Alþýðublaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 1
BILASTÆÐASJOÐUR Bílastœði fyrir alla Það er þægilegra að nota miðastæði og bílahús en þiggrunar ekki er sæt stelpa: Þar er eitthvað að,” skrifar Hallgrímur Helgason, Vikupiltur Alþýðublaðsins. Sjá blaösíðu 2. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ræddi meðal annars úthafsveiðar og hafréttarmál í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í gær Teljum eðlilegt að fá varanlegan aðgang að veiðum í Barentshaf i Utanríkisráðherra segist vona að samningar náist við Norðmenn og Rússa á næstunni. „Islendingar hafa frá upphafi veiða í Smugunni, og ágreinings þar um, lýst sig fúsa til samninga um málið. Við teljum eðlilegt að Island „Sjá roðann í austri../ Svavar Gestsson er miðpunktur umræðunnar um tengsl íslendinga við kommúníska einræðisstjórn Austur-Þýskalands. Hann hafði sig hinsvegar lítt í frammi í hatrömm- um deilum sjálfstæðismanna og alþýðubandalagsmanna á Alþingi í gær - en stóð við gluggann og horfði á geisla skammdegissólarinnar. fái varanlegan aðgang að veiðum í Barentshafi og raunhæfan en sann- gjarnan kvóta til þorskveiða, sem af fiskverndarástæðum væri tengdur stofnstærð Barentsþorsksins. Ég vil lýsa þeirri von rninni, að viðsemj- endur okkar, Norðmenn og Rússar, skilji mikilvægi þessara veiða fyrii' okkur og að samningar megi takast á næstunni um þetta mál.“ Þetta sagði Jón Baldvin Hanni- balsson meðal annars í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í gær þeg- ar hann fjallaði um úthafsveiðar og hafréttarmál. Ráðherrann minnti á hinn umdeilda samning sem sjávar- útvegsráðherrar Noregs og Kanada undirrituðu í janúar um fiskverndun og framkvæmd fiskverndarákvæða. I samningi þessum væri ákvæði sem lýtur að fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða þar sem ríkin viðurkenna rétt Noregs til að fara með óskoraðan fullveldisrétt og lögsögu sem strand- ríki ber samkvæmt Hafréttarsamn- ingi Sameinuðu þjóðanna, og að Svalbarðasamningurinn frá 1920 nái ekki til svæðisins. Jón Baldvin kvaðst hafa óskað eftir því að kanad- ísk stjórnvöld endurskoðuðu afstöðu sína og sagði síðan: „Ákvæði Hafréttarsamningsins veita engan réttargmndvöll til yfir- ráða Norðmanna. Að lýsa því yfir að Svalbarðasamningurinn, sem kveður á um jafnan rétt aðildarríkja samn- ingsins, geri það, er í beinni and- stöðu við álit ýmissa þekktra þjóð- réttarfræðinga þar með talið norskra, sem telja að túlkun Norðmanna standist ekki að þjóðarrétti. Norð- menn geta einungis sótt rétt sinn til fiskvemdarlögsögunnar á grundvelli Svalbarðasamningsins og þurfa að virða réttindi annarra ríkja sam- kvæmt samningnum." Utanríkisráðherra sagði að staifs- hópur um stefnumörkun í úthafs- veiðimálum hafi haldið áfram vinnu sinni við undirbúning á málflutningi Islands á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Á undanförnum vikum hefði sendinefndin unnið að því að kynna tillögur okkar sem taki mið af að tryggja sérstöðu og hags- muni Islands sem best. „Það að fá aðrar þjóðir til að taka tillit til sérstöðu íslands vegna mikil- vægis fiskveiða, hvort sem þær em nær eða fjær, er lykilatriði í málflutn- ingi okkar. Breytingartillögum Is- lands við texta formanns ráðstefn- unnar hefur verið dreift til allra að- ildamíkja hennar. Þær taka mið af því að tryggja með svipuðum hætti og í 71. grein Hafréttarsamningsins rétt rfkja sem em efnahagslega í mjög miklum mæli háð hagnýtingu lífrænna auðlinda. Það er skýlaus stefna okkar