Alþýðublaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 Sífelldar róstur í flokki hins friðsam / nýju hefti Andvara, tímariti Hins íslenska þjóðvinafélags, er meðal annars efnis fróðleg grein eftir Davíð Oddsson formann Sjálf- stœðisflokksins um Geir Hallgrímsson. Hér á eftir fara kaflar ár grein Davíðs þar sem hann fjallar um tímabilið frá 1970, er Bjarni Benediktsson féll frá, til janúar 1986 er Geir varð að víkja úr ráðherrastóli til að rýma fyrir Þorsteini Pálssyni og lauk þar með sín- um pólitíska ferli. Jóhann brást fálega vid Skömmu eftir lát Bjama gekk Gunn- ar Thoroddsen á fund Jóhanns Haf- steins og bauð fram liðveislu sína. I samtalinu við Jó- hann kvaðst Gunn- ar ætla að segja af sér starfi hæstarétt- ardómara og taka þátt í prófkjöri, sem sjálfstæðis- menn hugðust efna til haustið 1970 eftir nýjum skipu- lagsreglum flokks- ins. Gunnar sagðist ekki hafa í hyggju að bjóða sig fram í formannsstöðuna í Sjálfstæðisflokkn- um á næsta lands- fundi flokksins, sem vera átti 1971. Hins vegar finndist sér eðlilegt að gefa Geir Hallgrímsson: Var stöðugt að reyna að sætta menn í Sjálfstæðisflokknum. Síðasta kost ý sér f varafor- stóra fórn hans fyrir flokkinn var að víkja úr starfi utanríkisráðherra 1986 svo Þorsteinn fengi mannsstöðuna, ráðherrastól. „Mörgum vinum og stuðningsmönnum Geirs fannst forystumönnum flokks- senl nLj Væri laus ins hafa mátt farast betur við sinn fyrrverandi formann," segir Davíð Oddsson í grein sinni. 0g |lann hefði „Geir Hallgrímsson og samherjar son, þeirrar skoðunar, að gengið gegnt til ársins 1965. Jóhann Haf- væri freklega l'ram hjá honum, ef Geir Hallgrímsson yrði varaformað- ur. Tfmi Geirs væri ekki kominn. Þegar Bjami varð var við þessa and- stöðu og gerði sér ljóst, að Jóhann gæti hugsað sér að verða varafor- maður, ákvað hann að styðja Jóhann í stöðuna, og var hann kjörinn vara- formaður á landsfundi 1965. hans höfðu ekki lengi fagnað vamar- sigri sínum t Reykjavík, er þeim bár- ust sem öðmm Islendingum einhver mestu og válegustu tíðindi, sem orð- ið hafa í sögu Sjálfstæðisflokksins sem og sögu þjóðarinnar. Hinn 10. júlí 1970 lét formaður flokksins, Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra líftð í eldsvoða í forsætisráð- herrabústaðnum á Þingvöllum ásamt konu sinni, Sigríði Bjömsdóttur, og ungum dóttursyni. Þessi fregn kom sem reiðarslag yfir alla forystumenn Sjálfstæðisflokksins og raunar alla íslendinga. Jóhann Hafstein, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins og dóms- og iðnaðarráðherra, tók til bráðabirgða við stöðu forsætisráð- herra. Haldinn var þingflokksfund- ur, þar sem ákveðið var að tillögu séra Gunnars Gíslasonar í Glaumbæ að fela fjórum mönnunt eins konar leiðsögn flokksins eftir hið skyndi- lega fráfall flokksforingjans. Þeir vom hinir þrír ráðherrar flokksins, Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson og Magnús Jónsson frá Mel, og Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Sýnir þetta, að Geir var árið 1970 í raun orðinn einn aðalleiðtogi Sjálfstæðis- flokksins. Hafði Bjami Benedikts- son raunar lengi haft augastað á hon- um sem eftirmanni sínum. Arið 1965, er Gunnar Thoroddsen sagði af sér varaformannsstöðu í Sjálf- stæðisflokknum og ráðherrastarfi til þess að verða sendiherra í Kaup- mannahöfn og búa sig undir forseta- framboð 1968, hafði Bjami viljað, að Geir yrði varaformaður. Hafði hann rætt það við þá Geir og Jóhann Hafstein, sem ella hefði verið talinn standa næst því. Þegar Bjami kynnti þingmönnum þetta sjónarmið, kom hins vegar í ljós nokkur andstaða. Töldu ýmsir þingmenn rangt að leita út fyrir þingflokkinn um varafor- mannsstöðuna. Enn fremur voru sumir gamlir vinir Jóhanns í þing- flokknum, til dæmis Jón Ámason, Jónas G. Rafnar og Sigurður Ágústs- Vidsjár aukast í flokknum En nú jukust