Alþýðublaðið - 18.01.1995, Page 5

Alþýðublaðið - 18.01.1995, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 slandsdeildar Amnesty International, í samtali við Stefán Hrafn Hagalín um starf samtakanna samviskunnar“; bók sem inniheldur 130 ljóð eftir 102 skáld; ljóð sem Sigurður hefur þýtt r mínar eru oft slœmar“ Því var hvíslað að mér að í íslands- deild Amnesty Intemational vœru aðallega vinstrisinnaðir mennta- menn og MH- ingar í tilvistar- kreppu. Erþetta rétt? „Þetta er nú alveg... Hvað segirðu MH-ingar? Ja, það er náttúrlega mikið af fólki hjá okkur úr MH, en einnig úr flestum öðmm framhalds- skólum. Til dæmis var heill hópur stofnaður á Akureyri. Nei, nei, nei... Þetta er alveg fáránlegt. Matthías Jo- hannessen hefur til að mynda verið félagi í samtökunum í fjöldamörg ár; hann er nú varla mjög vinstrisinnað- ur. Ennfremur hafa starfað í stjóm hæstaréttardómarar á borð við Hrafn Bragason og sýslumenn líktog Hjör- dís Hákonardóttir. Þetta er allskonar fólk. Þau eru að vísu öll mjög félags- lega meðvituð. En vinstrisinnuð - það er ósanngjam klisjustimpill. Það getur hinsvegar verið að vinstrifólk sé eitthvað betur meðvitað en aðrir um ástandið í heiminum. Ég veit það ekki.“ Hvað er það sem rekurfólk í svona starf; er þetta einhver ég-verð-að- bjarga-heiminum-komplex? ,Já, það er eitthvað svoleiðis; flest viljum við leggja okkar litla lóð á vogarskálamar. Þetta er náttúrlega mikið til ungt fólk og það hefur nú alltaf verið þannig, að hugsjónimar brenna heitar á yngra fólkinu en því eldra. Við trúum því öll að við séum að laga heiminn eitthvað; kannski ekki að bjarga honum á einum degi, en að minnsta kosti að lagfæra hann hvert okkar iyrir sig. Það er kannski eitthvað mannúðarsyndróm sem hijáir okkur. Ég veit það ekki. Til dæmis mætti geta sér þess til í sam- bandi við framlög í ýmsa skyndi- hjálp fyrir fólk í neyð, að það sé sumpartinn gert til að ffiða samvisk- una.“ Hvemig stendur íslandsdeild Am- nesty sig í samanburði við aðrar þjóðir? ,Já, það er þessi fræga höfðatala. Einhver maður þama á skrifstofunni í London gerði það í fnstundum sín- um að reikna út fjölmennustu deild- imar og setja upplýsingamar uppí línurit. Og hann fann það víst út að bara Færeyingar em öflugri en við íslendingar í þessu sambandi. Við emm mjög öflug sé litið á málin út- ffá þeim sjónarhóli; næststærst í heiminum." Hvemig og hvenœr komst þú inní starf samtakanna? „Ætli það séu ekki svona tíu ár síð- an ég fór að vera virkur í Amnesty. Ég var í Grikklandshreyfingunni og barðist gegn fasistunum þar á sínum tíma; var formaður á meðan sú hreyftng var við lýði. Einnig barðist ég gegn stríðinu í Víetnam þegar ég var yngri og herskárri. I starfi Am- nesty fór ég síðan að taka þátt fyrir f5 ámm og var bara svona óaktívur bréfritari. Ég hef siðan verið virkur í stjóm síðan 1988 og tvisvar verið formaður; 1988 til 1990 og 1992 til 1994. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir var þama formaður í millitíðinni, en þegar hún tók við starfi fram- kvæmdastjóra samtakanna árið 1992 fór ég aftur í formannsembættið.“ Yfir að Ijóðasafninu sem Islands- deild Amnesty gaf út; hvaða bók er þetta? „Þetta er í raun alþjóðlegt ljóðsafni; bók sem við gáfum út til að minnast 20 ára afmælis Islandsdeildar Am- nesty Intemational. Vonandi verður einhver ágóði af útgáfunni — skáld- in og samstarfsaðilar okkar, Mál og menning og Prentsmiðjan Oddi, gáfu til að mynda vinnu sína með það í huga. Þetta er svona varanlegt form og eftirminnilegt sem við skilj- um eftir okkur þegar kvikmyndasýn- ingar, ráðstefnur og aðrar uppákom- ur fara að dofna f minningunni. Fmmmyndin af þessari bók var gef- in út í Astralíu fyrir tveimur