Alþýðublaðið - 18.01.1995, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Afturhaldspúkakeppni Sjálfstæðisflokksins...
Þeir njóta sjaldnast eldanna sem
kveikja þá, það eru orð að sönnu og
kannski glögglegast koma í ljós í
umræðunni um Jafnaðarmannaflokk
Islands. Alþýðuflokkurinn hefur ver-
ið mesta umbótaaflið í íslenskum
stjómmálum á þessari öld. Það er
margsannað mál og hefur sýnt sig í
hverju málinu á fætur öðm hvílíkur
gullmoli þessi flokkur hefur verið
fyrir íslensku þjóðina. (Og þá erum
við að taka um mola úr skíragulli, en
ekki fiflagulli einsog hitt draslið er
samansett úr.) Hver getur neitað því
að Sighvatur Björgvinsson hefur gert
ótrúlega hluti; til að mynda í heil-
brigðisgeiranum þar sem náðst hefur
gífurlegur spamaður án þess að það
þitni á hinum al-
Pallborðið
að Jón Baldvin
Hannibalsson
vann eitt mesta af-
rek sem um getur í
sögu lýðveldisins
þegar hann gerði
samninginn um
Evrópska efna-
hagssvæðið? Hver hefur ekki áttað
sig á því að það vom ráðherrar Al-
þýðuflokksins sem beittu sér gegn
því að veiðar á Svalbarða og í Smug-
unni yrðu stoppaðar af íslenskum
stjómvöldum? Hverjir aðrir hafa
barist gegn landbúnaðar-afturhaldi,
bændum og neytendum til góða?
Svona gæti ég haldið lengi áfram að
telja upp af umbótamálum Alþýðu-
flokksins, en það yrði bara svo hrika-
lega þreytandi lesning að ég ætla í
dag að líta á eitt eða tvö mál:
vennu í ráðherraliði ríkisstjómarinn-
ar. (Þorsteinn litli Pálsson er reyndar
litlu skárri einsog ég mun útskýra hér
neðar í greininni - kannski væri nær
að kalla þetta afturhaldsþrennu...)
Ljótasta dæmi um samvinnu aftur-
haldsins í Sjálfstæðisflokksins ný-
verið var þegar Halldór vildi fá lend-
ingarleyfi fyrir Flugleiðir í Kanada í
staðinn fyrir að hleypa hinum ágætu
Irwing-feðgum inn á olíumarkaðinn
á Islandi; markað þar sem helstu
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa ráðið lögum og lofum; markað
þar sem eitt hörmulegasta dæmi um
samráð um verð milli fyrirtækja á sér
stað. Halldór ætlaði nefnilega að slá
tvær flugur í einu höggi: Hygla vin-
um sínum, sjálf-
stæðismönnunum
sem stjóma olíu-
félögunum, og
gæla dálítið við
kolkrabbagengið
hjá Flugleiðum í
leiðinni. Nammi,
namm! En, ó nei,
Halldóri varð
ekki kápan úr því
Ingvar
Sverrisson
skrifar
klæðinu. Sighvatur tók að sjálfsögðu
á þessu máli með dyggum stuðningi
Reykjavíkurlistans og lét orð aftur-
haldsins sem vind um eyru þjóta.
Þökk sé Reykjavíkurlistanum og Al-
þýðuflokknum er nú Ioks möguleiki
á að olía fari lækkandi, neytendum
til hagsbóta. Vilji Halldór fá lending-
arleyfi fyrir Flugleiðir í Kanada er
best að leyfa kanadískum flugfélög-
um að lenda hér og taka farþega. í
öllu falli kentur það olíuinnflutningi
nákvæmlega ekkert við.
Hin hryllilega
afturhaldstvenna
Halldór Blöndal, einn af höfuð-
vemdumm hins staðnaða landbún-
aðarkerfis, hefur nú fengið Davíð
Oddsson með sér í lið og saman
mynda þeir hryllilega afturhaldst-
Davíð Oddsson
ber fulla ábyrgð
En við skulum ekki gleyma því,
að Halldór Blöndal hreyfir sig ekki
spönn frá rassi án þess að bera það
undir sálufélaga sinn, Davíð Odds-
son. (Maðurinn er nú einu sinni for-
„Halldór Blöndal, einn af höfuðverndurum hins staðnaða land-
búnaðarkerfis, hefur nú fengið Davíð Oddsson með sér í lið og
saman mynda þeir hryllilega afturhaldstvennu í ráðherraliði rík-
isstjórnarinnar (Þorsteinn litli Pálsson er reyndar litlu skárri
einsog ég mun útskýra hér neðar í greininni - kannski væri nær
að kalla þetta afturhaldsþrennu...)“
sætisráðherra og leiðtogi íhaldsins.)
