Alþýðublaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 AimUBLMIID 20855. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsíngar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Réttarbætur fyrir samkynhneigða Á samkynhneigð hefur til skamms tíma hvílt einskonar bann- helgi; þetta hefur verið einn þeirra þátta mannlífsins sem fara hljótt og fjöldinn vill lítið vita af. Félagslegir og menningarleg- ir fordómar hafa mætt samkynhneigðum og stundum brotist út með grimmilegum hætti. Þrátt fyrir vaxandi áherslu á mannrétt- indi er það staðreynd, að samkynhneigðir njóta ekki sömu rétt- inda fyrir lögunum og borgarar að öðru jöfnu. Fordómar gegn samkynhneigðum eru þó á hægu undanhaldi hér á landi. Fjölþjóðleg könnun sem gerð var fyrir nokkrum ár- um Ieiddi í ljós, að Islendingar voru einna umburðarlyndastir þeirra þjóða sem könnunin náði til. Fordóma gætti hér miklu minna í garð samkynhneigðra en til dæmis í Bandaríkjunum. Án efa má þetta rekja að nokkru leyti til Samtakanna ’78 sem hafa verið ötul við að koma málstað samkynhneigðra á fram- færi og eyða þannig fordómum, sem ella flytjast kynslóða á milli. Eitt stærsta skrefið til að bijóta á bak aftur misrétti gegn sam- kynhneigðum var stigið árið 1992, þegar Alþingi mælti fyrir um skipan nefndar, sem gera átti úttekt á högum og stöðu sam- kynhneigðra. Sú nefnd hefur nú skilað vel unninni skýrslu, þar sem samstaða náðist um fjölmargar tillögur til aukinnar fræðslu og um tímabærar breytingar á lögum til að auka mannréttindi samkynhneigðra íslendinga. Þetta er í takt við þau skref sem stigin hafa verið af frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Afnám misréttis gegn samkynhneigðum er í raun spuming um mannréttindi. Hluti þeirra er að allir geti haft viðhorf og rétt til að tjá þau með orðum og athöfnum, án þess að þurfa sæta einhvers konar misrétti vegna þeirra. Lífið er leit að hamingju og menn eiga að hafa frelsi til að leita hennar með þeim hætti, sem þeir sjálfir kjósa. Það finnst enginn einn mælikvarði á hamingjuna, og þess vegna þurfum við frelsið til að leita henn- ar. Mannréttindin eru grundvöllur þessarar leitar. Þau veita þegnunum réttindi sem enginn getur tekið af þeim. Með sama hætti setja mannréttindin þessari leit skýr mörk; réttindi eins mega ekki vera á kostnað annars. Samfélag eins og okkar, sem byggir á ólíkum lífsháttum ein- staklinganna krefst umburðarlyndis og skilnings. Hvers konar mismunun vegna mismunandi lífsviðhorfa er aðför að mann- réttindum. Ríkisvaldinu ber í raun skylda til að vinna gegn slíku með fræðslu og virkum aðgerðum á borð við lagasetningu. Lágmarkskrafa sem ber að gera til samfélags, sem byggir á lýð- ræði, er jafnrétti fyrir lögunum. Alþingi steig mikilvægt skref, þegar það fól umræddri nefnd að gera „...tillögur um úrbætur og nauðsynlegar aðgerðir til þess að misrétti gagnvart samkynhneigðu fólki hverfi hér á landi.“ Nú liggja tillögumar fyrir. Þess er því að vænta, að á næstu misserum komi þær fram á Alþingi með tilskildum hætti. Ýmisleg gagnrýni hefur komið fram á álit meirihluta nefnd- arinnar. í viðtali við Alþýðublaðið á föstudaginn sagði Percy Stefánsson, varaformaður Samtakanna ’78, að þótt starf nefnd- arinnar væri spor í rétt átt þá mætti ekki festa misrétti þegnanna í sessi með lagasetningu. Þar vísaði formaðurinn til þess, að í niðurstöðum nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir því að samkyn- hneigðir geti gifst við kirkjulegar athafnir né heldur geti þeir ættleitt böm. Engin rök em fyrir því að mismuna þegnum landsins með þessum hætti. Það flokkast undir mannréttindamál að ein lög gildi um alla þegna landsins. Önnur sjónarmið Súðavík Morgunblaðið og Tíminn fjöll- uðu í forystugreinum í gær um harmleikinn í Súðavík. Forystu- grein Morgunblaðsins er