Alþýðublaðið - 30.03.1995, Síða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1995, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 1995 S lc o ð a n uffmuMi 20897. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Það er kosið um matarverðið Formaður Alþýðubandalagsins og ýmsir fleiri hafa undan- fama daga reynt að gera tortryggilegan málflutning Alþýðu- flokksins um möguleikann á lækkuðu matvælaverði. Annars- vegar hafa alþýðuflokksmenn bent á skýrslu Hagfræðistofnun- ar Háskólans um lækkun á verðlagi landbúnaðarafurða við inn- göngu íslands í Evrópusambandið. Hinsvegar hafa alþýðu- flokksmenn bent á, að verulegu máli skiptir fyrir neytendur í landinu hvemig GATT-samningurinn verður framkvæmdur hér á landi. Neytendasamtökin meta það svo, að verð matvöm muni lækka um 15% við eðlilega framkvæmd samningsins. í Alþýðublaðinu í gær staðfesti Guðmundur Magnússon pró- fessor og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans að stofnunin standi við sínar tölur. Alþýðuflokksmenn hafa aldrei gert annað en að benda á niðurstöðu Hagfræðistofnunar. Nú geta menn auðvitað rökrætt niðurstöðumar og haft mismunandi skoðanir, en það hlýtur að vera kjósendum umhugsunarefni hvort þeir eigi frekar að taka mark á Ólafi Ragnari Grímssyni í kosningaham eða virtum prófessor sem leggur heiður stofnun- ar sinnar að veði. Um framkvæmd GATT-samningsins hefur Alþýðuflokkur- inn í rauninni ekki gert annað en að taka undir sjónarmið Neyt- endasamtakanna. íslenskur landbúnaður á að fá eðlilega vemd og aðlögun að nýjum aðstæðum. íslensk stjómvöld þurfa ekki að beita neytendur ofbeldi með þúsund prósent ofurtollum landbúnaðarráðherra. Þau munu heldur ekki til lengdar komast upp með það. Jafnvel lágmarksvemd samkvæmt GATT hefur í för með sér að flestar innfluttar vömr em mun dýrari en inn- lendar. Tollar á innflutning lækka smámsaman á sex ámm og skapa þannig gmndvöll fyrir heilbrigða samkeppni. Hinn 8. apríl næstkomandi verður því meðal annars kosið um verð á matvömm. Yfir gröf og dauða Eitt stærsta mál kosningabaráttunnar er kvótakerfíð. Því get- ur enginn neitað, að alvarleg mistök vom gerð við uppsetningu kerfísins. Hyldjúp gjá hefur myndast milli löggjafar um stjóm- un fiskveiða og framkvæmdar hennar af sjávarútvegsráðuneyti, skattayfirvöldum og dómstólum. Ætlaði einhver að setja upp kerfi sem myndaði eignarrétt á kvóta yfír gröf og dauða? „Nú er alkunna að ungt fólk í tilhugalífi hefur ríka tilhneigingu til ad auglýsa ást sína fyrir öllum heiminum. En það var næstum pínlegt að horfa á Guðna Ágústsson og Þorstein Pálsson þarsem þeir sátu hlið við hlið, með stjörnur í augum einsog ástsjúkir unglingar, og samsinntu öllu sem hinn lét útúr sér." Tilhugalíf í beinni útsendingu Þau stórpólitísku tíðindi urðu í sjónvarpinu á sunnudaginn að brún- in lyftist agnarögn á Guðna stórvini mínum Agústssyni. Það var þegar hann sat í beinni útsendingu og hjal- aði við Þorstein Pálsson á fundi með öðrum fram- bjóðendum Suður- lands. Áhorfendur þurftu ekki að vera miklir sérfræðingar í