Alþýðublaðið - 01.03.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 01.03.1995, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1.MARS 1995 MíYBUBUDIB 20880. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Haldlaust geip Alþýðubandalagsmenn lögðu á dögunum fram kosninga- stefnuskrá sem fyrst og fremst er til marks um það allsherjar uppboð á kosningaloforðum sem nú fer í hönd. I stefnuskránni eru kynnt áform um stórkostlega útgjaldaaukningu nkisins á nánast öllum sviðum. Hinsvegar er ekki að finna stafkrók um íjármögnun þeitrar veislu sem alþýðubandalagsmenn ætla að efna til, komist þeir að kjötkötlum valdsins. í paradís Olafs Ragnars Grímssonar eiga laun að stórhækka en skattar að snar- lækka. í kosningastefnuskránni er líka að finna margar óútfyllt- ar ávísanir á stóraukin ríkisútgjöld. Kosningaloforð Alþýðu- bandalagsins eru ekki annað en orðin tóm. Avísanir Olafs Ragnars eru innistæðulausar. Alþýðubandalagið hefur engar iausnir fram að færa á brýnustu úrlausnarefnum stjórnmálanna. í viðtali við Alþýðublaðið í gær afhjúpaði Eiríkur Stefánsson verkalýðsleiðtogi á Fáskrúðsfírði tvískinnung Alþýðubanda- lagsins. Eiríkur segir: „I kosningastefnuskrá Alþýðubandalags- ins segir Ólafur Ragnar Grímsson að stefnan sé að hækka laun- in um 15 þúsund krónur. Eg vil í því sambandi benda á þá stað- reynd, að það eru hæg heimatökin fyrir sósíalistana sem stjóma þama á Norðfirði - því þeir em með hreinan meirihluta í bæjar- stjóm - að hækka launin hjá sínu starfsfólki. Afhverju em bæj- arstarfsmenn á Neskaupstað samt með miklu lægri laun en bæj- arstarfsmenn á Fáskrúðsfírði?“ Og Eiríkur spyr í framhaldi af þessu: „Afhverju fylgja alþýðubandalagsmenn á Neskaupstað ekki orðum sínum um 15 þúsund króna launahækkun eftir með framkvæmdum og eiga viðræður við sitt heimafólk? Það er af því að ekki er vilji fyrir hendi.“ Hérmeð er auglýst eftir svari frá forystumönnum Alþýðu- bandalagsins við þessum áleitnu spumingum. Þeir eiga líka eft- ir að svara spurningum um hin nýju fyrirmyndarríki austur í Asíu. Ólafur Ragnar er nefnilega búinn að skipta um forrit í sín- um mönnum, í kjölfar hruns kommúnismans, og ætlar að leiða íslensku þjóðina á vit austurlenskrar hagstjómar. Singapúr, Tæ- van og Malasía em nú fyrirmyndir alþýðubandalagsmanna. Formaður Alþýðubandalagsins á bara eftir að útskýra hvað hann ætlar að iæra af löndum þarsem velferðarkerfi Vestur- landa þykja fyrirlitleg og verkalýðsfélög em ýmist bönnuð eða ofsótt. „Utflutningsleið" Ólafs Ragnars er eitt ódýrasta kosninga- blöff síðari tíma. Það kemur reyndar ekki á óvart, þarsem í hlut á mestur tækifærissinni íslenskra stjómmála fyrr og síðar. Þrautaganga Stöðugar fréttir af sundmngu og óánægju berast úr herbúðum Þjóðvaka. Það kemur ekki á óvait: lýðræðisleg vinnubrögð virðast ekki höfð í miklum hávegum, heldur er öllu starfi og framboðsmálum miðstýrt af Jóhönnu Sigurðardóttur og örfáum samherjum hennar. Á Suðurlandi fór fram forval meðal flokks- manna. Niðurstöður þess em hundsaðar, og fyrir liggur að nokkur hópur mun segja skilið við Þjóðvaka. Sama var uppi á teningnum í Reykjaneskjördæmi þarsem Jóhanna þröngvaði Ágúst Einarssyni í efsta sætið, í trássi við þorra liðsmanna Þjóðvaka. Og ekki var fyrr búið að birta nöfn efstu manna í Reykjavík en fréttir komu af bullandi óánægju. í forystugrein DV í gær segir Ellert B. Schram ritstjóri: „Sumir frambjóðendur Þjóðvaka eru þekktir fallistar úr öðmm flokkum eða hafa ekki náð þar þeim frama, sem þeir telja eðli- legan.