Alþýðublaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995
MWDIIBIMB
20848. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Simi 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Árangur á
erfiðum tímum
Árið 1987 hófst á íslandi tímabil stöðnunar og afturfarar í efna-
hagsmálum. Ástæðna þess er að leita í miklum fjárfestinga-
mistökum, óðaverðbólgu, skipulagsvanda grunnatvinnu-
veganna, auk minnkandi sjávarfangs. Þau átta ár sem
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - hefur set-
ið í ríkisstjómum hafa því verið ár erfiðleika í efnahagsmálum.
Flokkurinn hefur tekið ábyrga afstöðu í þessum efnum og lagt
áherslu á að ná niður verðbólgu, skapa atvinnuvegunum
heilbrigða rekstrarafkomu, taka raunsætt á fjármálum ríkisins
og stöðva skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis.
Ekki þarf að fjölyrða mikið um þau umskipti sem orðið hafa á
þessu kjörtímabili. Verðbólgudraugurinn hefur verið kveðinn
niður og stöðugleiki ríkir í efnahagsmálum. Raungengið hefur
sjaldan verið lægra, skattar lækkaðir verulega á atvinnurekstri
og vextir lækkaðir. Umhverfi atvinnulífsins hefur tekið stakka-
skiptum. Þetta hefur leitt til betri rekstrarafkomu fyrirtækja,
aukinna fjárfestinga og fjölgun starfa. Kaupmáttur launafólks
hefur batnað þrátt fyrir allt og nú þarf að nota efnahagsbatann
til að bæta sérstaklega kjör þeirra lægstlaunuðu.
Þessi árangur hefur ekki náðst án fóma. Aðlögun ríkisútgjalda
og velferðarstigs almennt að minnkandi tekjum er erfið aðgerð
og nauðsynleg. Örlög Færeyinga ættu að vera framarlega í
huga íslendinga á kosningaári. Mistök í fjárfestingum, sjóðas-
ukk og ábyrgðarleysi í meðferð á opinberu fé urðu sjálfstæði
eyjanna að falli. Þessi örlög vom okkur Islendingum ekki eins
ljarlæg og sumir vilja vera láta. Alþýðuflokkurinn hefur á
stjómarámm sínum lagt áherslu á raunsæja efnahagsstefnu þar
sem horft væri til framtíðar, en skammtímalausnum hafnað. Ár-
angur þessarar stefnu er nú kominn í ljós. Alþýðuflokkurinn ber
því höfuðið hátt yfír árangri sínum í ríkisstjómum síðustu tvö
kjörtímabil.
Andstæðingar Alþýðuflokksins hafa gagnrýnt hann harðlega
fyrir atlögu að velferðarkerfinu. Annað blasir við þegar málin
em nú skoðuð. Tekist hefur að hemja sjálfvirka útgjaldaþenslu
í heilbrigðiskerfinu án þess að dregið hafi úr nauðsynlegri þjón-
ustu við sjúklinga. Lyfjakostnaður ríkisins hefur stórlækkað án
þess að séð verði að heilbrigði landsmanna hafi hrakað. Nýjar
heilsugæslustöðvar hafa verið reistar, sambýlum fyrir fatlaða
fjölgað til mikilla muna sem og vist- og hjúkmnarrýmum fyrir
aldraða. Sett vom ný lög um málefni fatlaða og húsaleigubætur
teknar upp. Bændum og einyrkjum í atvinnurekstri var veitt að-
ild að Atvinnuleysistryggingasjóði og tugum milljóna varið í
verkefni til að efla atvinnu kvenna í dreifbýli. Kallast þetta at-
laga að velferðarkerfinu? Velferðarkerfinu stafar mun meiri
ógn af ábyrgðarlausri eyðslu en eðlilegu aðhaldi á erfiðum tím-
um.
