Alþýðublaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 8
v * ar ~w t Vrii“1 íTk W M HT¥k * * \WRE VF/iZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar SÉöSÍi ílsÍœöí Íwwð* 5 88 55 22 MÞYBUBUDIB \RRE VFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar iiíé héé iáÉi liÉy 5 88 55 22 Þriðjudagur 25. apríl 1995 61. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk „Sagan sýnir að stöðnun fylgir jafnan samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks... og það er hálfgerður hlunkabragur á stjórninni allri." A-mynd: E.ÓI. Davíð Oddsson. „Karl- greyið lenti í þeim ógöngum að ríkisstjórn- in hélt velli, og hann þurfti tíma til að losa sig úr þeim. Honum tókst það að vísu venju frem- ur óhönduglega." Halldór Ásgrímsson. „Ég tel að Halldór hafi leikið illilega af sér í myndun sjálfrar stjórn- arinnar. Kosningamál Framsóknar finnast varla í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar." A-mynd: E.ÓI. Siv Friðleifsdóttir hefði verið sterkur ráðherra, „en Halldór reyndist meiri bókhaldari en stjórnmálamaður. Hið nýja andlit varð að lok- um Páll Pétursson." A-mynd: E.ÓI. „Grimmur, herskár, en málefnalegur. Hlutskipti Alþýðuflokksins verður ekki beiskja eða biturð Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Jóhönnu Sig- urðardóttur." A-myndir: E.ÓI. „Ég hef lengi elskað Margréti Frímannsdótt- ur og stóð fyrrum í pólit- ísku ástarsambandi við Svanfríði Jónasdóttur." Þorsteinn Pálsson. „Greining Þorsteins var rétt: hann sagði að mestu andstæðurnar í stjórnmálum dagsins væru Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur." A-mynd: E.ÓI. A- mynd: E.ÓI. ■ Össur Skarphéðinsson stjórnarandstæðingur um nýtt hlutverk sitt í stjórnmálum. „Ég legg að sjálfsögðu í það djúpa merkingu, að náttúruvætt- irnir skuli sjá svo um að fyrsti dagurinn í stjórnarandstöðu skuli vera fyrsti sólardagur sumarsins," segir Össur í samtali við Alþýðublaðiö „Mér líður einsog bolakálfi sem er sleppt út úr fjósi" Össur Skarphéðinsson: Ég held að það muni eiga afskaplega vel við mig að kynnast stjórnarandstöðu af eigin raun. Ég hlakka líka til þessa verks...Mér líður satt að segja einsog bolakálfi sem er sleppt út úr fjósi á góðum vordegi. A-mynd: E.ÓI. „Einu sinni sagði Svavar Gestsson um mig að ég væri fæddur til að vera í stjómarandstöðu. Hann hefur sagt margt vitlausara, að minnsta kosti held ég að það muni eiga afskaplega vel við mig að kynnast stjómarandstöðu af eigin raun. Ég hlakka lfka til þessa verks og legg að sjálfsögðu í það djúpa merkingu, að náttúruvættimir skuli sjá svo um að fyrsti dagurinn í stjómar- andstöðu skuli vera fyrsti sólardagur sumarsins. Mér iíður satt að segja ein- sog bolakálfi sem er sleppt út úr fjósi á góðum vordegi." Þetta sagði fyrrver- andi umhverfisráðherra, Össur Skarphéðinsson, um það hvemig honum liði í nýju hlutverki sem einn af oddamönnum stjómarandstöðunnar. En má ekki alveg eins segja að sólin skíni í á nýja ríkisstjóm? „Vissulega. Enda óska ég nýrri rfk- isstjóm velfamaðar. Ég á margar góð- ar minningar af samstarfi mínu við gamla kollega, sakna meira að segja sumra, þó ég hefði kosið að slit sam- starfsins hefðu verið með öðmm hætti. Ég hef ekki átt jreim vinnubrögðum að venjast af hendi Davíðs Oddssonar „Nei, ég er ekki fullkomlega sátt við stöðu kvenna í Sjálfstæðis- flokknum. Ég hefði viljað sjá hana betri. En ég vil hinsvegar líka horfa framávið. Það koma tímar og það koma ráð. Það er hinsvegar komin niðurstaða í málið og því er ekkert annað að gera en að sætta sig við hana. Tillögur í ráðherraembættin sýna vel hvað staðan var þröng. Það sér og skilur hver sem vill,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Alþýðublaðið. sem við kynntumst þá, en svona er bara lífið. Ofitast nokkuð gott. Það em líka ágætir menn af hálfu Framsóknar- flokksins í ríkisstjóminni, og ég efa ekki að þeir munu leggja sig alla fram. En þessi ríkisstjóm var eiginlega skráð í stjömurnar; öll áhersla Davíðs Odds- sonar síðustu vikuna fyrir kosningar um sterka tveggja flokka stjóm var í rauninni ekkert annað en ákall httns um samstarf við Framsókn. Svo lenti karlgreyið í þeim ógöngum að ríkis- stjómin hélt velli, og hann þurfti tíma til að losa sig úr þeim. Honum tókst það að vísu venju fremur óhönduglega og hefði vitaskuld átt að gera það með drengilegri hætú. En það er bara hans mál og hans samvisku. Ég geri hvorki að sýta það né erfa.