Alþýðublaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐK) 'ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 S lc o d a n i r ALMVBLMD 20907. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Halldór lýtur að litlu Ný ríkisstjóm Framsóknar og íhalds er öðm fremur bandalag um völd. Þetta speglast glögglega í sáttmála hinnar nýju stjóm- ar, þar sem ekki er tæpt á neinum merkum umbótamálum sem hin nýja stjóm ætlar að gera að sínum. Hún er fyrst og fremst sett á laggir til að skipta til helminga þeim völdum sem ríkis- stjóm fylgja. Það er ekki hinn æskilegi heimanmundur nýrrar ríkisstjómar. Enginn dregur í efa, að sérhver ný ríkisstjórn leggur af stað með það fyrir augum að vinna landi og þjóð sem best gagn. En í upphafi skyldi endinn skoða, og sá vegvísir inn í framtíðina sem felst í sáttmála stjómarinnar er ekki beysinn. Þar er jafnvel um hreina afturför að ræða á ýmsum sviðum; nefna má þá frá- leitu ákvörðun að ætla að hverfa áratugi aftur í tímann með því að gera nýja sukkstofnun úr Byggðastofnun, sem Davíð Odds- son hafði sjálfur kallað tímaskekkju. Sömuleiðis er Ijóst að einn mikilvægasti málaflokkur framtíðarinnar, umhverfismál, situr algerlega á hakanum; umhverfisráðuneytið er gert að skúffu- ráðuneyti hjá hinu öfluga landbúnaðarráðuneyti. Ýmislegt er hins vegar af jákvæðum toga. Stöðugleikinn, sem er þegar til staðar - einsog Halldór Ásgrímsson réttilega benti á í sjónvarpi á sunnudag - á að verða leiðarhnoða hinnar nýju stjómar. Stöðugleikinn er arfleifð Alþýðuflokksins ffá átta ára stjómartíð og það fer vel á að markmið nýrrar stjómar verði að viðhalda ávinningum jafnaðarmanna í efnahagsmálum. Somuléiðis ér vert að" fagh“a“þvi7áð Framsökrí ög Sjálfstæðfs-" flokkur hafa Loksins skilið nauðsyn þess að festa í stjómarskrá ákvæði um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum. En þetta gamla baráttumál Alþýðuflokksins er nánast eina útfærða markmiðið, sem stjómin setur sér í hinum loðna sáttmála sín- um. En margt kemur spánskt fyrir sjónir í stefnuyfirlýsingu stjómarinnar. Davíð Oddsson lét raunar svo um mælt að marg- ur yrði undrandi af lestri hennar. Það hljóta Framsóknarmenn vítt og breitt um landið að geta fallist á. í sáttmálanum er varla að finna neitt af því sem forysta flokksins lagði megináherslur á í kosningabaráttunni. Framsókn ætlaði að skapa tólf þúsund störf til aldamóta. í stjómarsáttmálanum er ekki orð um hvemig það á að gerast. Framsókn ætlaði að beita sér fyrir greiðsluaðlögun fyrir illa setta skuldara. Á það er ekki minnst. Framsókn ætlaði að setja þrjú þúsund milljónir í að hjálpa vanskilafjölskyldum. Það gleymdist líka. Framsókn lofaði allt að þremur milljörðum króna til að hækka skattfrelsismörk og ýmsar bætur. Það týndist einnig. IPáll Pétursson er orðinn ráðherra - eftir að hafa risið upp frá dauðum um páskana einsog fleiri góðir menn. Hann getur sannarlega skrifað bókina: Enn er von - handbók pólitíska piparsveinsins eða Hvernig ég varð hið nýja andlit Framsóknarflokksins. Gengisfall orða í íslenskum míní-macbeth -_Qg.Jaks_ei: einsog ckkerLJjaú. gerst. Nema Páll Pétursson er orðinn ráðherra og búið er að koma Ólafí garminum Einarssyni iyrir í raf- magnsstólnum hennar Salome. Einsog gengur| m Lhessummíní-.maebetb sem.hióðr. in hefur fengið að horfa