Stærstu mál Alþýðuflokksins vom opnun íslensk samfélags og
atvinnulífs. Samningamir um EES og GATT marka mikil og
varanleg spor í sögunni. Nú em að vísu uppi tillögur innan Al-
þingis þess efnis að snuða neytendur af hugsanlegum ávinningi
GATT-samningsins. Alþýðuflokkurinn mun að sjálfsögðu berj-
ast gegn því. EES hefur áhrif á öllum sviðum þjóðlífsins til
opnunar og frjálsari viðskiptahátta. Samningurinn opnar okkur
dyr að stærsta markaðssvæði heims og skapar því mikil tæki-
færi fyrir íslenskt atvinnulíf, ekki síst sjávarútveg. Alþýðu-
flokkurinn er eini flokkurinn sem frá upphafi til enda stóð
óskiptur að samningnum um EES. Ef ekki hefði komið til stað-
festa hans og forysta í þessu mikilvægasta máli síðustu ára
hefði það ekki fengið þann farsæla endi sem raun ber vitni.
Alþýðuflokkurinn hefur náð miklum árangri á erfiðum tímum.
Á þessum árangri mun flokkurinn byggja kosningabaráttu sína.
Þjóðin hefur þörf fyrir frjálslyndan umbótasinnaðan jafnaðar-
mannaflokk.
Önnur siónarmið
,Jóhaniia hefur hlotið rnikla athygh og umtal fyrir að yfirgefa óvinsæla ríkis-
stjórn. Styrkur Þjóðvaka í skoðanakönnunum er ekki síst vegna þessarar
ákvörðunar. Hitt má ekki gleymast að úrsögnin úr ríkisstjórninni kom í kjölfar
baráttu um formannsstólinn í Alþýðufloliknum.11
66
HvarvarJóhanna?
I forystugrein Tímans í gær er
lagt út frá svari Jóhönnu Sigurð-
ardóttur við spurningum í ára-
mótahlaði Morgunblaðsins. Fyrir-
sögn forystugreinarinnar er
„Hvar var Jóhanna?“ Greinin er
á þessa leið:
Forystumenn stjómmálaflokk-
anna láta yfirleitt ljós sitt skína um
áramót, annað hvort af eigin hvötum
eða svara spumingum íjölmiðla. I
Morgunblaðinu svara stjómmálafor-
ingjar spumingum blaðsins. Ein
þeirra hljóðar svo: „Hvaða stjómar-
mynstur telur þú æskilegt að kosn-
ingum loknum?“
Jóhanna Sigurðardóttir svarar
spurningum fyrir hönd Þjóðvaka, og
svar hennar vekur athygli. Það er á
þessa leið:
„Skoðanakannanir sýna að Þjóð-
vaki, hreyfing fólksins, hefur alla
burði til þess að verða öflugt forystu-
afl jafnaðarmanna og félagshyggju-
fólks og sterkt mótvægi við íhald-
söflin í landinu. Ríkisstjórn jafnað-
armanna og félagshyggjufólks er
besti kosturinn til að takast á við erf-
ið viðfangsefni framundan í atvinnu-
og efnahagslífinu og jafna hér lífs-
kjörin."
Þessi ummæli vekja athygli, eink-
um þegar horft er aftur í tímann. Fyr-
ir síðustu kosningar sat að völdum
stjóm undir forsæti Steingríms Her-
mannssonar, sem hafði innanborðs
það fólk sem kallar sig jafnaðar- og
félagshyggjufólk á vinstri væng
stjómmálanna. Sú stjóm hafði meiri-
hluta eftir kosningamar, og drjúgan
meirihluta ef Kvennalistinn hefði
verið fáanlegur til leiks. Alþýðu-
flokkurinn kaus að fara aðra leið, og
Ijóst er að forysta hans hefur verið
búin að undirbúa núverandi stjómar-
samstarf fyrir kosningar. Hvar var
Jóhanna meðan þessu fór fram?
Ekki varð séð að henni félli þessi
ráðabreytni miður. Þvert á móti hef-
ur hún látið þær yfirlýsingar falla ít-
rekað að Davíð Oddsson hafi ekki
verið verri samstarfsmaður en þá-
verandi samstarfsmenn.
Hvenær sá Jóhanna
Ijósid?
Hvenær sá Jóhanna ljósið, varð-
andi samstarf jafnaðar- og félags-
hyggjufólks? Sá hún ljósið einmitt á
þeirri stundu sem hún tapaði í for-
mannskosningu í Alþýðuflokknum?
Þessar spumingar em áleitnar.