viðsjár í Sjálfstæðis- flokknum. Hinn vinsæli og áhrifa- mikli fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og varaformaður flokks- ins, Gunnar Thoroddsen, hafði tapað fyrir Kristjáni Eldjárn í forsetakjöri 1968 og þar vafalaust goldið erfið- leika þeirra, sem viðreisnarstjómin átti við að glíma f efnahagsmálum, auk þess að róttæknibylgja fór um þær mundir um öll Vesturlönd. Einnig var það haft á móti Gunnari að hann væri tengdasonur manns sem gegnt hafði starfi forseta í sex- tán ár og höfðu menn á orði, að sá væri munur á lýðveldi og konung- dæmi að þjóðhöfðingjastarfið gengi ekki að erfðum. Sennilega hefði Gunnar náð kosningu fjórum ámm fyrr, árið 1964. Viðreisnarstjómin státaði þá af góðum árangri og and- rúmsloftið í þjóðfélaginu var jákvætt Gunnari. Eftir ósigur í forsetakjöri hafði Gunnar gerst hæstaréttardómari. Hann hafði þá verið fjarri eiginlegu lögfræðivafstri í áratugi, að slepplri ritgerðarsmíð um afmarkað efni, og hefur því starfsemi Hæstaréttar verið honum æði framandi. Hætt er því við, að honum hafi því þótt daufleg vist í Hæstarétti og kröftum sínum og hæfileikum illa varið í að leysa úr þrætum borgaranna, sem að mestu vom venjubundin verkefni, en erfitt manni, sem hvergi hafði komið nærri í aldarfjórðung, þótt vel hafi staðið í fræðunum í öndverðu. Og annað togaði, því að honum var í blóð borin ástríða til stjómmála- stein brást fálega við. Sagði hann Gunnari, að flokkurinn myndi ekki styrkjast við það, að Gunnar hæfi á ný stjórnmálaafskipti. Ottaðist Jó- hann átök á milli Gunnars Thorodd- sens og Geirs Hallgrímssonar, sem hann eins og Bjarni taldi framtíðar- leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Greindi Jóhann þingflokki sjálfstæð- ismanna efnislega frá þessum orða- skiptum. Jóhann Hafstein bauð Geir Hall- grímssyni að verða ráðherra haustið 1970, en Geir taldi sig þurfa að Ijúka margvíslegum verkefnum í Reykja- vík, auk þess sem illa færi á að hann viki úr borgarstjórastarfinu svo skömmu eftir kosningar, sem óneit- anlega höfðu mjög tengst persónu borgarstjórans. Hann hlaut því að hafna boðinu. Nokkrar áskoranir bárust einnig til Jóhanns um að gera Gunnar Thoroddsen að ráðherra. Talið var að þær væm settar fram með þegjandi samþykki Gunnars, en það varð úr, að Auður Auðuns varð dómsmálaráðherra, fyrst íslenskra kvenna til að gegna ráðherrastarfi. Hart barist á landsfundi Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík haustið 1970 markaði tímamót í sögu flokksins. Nýr tími fór í hönd; nýir menn komu fram á sjónarsviðið, en aðrir hurfu af velli. Geir Hallgrímsson gaf kost á sér í þessu prófkjöri og varð þar langefst- ur. Næstur honum varð Jóhann Haf- stein, en Gunnar Thoroddsen varð í þriðja sæti. Þeir Olafur Björnsson hagfræðiprófessor og Birgir Kjaran hagfræðingur féllu báðir um nokkur sæti í prófkjörinu, en Ellert B. Schram, þáverandi formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, náði góðum árangri. Þegar stillt var upp á framboðslista flokksins í Reykjavík, hafði Geir Hallgrímsson ákveðið að víkja úr fyrsta sæti fyrir formanni flokksins, Jóhanni Hafstein. Höfðu sumir stuðningsmenn Geirs lagt að ■ starfa, jafnframt því sem margir stuðningsmenn lians lögðu fast að . honum að hefja stjórnmálaafskipti á ný eftir hið skyndilega fráfall Bjarna Bene-dikts- sonar. Flokkurinn þyrfti á öllum sínum mönnum að halda. honum að taka fyrsta sætið, en hann vildi það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins, sem haldinn var 25.til 28. apríl 1971, í Reykjavík, varð ekki sfður sögulegur en prófkjörið haustið áður í höfuðborginni. Þá gerðist það í fyrsta skipti f sögu Sjálfstæðis- flokksins, að flokksmenn skiptust opinberlega í tvær fylkingar á lands- fundi, stuðningsmenn þeirra Jó- hanns Hafsteins og Geir Hallgríms- sonar annars vegar og Gunnars