Alþýðublaðið - 01.03.1995, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 1.MARS 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Hinn tvítugi Ivar Þormarsson leikur Tevje, aðalhlutverkið í
Fiðlaranum á þakinu, sem Menntaskólinn að Laugarvatni frumsýndi
fyrir skömmu. Alþýðublaðið spjallaði við ívar um hlutverkið, leiklistina,
skólann, krakkana, leikstjórann og sitthvað fleira
//
Eg eruxi, ég er Tevje
V '
ÆÆ
Nemendur við Menntaskólann að
Laugarvatni frumsýndu síðastliðið
fimmtudagskvöld Fiðlarann á þak-
inu eftir Joseph Stein, byggt á sögu
Sholom Aleikhem. Leikstjóri Fiðl-
arans er Ingunn Jensdóttir og tón-
listarstjójn er í höndum Hilmars
Arnar Arnasonar, búninga hann-
aði Ingibjörg Jósefsdóttir og ljós
og önnur tækni er í umsjón Stefáns
Ara Guðmundssonar. Menntskæl-
ingarnir hafa ferðast vítt og breitt
með verkið á þessum stutta tíma frá
því frumsýnt var; frá Austur-Land-
eyjum til Kópavogs og Þorláks-
hafnar. Síðustu áætluðu sýningar
Menntaskólans að Laugarvatni
verða á morgun, fimmtudaginn 3.
mars, í félagsheintilinu að Flúðum
klukkan 15:00 og 21:00. Alþýðu-
blaðið spjallaði við ívar Þorinars-
son sem fer með aðalhlutverkið í
leikritinu, Tevje:
Segðu mér frá Tevje.
„Þetta er mjólkursali sem býr í
rússneska gyðingaþorpinu An-
atjevka. Hann er svona eldri maður
sem á fimm dætur og þessa líka
yndislegu konu. Tevje er hugsuður í
eðli sínu; mikill spekúlant. Alltaf að
HeimurTevje...
„Fiðlarinn á þakinu" heitir
söngleikurinn, nafn hans erlíkast
til sótt til fígúru sem bregður fyr-
ir í málverkum Marc Chagalls. En
byggður er hann á sögunum um
Tevje mjólkursala, Tevje der
milkhman, sem bjó i Anatjevka,
einu af ótal mörgum þorpum í
Austur-Evrópu, sem um alda-
mótin síðustu hýstu enn obbann
af þeim gyðingum sem þá voru
uppi í heiminum...! þessum
heimi, sem nú er löngu horfinn,
urðu margar skrýtnar sögur,
skoplegar og daprar um leið.
Upp úr þeim voru samdar bók-
menntir á jiddísku sem áttu sér
blómaskeið nálægt síðustu alda-
mótum. Það var ekki síst Sholom
Rabínovítsj að þakka, sem skrif-
aði undir nafninu Sholom Aleik-
hem („Friður sé með yður" þýð-
ir það og er hebresk kveðja). Fyr-
ir réttum hundrað árum tók hann
að birta íjiddískum blöðum sög-
urnar af Tevje, sem eru að form-
inu til bréf frá karlinum til höf-
undarins. Þær rúma furðu margt
um Gyðingaheiminn, trú hans
og hjátrú, harmleik hans og
skoplegar furður, vonir og ör-
væntingu. Sem allt kemur sam-
an í Tevje sjálfum. Hann er bund-
inn „siðvenjunni", hefðinni (lög-
málinu) sem heldur öllu i föstum
skorðum, en hlýtur um leið að
finna eðlislægri góðvild sinni
leið til að mæta því að þessi
sama hefð erá undanhaldi ihans
ævitíma. Það undanhald, sú
upplausn, kemur fram í örlögum
dætra hans sem hver með sínum
hætti andæfa valdi og ráðvisku
föðursins (hins himneska og síns
eigin Tevje) með því setja ofar
hinum ströngu boðum ástina,
frelsið, eigið val. Það gengur að
sönnu misvel að faðirinn Tevje
sætti sig við það sem verða vill,
stundum er byrði hans svo þung
að hann verður að segja Drottni
til syndanna, rétt eins og vitring-
ar hinna heittrúuðu hassída hafa
oft gert. Eða hlýtur að minnsta
kosti að spyrja Drottin ásakandi
þeirrar frægu spurningar: Veit ég
vel að við erum þín útvalda þjóð,
en gætir þú ekki hugsað þér að
prófa einhverja aðra í okkar
stað?"