að vinna að gerð bindandi alþjóða- samnings um deilistofna og miklar fartegundir á úthafinu, tryggja rétt strandríkja við nýtingu auðlindanna á aðlægu svæðunum við efnahags- lögsöguna og koma á virku kerfi fiskveiðistjórnunar og fiskvemdar utan við 200 sjómfiumar. Væntan- legur samningur um stjórnun físk- veiða á úthöfunum mun verða stór áfangi í baráttu okkar Islendinga fyr- ir vemdun fiskistofna og lffríki hafs- ins. Samningnum er ætlað að setja reglur um stjómun fiskveiða utan efnahagslögsögunnar. Hann mun því verða, ásamt Hafréttarsamningnum, hinn alþjóðlegi lagagrunnur um verndun, stjórnun og nýtingu fiski- stofna," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. 26 manna stofnfundur Þjóðvaka á Vestfjörðum Pétur Sigurðsson var ekki einn stofnfélaga. 26 manns sóttu stofnfund Vest- fjarðahreyfmgar Þjóðvaka sem haldinn var á Isafirði í fyrrakvöld. 19 sátu fundinn í upphafi og þaraf voru 4 fundarboðendur. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóð- vaka, var aðatræðumaður fundarins. Ekki fékkst uppgefið í gærdag hversu margir fundargesta hefðu gerst stofnfélagar á fundinum. Einn fundarboðenda, Laufey Jónsdóttir á ísafirði, kvaðst ekki hafa handbær- ar nákvæmar tölur þar að lútandi, en hún taldi stofnfélaga Þjóðvaka á Vestljörðum vera vel yfir tuttugu talsins. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er Pétur Sigurðsson, varaþingmaður Alþýðufiokksins á Vestfjörðum, ekki einn af stofnfé- lögum. Hann mun - þrátt fyrir að hafa setið stofnfundinn - ekki vera á leiðinni úr Alþýðufiokknum að sinni. Ekki náðist í Sigurð Péturs- son, sagnfræðing og kandídat í fyrsta sæti framboðslista Þjóðvaka, í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kynntt « Þér ntálið Einstaklingur getur auðveldlega myndað hóp í hópleik íslenskra Getrauna, hringdu í síma 568 8322 og við úthlutum þér hópnúmeri og ert þú þá orðinn hópur sem hefur raunhæfan möguleika á að dreifa þér á vinninga að verðmæti um 2 milljónir króna Menn hafa sofnað undirræðum Þorsteins „Mér finnst hann kjafta bara í hringi og maður getur alveg eins lagt sig meðan hann talar. Enda hafa menn sofnað undir ræðum hans,“ segir Erlingur Ævarr skipstjóri í Þorlákshöfn um Þorstein Pálsson sjávarút- vegsráðherra í hressilegu viðtali við Alþýðublaðið. „Hann hefur spurt hvort hann eigi að stoppa nienn sem ætla að kaupa eða láta smíða stór og mikil skip og hafi til þess peninga. Auðvitað á hann að stoppa það. Til þess er hann ráðinn,“ segir Erlingur ennfremur um Þorstein. Sjá blaðsíðu 11. Sex ára fangelsi fyriraðhenda fískil Lúðvík Bergvins- son. oddviti Alþýðu- flokksins á Suðurlandi, skrifar um tillögur Þorsteins Pálssonar í sjávarútvegs- málum. Þær gera ráð fyrir mjög hertum refsingum fyrir að henda ftski - fangelsi allt að sex árum. Sjá blaðsíðu 4. Þarsem ekki er sæt stelpa: Þar er eitthvað að „List- in er dauð og liðið í kringum hana er leiðin- legt...Hér er fullt af ungum handverkfærum gamalla „mcistara" og kunningj- um þeirra. Maður sér það svo glöggt á krádinu að listin er orðin patt og komin langt út í hom í samfélaginu: Aðeins sauðfylgnasti fénaður fylgir henni: Grátt og lært lið með áhyggjur yfir augum. Hér er rætt um lógískt framhald fyrri hugmynda. Hvergi hlátur né hressleiki. Og hvergi falieg kona. Öðruvísi mér áður brá: Á 600 manna opnun í miðri lista- kreðsu Parísarborgar er ekki ein einasta sæt stelpa. Það eitt segir allt. Það eitt sannar mitt mál. Þar sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.