Thoroddsens hins vegar. Þótt kosn- ing væri óhlutbundin, svo að allir landsfundarfulltrúar væru í kjöri, gaf Jóhann einn kost á sér í formanns- stöðuna, en þeir Geir og Gunnar kepptu um varaformannssætið. Var nú hart barist um hvem landsfundar- fulltrúa og ráku stuðningsmenn beggja frambjóðenda kosningaskrif- stofur, síðustu daga í sérstökum her- bergjum hótelsins, þar sem lands- fundurinn var haldinn. Auk nokk- uiTa nánustu vina Geirs, sem höfðu veg og vanda af skipulagningu bar- áttunnar, þeirra Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Höskuldar Olafssonar og Baldvins Tryggvasonar, störfuðu meðal annarra Ragnar Kjartansson, Hörður Einarsson og Víglundur Þor- steinsson að framboði hans. Hörður var þá formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna f Reykjavík, en þeir Ragnar og Víglundur voru fyrrver- andi framkvæmdastjórar fulltrúa- ráðsins og kunnu því vel til verka í öllum kosningum. Urslit í formanns- kjöri urðu þau að Jóhann Hafstein var kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins með 582 atkvæðum. Gunnar Thoroddsen hlaut 90 at- kvæði, Geir Hallgrímsson 19 at- kvæði og aðrir færri. Var þetta mjög eins og búist hafði verið við. Urslita í varaformannskjöri var beðið með eftirvæntingu. Náði Geir Hallgríms- son kjöri með 375 atkvæðum, en Gunnar Thoroddsen hlaut 328 at- kvæði.“ Togstreita innan flokks A landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1973 var Jóhann Hafstein endurkjör- inn formaður og Geir varaformaður. I byrjun sumars 1973 veiktist Jó- hann alvarlega og sagði af sér for- Ingólfur Jónsson: Tapaði ráðherra- sæti 1974 en fékk stjórnarfor- mennsku í Framkvæmdastofnun í sárabætur. Geir þótti fjárausturinn í stofnunina óbærilegur en staða Ingólfs slík að ekki varð við ráðið. mennsku í október en Geir tók við. Magnús Jónsson varð varaformaður. Vinstri stjóm Olafs Jóhannessonar fór frá vorið 1974 og í þingkosning- um það ár vann Sjálfstæðisflokkur- inn mikinn sigur og fékk 25 þing- menn kjöma. I kjölfarið myndaði Geir Hall- grímsson stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. En togstreitan heldur áfram milli forystumanna flokksins og stundum gefur á bátinn í stjórnarsamstarfinu. í grein Davíðs Oddssonar segir: „Þegar samkomulag hafði tekist við Framsóknaiflokkinn, vom greidd atkvæði um það í þingflokki sjálfstæðismanna, hverjir skyldu verða ráðhenar. Geir hlaut 22 at- kvæði, Matthías Bjarnason 22 at- kvæði, Matthías Á. Mathiesen 17 at- kvæði og Gunnar Thoroddsen 16 at- kvæði. Ingólfur Jónsson varð næstur því að hljóta kjör með 13 atkvæði, og féll honum óneitanlega miður að verða ekki ráðherra. Geir Hallgríms- son varð forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar og fór einnig með mál- efni Hagstofunnar, Matthías Á. Mat- hiesen varð ijármálaráðherra, Matt- hías Bjamason sjávarútvegs-, heil- Gunnar Thoroddsen: Átti þétt og ákaft fylgi í Sjálfstæðisflokknum sem leit svo á að hann væri þriðji maður frá Ólafi Thors, á eftir Bjarna Benediktssyni. brigðis- og tryggingamálaráðherra og Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og félagsmálaráðherra. Fjórir fram- sóknarmenn sátu í stjóminni, þeir Olafur Jóhannesson viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráðherra, Einar Ágústsson utanrfkisráðherra, Hall- dór E. Sigurðsson landbúnaðar- og samgönguráðheira og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Tók ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar við 28. ágúst 1974. Geir Hallgríms- son gerði ekki sjálfur tillögu um hverjir skyldu gegna ráðherraemb- ætti, heldur fór fram eins konar al- menn vinsældakosning. Þessi aðferð Geirs var umdeilanleg og verður ekki skilin nema í Ijósi ástands innan flokksins og togstreitu á milli for- ystumanna hans. Talið er lfklegt að Geir hafl hvorki viljað stinga