“ Ellert kemst að þeirri niðurstöðu, að kórvilla Jóhönnu hafi verið í því fólgin að leggja alltof mikið uppúr því að fá fólk úr öðmm flokkum til liðs við sig, fremur en leita til þeirra sem ekki hafa látið að sér kveða í pólitík. Þá muni áróður hennar um sameiningu vinstrimanna láta ólíklega í eyrum - nú þegar Þjóð- vaki stefnir hraðbyri í að verða áhrifalaus smáflokkur. Vísast hefur Jóhanna ætlað að nota sér ölduna sem reis í Reykjavík í fyrra í kringum R-listann. Þar er þó ólíku saman að jafna. Jóhanna getur fráleitt orðið það sameiningartákn á lands- vísu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð í Reykjavík. Litasjónvarpið, bændur og blessaður karlinn hann Þorsteinn Pálsson - Þrír punktar um afturhaldssemi. Manni getur nú sámað. Jafnvel prúðmenni á borð við félaga Jón Kristjánsson, ritstjóra Tímans og þingmann Framsóknar á Austur- landi. Á laugardaginn skrifaði hann heilsíðugrein í blaðið sitt til að mót- nræla „áróðursherferð" gegn Fram- sóknarflokknum - herferð sem er mjög í anda „snjallasta áróðunnála- ráðherra aldarinnar, Göbbels.“ Svo má brýna deigt járn og svo framvegis. Hvað skyldi það nú vera sem ýftr hið Ijúfa geð Jóns Kristjáns- sonar svo mjög að hann fer út í sam- anburð við einn mesta glæpamann aldarinnar? Jú, það eru fullyrðing- ar um að Páll Pétursson, hinn framsýni hugsuður á Höllustöðum, hafi ver- ið á móti litasjónvarpinu hér um árið. Jón Kristjánsson rekur þessvegna sögu íslenska sjónvarpsins frá önd- verðu. Það er fróðlegur samsetningur, einsog Jóns er von og vísa. Að lyktum kernst hann að þeirri niðurstöðu að framsóknarmenn hafi jafnan staðið í fylkingarbrjósti fjölmiðlabyltingar á Islandi. En það er fleira sem fer í taugar framsóknarmanna en strákslegar upprifjanir (í anda Göbbels!) á af- stöðu Páls á Höllustöðum til litasjón- varps. Þannig er mál með vexti að framsóknarmenn hafa bitið í sig, að einhverjir haldi því fram að flokkur- inn þeirra haft mjög beitt sér gegn talsímanum. Nú kom hið fræga símamál að vísu upp árið 1906, muni ég rétt, en Framsóknarflokkurinn var ekki stofnaður fyrren tíu árum síðar. Jón Kristjánsson telur ekki eftir sér að skýra símamálið fyrir ókunn- ugum, og dregur til sögunnar Einar skáld Benediktsson. Einar vildi, einsog alþjóð veit, semja við Mar- conifélagið, en Hannes Hafstein skáldbróðir hans og ráðherra tók þann kost að ganga til samninga við Stóra norræna ritsímafélagið. Bænd- ur á Suðurlandi fóru fræga ferð til Reykjavíkur að mótmæla þessari til- högun, og þessvegna hafa sumir ófyndnir menn haft til marks um aft- urhaldssemi og þröngsýni sunn- lenskra bænda að þeir hafi verið á móti nútímanum. Við Jón Kristjánsson vitum báðir betur. Langaft rrúnn, Kristjón Ás- mundsson í Utey við Laugarvatn, var ekki á móti nútímanum fremur en aðrir bændur sunnanlands. Það er hinsvegar óþarfa tilfinningasemi í Jóni vini mínum að líta á það sem aðför að Framsóknarflokknum eða bændastéttinni þótt einhverjir gantist útaf heitfengum umræðum um fjar- skiptamál fyrir 90 árum. Og varla er það samboðið hagyrðingnum og prúðmenninu að austan að nefna slík gamanmál í sömu andrá og Jósef sál- uga Göbbels. En