ámm og hét From the Republic of Consci- ence. Það vom tvö skáld í Ástralíu sem söfnuðu efninu saman víða að úr heiminum og ég sendi þeim með- al annars nokkur ljóð. Tvö skandina- vísk ljóð birtust í þessari áströlsku bók og annað þeirri átti einmitt Hannes Sigfússon. Síðan var það í mars í fýrra að samtökin vom með einhveija svona menningaruppá- komu og ég var beðinn unt að þýða nokkur ljóð fyrir það tækifæri. Það gekk svo einstaklega vel, að ég fór bara í það verkefni að þýða bókina. Ég bætti við það verk nokkmm ís- lenskum ljóðum og einnig ljóðum sem ég hafði áður þýtt, til dæmis frá Grikklandi. En semsagt, bókin er að meginstofni til þetta ástralska verk sem einnig hefur komið út í Banda- ríkjunum, en við emm fyrsta landið sem gefur hana út í þýðingu á eigin tungu." Þetta hefur verið mikið verk... ? ,Já, þetta var gífurlega mikið verk; 130 Ijóð eftir 102 skáld hvaðanæva úr heiminum. Þama er meðal annars að finna ljóð eftir Pablo Nemda, Önnu Akhmatovu, Giuseppe Ungar- etti, Wole Soyinka, W.H. Auden, Ted Hughes, Seamus Heaney, Wall- ace Stevens, Jannis Ritsos, Zbigniew Herbert, Tomas Tranströmer og Osip Mandelstam; mörg virtustu og merkileg- ustu skáld aldarinnar. En þrátt fyrir að verkið hafi verið mikið um- fangs þá var einstak- lega gaman að glíma við það; alltaf áhuga- vert að fást við erfíða texta. Einsog þú sérð er bókinni skipt upp í sex kafla eða þemu: I. Þið gátuð ekki tekið frá mér varimar sem enn bærast, II. Af jörðinni sást það ekki. En við skynjuðum eitthvað skelfilegt, m. Það tek- ur dijúgan tíma að drepa tré, IV. Ég fór í engan stað...ég hvarf, V. Myrkrið er sjálfget- ið og VI. Kona af jörð, kona af eldi. Hver kafli er tiltölulega samstæð- ur og ljóðin talast á innbyrðis." Nú em Ijóðin eftir þennan aragrúa af skáldum; fer þetta ekki allt í eina kássu í hausnum á þér og stíllinn tapast. með magninu; nœrðu að halda sönsum? , Jaaa, þetta tók nú sex mánuði. Maður getur alveg farið úr einu hugarástandi í annað. Það segja mér að minnsta kosti fróðir menn, að ég hafi náð nokkuð vel að halda stíl skáldanna og þetta sé ekki allt eins. Rit- stjóri Máls og menn- ingar, Friðrik Raftis- son, Ias handritið allt yfir og sagði ljóðasafh- ið hafa komið sér mjög skemmtilega á óvart. Hann hélt víst að þetta yrði svona einsleitt og fullt af upphrópunum og mannréttindayfir- lýsingum, en svo reyndist ekki vera. Friðrik sagði ljóðin vel valin og góð heildar- mynd væri á safninu; enda gæði ljóðanna frekar látin ráða ferð en boðskapur þeirra. Ég er mjög ánægður með þessa umsögn hans og annarra." En nú nefnist þetta alþjóðlega Ijóðasafn „Ur ríki samviskunn- ar“; em Ijóðin þá öll tengt inná það þema? ,,Að flestu leyti; ann- aðhvort beint eða óbeint. Mörg þeirra fjalla hinsvegar um lífsgleði og ljóðið hans Ungaretti er nú bara um það hversu gaman er að vera til. — Hann var meira að segja fasisti held ég. — Það er spilað á mjög marga strengi þarna; ekki bara hörmungar heldur líka andstæðumar, gleðina og svo fram- vegis. Mikið af skemmtilegum hútn- or er þama að finna og f raun skrýtið hversu mikið menn virðast leita í kímnina - húmorinn - þegar þeir eru komnir útá ystu nöf.“ Heldurðu kannski að húmorinn verði oft eina útleiðin? , Já, það getur vel verið. Ljóðskáld- in gera ef til vill ekki grín að aðstæð- um sínum en sjá samt lífið í ein- hveiju skoplegu Ijósi. Bókin verður þannig ekki einhæf og leiðinleg lesn- ing; öðm nær.“ Enginn grátur og gnístran tanna? „Langt því frá. Langt því frá. Mikil von í loftinu.