upp á að Gunnar Thoroddsen yrði ráðherra né vera sakaður um að gera það ekki. Þá var staða Ingólfs Jónssonar við- kvæm, auk þess sem upp voru komnir öflugir þingmenn sem gerðu kröfu til, að til þeirra yrði litið. Eftir- menn Geirs í formannsembætti hafa hins vegar báðir kosið að gera sjálfir tillögu um ráðherraefni, eftir við- ræður við þingmenn. Gagnkvæm tortryggní Kergja eftir ráðherravalið og stjómarsamstarfið reyndist Geir Hallgrímssyni að ýmsu leyti örðugt. í ríkisstjórninni sat yfirlýstur keppi- nautur hans um forystuhlutverk í Sjálfstæðisflokknum, Gunnar Thor- oddsen, og þótt samstarf þeirra Gunnars væri slétt og fellt á yfir- borðinu, var undir niðri gagnkvæm tortryggni. Gunnar átti þétt og ákalt fylgi í Sjálfstæðisflokknum, og litu stuðningsmenn hans ætíð svo á, að Gunnar væri þriðji maður frá Ólafi Thors, á eftir Bjarna, Geir væri þvf í fjórða sæti. Magnús Jónsson, sem kjörinn hafði verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1973, sem fyrr segir, veiktist alvarlega skömmu síð- ar, og lét Gunnar Thoroddsen þá ein- dregna ósk í ljós um að verða eftir- maður hans. Sumir stuðningsmanna Geirs vildu hafna þessari ósk, hvort sem þeir hefðu haft til þess atkvæða- styrk eða ekki, en Geir vildi mikið til vinna að hafa frið innan Sjálfstæðis- flokksins, svo að niðurstaðan varð, að Gunnar Thoroddsen var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi haustið 1974. Átökin milli þeirra Geirs og Gunnars komu berlega fram í hinu svonefnda Vísismáli árið 1975. Þá hafði meirihluti Reykjaprents, út- gáfufélags Vísis, ákveðið að ráða Þorstein Pálsson, sem var þá blaða- maður á Morgunblaðinu og talinn eindreginn stuðningsmaður Geirs Hallgrímssonar, ritstjóra blaðsins, en flytja þáverandi ritstjóra, Jónas Kristjánsson, í annað starf. Með stuðningi Gunnars Thoroddsens og nokkurra annarra áhrifamanna ákváðu Jónas Kristjánsson og Sveinn R. Eyjólfsson að una þessu ekki, og stofnuðu Sveinn og Jónas nýtt síðdegisblað, Dagblaðið, sem tók frá upphafl afstöðu gegn Geir Hallgrímssyni. Var Albert Guð- mundsson meðal hluthafa í hinu nýja blaði. Þessi tvö síðdegisblöð háðu harða samkeppni, þangað til þau sameinuðust loks árið 1981. Hafði Dagblaðið betur í þeirri viður- eign. Fjáraustur Ingólfs Til að bæta Ingólfi Jónssyni tapað ráðherrasæti var hann gerður að stjórnarformanni Framkvæmda- stofnunar ríkisins og varð sú stofnun mjög frek til fjárins á kjörtímabilinu. Ekki er vafi á, að Geir þótti fjáraust- urinn í Framkvæmdastofnun óbæri- legur, en staða Ingólls var slík að ekki varð við ráðið. 1 ríkisstjóminni sat líka fyrrverandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, sem virtist stundum eiga erfitt með að sætta sig við það, að annar maður hafði tekið sæti hans. Þegar stjómin hafði verið mynduð, lét Ölafur til dæmis svo um mælt opinberlega, að hann hefði myndað hana, en ekki sá maður, sem varð forsætisráðherra. Þá vakti það talsverða athygli, þegar Ólafur sagði í útvarpsþætti 1. febrúar 1976, að seta sín í þessari ríkisstjórn hefði ekki verið neinn dans á rósum, en hann gæti svarað eins og þingmað- urinn forðum, sem hefði verið að kyssa kjósendur með tóbakslöginn í skegginu: „Það verður stundum að gera fleira en gott þykir." Enn frem- ur þótti Ólafur Jóhannesson ekki alltaf leggja Geir Hallgrímssyni það Þorsteinn Pálsson: Lýsti því yfir er hann var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins að hann sæktist ekki eftir ráðherrasæti. Yfirlýsingin kom Davið Oddssyni og mörgum öðrum í opna skjöldu. lið, sem hann gat, í landhelgismál- inu, sem var eitt mikilvægasta verk- efni stjórnarinnar." Enn eitt áfallid Árið 1978 var prófkjör í Reykja- vík fyrir þingkosningamar og þar hlaut Albert Guðmundsson efsta sæti en Geir varð að láta sér annað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.