mannlegu eðli til að taka eftir hjart- næmum tilburðum Þorsteins við að stíga í vænginn við framsóknarmaddömuna. Sú fróma maddama tekur á sig ýmsar myndir, sem kunnugt er, og Þorsteinn lét það ekkert aftra sér þótt hún sæti þama í líki Guðna Ágústssonar. Nú er al- kunna að ungt fólk í tilhugalífi hefur ríka tilhneigingu til að auglýsa ást sína fyrir öllum heiminum. En það var næstum pínlegt að horfa á Guðna Ágústsson og Þorstein Pálsson þar- sem þeir sátu hlið við hlið, með stjömur í augum einsog ástsjúkir unglingar, og samsinntu öllu sem hinn lét útúr sér. Hin pólitíska ástsýki sem þannig opinberaðist í beinni útsendingu kemur engum á óvart. Þorsteinn hef- ur á síðustu ámm veitt sjálfum Páli Péturssyni harða samkeppni sem mestur framsókn- armaður á íslandi. Það er því ekki að furða þótt Þor- steinn fyndi sam- hljóm með sálu sinni og Guðna frá Simbakoti. Það eru oftast nær ánægjuleg tíðindi þegar ástin fær að blómstra. En tilhugalíf Þorsteins og framsókn- armaddömunnar kann að hafa víð- tækari afleiðingar en svo, að unnt sé að líta á það sem einkamál þeirra. Hafa menn hugsað til enda, hvað gerist ef íhaldið og afturhaldið í ís- lenskum stjómmálum hoppa í eina ríkisstjómarsæng að kosningum loknum? Þorsteinn Pálsson á þann draum sameiginlegan með Guðna Ágústssyni að vilja mynda helm- ingaskiptastjóm Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þjóðin hefur reynslu af fyrri ástarævintýmm þess- ara flokka. Þau enduðu með óða- verðbólgu og efnahagskollsteypu. Þorsteinn Pálsson og Guðni Ág- ústsson em dyggastir varðgæslu- menn þeirra kerfa sem em að lama helstu atvinnuvegi þjóðarinnar. Kvótakerfi Þorsteins Pálssonar og Kristjáns Ragnarssonar hefur haft í för með sér að auðlindir hafsins em ekki sameign þjóðarinnar, einsog lög kveða á um. heldur einkaeign nokk- urra sægreifa. í tíð Þorsteins er kvótabrask orðið blómlegur atvinnu- vegur þarsem verslað er með ijöregg þjóðarinnar. Þorsteinn hefur þumb- ast gegn öllum breytingum á þessu rangláta og siðlausa kerfi. Og nú er staðfest að kvótinn gengur að erfð- um einsog hver önnur fasteign. Þannig nær kvótinn út yfír gröf og dauða — þökk sé Þorsteini. Guðni Ágústsson kemur úr þeim stjómmálaflokki sem lagt hefur þjóðinni til flesta og áhrifamesta hugmyndafræðinga á sviði landbún- aðar. Það vom framsóknarmenn allra flokka sem reyrðu bændur í kerfi sem hvorki gerir þeim kleift að lifa né deyja. Bændur em fómarlömb skipulagðrar fátæktar, enda er land- búnaður eini atvinnuvegur þjóðar- innar sem lýtur miðstýrðu sovét- kerfi. Kerfin em ónýt og ranglát og sið- laus. Við þurfum að gefa spilin uppá nýtt, bæði í sjávarútvegi og landbún- aði. Alþýðuflokksmenn vilja að auð- lindir hafsins séu sameign þjóðarinn- ar — bæði í orði og á borði. Við vilj- um uppræta lénsveldi sægreifanna. Við viljum leysa bændur úr fjötrum kvótakerfis og ofstjómar og láta sveitimar blómstra á ný. Kosningamar snúast um framtíð- ina. Kosningamar snúast um það, hvort kjósendur vilja endursýningu á hrollvekjunni uni banvænar ástir íhaldsins og afturhaldsins