svohljóð- andi: Þau eru orðin mörg sjávarplássin á Islandi, sem hafa orðið fyrir þungum áföllum vegna náttúruhamfara. Flest eigum við, með einum eða öðrum hætti, rætur í þessum plássum. Þar er fólkið í mestu návígi við náttúmöfl- in. Þar hefur lífsbaráttan verið hörð en sjórinn gjöfull. I samtali við Morgunblaðið í dag um þessa hörmulegu atburði segir Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, meðal annars: „Það er þjóðar- harmur, þegar heilt byggðarlag á fs- landi verður fyrir slíkum náttúm- hamfömm. Land og þjóð em samof- in á ættjörð okkar og atburðir af þessu tagi snerta okkur öll. Eg grét í hjarta mínu með þeim landsmönn- um, sem eiga um sárt að binda. Á slíkum stundum bið ég Guð að veita öllum styrk, sem þurfa að horfast í augu við það, sem orðið er og ekkert fær breytt." Undir þessi orð forseta Islands tekur þjóðin öll. Hugur íslendinga nær og fjær er hjá Súðvíkingum og sá samhugur verður þeim vonandi til styrktar á þeim erfiða tíma, sem framundan er. Oft skiljum við ekki, hvemig fólk, sem stendur andspænis mikilli sorg, lifir af. Atburðimir í Súðavík í gærmorgun em einhver mesti mannlegi harmleikur, sem hér hefur orðið um langt árabil. Harm- leikur, sem snertir margar fjölskyld- ur með þeim hætti, að við hin getum tæpast skynjað það eða skilið. Þann- ig háttar til hjá mörgum Súðvíking- um og ættmennum þeirra nú. En á slíkum stundum kemur í ljós, að fólk býr yfir þreki, sem enginn skilur en gerir því kleift að horfast í augu við óblíð örlög. Sigríður Hrönn Elías- dóttir, sveitarstjóri í Súðavík, segir í Morgunblaðinu f dag: „Viö emm öll mjög hljóð og döpur. Áfallið kemur sjálfsagt síðar... Og það versta gerð- ist, sem getur gerzt í svona, böm misstu foreldra sfna og foreldrar misstu böm.“ Herra Ólafur Skúlason biskup segir í Morgunblaðinu í dag: ,,Hvað sem sagt verður um okkur Islend- inga, einstaklingshyggjumenn eins og við oft erum, þegar eitthvað kem- ur upp á, þá á þjóðin eina sál. Það er enginn vafi á því, að það er að gerast nú.“ Þjóðin mun sýna Súðvíkingum samhug og samstöðu í verki. En sum sár gróa aldrei. Björgunarmenn, hjúkrunarfólk og aðrir þeir, sem komið hafa að björg- unarmálum í Súðavík frá því í gær- morgun, hafa unnið þrekvirki við ótrúlega erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur lagt sig í lífshættu, bæði á sjó og landi. Þegar óveður geisar og blind náttúruöflin fara hamfömm dugar tækni nútímans skammt eins og komið hefur í ljós í Súðavík. Fleiri Islendingar hafa látið lífið í snjóflóðum en nokkrum öðmm nátt- úmhamfömm, að sjóslysum undan- skildum. vitað er um yfir 600 manns, Á. " 500 m0n»«r 's ^ ,^«I600 *****f£l sem farizt hafa í snjóflóðum á fs- landi, þar af um 130 á þessari öld. I samtali við Morgunblaðið í dag, segir Davíð Oddsson __ forsætisráðherra að- »'2?» spurður um snjóflóðin, *3 j«. sem féllu utan kort- , J lagðra hættumarka: Þetta er mikið áhyggjuefni og einn- ig hvað snjóflóð hafa aukizt mikið að und- anfömu. Eg held, að menn hafi reynt að sýna árvekni, en ''^físsirpin V þegar náttúran fer Hlissir oki- er slíkurn hamfömm *',r dllra" og þama gerðist *s.sj vill margt bresta, lika sú þekking, sem menn hafa búið yfir. Það er hins vegar enginn vafi á því, að þessir atburðir verða til þess að menn munu endurmeta þessa hluti.“ Lýsing sveitarstjórans í Súðavík á því, sem við augum blasti eftir að snjóflóðið féll, er átakanleg. í Morg- unblaðinu í dag segir: „Hún lýsir að- komunni að snjóflóðasvæðinu eins og eftir kjamorkusprengingu. Brak úr húsunum hefði verið niður alla götuna, einnig bflar. Og slasað fólk. Sést hefði í hendur fólks upp úr snjónum. Ein slösuð kona hafði komið sér íýrir í bfl, sem hafði oltið og gat notað bflflautuna til að láta vita af sér. Þetta var hreinasta hörm- ung, sagði hún. Flestir hefðu verið sofandi í rúmum sínum, þegar flóðið kom, og var fólk því illa klætt, á nátt- fötum eða nærklæðum einum fata.