Alþýðublaðið - 10.02.1995, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 10.02.1995, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐU BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 La Traviata \h. unin frjó, og átti Verdi auðvelt með að semja hrífandi laglínur. Margir gráta þegar tónlist hans er spiluð, og þegar La Traviata var kvikmynduð mmmmmmmmm^^^m Og sýnd í bíói fyr- ir um það bil tíu árum var vasa- klúturinn oft á lofti. Óperan var Uka um efni sem Verdi þekkti af persónulegri reynslu; aðal- kvenpersónan deyr langt fyrir Jónas Sen skrifar La Traviata fjallar um unga konu sent deyr úr tæringu. Þessi ópera verðurfrumsýnd flslensku óperunni í kvöld og er ein sú vinsælasta sem gerð hefur verið. mmmm^^^^^^mm Enda var höfundur TX*-. 1 í ct' hennar eitt mesta I wlliloL tónskáld sem sögur fara af, sjálfur Guiseppe Verdi. Hann var ítalskur og var uppi á öld- inni sem leið - á rómantíska tímabil- inu í tónlistarsög--------------- unni. Þá ólguðu stormasamar tilfinn- ingar f tónlistinni, ekki síst í óperun- um. Ast og afbrýði tókust þar á; hat- ur, sorg og ofsafengnar ástríður voru látnar ráða örlögum persónanna. Verdi samdi fjölmargar , sltkar óperur. Þar á meðal eru 11 Trovatore, Rigoletto, La Traviata og fleiri, og em flestar þeirra hrein snilldarverk. Enda var andagiftin mikil og hugs- En er Verdi var önnum kafinn við að semja „Konungur í einn dag“ dó annað barn hans, og var það aðeins rétt rúmlega árs gamalt. Rúmu ári seinna dó hitt barnið, og skömmu síðar lést eiginkona hans. aldur fram, og sjálfur hafði hann ungur misst eiginkonu sína, Marg- heritu. Hún lést úr heilabólgu, og hafði þessi atburður mikil áhrif á snillinginn eins og nærri má geta. Sorgin lamaði hann, og hann missti alla trú á sjáifan sig. Það tók hann langan tfma að jafha sig eftir áfallið, en svo tóku hæfileikar hans að blómstra. Hann samdi þá hverja Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. f lokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 13. útdráttur 10. útdráttur 9. útdráttur 8. útdráttur 4. útdráttur 2. útdráttur 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 10. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Cxfcl HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00 Kona með fortíð. Giuseppina Strepponi, seinni kona Verdis. óperuna á fætur annami, og eru flest- ar þeirra harmleikir. Það er skiljan- legt þegar höfð er í huga sú raun sem Verdi hafði mátt þola. Fæstir ná sér til fuíls eftir slikt áfall, sárin gróa, en þau skilja eftir sig ör sem aldrei hverfa. Hjá bóndanum Tónlist Verdis hreif áheyrendur með sér svo til frá byrjun. Þegar hann var orðinn fullorðinn vom óperur hans farnar að hljóma um gjörvalla heimsbyggðina; hann var dáður sem þjóðhetja á Ítalíu og virt- ur um allan heim sem mikiihæft tón- skáld. Það vom ótrúlegar breytingar frá því sem áður hafði verið, því hann var af fátæku fólki kominn. Verdi, sem hét fullu nafni, Guiseppe Fortunino Fran- cesco, fæddist hinn 10. október árið 1813. Fæðingarbær hans var þorpið Le Roncole á Norður-ítal- íu, og bjó ijölskyldan þar við þröngan kost. Húsakynnin voru hálf ömurleg, og menningin mun ekki hafa verið í hávegum höfð á heimilinu. Sjálfur sagði Verdi eitt sinn að hann hefði ekki hlot- ið neina menntun sem bam, því faðir hans hefði verið ólæs bónd- adurgur sem ekkert vissi né kunni. Þelta var alls ekki rétt. Faðir Verdis var ritari féhirðisins í Le Roncole á Norður-Ítalíu, þar sem fjölskyldan bjó, og hefur því varla verið ólæs, því síður bóndi. En Verdi átti það til að ýkja þeg- ar hann talaði um fortíð sína; hann var oft dramatískur, og lýsti stundum liðnum atburðum eins og þeir væm senur í einhverjum ópemharmleik. Það er reyndar skiljanlegt, því hann var ópem- tónskáld og lifði og hrærðist í heimi skáldskaparins. En þó hann hafi farið með fleipur, var það rétt að tónlistar- uppeldi hans hefði f fyrstu verið fábrotið. Fæðingarbær hans, Le Roncole var ekki stór, menning- arlífið eftir því takmarkað og mennt- un bæjarbúa á lágu stigi. Sem ungur drengur lærði hann að lesa og skrifa hjá prestinum í bænum, sem var orð- inn æði gamall og kalkaður. Orgel- leikarinn þar, sem líka var kominn á efri ár, kenndi honum aftur á móti undirstöðuatriðin í tónfræði. Verdi þótti strax efnilegur, og þegar hann , var orðinn átta ára keypti faðir hans handa honum spínettu, sem er nokk- urs konar sembal. Á þetta hljóðfæri gat hann æft sig eins og hann vildi - en kallaði það öllum illum nöfnurn síðar á ævinni eins og allt annað úr fortíðinni. Áfram veginn Námið í Le Roncole stóð ekki lengi