Úr leikskrárpistli Árna Bergmanns.
Söngatriði i uppsiglingu.
„Krakkarnir hér eru frábærir - æðislegur
hópur. Maður hefur eiginlega eignast
hérna risastóran systkinahóp.“
pæla í hlutunum og það er auðvelt
að fá hann á sitt band, vill hjálpa öll-
um og vera góður við alla. Samt er
siðvenjan alltaf að flækjast fyrir
honum. Tevje er nefnilega gyðingur
og leikritið fjaliar einmitt um það,
að dætur Tevje eru að fara frá hon-
um hingað og þangað; ná sér í eigin-
menn og þessháttar. Hann er nú er
ekki alltaf sammála vali þeirra á
mökum því siðvenjan er að feður
reyni að gifta dætur sínar ríkum
mönnum. Tcvje er mjög skemmti-
legur karakter. Margbrotinn."
Dálítill draumóramaður?
„Ég myndi segja það. En engu að
síður talsvert prinsippfastur. Það er
mjög þægilegt að leika þennan
karakter."
Ert þú kannski hálfgerður
Tevje?
„Já, ég er Tevje."
Og þaraf leiðandi sjálfvalinn í
hlutverkið...?
„Að mörgu leyti held ég það, já.
Allavega fannst mér afar auðvelt að
koma mér inní þetta hlutverk. Ald-
urinn var ekkert vandamál því Ing-
unn Jensdóttir leikstjóri sagði ein-
faldlega við mig: Vertu einsog uxi,
þá ertu kominn inní karakterinn.
Þetta gerði hún til að gera mig eldri
því ég er náttúrlega bara tvítugur.
Bragðið heppnaðist ágætlega finnst
mér. Ég er uxi - ég er Tevje."
Hvernig kom þetta hlutverk
annars uppí hendurnar á þér?
„Ég vil taka það fram að ég hef
aldrei nokkurn tímann leikið áður.
En það var semsagt strax komið til
mín. Sennilega vegna þess að það er
svo mikill söngur í verkinu og ég
hef gert talsvert af því að syttgja."
Ertu þá í hljómsveit?
„Nei, allt slfkt er úr sögunni
einsog er.“
Hvað hét þessi hljómsveit?
„Hún hét Sjáumst í sundi og var
starfandi hér í Menntaskólanum að
Laugarvatni í þrjú ár rninnir mig.
Við spiluðum aðallega þessi gömlu
þorrablótslög. Tónlist fyrir alla."
Á það vel við þig að standa
uppá sviði og leika?
„Mér flnnst það hreint út sagt al-
veg meiriháttar. Ég hefði barasta
aldrei trúað þessu. Frábærlega gam-
an - yndislegt - að taka við klapp-
inu til dæmis í lok frumsýningarinn-
ar á ftmmtudagskvöldið. Þetta jafn-
aðist á við að sitja á toppi veraldar-
innar. Hvílíka tilfinningu hef ég
aldrei upplifað fyrr.“
Hefurðu hugsað þér að reyna
við Leiklistarskólann?
„Skella mér í leiklistina til fram-
búðar? Já, það getur vel verið?
Maður hugsar málið. Ég ætla nú
fyrst að athuga hvort ég fæ að út-
skrifast í vor áður en ég leiði hug-
ann að Leiklistarskólanum. Fyrr eða
síðar neyðist ég til að taka ákvörðun
um þetta dærni."