auðvitað getur ntanni sárnað. Skáldid á Austfjördum Við skulum dvelja aðeins lengur við austfirska framsóknarmenn. Þriðji maður á B-lista þar eystra heit- ir hvorki meira né minna en Jónas Hallgrímsson. í nýju tölublaði Austra, sem er flokksblað Fram- sóknar, er athyglisverð grein eftir Jónas þennan undir fyrirsögninni Bœndur - hvað nú! I fljótu bragði virðist frambjóð- andinn vera að skrifa um landbúnað- armál, en við nánari athugun kemur í ljós að honum er einkum í mun að færa sönnur á að doktor Þorvaldur G y 1 f a s o n prófessor í hagfræði sé hið - versta fól. Þorvald- ur hefur nefnilega á samviskunni að hafa gert að umtals- efni þær ógöngur sem búið er að leiða ís- lenska bændur í. Staðreyndimar tala sínu máli: Meirihluti íslenskra bænda er hnepptur í fjötra fátæktar. Miðstýring framleiðslu og kvóta- kerft gerir þeim ókleift að lifa mann- sæmandi lífi af búskap. Þessvegnaer til orðin öreigastétt uppum allar sveitir landsins, sem eru í sömu spor- um og leiguliðar fyrri alda. Á sama tíma er til orðin lítil landeigendastétt sem sölsar undir sig æ meiri hluta framleiðslunnar. Ungu fólki er næsta ómögulegt að hefja búskap vegna hins úrelta kerfis - þessarar ömur- legu arfleifðar framsóknarmanna allra fiokka sem farið hafa.með land- búnaðarmálin síðustu áratugi. Jónas Hallgrímsson talar ekkert um vandamál bænda, víkur ekki einu orði að hinni skipulögðu fátækt. Það- an af síður bendir hann á eitt einasta úrræði, hann hefur engar lausnir. Nei, Jónas Hallgrímsson ræðst ekki á kerfið - hann ræðst frekar á Þor- vald Gylfason fyrir að hafa vakið máls á því að kerfið er ónýtt. Hvar er stefna Framsóknar t land- búnaðarmálum? Stefna Jónasar Hallgrímssonar felst í því einu að standa vörð um kerfið og gera þá tor- tryggilega sem leysa vilja vanda ís- lenskra bænda. Önnur spuming verður líka sífellt áleitnari: Hvemig fara íslenskir bændur - aðrir en kvótakóngar sveit- anna, hinir nýju landeigendur - hvemig fara þeir að því að réttlæta fyrir sjálfum sér stuðning við Fram- sóknarflokkinn? Framsóknarmenn allra flokka em í hlutverki fanga- varða gagnvart bændum; þeir eru hugmyndafræðingar þeirrar fátæktar og eymdar sem alltof víða blasir við í búsældarlegunt sveitum útum allt land. Jón Kristjánsson ætti að hafa minni áhyggjur af söguskýringum um símamálið, en freista þess í stað- inn að milda þann þunga dóm sem Framsóknarflokkurinn hans óhjá- kvæmilega hlýtur fyrir það kerfi öm- urleikans sem er að gera fólki ókleift að lifa af landsins gæðunt. Bladafulltrúi Kristjáns Ragnarssonar En þótt vinir mínir framsóknar- menn séu dálítið á eftir tímanum, þá verða þeir næstum einsog 20. aldar menn í samanburði við helsta fúll- trúa fortíðarinnar í íslenskum stjóm- málum. Sá heitir Þorsteinn Pálsson og starfar einkum sem blaðafulltrúi Kristjáns Ragnarssonar, en sinnir ráðuneyti sjávarútvegsmála í frf- stundum. Þorsteinn Pálsson virðist nefnilega f æ ríkari mæli líta á sjávar- útvegsráðuneytið sem einhversskon- ar dvalarheimili. Hann fékk enda lyklavöld í ráðuneytinu í sárabætur fyrir formannsstólinn í Sjálfstæðis- flokknum sem Davíð Oddsson hratt honum úr fyrir tjórum árum. í sjávarplássum landsins hafa menn á orði, að auglýsa þurfi opinberlega eftir verkum Þorsteins síðustu fjögur ár - en reyndar búast fáir við nokkm svari. Þorsteinn er umfram aðra