun hafa sagt að hann væri fyrsta flokks leiðtogi í annars ilokks ríki en Adolf Hitler væri annars flokks leiðtogi í fyrsta flokks ríki. „Hásæti eru einhvem veginn miklu síðurheillandi síðan Napóleon var keisari," sagði hann. „Það er satt,“ svaraði ég. „Núorð- ið vill enginn vera kóngur. Fyrir stuttu síðan sagði ég við Fuad Eg- yptalandskóng að kóngar nærðust á ást lýðsins en einræðisherrar á ótta. Þá hrópaði hann upp yfir sig: „Mikið vildi ég fá að vera einræðisherra!" Eru einhver dæmi í sögunni um valdaræningja sem hefur notið ástar lýðsins?" Ur svipbrigðum Mussolinis má yfirleitt ráða hverju hann ætlar að svara (nema þegar hann hann vill halda hugsunum sínum leyndum) og nú varð hann alvarlegur í framan. Það var eins og slaknaði á uppsafn- aðri orkunni í líkamanum og hann virtist yngjast um mörg ár. Eftir stundarþögn sagði hann, næstum hikandi: „Kannski Júlíus Caesar. Morðið á Caesar var mikil ógæfa fyrir mann- kynið.“ Hann bætti við, lágum rómi: „Ég hef mikla ást á Caesar. Hann var einstakur vegna þess að í honum sameinaðist viljastyrkur stríðs- mannsins og snilld lærdómsmanns- ins. Undir niðri var hann heimspek- ingur sem horfði á allt sub specie et- emitatis. Það er rétt að hann þráði frægð, en hann lét ekki metnað sinn slíta tengsl sín við mannkynið.“ „Getur einræðisherra þá hlotnast ást?“ „Já,“ svaraði Mussolini með nýj- um þrótti. „En þá þarf almúginn að óttast hann á sama tíma. Lýðurinn elskar sterka menn. Lýðurinn er eins og kona.“ „Ég get ekki átt vini og ég á enga vini. I fyrsta lagi vegna þess hvernig ég er skapi farinn, í öðm lagi vegna þess hvaða augum ég lít á mannfólk- ið. Því forðast ég bæði náin kynni og samræður. Þegar gamall félagi kem- ur á minn fund er samtalið yfirleitt vandræðalegt fyrir okkur báða og stendur ekki lengi. Einungis úr fjar- lægð fylgist ég með ferli gamalla fé- laga.“ „En ef þér metið einsemdina svo mikils,“ spurði ég, „hvemig getið þér þá umborið allan þann aragrúa af fólki sem þér þurfið að horfa á hvem dag?“ „Með því að fylgjast aðeins með því sem það hefur að segja mér,“ svaraði hann. „Ég leyfi því ekki að komast í neitt samband við minn innri mann. Það hreyfir ekki meira við ntér en þctta borð eða pappíram- ir sem á þvf liggja. Mitt í manngrú- anum varðveiti ég einsemd mína ósnerta." „En óttist þér þá ekki að glata öllu andlegu jafnvægi? Ég þarf varla að minna yður á sigurgöngumar til foma þar sem keisaramir höfðu í vagni sínum þræl sem hvíslaði stöð- ugt í eyra þeirra að allt væri í raun- inni einskis nýtt hjóm?“ „Auðvitað þekki ég það. Þessir ungu menn þurftu að minna keisar- ann á að hann væri maður en ekki guð. Núorðið er slíkt allsendis óþarft. Fyrir mitt leyti að minnsta kosti hef ég aldrei haft neina til- hneigingu til að álíta mig guð, heldur hef ég alltaf verið þess mjög vitandi að ég er dauðlegur maður með allar þær langanir og allan þann breysk- leika sem því fylgir.“ Yiðtöl eru gLæpsamleg - Rudyard Kipling 1892 - Enski rithöfundurinn og skáldiö Rudyard Kipling hafði orð á sér fyrir að vera sérvitur og skapstór. Hann sýnir þá hlið á sér í eins kon- ar viðtali sem blaðamaður The Sunday Herald átti við hann í Boston 1892. Blaðamaðurinn viil ákafur tala við meistarann, en hann er tregur til og kýs að hella sér yfir bandaríska blaðamcnn. Þegar upp er staðið er blaðamað- urinn samt hæstánægður og hann segir við Kipling að hann hefði ekki fyrir nokkra muni viljað missa af þessu viðtali. „Hvað emð þér að vilja? Hví ráð- ist þér á mig í friðhelgi heimilis míns? Hef ég ekki sagt að ég vilji ekki láta taka við mig viðtal?“ Þetta segir hann hratt og höstuglega. „Herra Kipling. Ég fór að tilmæl- um yðar og sendi minnisblað um viðtalsefni heim til yðar. Ég óska eft- ir svari.“ Það fékk ég. „Hvers vegna vil ég ekki láta taka viðtal við mig? Vegna þess að það er siðlaust! Það er glæpsamlegt, jafn mikill glæpur gegn persónu minni og árás úti á götu, og það verðskuldar ekki síðri refsingu. Það er lágkúm- legt og lítilmótlegt. Enginn sómakær maður myndi biðja urn að láta taka við sig viðtal, hvað þá veita það.“ „En, Herra Kipling, sómakærir menn eins og þér, og ekki síður svo - jafnvel ýmsir heiðursmenn - em ekki á sama máli. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þessa skoðun. Ég hef aldrei heyrt talað um að viðtöl séu siðlaus og glæpsamleg." „Þá vom þessir menn kjánar. Ég hef á réttu að standa. Ég ætla ekki að gefa yður neinar frekari ástæður, þið þessir fuglar í Ameríku kunnið hvorki að skilja né meta blaða- mennsku, og ykkur órar ekki fyrir því sem ég er að segja. Við Englend- ingar höfum andstyggð á athæfi ykk- ar. Hvað er annars góður blaðamað- ur? Hveiju viljið þið koma til leiðar? Bandarísk blöð em rotin í gegn. Ég veit allt um það. Eitt sinn fór ég með hópi af blaðasnápum frá Fíladelfíu í litinn bæ þar sent hafði verið framið morð. Þeim tókst að breyta bænum í helvíti. Þeir vilja ekkert nema hneykslisfréttir, og þær fá þeir ekki frá mér.“ Við svo búið gaf ég í skyn að ég hefði skilið hvað hann var að fara. En hann hélt áfram. „Það er ekki eitt einasta blað í þessu landi sem verðskuldar sneftl af virðingu. Það er hægt að umbera The New York Tribune, en annað veifíð gerir það lfka einhvem óskunda. Ég geri ráð fyrir að þér ætlið að skrifa upp eftir mér og koma því fyrir á ein- hverjum leyndum stað í sneplinum yðar sem ég veit reyndar ekki hvað heitir.“ „Nei, herra minn,“ sagði ég, „þér eigið skilið að tróna efst á forsíðunni. Skilgreining yðar á bandarískum blöðum er svo nýstárleg og veitt af slíku örlæti að liún mun ekki fara leynt.“ „Herra Kipling," hélt ég áfram, „þér emð heimsmaður og þér skúld- ið heiminum eitthvað, rétt eins og hann skuldar yður.“ ,Já, og fyrst þarf hann að greiða mér þessa litlu skuld,“ hreytti hann út úr sér, „en mína skuld ætla ég aldrei að greiða.“ Rudyard Kipling: „Mína skuld ætla ég aldrei að greiða."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.