“ Island er harðbýlt land og hættu- legt, þótt það eigi einnig blíða og vinalega ásjónu. Mannskaðar hafa orðið í sjóslysum, eldgosum, land- skjálfitum og vatnavöxtum, auk snjó- flóða. Þjóðin þarf að horfast í augu við óblíða náttúm. Varðstaða er því nauðsynleg, hvort sem er á sjó eða landi. Um alla Vest- firði var í gær unnið við að rýma hús og koma fólki fyrir í ömggari vistarverum. Reynslan sýnir, að það getur verið lífshættulegt að búa á Vestfjörðum að vetri til og ferðast fil Vestfjarða að veni til. Samt hafa Islendingar búið á Vestfjörðum í meira en þúsund ár og á því verður engin breyting. Atburðimir í Súða- vík hljóta hins vegar að leiða til þess, að snjóflóðavamir um alla Vestfirði og víðar verði endurskoð- aðar og leiða leitað til þess að gera búsetu á landsbyggðinni ömggari en hún er nú. Morgunblaðið flytur þeint, sem nú eiga um sárt að binda, innilegar sam- úðarkveðjur. Atburðirnir í Súðavík í eru einhver mesti mannlegi harmleikur, sem hér hefur orðið um langt árabil. Harm- leikur, sem snertir margar fjölskyldur með þeim hætti, að við hin getum tæpast skynjað það eða skilið. Þannig háttar til hjá mörg- um Súðvíkingum og ætt- mennum þeirra nú. En á slík- um stundum kemur í Ijós, að fólk býr yfir þreki, sem enginn skilur en gerir því kleift að horfast í augu við óblíð örlög, segir í forystu- grein Morgunblaðsins í gær. Otíðindi Forystugrein Tímans í gær var svohljóðandi: Enn hafa íslendingar verið minnt- ir á hve smáir þeir eru og vanmáttug- ir gagnvart náttúruöflunum. Stórslys hefur orðið. Lítið byggðarlag á Vest- fjörðum hefur verið lostið þungu höggi. Þjóðin er sem steini lostin, eins og ávallt þegar slíkir atburðir verða. Orð megna ekki mikið til hjálpar í þessum raunum, en hugur allra leitar til fólksins í Súðavik og annarra þar sem hættuástand varir, í bæn urn styrk þeim til handa. Veðrahamur þessa norðlæga lands hefur enn orðið fólki að fjörtjóni, snöggt og óvænt, eins og ávallt þeg- ar slys verða. Það eitt er til ráða að reyna að veita alla þá aðstoð sem unnt er, og senda þeim, sem um sárt eiga að binda, dýpstu samúð. Dagatal 18. janúar Atburðir dagsins 1930 Hótel Borg tekur til starfa í Reykjavík. 1936 Breski rithöfundur- inn Richard Kipling deyr, sjötugur að aldri. 1943 Umsátur þýska hersins um Leníngrad brotið á bak aftur eftir 890 daga. 1969 Leigubflstjóri myrtur í Reykjavík. Eina óupplýsta morð- mál 20. aldar. Afmælisbörn dagsins Oliver Hardy annar helmingur tví- eykisins Laurel og Hardy, alias Steini og Olli, 1892. Cary Grant breskur hjartaknúsari, ein helsta stjama Hollywood um sína daga. Málsháttur dagsins Talhlýðinn maður verður allra þeirra narri sem að honum ljúga. Annálsbrot dagsins Þennan vetur drakknaði Gísli í Máfahlíð, í Ábótapolli, ofarlega í Tunguós, nýgiptur Katrínu Bjöms- dóttur, sinni síðari kvinnu; hafði riðið ógætilega. Gnmsstaðaannáll, 1715. Dætur dagsins Nú gerðist hann (Fífl-Egill) íylgdar- maður Þormóðar og lét oft að honum dætur heimskunnar, þær dul og rang- virðing, svo að hann vissi eigi gjörla hver hann var. Fóstbræðra saga. Fokvonska dagsins Stfllinn er víða óþolandi. Hið eili'fa „ojæja“ og svipaður talsmáti getur gert mann fokvondan. Kristinn E. Andrésson, ritdómur um skáldsögu Jóhannesar úr Kötlum, Og björgin klofnuðu. Orð dagsins Aldur minn, sem ekki er hár, auð ei telja mundum, þó hef ég færri aura en ár átt í vasa stundum. Stephan G. Stephansson. Skák dagsins Drottningarfóm og mátsókn - það er ekki hægt að biðja um meira. Perez, sem hefur hvítt og á leik gegn Gonz- alez fer á kostum. Hvað gerir hvítur? 1. Rxe5I! Bxdl 2. Rxf7 Dh4 3. Bg5! Dd4+ 4. Khl Bc2 5. Hael! Ra6 6. Rh6+ Bf5 7. Be7 mát Snilld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.