“ Þekkirðu persónulega eitthvert þessara miklu skálda? , Já, já. Það em einhverjir þama sem ég kannast við. Ég hitti til dæmis Jannis Ritsos, sem ort hefur mikið um þjáningar fólksins, valdníðslu og kúgun, fyrir þijátíu ámm þegar hann var nýkominn úr fangelsi til ljölda 1 ára. W.H. Auden þckkti ég einnig. Hann lenti að vísu ekki í neinum um- talsverðum þrengingum sjálfur, en skáld geta auðvitað ort um hluti og sett sig í spor annarra; þurfa ekki endilega að upplifa þjáningamar sjálf.“ Hvað með fólkið sem þú hefur hitt í tengslum við starfið; segðu mér frá einhverju eftirmiitnilegu? „Við fengum til dæmis í fyrra til okkar yndislegan mann frá Éþíópíu sem sat þar í fangelsi í tíu ár; reyndar sat konan hans líka í fangelsi og ól honum son er hann sá ekki fyrstu níu árin. Það var mjög átakanlegt að heyra lífsreynslusögu hans. Hann var Islands- deildinni óskaplega þakklátur fyrir það sem hann taldi okkur hafa gert fyrir sig; vissi það reyndar ekki fyrr en und- ir lokin þegar hann var að niðurlotum kominn, að nýr fangi kom inn. Sá sagði frá því að það væm samtök sem væm að berjast fyrir lausn hans. Þetta er saga margra þessara manna; bara að vita að einhver er að beij- ast fyrir þá gerir svo ótrú- lega mikið; menn öðlast þrótt og baráttuþrekið á nýjan leik. Vonin skiptir öllu.“ Hvernig er staða mannréttindamála á Is- landi? „Það er vitaskuld afar erfitt að bera okkur sam- an við margar þjóðir heimsins en í saman- burði við aðrar vestrænar þjóðir er staðan hér ágæt. Áuðvitað koma annað- slagið upp mál hér á borð við Sigurðar Þórs Guð- jónssonar; manns sem er meinaður aðgangur að sjúkraskýrslum um sig. Stundum em fangar einnig að kvarta yfir illri meðferð. En ástandið hér er nú ekki verra en það, að árlega er gefin út skýrsla á vegum Am- nesty Intemational um stöðu mannréttindamála. Það þykir vægast sagt lít- ill heiður að komast þama á blað og Islend- ingar hafa sem betur fer alveg sloppið við það. Danmörk, Svíþjóð, Nor- egur og Finnland hafa hinsvegar oft verið þama; gjaman vegna deilumála um herskyldu og illa meðferð á föng- um.“ Hvemig er það með ykkur sem hafið beina og millitiða vitneskju um hörmulega meðferð áfólki víðsvegar í heim- inum; sofið þið ekki illa? „Það er nú það. Manni h'ður oflt illa. Það kannski aðallega þegar maður kemst í svona návígi við fólk einsog þennan mann frá Eþíópíu. Ég neita því ekki, að draumfarir mín- ar em oft slæmar — svipmyndimar fyrir aug- um manns hryllilegar — þó maður nái oftast að festa svefn eftir svona langan tíma í starfi að mannréttindamálum." A-mynd: E.ÓI. Marjorie Agosin (Chile) Það sem ótrúlegast var Það sem ótrúlegast var, þetta varfólk einsog við siðprútt hámenntað og fágað. Vel heima í sérteknum vísindum, keypti œvinlega stúkusceti á hljómleikum fór reglulega til tannlœknis sótti frábæra einkaskóla sumir léku golf... Já, fólk einsog þú, einsog ég fjölskyldufeður afar frœndur og guðfeður En það sturlaðist hafði gaman afað hrenna höm og bœkur myndaðist við að skreyta grafreiti kevpti húsgögn gerð afhrotnum beinum snœddi meyr eistu og eyru. Hélt það vœri ósigrandi nostursamt við skyldustörfin og talaði um pyntingar með orðfœri skurðlækna og slátrara. Það launmyrti æsku lands míns og þíns nú gat enginn trúað á Lísu í speglinum nú gat enginn rölt um breiðstrætin ánþess skelfing nísti merg og bein Og ótrúlegast aföllu þetta varfólk einsog þú einsog ég já, indælisfólk alveg einsog við. Marjorie Agosin (1954-1 er rithöfundur frá Chile, býr i Banda- ríkjunum og er prófessor við Wellesley. Meðal Ijóöabóka hennar má nefna Zones of pain, Circles of Madness og Sargesso. Hún starfar hjá forlaginu White Pine Press og hefur nýlega ritstýrt tveimur safnritum meö suður- amerískum bókmenntum: Landscapes ofa New Land: Fiction by Latin American Women og Secret Weavers: Stories of the Fantastic. ÞýOing: SAM

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.