á síðustu daga. Ami Mathiesen fór hamförum í fjölmiðlum og krafðist þess að Ól- afur, hinn mikilhæfi leiðtogi sjálf- stæðismanna á Reykjanesi, fengi ráðherrastól en engar reljar. Atti manni að hlýna um hjartarætur þegar Ámi setti á langar tölur til að útlista ___frábærahæfileika Qlafs Garðars£io-, arssonar? Jú, kannski, eða þangað til það rifjaðist upp að fyrir örfáum mánuðum gerði Ami afskaplega ein- arða tilraun til að binda enda á pólit- ískt líf Ólafs Garðars Einarssonar. ___éska þép. yeifamaðar „og..tiL Jiant.. ingju... Bjöm: Þakka þér fyrir, þakka þér fyrir... Eg óska þér líka alls hins besta og til hamingju með hið virðu- lega og mikilvæga embætti sem þér hlotnaðist... Þetta er trúlega það sem Ámi kall- ar að strá hnífúm í sárið. Við skulum ekki fjölyrða um gengisfall orðanna. Enda er það kannski fyrst og fremst grátbroslegt þegar Davíð horfir beint í auga myndavélarinnar og segir án þess að blikna: „Full ástæða er til að óska Ól- afi G. Einarssyni til hamingju. Það er skref uppá við í mannvirðingastigan- um að verða forseti Alþingis." Mikið held ég að Davíð og nótar hans hafi hlegið hjartanlega að þess- ari túlkun á endalokunum á pólitísk- um ferii Ólafs Garðars Einarssonar. Gengisfall orðanna, já. Ólafur birtist lúinn og hjárænulegur í dymn- um á þingflokksherberginu, muldr- andi ofaní bringuna á sér: „Nei, ég er ekki ósáttur. Ég er sáttur, ég er sátt- ur.“ Hvað hann átti að segja? Kannski sannleikann. Það vom fleiri athyglisverðar sen- Til hamingju, til hamingju... Hefur Davíð Oddsson eitthvað á móti Reyknesingum? Afhveiju gerði hann sérstakan dfi við Halldór Ás- gnmsson um að enginn Reyknesing- ur yrði ráðherra? Það var einfalt. Davíð þurfti að rýma til fýrir Bjöm Bjamason. Auðvitað hefði Davíð gjaman kosið að sparka Þorsteini útí hafsauga, en hann varð að láta það bíða betri tíma. Þar að auki hefði það verið mikill stflbrjótur að mynda stjóm með Framsókn og byija á því að henda mesta ffamsóknarmanni Sjálfstæðisflokksins - Egill meðtal- inn. Sáuði í sjónvarpinu þegar Ólafur afhenti Bimi lyklana að mennta- málaráðuneytinu? Það var líktog andlitið ætlaði að rifna á Bimi, svo breitt var brosið. Ólafur: Hér hefurðu lyklana, og ég Upprisa Höllustaða-Páls Fleiri brosm breitt. Ef ég ætti hatt þyrfti ég að éta hann núna. Páll Pét- ursson er orðinn ráðherra - eftir að hafa risið upp frá dauðum um pásk- ana einsog fleiri góðir menn. Hann getur sannarlega skrifað bókina: Enn er von - handbók pólit- íska piparsveinsins eða Hvemig ég varð hið nýja andlit Framsóknar- flokksins. „Það vill enginn annan framsóknaráratug..." Gengisfall orðanna, enn og aftur. Hvað segja auglýsingasmiðir Sjálf- stæðisflokksins? Þessir sem bjuggu til heilsíðuauglýsingu með fyrir- sögninni: Það vill enginn annan framsóknaráratug. í meitluðum texta lýstu sjálfstæð- ismenn ástandinu á framsóknarára- mgum: „Óstjóm ríkti... verðbólga fór yfir 100%... Sundmng ríkti og pólitísk hrossakaup vom tíð... SjóðF asukkið var í algleymingi... Á framsóknaráratugunum urðu gullin tækifæri að fortíðarvanda...