Alþýðublaðið - 03.01.1995, Page 8
MMWSLMfi
Þriðjudagur 3. janúar 1995
l.tölublað - 76. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Dularfullt auglýsingastríd í prófkjöri Skriður að komast á umræður um Evrópusambandsaðild?
Framsóknar á Norðurlandi vestra:
//
r
Persónulegur
__• •____..//
agremmgur
— segir Magnús B. Jónsson frambjóðandi.
Spennan magnast í prófkjöri fram-
sóknarmanna á Norðurlandi vestra
sem verður helgina 14. til I5.janúar.
Þar sækir Stefán Guðmundsson al-
þingismaður að oddvitanum, Páli
Péturssyni, alþingismanni og fyrrum
þingflokksformanni Framsóknar.
Nú eru famar að birtast auglýsingar f
sjónvarpsvísi þeirra norðanmanna,
Glugganum. Þær eru á þá leið að
menn eru hvattir til að raða á lista
Framsóknarflokksins á eftirfarandi
hátt: 1. sæti: Stefán Guðmundsson,
2. sæti: Elín R. Líndal, 3. sæti:
Magnús B. Jónsson, 4. sæti: Herdís
Sæmundsdóttir. Það merkilegasta
við þessa auglýsingu er þó það að
enginn þeirra sem þama em nefndir
vilja nokkuð við hana kannast. Ekki
náðist í Stefán Guðmundsson.
Magnús B. Jónsson á Skaga-
strönd, frambjóðandi í prófkjörinu,
sagðist ekki vita neitt um málið og
að þeirsem komu auglýsingunni fyr-
ir hlytu að vera einhverjir sem vildu
hleypa ljöri í baráttuna. Aðspurður
um hvort hann teldi að það væri mik-
ill vilji til að breyta um forystumann
listans þá sagði hann að vissulega
væri það eins og alltaf, hún væri upp
og ofan ánægjan með núverandi
skipan. „Það er enginn sérstakur
hugmyndaágreiningur, heldur fyrst
og fremst persónulegur," sagði
Magnús. Báðir hefðu þingmennirnir
setið lengi og efstu sætin verið eins
skipuð. Prófkjörin væru til þess að
gefa fólki kost á að breyta ef það
teldi þörf á því. En varðandi augíýs-
Listaklúbbur-
inn á afmæli
I dag, 3. janúar, er eitt ár liðið
frá því að Listaklúbbur Leikhús-
kjallarans var stofnaður. Mark-
mið klúbbsins er að standa fyrir
fjölbreyttri og vandaðri menning-
ar- og skemmtidagskrá á mánu-
dagskvöldum og vera vettvangur
fyrir hverskonar listsköpun sem
ekki krefst mikils ytri umbúnaðar.
Dagskráin er ákveðin tvo mánuði
fram í tímann og gefin út á prenti
með styrk frá Landsbankanum.
Hægt er að gerast félagi í klúbbn-
um og veitir aðild verulegan af-
slátt af aðgangseyri auk þess fá fé-
lagar skólaafslátt á sýningar Þjóð-
leikhússins og Borgarleikhússins
sé pantað á sýningardag. A dag-
skránni mánudaginn 9. janúar eru
lög úr söngleikjum eftir Leonard
Bernstein og fleiri góða. Mánu-
daginn 16. ræðir Páll Skúlason
spurninguna hvað er list og mánu-
daginn 23. janúar lesa leikarar
smásögur eftir Anton Tjekov.
Þann 30. janúar verða flutt þrjú
eintöl eftir Ingibjörgu Hjartar-
dóttur.
Persónulegur metnaður: Stefán
Guðmundsson og Páll Pétursson.
inguna þá sagði hann að það væri
ekkert samsæri í gangi, enginn hefði
haft samband við sig og að auglýs-
ingin hlyti að vera komin frá ein-
hverjum sem vildi láta aðra stilla á
listann eins og hann sjálfur vildi.