yfír. Þegar Verdi var um tíu ára gamall dóu bæði presturinn og orgel- leikarinn í hárri elli. Þá var ungi snáðinn sendur í heimavistarskóla i' Busseto, sem er smábær í um það bil fímm kílómetra tjarlægð. Þar hélt hann áfram tónlistamáminu hjá kór- stjóra og orgelleikara nokkrum, Ferdinando Provesi, - og til að eiga einhverja aura spilaði hann líka f rnessum í heimabæ sínum. Hann varð að ganga á milli f hvert skipti, og hélt oft á stígvélunum sínum á leiðinni til að sh'ta þeim ekki út. I Busseto fékk Verdi ekki nerna sæmilega tónlistarmenntun. Hann lærði þó tónsmíðar, og var iðinn við að semja allavega tónverk. Þar á meðal var fjöldinn allur af hergöngu- lögum fyrir lúðrasveitir, nokkrir konsertar, allskyns tilbrigði fyrir pí- anó og einnig trúarleg verk. Tónlist þessi þykir ekki ýkja merkileg núna, enda ungæðisleg og ómótuð. Hún ber þó vott um miklar gáfur, og vakti áhuga kaupmannsins sem faðir Verdis keypti vfn af, en hann hét Antonio Berezzi og var mikill áhugamaður um tónlist. Hann gat leikið sæmilega vel á nokkur hljóðfæri og hafði stofnað tónlistar- félag í bænum. Hann kom fljótt auga á hæfileikana sem bjuggu í hinum unga Verdi, tók hann undir vemdar- væng sinn og örvaði hann til dáða. Verdi fékk að æfa sig á pfanóið hjá honum, og gekk kaupmaðurinn hon- um að miklu leyti í föðurstað. Á end- anum fór Verdi buit úr heimavistinni sem hann hafði verið í frá því hann hélt til Busseto, og flutti inn á heim- ili Barezzis. Þá var hann átján ára gamall. Barezzi átti sex böm, Margherita tók að læra söng og píanóleik hjá unga snillingnum, og brátt tókust með þeim ástir. Þegar sá gamli sá hverju stefndi varð hann harla glað- ur; hann vildi líka allt fyrir Verdi gera og ráðlagði honum að fara til Mi'lanó. í Busseto gæti hann ekkert meira lært, en í Mílanó væri menn- ingin á háu stigi, og margt að gerast þar í listalífinu. Eftir að hafa dvalið á heimili Bar- Verdi skrifaði í bréfi: „Fólk segir að óperur séu allt of dapurlegar, og að í þeim séu allt of margir dauðdagar. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá er dauðinn það eina í lífinu. Hvað annað hefur það líka upp á að bjóða?“ Hann var ítalskur og var uppi á öldinni sem leið - á rómantíska tímabilinu í tónlistarsögunni. Þá ólguðu stormasamar tilfinningar í tónlistinni, ekki síst í óperunum. Ást og afbrýði tókust þar á; hatur, sorg og ofsafengnar ástríður voru látnar ráða örlögum persónanna. ezzis í góðu yfirlæti í um það bil ár hélt Verdi því til Mílanó og sótti um að komast inn í tónlistarháskólann í borginni. Honum var synjað inn- göngu, enda kominn fjórum ámm yfir hámarksaldur. í þokkabót þótti hæfni hans við píanóið ekki mikil, og svo var námi hans í ýmsum tón- fræðigreinum mjög ábótavant. Ofan á allt var skólinn þegar orðinn yfir- fullur. Prófdómarar gerðu sér þó grein fyrir hæfileikum Verdis, en töldu samt að hann hefði ekkert er- indi inn í skólann. I staðinn var hon- um ráðlagt að finna sér einkakenn- ara, sent hann og gerði. Hann hóf nám hjá Vincenzo Lavigna, og var hjá honum í nokkur ár. En hann fyr- irgaf aldrei tónlistarháskólanum í Mi'lanó fyrir að hafa hafnað sér, og minntist þess oft. Löngu síðar, þegar ráðamenn tónlistarháskólans ætluðu að heiðra hann sérstaklega, sveiaði hann bara og sagði snúðugt: „Huh! Þið vilduð mig ekki þegar ég var ungur, þið skuluð svo sannarlega ekki fá mig nú þegar ég er orðinn garnall." Ógæfan dynur yfir Eftir að Verdi hafði dvalið f Míl- anó í nokkur ár, sneri hann aftur til Busseto og hóf að vinna við ýmis tónlistarstörf. Hann kvæntist Marg- heritu og eignaðist með henni tvö böm. Um þessar mundir samdi hann líka sína fyrstu óperu, sem var Ob- erto greifi af San Bonifacio, og var hún frumsýnd í La Scala í Mílanó ár- ið 1839. Þá var Verdi tuttugu og sex ára gamall, og lofuðu viðtökur áheyrenda góðu um glæsta framtfð á óperusviðinu. Hann hófst því strax handa við gerð þeirrar næstu, „Kon- ungur í einn dag“, sem er gaman- ópera. Um svipað leyti flutti hann jrlagavaldur Verdis. Margherita Barezzi, fyrri kona Verdis. líka aftur til Mílanó, og þá með fjöl- skyldu sinni. Gæfan virtist blasa við honum; hann var nú virtur tónlistar- maður og óumræðilega hamingju- samur með eiginkonu sinni og börn- um. En er Verdi var önnum kafinn við að semja „Konungur í einn dag“ dó annað bam hans, og var það aðeins rétt rúmlega árs gamalt. Rúmu ári seinna dó hitt bamið, og skömmu síðar lést eiginkona hans. Þá var hann tæplega tuttugu og sjö ára gam- all. Það er ekki erfitt að skilja angist þess sem upplifir slíkt áfall. Sumir

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.