Formaður Sjálfstæðisflokksins ber
þannig fulla ábyrgð á Halldóri Blön-
dal og gjörðum hans. Þetta er Davíð
Oddsson: Maðurinn sem ætlaði að
spoma gegn afturhaldinu í flokknum
en nú hefur hann endanlega gefist
upp. Þetta er Davíð Oddsson: Hinn
sterki borgarstjóri sem lét sko ekki
vaða yfir sig og lét menn finna hvar
Davíð keypti ölið, er orðinn einn af
mestu afturhaldsseggjum íslenskra
stjómmála; hræddur og mæddur lítill
karl sem varð undir í baráttunni við
framsóknaröflin í Sjálfstæðisflokkn-
um. Þetta er Davfð Oddsson: Eitt af
táknum afturhalds og óráðsíu. Þetta
er Davíð Oddsson: Maður sem hefur
bmgðist vonum ungra og framfara-
sinnaðra sjálfstæðismanna sem alla
tíð hafa stutt leiðtoga sinn í þeirri trú
að hér væri kominn maður sem hefði
kjark til að taka til í íslenskum stjóm-
málum og hefja sókn til framtíðar.
En hveijir em það sem í raun og vem
leiða sóknina til framtíðar ef ekki
sjálfstæðismenn? Jú, Alþýðuflokk-
urinn með Jón Baldvin í broddi fylk-
ingar, eini umbótaflokkurinn á fs-
landi, leiðir þá sókn af frainsýni;
með framtíðarheill íslensku þjóðar-
innar að leiðarljósi en ekki skamm-
tímahagsmuni úrelts valdakerfis sem
komið er á síðasta snúning; kerfis
sem nú sýnir öll sín ógeðfelldustu
andlit í hmnadansi hnignunar sinnar.
Pegar Mogginn
studdi Sighvat
Mál númer tvö: Svo merkilegt
sem það kann að virðast þá birtist
stuðningur við Sighvat í leiðara
Morgunblaðsins fimmtudaginn 12.
janúar. f leiðara þessum er fjallað um
frumvarp nokkuð sem Þorsteinn
Pálsson hefur lagt fram um að lán-
takendur geti veðsett þær veiðiheim-
ildir sem þeir hafa yfir að ráða sam-
kvæmt meingölluðu kvótakerfi. (Það
mætti halda að það færi fram keppni
meðal sjálfstæðismanna um hver
geti verið mesti afturhaldspúkinn.)
Og enn og aftur var það Sighvatur
sem blés á ruglið i' ráðhermm aftur-
haldsins og mótmælti þessu harð-
lega. Sighvatur hefur réttilega bent á
að fiskimiðin em eign þjóðarinnar
og þar með stríði þetta gegn ákvæði í
lögum um stjóm fiskveiða. Það er nú
fokið í flest skjól þegar leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins sér ástæðu til
þess að standa með ráðhermm Al-
þýðuflokksins gegn ráðhermm Sjálf-
stæðisflokksins! (Vom ekki síðan
Ellert B. Schram á DV og Indriði G.
Þorsteinsson á Tímanum að styðja
okkur jafnaðarmenn um daginn? Ja,
héma! Ég segi nú bara að lokunt - -
svona af því að maður er að hripa
þetta innan sviga —: Batnandi engl-
um er best að lifa. Nú líður manni
ögn betur, verandi jafnaðarmaður og
allt það; ekkert kjaftæði...)
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans og varafor-
maður íþrótta- og tómstundaráðs.
Svardagar
dagsins
Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri
Víkurblaðsins, fjallar nýverið í
forystugrein um hörmuleg afdrif
áramótaheita. Holl lesning, góðir
hálsar:
„Við lofuðum sjálfum okkur
og íjölskyldum vomm að leggja
af allt óhóf á nýju ári, hætta að
reykja, hætta að drekka, hætta að
beija maka og böm. Og við sór-
um dýra eiða í þá vem að verða á
nýju ári vinsamlegir í garð hrút-
leiðinlegra nágranna, skilnings-
ríkir á margháttuð mistök lands-
feðranna og umburðarlyndir
gagnvart stórkostlegum göllum
allra samferðamanna okkar...
Þegar við höfðum heitið svo gríð-
arlegum afturbata þá hvarf náttúr-
lega samviskubitið einsog dögg
fyrir sólu og við fylltumst óum-
ræðilegri gleði hins nýja og betri
manns.
En að nokkmm dögum hins
nýja árs liðnum, þegar þynnkan
var um garð gengin og maginn
búinn að jafna sig, þá hófst auð-
vitað hefðbundinn tími heitrof-
anna og hinna sviknu svardaga."
IVTýlega
1N vom liðin
25 ár frá
stofitun Fé-
lags einstæðra
foreldra, og af
því tilefni hef-
ur félagið sent
frá sér veglegt af-
mælisrit. Þar er
meðal annars sagt frá kjöri
fyrstu heiðursfélaga FEF,
þeirra Jóhönnu Kristjóns-
dóttur, sem var formaður í
alls 13 ár, og Stellu Jó-
hannsdóttur starfsmanni
FEF til margra ára. Jó-
hanna birtir af þessu til-
efhi einkar athyglisverða
grein í afmælisritinu.