Herdfs Sæmundsdóttir á Sauðár-
króki, sem einnig gefur kost á sér,
tók undir með Magnúsi með að hún
hefði enga hugmynd um hverjir
stæðu að auglýsingunni. Hún taldi
einnig að of mikið væri gert úr þeirri
spennu sem væri í kringum prófkjör-
ið. Auðvitað væru menn að keppa,
en það væri engin megn óánægja
með núverandi skipan mála. „Fólk
vill sjá báða þessa menn áfram og
enginn vilji er til að henda öðrum
þeirra," sagði Herdís. Það væri hins-
vegar fullkomlega eðlilegt að menn
stefndu hærra á lista, það væri keppt
um það sem væri eftirsóknarvert, en
hinsvegar sæi hún engan málefna-
ágreining hjá þeim Stefáni og Páli.
Elín R. Líndal varaþingmaður
sagðist ekki geta ímyndað sér hverjir
stæðu að baki auglýsingunni. „Þegar
maður setur ekki sjálfur saman aug-
lýsingar, þá veit maður ekki hvaða
meiningar liggja þar að baki.“ Sjálf
sagðist hún sækjast eftir einhverju af
þremur efstu sætunum, en hún hefði
ekki gert neitt bandalag, hvorki við
Stefán né Pál.
Næsta ríkisstjóm mun
sækja um ESB-aðild
— hvernig sem hun verður skipuð, er skoðun Vilhjálms Egilssonar, alþingismanns og
r s
framkvœmdastjóra Verslunarráðs Islands. Ríkisstjórn Islands á að setja sér samnings-
markmið og hefja kynningu á þeim gagnvart ríkjum sambandsins. Leggja skalfram að-
ildarumsókn Islands eigi síðar en 1996, segir í bréfi Verslunarráðs til forsœtisráðherra.
Islensk stjómvöld eiga að setja sér
samningsmarkmið varðandi aðildar-
viðræður að Evrópusambandinu og
hefja skipulega kynningu á þeim
gagnvart ríkjum sambandsins. Það
skal gert með það fyrir augum að
leggja fram aðildarumsókn Islands
eigi siðar en á árinu 1996 - ef sýnt
þykir að markmið okkar geti náðst
fram í aðildarviðræðum. Þetta kemur
fram í bréfi sem Verslunarráð Islands
hefur sent Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra.
Alþýðublaðið spjallaði stuttlega
við Vilhjálm Egilsson, alþingismann
framkvæmdastjóra ráðsins, í gærdag:
„Við fórum til Davíðs og afhent-
um bréfið, Einar Sveinsson formaður
Verslunarráðs og ég, áttum með hon-
um mjög gagnlegan og góðan fund;
ræddum málið fram og tilbaka. Þetta
bréf er liður og nokkurskonar loka-
hnykkur á þeirri umljöllun sem lengi
hefur verið í gangi innan ráðsins."
-Er tekiö í auknum mœli undir Evr-
ópusjónarmið Verslunarráðs á AI-
þingi?
„Nei, ég get ekki sagt að ég finni
aukinn stuðning á Alþingi við þessi
sjónarmið okkar.“
-Hvaða máli skiptir norska nei-ið í
þessu sambandi?
„Norska nei-ið er að því leytinu
gott, að nú er hægt að ræða málið af
meiri skynsemi og ró; það er ekki
sama pressan og áður. Afstaða Norð-
manna er hinsvegar ekki slæm fyrir
Evrópuumræðuna hér heima að öðru
leyti en því, að ef við teljum að þama
sé eftir einhveiju að slægjast, þá er
ekki gott að einhverjir telji að nú sé
komið tækifæri til að drepa málinu á
dreif. Það er neikvætt.“
-Hvað segirðu um þá skoðun ým-
issa, að ncesta ríkisstjóm muni leggja
inn aðildarumsókn?
„Eg er sannfærður að Island sæki
um Evrópusambandsaðild á ein-
hverjum tímapunkti. Mín persónu-
lega skoðun er raunar sú, að hvemig
sem næsta ríkisstjóm verði skipuð þá
muni hún sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu," sagði Vilhjálmur.
I umræddu bréfi Verslunarráðs
segir meðal annars: „Verslunarráðið
er fyrst samtaka atvinnulífsins til að
taka formlega jákvæða afstöðu til
hugsanlegrar aðildarumsóknar að
Evrópusambandinu. Innan Verslun-
arráðsins hefur mikið verið fjallað á
undanfömum ámm um stöðu Islands
í þeirri þróun sem nú er að gerast í
Evrópu. Það er niðurstaða ráðsins
eftir þessa umfjöllun að Island eigi
góða möguleika á að koma ár sinni
vel fyrir borð innan Evrópusam-
bandsins.“I bréfinu segir ennfremur
að rökin fyrir aðild að Islands að Evr-
ópusambandinu séu einkum tvfþætt.