“ Var þetta rökrétt niðurstaða af kosningunum? „Stjómmál á íslandi lúta öðm en rökum. En það var nánast enginn mál- efnaágreiningur millum Framsóknar- flokksins og sjálfstæðismanna, og ekki óeðlilegt að þeir læsm sig saman. Greining Þorsteins Pálssonar fyrir kosningamar var rétt: hann sagði að „Barátta sjálfstæðiskvenna var mjög öflug í kosningabaráttunni og þar mátti heyra nýjan tón sem tekið var eftir - sérstaklega úr röðum ungra sjálfstæðiskvenna. En á heild- ina litið kemur það niður á konum hversu miklu munar á þátttökufjölda þeirra og karla. Rótina að stöðunni núna má að nokkm leyti rekja til prófkjara sem haldin vom til að skipa á framboðslistana; konur náðu þar ekki sætum sem hefðu gefið ráð- herrasæti nú við myndun ríkisstjóm- arinnar. Við konur munum því safna mestu andstæðumar í stjómmálum dagsins væm Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. Einsog Sjálfstæðis- flokkurinn hefur þróast síðustu árin, Jtegar í ljós kom að í Davíð Oddssyni blundaði lftill framsóknarmaður sem að lokum braust út og yfirtók forsætis- ráðherrann, þá er þetta einfaldlega rétt hjá Þorsteini.” En hvað fannst þér um fram- komu Halklórs Asgrímssonar. Nú er því haldið fram að hann hafi í raun svikið vinstri flokkana? „Eg hef ekkert um það að segja. Halldór Asgrímsson skuldaði Alþýðu- flokknum ekki neitt. Hann gerði það sem hann taldi réttast frá sjónarhóli Framsóknarflokksins. Miðað við þær eymafíkjur sem Halldór Ásgrímsson hefur fengið frá Ólafi Ragnari, sem virðist vakna á morgnana með Halldór á heilanum, þá hallast ég að því að hann hafi gert rétt frá sjónarhóli síns flokks. Hitt er annað, að ég tel að Hall- dór hafi leikið illilega af sér í myndun sjállfar stjómarinnar. Kosningamál Framsóknar finnast varla í stefnuyfir- lýsingu stjómarinnar. Og miðað við liði og vinna áfram að framgangi kvenna innan flokksins. Og það má náttúrlega ekki gleyma því Sjálf- stæðisflokkurinn hefur í gegnum ár- in gegnt brautryðjendahlutverki í þessum málum og til dæmis á síðasta kjörtímabili gegndi kona úr okkar röðum embætti forseta Alþingis," sagði Sigríður Anna ennfremur. ,,Ég er mjög ánægð með þessa rík- isstjóm einsog hún var mynduð. Staðreyndin er sú, að í prófkjörum innan Sjálfstæðisflokksins lentu engar konur í sætum sem hefðu gef- ið ráðherrasæti. Þetta er ekki bara spuming um stöðu kvenna og karla heldur hvemig útkoma fólks sem einstaklinga er. Það eru mun færri konur en karlar sem taka þátt í stjóm- þann góða sigur sem hann vann á möl- inni á grundvelli nýrra og ferskra stjómmálamanna, þáfmnst méróskilj- anlegt að hann skuli ekki hafa treyst þann sigur með því að gera Siv Frið- leifsdóttur að ráðherra. Hún var raun- ar óskadraumur minn um nýjan um- hverfisráðherra; vann þar að auki afar glæsilegan sigur. Það hefði verið snjallt og áræðið hjá Halldóri og hefði treyst flokkinn mjög á suðvesturhom- inu. Enda fundum við það vel hér í Reykjavík að Siv var að skora langt út fyrir sitt kjördæmi. En Halldór reynd- ist meiri bókhaldari en stjómmálamað- ur. Hið nýja andlit Framsóknar varð að lokum Páll Pétursson, sem einkum er þekktur að því í íslandssögunni að hafa manna lengst verið á móti lita- sjónvarpinu." Þú sagðir í útvarpi, að þetta yrði stjóm stöðnunar. Hversvegna? „Sagan sýnir að stöðnun fylgir jafn- an samstjóm Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks. Kyrrstöðu stafar