“ Mikið rétt, segjum við nú bara - . .og.gentm jðeins. eina .athugasemd,.. Hún er svohljóðandi: Á framsóknar- áratugunum (1971- 1991) sátu sjálf- stæðismenn í stjómarráðinu með Framsókn í þremur ríkisstjómum: 1974-78, 1983-87 og 1987-88. Og nokkrir sjálfstæðir sjálfstæðismenn áttu aukþess aðild að ríkisstjóm ásamt Framsókn 1980-83. . _ Jtau-. ------------—. ------- Það vill enginn annan framsóknar- áratug. Nema auðvitað ffamsóknar- menn allra flokka. Ettu, David... „Það vill enginn annan framsókn- aráratug..." Auglýsing Sjálfstæð- isflokksins daginn fyrir kosning- D a 2 5. a Framsókn hét því að setja á fjármagnstekjuskatt. Ekki frnnst orð um hann. Framsókn lofaði umfangsmiklum Ijárfestingum í mennta- kerfmu. Enga útfærslu er að finna á því loforði. í ofanálag var flokkurinn útilokaður frá því að fá menntamálaráðuneytið. Svona mætti halda áfram að tína til stefnumál Framsóknar- flokksins. Þau finnast einfaldlega ekki í sáttmála nýrrar ríkis- stjómar. Stjómarandstaða síðasta kjörtímabils staðhæfir, að Halldór Ásgrímsson hafi gert sjálfan sig að ómerkingi með því að ganga á bak orða sinna við myndun nýrrar ríkisstjómar. Með sáttmála sínum við Sjálfstæðisflokkinn hefur hann gert sig að ómerkingi í augum þeirra, sem kusu Framsóknarflokkinn út á stefnumál hans. Formaður Framsóknarflokksins metur sig greinilega ekki upp á marga fiska. Atburðir dagsins 1660 Enska þingið samþykkir að endur- reisa konungdæmið. 1719 Skáldsagan Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe kem- ur út í Lundúnum. 1915 Hótel Reykjavík og ellefu önnur hús í miðbænum bmnnu til gmnna í mesta eldsvoða á Islandi. Tveir fómst. 1964 Höfðinu stolið af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn. 1978 Jökull Jakobsson rithöfundur deyr, 44 ára að aldri. 1991 Bifreið ekið upp á Hvanna- dalshnjúk, hæsta tind fslands. Afmælisbörn dagsins Játvarður II konungur Englands, 1284. Oliver Cromwell æðsti valdamaður Englands, 1559. Guglielmo Marconi ítalskur verkfræðingur og brautryðjandi í skeytasendingum, 1874. Ella Fitzgerald bandarísk jazzsöngkona, 1918. AI Pac- ino stjömuleikari, sló í gegn í The God- father, 1939. Annálsbrot dagsins Tveir menn dmkknuðu í Ölfusá. 2 April- is varð sólin rauð sem blóð, svo tók af mestalla birtu. Dmkknaði tvævett bam á Eyrarbakka. í Dýrafirði svaf kona 5 dæg- ur samfleytt. Þá rak 60 smáhveli á Vatns- leysuströnd. Á Eyrarbakka skemmdur maður íslenzkur. Grlmsstaðaannáll, 1704. Ord dagsins Satt og logið sitt er hvað sönnu er bezt að trúa. En hvemig á að þekkja það, þegar flestir ljúga. Páll Ólafsson. Bæn dagsins En heldur þótti mér líúð fara fyrir hag- mælsku hans; hann var mglaður í ríminu - skorti brageyrað góða. Ég efaðist þvf um að hann yrði nokkumtíma skáld... Samt sendi hann mér kvæði eftir sig nokkm eftir að ég hvarf þaðan úr sveit- inni. Það hét Hinn fordæmdi og var ekki björgulegt, einhver óskiljanlegur böl- móður, snarvitlaust rímaður. Ég bað guð að hjálpa okkur báðum. Jóhannes úr Kötlum um Stein Steinarr. Málsháttur dagsins Margar em óhaglegar unnustur. Skák dagsins Við skoðum nú endalok bráðskemmti- legrar bréfskákar, sem tefld var 1989-90. Katisonok hefur hvítt og á leik gegn Gulbris. Svarti kóngurinn er í háska staddur, og það notfærir hvítur sér með snoUum og óvæntum hætU. Hvað gerir hvítur? 1. Rxd5!l cxd5 2. Hc7+! Dxc7 3. Dh6+ Kf7 4. Hxf8+! Hxf8 5. Dh7+ Kc8 6. Dxc7 Bd7 7. Dxb7 Ke7 8. Dxd5+ Hér hafði þrautseigur Gulbris loks fengið nóg og sendi skriflega uppgjöf. Faxmynd: HH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.