„Annars vegareru pólitfsk rök. Sí-
fellt fleiri málum sem ísland varða er
ráðið til lykta á vettvangi sambands-
ins. An aðildar höfum við afar tak-
mörkuð áhrif á gang mála, en innan
Evrópusambandsins hefðum við rétt
til aðildar að þeim ákvörðunum sem
teknar em og gætum einbeitt okkur
sérstaklega að þeim sviðum sem
skipta mestu máli fyrir okkar hags-
muni. ísland er efnahagslega, félags-
Vilhjélmur Egilsson, alþingismað-
ur og framkvæmdastjóri Verslun-
arráðs: Mín persónulega skoðun er
sú, að hvernig sem næsta ríkis-
stjórn verði skipuð þá muni hún
sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu, segir Vilhjálmur. -Með
aðild að Evrópusambandinu
myndu lífskjör á íslandi batna, seg-
ir í bréfi Verslunarráðs til forsætis-
ráðherra. A-mynd: E.ÓI.
lega, menningarlega og landfræði-
lega hluti af Evrópu. Allt sem við-
kemur ákvörðunum Evrópusam-
bandsins í efnahags- og viðskipta-
málum, félagsmálum, menningar-
málum, umhverfismálum og örygg-
is- og varnarmálum snertir íslenska
hagsmuni að verulegu eða einhverju
marki. I framtíðinni mun raunvem-
legt fullveldi þjóðarinnar velta mjög
á þessum ákvörðunum og möguleik-
um okkar til að hafa áhrif á þær.
Hætta er á vissri pólitískri einangrun
okkar utan Evrópusambandsins. Ein-
angmn af slíkum toga er hins vegar
ekki áþreifanlegt eða skilgreint hug-
tak og einangmn getur að ýmsu leyti
verið huglæg.
Hinsvegar em efnahagsleg rök fyr-
ir aðild íslands að Evrópusamband-
inu. Þar em langtímahagsmunir fyrst
og fremst í húfi. Með aðild að sam-
bandinu yrði tjárfesting á íslandi
áhugaverðari kostur en nú, en íslensk
viðskiptalöggjöf, skattalöggjöf og
stjóm efnahagsmála fylgdi með
tryggari hætti þróuninni í helstu við-
skiptalöndum okkar. Með aðild að
Evrópusambandinu myndu lífskjör á
Islandi væntanlega batna, en það er
ótvíræð reynsla núverandi aðildar-
ríkja sambandsins."
Lokaorð bréfsins em þessi:
„Verslunarráð Islands skorar á stjóm-
völd að taka aðild að Evrópusam-
bandinu nú þegar til skipulegrar og
markvissrar umtjöllunar og meðferð-
ar. Verslunarráð lýsir sig jafnframt að
sínu leyti reiðubúið til samstarfs við
stjómvöld um það verkefni."
Athugasemd um selektívt minni
— frá Hrafni Gunnlaugssyni.
í grein um bókina „Krummi“, sem
birtist í Alþýðublaðinu hinn 29. des-
ember, sem Karl Th. Birgisson skrif-
ar (titlaður ritstjóri Heimsmyndar)
og segir orðrétt: „Hann (það er und-
irritaður - innskot mitt) segir eins-
dæmi hvemig Herbert Baldursson,
deildarhagfræðingur, hafi verið knú-
inn til að biðjast afsökunar á mdda-
legri framkomu í garð Sveins Einars-
sonar, en nefnir ekki að sjálfur var
hann áminntur fyrir dónaskap í garð
starfsfólks. Minnið er oft selektívt
þegar mikið er í húfi.“
Karl Th. fullyrðir með þessum
orðum að ég hafi verið áminntur um
dónaskap í garð starfsfólks, þegar ég
starfaði við Sjónvarpið, en ég sleppi
að nefna það í bókinni vegna þess að
Vinningstölur
laugardaginn:
30.des.