En tekur leiklistin ekki mikinn
tíma frá náminu?
„Jú, ég hef ekki litið í bók í lang-
an tíma. Kennaraverkfallið bjargar
mér algjörlega í rauninni. í alvöru
talað. Það er ef til vill leiðinlegt að
segja það, en svona er nú raunveru-
leikinn samtsem áður. Síðustu tvær
vikur hef ég ekkert lesið í námsbók-
unum vegna strangra æftnga. Ég
reyndi nú í fyrstu að taka með mér
skólatöskuna á því ég hélt að það
gæfist kannski pása inná milli til að
ktkja í bækurnar. En sfðan reyndist
málið þannig vaxið, að ég er næst-
um staðsettur í hverju einasta atriði.
Skólataskan er rykfallin."
Hvaðan ertu annars af land-
inu?
„Ég er frá Hvolsvelli."
Ingunn Jensdóttir leikstjóri.
„Ingunn Jensdóttir
leikstjóri sagði ein-
faldlega við mig:
Vertu einsog uxi, þá
ertu kominn inní
karakterinn.“
Kom aldrei til greina að fara í
einhvern annan skóla en Mennta-
skólann að Laugarvatni?
„Nei, einhvern veginn var það
aldrei inní myndinni. Flestir
Hvolsvellingar fara nú í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi, en mér
hugnaðist það ekki. Það er engin
heimavist á Selfossi og ég nennti
hreinlega ekki að standa í þessum
andskotans hálftíma rútuferðum
fram og til baka hvem einasta dag.“
Er Menntaskólinn að Laugar-
vatni ekki ágætis skóli?
„Jú, tími minn í skólanum hefur
verið yndislegur. Krakkarnir hér eru
frábærir - æðislegur hópur. Maður
hefur eiginlega eignast héma risa-
stóran systkinahóp."
Ein leiðandi spurning til við-
bótar: Er þetta mikið hæfileika-
fólk sein kemur fram í leikritinu?
,Já, í öllu falli segir Ingunn leik-
stjóri að mörg okkar hafi komið sér
gífurlega á óvart. Ekkert okkar spil-
ar sig samt sem eitthvað númer. Við
erum bara við; allir standa jafnir.
Ingunn er víst líka mjög ánægð með
hvemig valdist í hlutverkin."
Hvernig er að vinna mcð leik-
stjóranum?
„Ingunn er alveg frábær. Hún
skilur mann svo vel; svei mér þá ef
hún skilur mig ekki betur en
mamma. Afar röggsöm og gerir allt
svo einfalt og gjörsamlega óflókið;
verður aldrei ill eða þannig. Ég næ
reyndar ekki hvemig hún fer að
því.“
Gengur mikið á í leikritinu; eru
þetta sjóðbullandi tilfinningar?
„Já. Það er allt á fieygiferð."
Tekurðu þá ekki Tevje með þér
ívar Þormarsson -Tevje.
„Frábærlega gaman
- yndislegt - að
taka við klappinu til
dæmis í lok frum-
sýningarinnar á
fimmtudagskvöld-
ið...Hvílíka tilfinn-
ingu hef ég aldrei
upplifað fyrr.“
hvert sem þú ferð?
„Hann fylgir manni nú ansi fast á
eftir; sérstaklega vegna þess hversu
líkir við erum.“
Sofnarðu á kvöldin sem Tevje?
„Já, ætli það ekki bara. Ég er allt-
af að komast betur og betur að því
hversu ótrúlega líkir við erum. Ann-
ars þarf ég sjálfsagt að passa mig á
að festast ekki fullt og allt í þessu
hlutverki. Hann er frábær karakter."
Elín Una...