Heiðursfélaginn er ekkertj
að skafa utanaf hlutun-
um, segir deyfð og
áhugaleysi einkenna FEF
í seinni tíð, félagið sé um | \
þessar mundir lítið annað \
en „nafn í símaskrá en
ekki lifandi hagsmuna-
samtök. Mánuðum saman
heyrist ekkert í félaginu og
það liggur við að maður
detti niður af stólnum af
undmn ef maður verð-
ur var við það.“ Og
Jóhanna klykkir sfð-
an út með þeirri af-
mælisósk til Félags
einstæðra foreldra, að
það eignist forystu-
menn sem reyna að
blása á ný lífi í kulnaðar
glæður þess. Sá er vinur er
til vamms segir, einsog þar
stendur...
s
Asunnudag verður hald-
inn á Hótel Borg fundur
„óháðra“
sem ætla
að ganga
til liðs við
Alþýðu-
bandalag-
ið. Ög-
niundur
Jónasson
er forsp-
rakki hóps-
ins, og við
vitum til
þess að hann hefur farið
mikinn í tilraunum til liðs-
safnaðar að undanfomu. Ög-
mundur hefur meðal annars
reynt talsvert fyrir sér meðal
hinna sigursælu Röskvuliða
í Háskólanum. Hann er
reyndar ekki einn um það;
allir vinstriflokkamir hafa
biðlað stíft til Röskvu...
Kvennalistinn er í tals-
verðum ógöngum um
þessar mundir, en stefna er
sett á framboð í öllum kjör-
dæmum. Frá Suðurlandi
heymm við að rætt sé um að
fá Drífu Kristjánsdóttur í
Hinumegin
efsta sætið einsog síðast.
Kvennó á Suðurlandi fékk
eitthvað á fimmta hundrað
atkvæði síðast, og tæpast
verður uppskeran meiri að
þessu sinni enda bjóða nú
bæði Þjóðvaki og hinn
óstöðvandi Eggert Hauk-
dal fram...
Haraldur! Snati er að reyna að sprengja húsið aftur! Þú
verður að standa hann að verki og stöðva - annars lærír
hann aldrei rétta hegðun.
Fimm á förnum vegi Tekur þú þér vetrarfrí?
Jónas Sen píanóleikari: Nei, það
geri ég ekki.
Bergsteinn Gizurarson bruna-
málastjóri: Já, ég fer í Alpana í
tvær vikur.
Gunnar Gunnarsson birgða-
vörður: Nei, ég fæ það bara borgað.
Malín Örlygsdóttir hönnuður:
Nei, það er ekki á dagskrá.
Pétur Jóhannesson kókmaður:
Nei. Ég tek ekki einu sinni sumarfrí.
Viti menn
Mesti einstaki útgjaldaliður
vísitölufjölskyldunnar er
bíllinn, heittelskaður.
Oddur Ólafsson í Tímanum í gær.
Eg játa að verkefni af þessu
tagi hafa aldrei höfðað til mín,
amerísk músíköl ná sjaldan
þeirri hæð listar sem maður
vill upplifa í leikhúsi.
Leikdómur Gunnars Stefánssonar um
Kabarett. Timinn í gær.
Karl miður sín vegna svika
einkaþjónsins. Sakaður um
framhjáhald undir berum
himni.
Frétt í Mogganum i gær af endalausum
raunum Karls Bretaprins.
Páfi... skemmti jafnvel
hundruðum þúsunda
ungmenna á bænafundi á
laugardagskvöldið með því að
sveifla göngustaf sínum einsog
Charles Chaplin.
Mogginn í gær.
Tveir grindvískir sjómenn
hafa auglýst eftir stuðningi
fjársterkra aðila til að styrkja
fimm ára gamlan son annars
þeirra til söngnáms.
Óperublaðið.
Faðirinn kveður drenginn svo
raddsterkan að á róðrum
sínum hafi þeir félagar heyrt í
honum langleiðina til
V est mannaeyj a.
Sama.
Jólagjafir R-listans til
Reykvíkinga liggja gegnum
holræsin.
Lesendabréf í Morgunblaðinu í gær
frá Sigrúnu Halldórsdóttur.
Veröld Isaks
Ýmislegt bendir til þess, að
árið 8000 fyrir Krist hafi ekki
fleiri en 8 milljónir manna
búið á Jörðinni. A þessu ári
áttu enn um það bil 500 ár
eftir að líða þangað til
landbúnaður hófst á jörðinni,
en það gerðist skammt austan
við Tígris-fljótið. Athyglisvert
er að þessi fjöldi, 8 milljónir,
er aðeins lítillega meiri en
íbúatalan í einni einustu
stórborg í dag; nefnilega
New York.
Úr staðreyndasafninu Isaac Asiomov's
Book of Facts eftir samnefndan höfund
óteljandi visindaskáldsagna.