af stjómarsáttmálanum, og það er hálf- gerður hlunkabragur á stjóminni allri. En að öðm leyti held ég að þetta hafi málum og þar með í prófkjörum, en barátta kvenna innan flokksins hefur alls ekki bmgðist, sagði Jóhanna Vilhjálmsdóttir, einn af forkólfum Sjálfstæðra kvenna, í spjalli við Al- þýöublaðið. „Við viljum sjá fleiri konur taka þátt í stjómmálum - ekki bara í Sjálf- stæðisflokknum heldur öllunt flokk- um - en það er ekki rétt að mínu mati að hampa konum einungis vegna þess að þær em konur heldur verður að meta þær einsog annað fólk af verðleikum. eigin verðleikum. Ég er ósammála þeirri afstöðu Sigríðar Önnu Þórðardóttur, að staða kvenna í Sjálfstæðisflokknum sé óviðunandi. Ég er fúllkomlega sátt við þessa stöðu miðað við útkomu ekkert með stefnur flokkanna að gera, heldur liggi þetta í eðli þeirra. Báðir ern breiðar kirkjur, þar sem mjög and- stæð sjónarmið er að finna innan hvors flokks. Þau ntunu togast á í hveiju stórmálinu á fætur öðm, og niðurstað- an verður óbreytt ástand. Tökum dæmi: Ríkisstjómin ætlar að einka- væða bankana. En hveijir vom helstu andstæðingar þess á síðasta kjörtíma- bili? Þeir hétu Guðni Ágústsson, Páll Pétursson, og f þann hóp má tína líka Egil á Seljavöllum. Einar Krístinn Guðfinnsson og Einar Oddur vilja gjörbreyta sjávarútvegskerfmu, og raunar líka Siv Friðleifsdótúr og Hjálmar Ámason. Gegn því standa auðvitað framsóknarmennimir tveir, Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson. Niðurstaðan verður í besta falli einhver málamyndabreyting á banndögum krókabáta, sem engu skipúr. Þeir nafnar að vestan verða síð- Sigríður Anna Þórðardóttir: Ég hefði viljað sjá stöðu kvenna inn- an Sjálfstæðisflokksins betri. kvenna í prófkjömm og miðað við þátttökuhlutfall þeirra í stjómmálum almennt," sagði Jóhanna að lokum. an að svara kjósendum á Vestfjörðum fyrir fyrri yfirlýsingar um að þeir myndu aldrei styðja stjóm sem fylgir kvótakerfmu. Svona má auðvitað tína hvert stórmálið af öðm. Hin breiða fylking stjómarinnar felur vissulega í sér styrk hins mikla meirihluta, en líka veikleika mjög ólíkra og andstæðra sjónarmiða." Hvernig verður Alþýðuflokkur- inn í stjómarandstöðu? „Grimmur, herskár, en málefnaleg- ur. Hlutskipti okkar verður ekki beiskja eða biturð Óiafs Ragnars Grímssonar og Jóhönnu Sigurðar- dóttur, eða sífur Kristínar Ástgeirs- dóttur. Við munum ekki leggjast í persónulegar árásir einsog virðist aðal ýmissa þeirra sem sagan hefur dæmt til eilífrar stjómarandstöðu. Áhersla okkur verður á að halda okkar sér- stöðu, og halda áfram að vera hug- myndabanki íslenskra stjómmála. Ég sé raunar af stjómarsáttmálanum að efúrmenn okkar hafa tekið sitthvað að láni af okkar innistæðu. Um það er ekki nema gott eitt að segja.“ Hvaða samstarfsmenn h'st þér best á hjá hinum stjórnarandstöðu- flokkunum? „Ég hef lengi elskað Margréti Frí- mannsdóttur og stóð fymim í pólit- ísku ástarsambandi við Svanfríði Jón- asdóttur. En hún tók á þeim ámm Ól- af Ragnar framyfir mig. Það stóð þó stutt. En mitt pólitíska hjarta er stórt.“ Hvað segirðu svo þegar þú horfir yfir síðustu tvö árin? ,JÉg er glaður yfir að hafa fengið þetta tækifæri til að setja örlítil spor í umhverfisvemd á íslandi. Þessi ár vom líklega bestu ár ævinnar, en það stafar nú ekki fyrst og ffemst af pólitík- inni heldur fjölskyldunni, þar sem mesúr sigrar unnust sem lengi verða í minnum hafðir á Vesturgötu 73. T.S. Eliot sagði í „Four Quartets" að í sér- hveijum endi felist nýtt upphaf. Þann- ig líður mér á þessum fyrsta sólardegi sumarsins." ■ Eru konur í Sjálfstæðisflokknum ánægðar með stöðu kvenna í flokknum að lokinni stjórnarmyndun? /fNei, ég er ekki fullkomlega sátt" - segir Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður. „Ég er ósammála Sigríði Önnu," segir Jóhanna Vil- hjálmsdóttir, einn af forkólfum Sjálfstæðra kvenna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.