„ Góðir sýningargestir, verið
velkomin til Anatjevka, litla gyð-
ingaþorpsins í Rússlandi, þar
sem lífið dansar eftir tónum fiðl-
arans. i Anatjevka kynnumst við
þorpsbúum, gleði þeirra og
sorgum, heyrum bænir þeirra,
kjaftasögur og það sem meira er,
heyrum tóna fiðlarans, þá feg-
urstu í heimi. Þá er mikilvægt að
dansa með, aföllum lífs og sálar-
kröftum, í takt, við Ijúfa jafnt sem
dimma tóna, - en til þess er leik-
urinn gerður; að fiðlarinn gefi
ykkur öllum tóninn."
Elin Una er foringi leikhóps ML.
Leikhús einfaldleikans
Verkefni: Skuggavaldur
Gestaleikur: Beaiwas Sami Teahter
Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið
Sýningardagur: 26. febrúar 1995
Höfundur: Inger Margrethe Olsen
Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson
Leikmynd: Bernt M. Bongo
Búningar: Ingrid Olsen
Lýsing: Kristin Bredal
Tónlist: Leo Gauriloff
Það er alltaf ánægjulegt að fá
góða gesti í heimsókn og svo er um
þennan gestaleik, Skuggavald, frá
fyrsta og eina atvinnuleikhúsi
Sama. Og víst vekur þessi heim-
sókn meiri forvitni okkar Islendinga
en ella, fyrir þá sök að leikhússtjóri
leikhússins og leikstjóri þessarar
sýningar er Islendingurinn Haukur
J. Gunnarsson.
Verkið tekur á vandamáli sem sí-
fellt er meira og meira inn í umræð-
unni: otbeldi á heimilum.
Tekin er gömul draugasaga úr
safni Sama og notuð
til að grundvalla
þetta leikrit. Hin sí-
fellda barátta góðs og
ills innra með hverri
manneskju er sá
möndull sem verkið
hverfist um.
Þessi skuggavald-
ur getur hvenær sem
er knúið hvert og eitt
f ' .
w .|J i ‘i *
■ # -
Leiklist
okkar til óhæfuverka ef við búum
ekki yfir þeim kjarki að horfast í
augu við hann og halda honunt und-
ir stjóm.
Þar sem ég er slælega mæltur á
samíska tungu treysti ég mér illa til
að tjá mig mikið utn ágæti leikrits-
ins. En sýningin var ánægjuleg á að
horfa og bar skýr einkenni leikstjór-
ans. Einfaldleiki og hófstilling réð
ríkjum jafnt í leik sem tæknilegri
umgjörð.
Samviskan veldur gjarnan hugarangri."
„Styrkurinn sem
þessi einfalda sýn-
ing bjó yfir hlýtur
að vekja þá hugsun
hvort ekki sé tíma-
bært fyrir íslenskt
leikhús að staldra
við og endurskoða
stefnu sína.“
Arnór
Benónýsson
skrifar
Lengi framan af velti ég því fyrir
mér hvort við íslenskir áhorfendur
værunt orðnir svo „Hollývúdderað-
ir“ í leikhússmekk okkar að slíkur
einfaldleiki
næði ekki til
okkar. Sem
betur fer
reyndist sá ótti
minn ástæðu-
laus. Og í
seinni hlutan-
um náði sýn-
ingin sterkum
-------------------tökum á saln-
um og framandleiki tungumálsins
virtist ekki standa í vegi fyrir því að
skilaboðin næðu hugum áhort'enda.
Styrkurinn sem þessi einfalda
sýning bjó yfir hlýtur að vekja þá
hugsun hvort ekki sé tímabært fyrir
íslenskt leikhús að staldra við og
endurskoða stefnu sína. Kannski
ættum við Frónbúar að hyggja að
því hvort við eigum ekki einhver
þau gullkom í menningararfleifð
okkar sem gætu orðið undirstaða
nýrra efnistaka og stflbragða í leik-
húsmenningu okkar.
Þessari kvöldstund með Hauki
J.Gunnarssyni og félögum í Beaiv-
vas Santi Teahler var vel varið og
um leið og þakkað er fyrir heim-
sóknina skal þeim óskað velfamað-
ar í sínu frumherjastarfi.