í íslensk- um stjómmálum — eða skýra og rót- tæka umbótastefnu Alþýðuflokks- ins. Tilhugalíf Guðna og Þorsteins getur orðið þjóðinni dýrkeypt. Við skulum þessvegna ekki láta þá eyða hveitibrauðsdögunum í stjómarráð- inu. Við skulum fremur gefa þeim frí og senda turtildúfumar heim að Brúnastöðum. Einsog gengurj HHrafn Jökulsson skrifar Dagatal 30. mars Nú fá útgerðarmenn úthlutað kvóta án endurgjalds og geta síðan framselt hann gegn gjaldi. Þetta hefur í för með sér að kvótinn safnast á sífellt færri hendur. Vertíðarbátar og króka- veiðimenn eiga mjög undir högg að sækja. Kvótakerfið er sið- ferðislega og hagfræðilega óréttlætanlegt, og eitt brýnasta verk- efni næstu ára er að losa sjávarútveginn úr netinu. Þeir Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson hafa hagað sér einsog sendisveinar LÍÚ í sjávarútvegsráðuneytinu. Ekki er lík- legt að þeir, eða helmingaskiptastjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks, hreyfí hið minnsta við kvótakerfinu. Alþýðu- flokkurinn er eini raunhæfí kosturinn fyrir þá sem vilja breyt- ingar á stjóm fiskveiða. Atburdir dagsins 1816 Hið íslenska bókmenntafélag stofn- að. 1856 Krímstríðinu lýkur eftir þriggja ára blóðuga og grimmilega bardaga mill- um Rússa og Evrópulanda. 1867 Banda- ríkjamenn kaupa Alaska á ríflega 7 millj- ónir dollara af Rússum. 1949 Óeirðir á Austurvelli þegar Alþingi samþykkir að- ild íslands að NATO. 1981 Ronald Reag- an forseta Bandaríkjanna sýnt banatil- ræði. Afmælisbörn dagsins Francesco Goya spænskur listmálari, 1746. Vinccnt van Gogh hollenskur list- málari, 1853. Warren Bcatty bandarísk- ur kvikmyndaleikari, 1937. Eric Clap- ton breskur rokkari, 1945. Máisháttur dagsins Margt fer vel, en fátt of vel. Annálsbrot dagsins Á Nesi á Barðaströnd sást stjama með vendi eða sverði út af sér. Eyrarannáll, 1683. Lokaord dagsins Jæja, Marta mín... Eg er ánægður að sjá hve vel þú lítur út. Hinstu orð bandaríska þingmannsins Roberts A. Taft, 1889- 1953, við konu sína. Andarteppa dagsins .. .maöur nákominn honum hefur sagt frá því hann mátti ekki einusinni við því að fá góð spil á höndina svo hann yrði ekki heltekinn af hinum sjúku viðbrögðum hjartans. Að yrkja, þótt ekki væri nema eina hendíngu að momi dags, gat orðið til þess að hann lá með sámm kvölum og andarteppu, eða máttlaus í hálfgerðu dái, það sem eftir var dag. Við slíka heilsu skáldsins er eitt dýpsta og innilegasta kvæði íslenskrar túngu samið. Halldór Laxness um Örn skáld Arnarson. Ord dagsins Tíðin eyðist, dvínar dagur, dyggðin launuð klæðist. Kvíði sneyðist, hlýnar hagur, hryggðin kaunuð græðist. Hjálmar Jónsson I Bólu. Skák dagsins Skák dagsins var tefld síðasta árið sem friður ríkti í Júgóslavíu sálugu, 1990, millum Jakovljevic og Cvitan. Hvítur gerir út unt taflið á snaggaralegan hátt. Hvemig? 1. Bxg7! Skilur hrókinn eftir í skotlínu svarta riddarans. 1. ... Rxd6 2. Bd4! Svartur gafst upp - enda getur hann ekki svarað máthótunum hins sókndjarfa Jakovljevic. JÓN ÓSKAR

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.