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
dsais 0 1.973.900
+4af 5 2 171.640
4 af 5 88 6.720
fi ■ 3 af 5 2.681 510
Aðaltölur:
@@
@@@
BÓNUSTALA:
26
Heildarupphæðþessa viku:
kr. 4.275.850
UPPI.ÝSINQAR, SlMSVARI 91- M 15 11
LUKKULlKA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
minnið sé selektívt, það er að ég hag-
ræði sannleikanum. En sannleikur-
inn er annar en Karl óskar sér: Ég hef
ekki verið áminntur um dónaskap
við starfsfólk og ég sleppi engu í
bókinni hvað áminningar í minn
garð varðar. Um það segir orðrétt f
bókinni:
„En ég held að á þessum tíma hafi
ég fengið frjálsari hendur en ella
vegna þess að útvarpsráð átti löngum
í útistöðum við nafna minn Ingva
Hrafn Jónsson fréttastjóra og því
fékk ég meira að vera í friði. Ingvi er
orkuver og stundum eins og lítið
bam en hann er yndislegur maður og
ég má ekki heyra um hann styggðar-
yrði. Milli þeirra Markúsar Amar
virtist vera flókið samband, byggt á
gamalli vináttu frá skólaárum sem
getur orðið erfitt fyrir yfirmann og
undirmann, eins og kom á daginn
þegar Markús rak Ingva eftir mikil
læti í útvarpsráði. í mótmælaskyni
við hvemig þennan brottrekstur
bar að og það offors sem mér þótti
einkenna hann gekk ég út af dag-
skrárfundi. Ingimar Ingimarsson,
sem þá var aðstoðarframkvæmda-
stjóri Sjónvarpsins í sumarleyfi
Péturs, fannst ástæða til að skrifa
mér áminningarbréf fyrir að ganga
út. Mér þótti Ingimar hvorki hafa
vald til þess né tilefnið nægilegt og
sendi bréf hans til baka til Péturs
og Markúsar Amar með ósk um að
þeir staðfestu bréfið ef það ætti að
standa. Hvorugur staðfesti það.
Þetta bréf er því í rauninni ekki til,
þótt í fyrra hafi eftirmaður Markús-
Auðvitað er
mér ljóst að
Karl Th. var
fremstur
meðal jafn-
ingja þegar
sannleiksástin
knúði ofur-
huga í hópi
blaðamanna
Pressunnar og
Helgarblaðsins
til að sanna að
ég hefði verið
rekinn frá
Sjónvarpinu
af því ég væri
glæpon.u
ar á útvaipsstjórastóli notað það til
að renna stoðum undir brottvikningu
mína úr stöðu dagskrárstjóra."
Þessi texti skýrir sig sjálfur. Auð-
vitað er mér Ijóst að Karl Th. var
fremstur meðal jafningja þegar sann-
leiksástin knúði ofurhuga í hópi
blaðamanna Pressunnar og Helgar-
blaðsins til að sanna að ég hefði ver-
ið rekinn frá Sjónvarpinu af því ég
væri glæpon. En ég hef löngu gleymt
þessum blaðamönnum, þótt þeir létu
óskhyggju sína ráða þegar aldan reið
yfir og ég nefni Karl Th. ekki á nafn
í bókinni. En ég veit af fyrri sam-
skiptum að einhvers staðar djúpt inni
í Karli Th. leynist góður drengur og
nú þegar mnninn er af honum mesti
hetjumóðurinn vona ég hann skilji
að ég get ekki setið undir skrifum þar
sem fullyrt er þvert gegn sannleikan-
um að ég hafi fengið áminningu um
dónaskap, jafnt þótt óskhyggja hans
voni það.
Mér þætti því vænt um ef Karl
upplýsti mig og kannski lesendur Al-
þýðublaðsins, hvers vegna hann
skrifaði þessa fullyrðingu - ég neita
að trúa því að það sé af illmennsku,
og bý mér til þá skýringu, að Karl
hafi ekki náð að lesa alla bókina áð-
ur en hann skrifaði, eða skammtíma-
minnið hafi reynst selektívt. Er til-
gátan rétt?
í von um hreinskilið svar. Gleði-
legt ár og gangi þér allt í haginn.
Kveðja,
Krummi.