stjóm- málamenn holdgervingur stöðnunar og óbreytts ástands. Hann er málvin- ur og dyggur verjandi sægreifanna og kvótakónganna. Hann mun fram í sinn rauða pólitíska dauða þumbast gegn öllum breytingum á Kerfinu: sameign þjóðarinnar á auðlindunum finnst honum hlægileg firra. Og Þorsteinn Pálsson er líka mað- urinn sem reyndi að koma í veg fyrir veiðar Islendinga í Smugunni - í rík- isstjórn þurftu alþýðuflokksmenn að berja niður andstöðu Þorsteins svo „Þorsteinn er um- fram aðra stjórn- málamenn holdger- vingur stöðnunar og óbreytts ástands. Hann er málvinur og dyggur verjandi sægreif- anna og kvótakóng- anna. Hann mun fram í sinn rauða pólitíska dauða þumbast gegn öll- um breytingum á Kerfinu: sameign þjóðarinnar á auð- lindunum finnst honum hlægileg firra.“ ■ hægt væri að sækja kærkomna björg í bú Norðurhafa. Nei, hann afi minn á Laugarvatni hefði aldrei mótmælt símanum. Ég veit hinsvegar ekki nema Þorsteinn Pálsson hefði haft ýmislegt við símann að athuga. En það fer náttúr- lega eftir því hvað Kristján Ragnars- son hefði sagt um málið. Einsog gengur HJökulsson skrifar Dagatal 1. mars Atburðir dagsins 1949 Hnefaleikakappinn Joe Louis sest í helgan stein, 35 ára gamall, eft- ir að hafa sigrað 25 áskorendur. 1940 Vivien Leigh, ung og óþekkt ensk leikkona, fær Óskarsverðlaun fyrir túlkun sfna á Scarlett O’Hara í Gone with the Wind. 1964 Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi, ástsælasta skáld aldarinnar, deyr. 1978 Líkkistu Charles Chaplin stolið í Sviss. 1989 Bjórdagurinn: framleiðsla og sala á áfengu öli leyfð eftir 74 ára hlé. Afmælisbörn dagsins Frédéric Chopin pólskur tónsmiður og píanóleikari, 1810. Oskar Koko- schka austurrískur listmálari af skóla expressionismans, 1886. Glenn MiIIer bandarískur tónlistar- maður, 1904. David Niven enskur kvikmyndaleikari, 1910. Annálsbrot dagsins í Vestmannaeyjum hröpuðu nokkrir menn til dauðs, og einn þar deyddi barn sitt í brennivíni, getið í meinum. Hrafnagilsannáll, 1728. Málsháttur dagsins Hvað skulu nízkum nægtir? Ósvinna dagsins Árum saman reyndu útbreiddustu blöð landsins að þegja skáldið í hel eða siga á það hundum, því öðruvísi er ekki hægt að meta þá „ritdóma", sem stundum voru birtir um bækur hans. Tæplega sendibréfsfærir menn höfðu það að tómstundaiðju að nota skáldsögur hans til stílaleiðréttinga. Sverrir Kristjánsson um Halldór Kiljan Lax- ness. Orð dagsins Vertu ekki á vegi mínum, villugjarnt er yngismeyjum. Viðsjálsgripinn firrast flestar, fer það vel, og gjör hið sama. Andrés Bjömsson. í guðs bænum, leyfðu mér að deyja í friði! Lokaorð Voltaires (1694-1778), aðspurður hvort hann viðurkenndi guðdómleik Krists. Skák dagsins Margir líta á drottningarfórn sem há- mark skáklistarinnar, þótt vissulega séu þeir til sem fremur kjósa að þumbast til sigurs með natni og út- sjónarsemi. í skák dagsins hefur Arachamia svart og á leik gegn Sadler. Hvítur er til alls vís: frípeð hótar öllu illu og svartur riddari stendur í uppnámi. En svartur knýr fram snöggan sigur. Hvað gerir svartur? iil m s w m J- Ú 1 A th ír.'r’i i || i p:l m m 0 m m 1A zv S8 jtgpciS £355S:i? S&S; 1. ... Dg5!I 2. Rf6+ Drottningin er friðhelg vegna máts í tveimur leikj- um. En feigum verður ekki forðað: 2. ... Hxf6 Auðvitað ekki Bxf6. Sadler gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.