Jóhanna hefur hlotið mikla athygli
og umtal fyrir að yfirgefa óvinsæla
ríkisstjóm. Styrkur Þjóðvaka í skoð-
anakönnunum er ekki síst vegna
þessarar ákvörðunar. Hitt má ekki
gleymast að úrsögnin úr ríkisstjóm-
inni kom í kjölfar baráttu um for-
mannsstólinn i' Alþýðuflokknum.
Ekkert liggur fyrir um annað, ef
kosningin hefði fallið Jóhönnu í vil,
en hún hefði haldið áfram í ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar og setið
þar sem formaður Alþýðuflokksins.
I ljósi þessa kemur hinn skyndilegi
áhugi á samstarfi jafnaðar- og fé-
lagshyggjuflokkanna spánskt fyrir
sjónir, ekki síst í ljósi ummæla um
ágæti þess að vinna með Davíð
Oddssyni. Oddviti Þjóðvaka gæti þá
allt eins tekið ákvörðun að kosning-
um loknum að ganga til liðs við
Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.
Davíð Oddsson skynjar þetta og hef-
ur einfaldlega þann háttinn á að bæta
fylgi Þjóðvaka við fylgi ríkisstjóm-
arflokkanna. Það gerir hann í Ijósi
þess að ágreiningurinn við Jóhönnu
var aðeins bundinn við íjárveitingar
í afmörkuðum málallokkum sem
heyrðu undir félagsmálaráðuneytið.
Spurningin er: Þegar Alþýðu-
flokkurinn hljóp í faðm íhaldsins
vorið 1991 - hvar var Jóhanna?"
Dagatal 5.janúar
Atburdir dagsins
1874 Alþingi íslands fær löggjafar-
vald og fjárveitingavald, samkvæmt
nýrri stjórnarskrá sem konungur
staðfesti þennan dag; stjómarskráin
gengur í gildi 1. ágúst. 1968 Alex-
ander Dubcek verður aðalritari
kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu.
1989 Bandaríkjamenn skjóta niður
tvær lýbískar herþotur yfir Miðjarð-
arhafi.
Afmælisbörn dagsins
Robert Duvall bandarískur kvik-
myndaleikari, 1931. Jóhann Karl
konungur Spánar, 1938. Diane Kea-
ton bandarísk kvikmyndaleikkona,
einkum kunn úr myndum Woody
Allen.
Annálsbrot dagsins
I Novembri mánuði þess árs hvarf
maður undir Eyjafjöllum, Brandur
að nafni, en fannst dauður seinna,
blár og blóðrisa við sjó. Geta menn
til, að draugur sá muni hann drepið
hafa, er þar áður grandaði fleimm.
Sjávarborgarannáll, 1638.
Lokaord dagsins
Munkar! Munkar! Munkar!
Hinstu orð Hinriks VIII
Englandskonungs (1491-1547).
Málsháttur dagsins
Betra er blátt en ekkert.
Ord dagsins
Þekki ég óminn þessa hljóms,
þcnýei umtal meira,
nálœg þnima dauða og dóms
ditnar mér við eyra.
Hjálmar Jónsson
í Bólu.
Trúdur dagsins
Helst var um Kiljan rætt. Hannes
Sigfússon talaði óvægilega um hann,
þegar sá gállinn var á honum, hann
væri svo lítill sálfræðingur, ekkert
nema loddari. Hann er trúður, sagði
Hannes.
Jón Óskar;
Hemámsáraskáld.
Skál< dagsins
Skák dagsins var tefld á Kúbu 1991.
H. Gonzales hefur hvítt og á leik, en
M. Martinez hefur svart. Einsog sjá
má, er hvíti kóngurinn helstil um-
komulaus og getur ekki varist máti í
næsta leik, Dg2. En Martinez fann
afar skemmtilega leið til að tryggja
sér jafntefli. Hvítur þarf í senn að
skáka stöðugt um leið og hann gerir
eigin menn óvirka, uns upp kemur
pattstaða. Hvað gerir hvftur?
1. Bh6+!! Kg6 Ella kemur 2.
Dxf6+ og þráskák. 2. Dg8+ Kh5 3.
hxg4+ fxg4 4. Df7+! Kxh6 5. Dg6+!
Nú er jafnteflið í höfn: Svartur verð-
ur að drepa drottninguna og þá á
þvítur engan leik.